Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1978 17 Hólabrekkuskóli — Nú er unnið að framkvæmdum við annan áfanga Hólabrekkuskóla, sem hér sést, og stækkar húsnæði skólans við það um helming. Ljósm. Mbl. RAX. Skólahúsnæði í Breiðholtshverfum: Hólabrekkuskóli stækk- ar um helming—Selja- skóli boðinn út NU ERU starfandi í Breið- holtshverfum fimm skólar. Eru það Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Ölduselsskóli og Fjölbrauta- skólinn. Um þessar mundir er verið að bjóða út bygging- arframkvæmdir við nýjan skóla í Breiðholti, Seljaskóla, en kennsla á að hefjast þar haustið 1979. Nú er unnið að framkvæmdum við annan áfanga Hólabrekkuskóla og stækkar skólinn við þetta um helming frá því, sem nú er, og svarar stækkunin til 16 kennslustofa og á þessi við- bót að komast í notkun á næsta ári. Þá er unnið að byggingu bóknámshúss við Fjölbrautaskólann og verður hluti þess tekinn í notkun á þessu ári. Eini skólinn í Breiðholti, sem er fullbyggð- ur, er Fellaskóli en auk framkvæmda, sem nú standa yfir við Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólann, er gert ráð fyrir að byggja í framtíð- inni við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Á síðast liðnum fjórum árum hefur verið unnið að margvíslegum framkvæmd- um við byggingu skólahús- næðis í Breiðholtshverfum. Árið 1974 var annar áfangi, 1. og 2. hæð Fellaskóla, tekinn í notkun og þetta sama ár var fyrsti áfangi Hólabrekku- skóla tekinn í notkun. Næsta ár er tekinn í notkun íþrótta- salur við Fellaskóla ásamt búningsklefum og öðru fylgi- húsnæði auk húsnæðis fyrir heilsugæzlu og tekinn er í notkun annar áfangi fyrsta 256 kr. fyrir kílóið í Hull TOGARINN Dagný frá Sigluíirði seldi 60 tonn af blönduðum fiski í Hull í gærmorgun og fengust 256 kr. að meðaltali fyrir hvert kíló. Dagný selur aftur í dag, einnig um 60 tonn, en í gær náðist ekki að selja nema helming aflans. byggingarstigs Fjölbrauta- skólans. Þetta sama ár er neðri hæð 1. áfanga Hóla- brekkuskóla tekin í notkun og Ölduselsskóli tekur til starfa í færanlegum kennslu- stofum. Árið 1976 er tekin í notkun útisundlaug við Breiðholtsskóla, skólasmiðja og innisundlaug ásamt bún- ingsklefum við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Á síðast liðnu ári var tekinn í notkun fyrsti áfangi Ölduselsskóla og ein hæð í húsi við Fjöl- brautaskólann, sem enn er í smíðum. Þá var einnig tekin í notkun neðri hæð 1. áfanga Hólabrekkuskóla. Varðandi skólabyggingar á næstu árum er ætlun borgar- yfirvalda að lögð verði áherzla á að ljúka fram- kvæmdum við skólana í Breiðholti, Hólabrekkuskóla, Fjölbrautaskólann, Öldusels- skóla og Seljaskóla. Sá síðast nefndi er eins og kom fram hér að framan nú að fara í útboð og verður boðið upp á tvo valkosti, það eru annars vegar einingarhús og hins vegar skólahús byggt á hefð- bundinn hátt. Hlutur togara í heildarafla vaxandi Fyrstu 17 skuttogararnir keyptir í tíð viðreisnarstjórnar SVO virðist sem hlutfall togara í heildarafla botnlægra fiska við Island fari vaxandi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fiski- félagi Islands stunduðu 78 togarar. þar af 76 skuttogarar, fiskveiðar við Island árið 1977, 837 vélbátar og 455 opnir (litlir) vélbátar. Hlutdeild tog- ara í afla botnlægra fiska hefur vaxið úr 43% árið 1975 í 50,6% 1977. Heildarafli af þessum fisktegundum var 421,4 þús. tonn árið 1975, þar af 181,3 þús. tonn togarafiskur. 1977 var heildaraflinn 471.4 þús. tonn. Afli togara þar af 283.2 þús. tonn. A síðustu átta 'arum hefur mikill fjöldi skuttogara verið keyptur til landsins og gjör- breytt atvinnuástandi víða um land. Þessi uppbygging hófst á tímum viðreisnarstjórnarinnar og var að hennar frumkvæði búið að semja um kaup á 17 skuttogurum þegar stjórnar- skiptin urðu í júlí 1971, þ.á.m. ýmsum stærstu skuttogurum landsins. Upphaf skuttogaratímabilsins má rekja aftur til ársins 1967, er síldveiði brást. Það ár skipaði ríkisstjórnin sérstaka skuttog- aranefnd. I nóvember 1969 gerðu eigendur Ögurvíkur hf. svo samning um kaup á tveimur skuttogurum frá Póllandi, sem var upphaf skuttogaratímabils- ins. 1970 var síðan samið um kaup á 6 togurum frá Spáni og stuttu síðar um smíði á 5 miðlungsstórum skuttogurum fyrir Vestfirðinga í Noregi. í kjölfar þessa keyptu Norðfirð- ingar og Eskfirðingar sinn skuttogarann hvorir og Sigifirð- ingar og Sauðkræklingar komu rétt á eftir. Þannig var í tíð Viðreisnarstjórnarinnar samið um smíði á eða keuptir 17 skuttogarar til landsins, sem varð upphaf þess sem síðar kom um skuttogaraeign þjóðarinnar, er spannar tíma þriggja ríkis- stjórnar. Gargolux f ær ekki leiguvélina 260 millj. kr. hagnaður af rekstri félagsins á síðastlidnu ári ári Rekstur Cargolux gekk mjög vel EKKERT verður af því að Cargo- lux fái Boeing 747 þotuna er félagið hafði tekið á leigu í sumar og fram eftir ári. Eigandi þotunn- ar hætti á síðustu stundu við leigusölu á þeim forsendum að leigutíminn væri ekki nógu langur. Forráðamenn Cargolux eru nú að svipast um eftir flugvél, eða flugvélum sem gæti komið í stað Boeing 747 þotunnar, en ekki er Morgunblaðinu kunnugt um hvort samningar um leigu á flugvél eða flugvélum hafi tekizt. a síðasta ári og jókst velta félagsins um 20% og varð 74,6 millj. dollarar að því er Einar Ólafsson framkvæmdastjóri fé- lagsins tjáði Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þegar félagið var búið að greiða skatta reyndist beinn hagn- aður vera 1 millj. dollara eða 260 millj. ísl. kr. Til samanburðar má geta þess að árið 1976 velti Cargolux 52 milljónum dqllara og árið 1975 38 milljónum. 4230 lestir af rækju bárust á land á Vestfjörðum í vetur RÆKJUVERTIÐ á Vestfjörðum láuk í endaðan apríl, þegar veiðum lauk á Arnarfirði, en það var eina veiðisvæðið, þar sem ekki var veitt leyfilegt magn. Við ísafjarðardjúp var búið að veiða upp í leyfilegan kvóta hinn 7. aprfl og 15. aprfl við Steingríms- fjörð. Rækjuaílinn á allri vcrtíð- inni, en hún hófst í fyrrahaust, varð að þessu sinni 4.229 lestir á móti 4.007 lestum í fyrra. I yfirliti skrifstofu Fiskifélags íslands á ísafirði um rækjuvertíð- ina segir, að í apríl hafi borizt á land 382 lestir af rækju, 74 lestir á Bíldudal, 149 lestir við ísafjarð- ardjúp og 159 lestir við Stein- grímsfjörð. Alls höfðu þá borizt á land 2.734 lestir frá áramótum og í haust bárust á land 1.555 lestir. I vetur stunduðu 56 bátar rækjuveiðar frá Vestfjörðum, sem er 9 bátum færra en árið áður. Frá Bíldudal reru 6 bátar, Súðavík 4, ísafirði 27, Bolungarvík 9, Hólma- vík 6 og Drangsnesi 4. Á allri vertíðinni bárust 520 lestir á land í Arnarfirði, á móti 620 á síðustu vertíð. Við ísafjarðardjúp bárust 2764 lestir á land (2.511) og í Steingrímsffirði bárust 1.005 lestir á land (885). Tveir rækjubátanna náðu í vetur 100 lesta afla eða meira, eru þeir báðir frá Bíldudal. Vísir fékk þar 114,6 tonn og Helgi Magnússon 104 tonn. 300 þús. kr. stolið í FYRRINÓTT var brotizt inn í Skaftárskála á Kirkjubæjar- klaustri og stolið þaðan um 300 þús. kr. að því er talið er. Skaftárskáli er vinsæll áningar- staður ferðamanna yfir sumartím- ann, en er þó opinn allt árið um kring. Skálinn hefur verið í viðgerð að undanförnu og fyrir einn glugga hans hafði verið negld spónaplata. Þjófarnir virðast hafa sprengt þessa plötu upp og komizt síðan í peningaskáp skálans inn af glugg- anum. Málið er í rannsókn og menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins komu til Kirkjubæjar- klausturs í gær og rannsaka þeir nú málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.