Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1978 Tveir gagn- rýnispunktar. Þrátt fyrir víðtækt atvinnuieysi, sern tröllrid- ið helur iðnríkjum heims undanfarin ár, hefur tekizt aö tryggja atvinnu- öryggi hérlendis. Þetta atvinnuöryggi hefur sagt jafnt til sín hér í Reykja- vík sem í strjálli byggð- um landsins. Engu að síður eru Þeir tvéir gagn- rýnispunktar, sem minni- hlutaflokkar í borgar- stjórn Reykjavíkur halda einkum á loft, tengdir atvinnulífi höfuöborgar- innar. Þessir tveir gagnrýnis- punktar eru sóttir í greinargerð embættis- manna borgarinnar, sem gerðu úttekt á atvinnu- uppbyggingu í Reykjavík, aö frumkvæði borgar- stjórans, Birgis ísl. Gunnarssonar. Fyrri punturinn felur Það í sér að tilteknar frumgreinar atvinnulífs, einkum út- gerö og fiskvinnsla, hafi dregizt saman. Hinn að meðaltekjur Reykvíkinga séu lægrí en meðaltekjur landsmanna. Þessi atvinnuúttekt, sem borgarstjórnarmeirihlut- inn átti frumkvaaði að, varð síðan kveikjan að víðtækri atvinnumála- stefnu, sem borgarstjóri mótaði, og sampykkt var í borgarstjórn með at- kvæöum sjálfstæois- manna og framsóknar- manna, gegn atkvæðum kommúnista en hjásetu kratans. Orsakir þess- ara tveggja punkta. Samdráttur í sjósókn og fiskvinnslu á sér margÞættar orsakir. Lok- un Faxaflóa, sem gerð var af fiskifræöilegum ábendingum, kemur Þar mjög við sögu. önnur orsök er sú, að Reykjavík hefur verið sett til hliðar, bæöi varöandi stofn- kostnað við hafnargerð og fyrirgreiðslu við atvinnurekstur úr opin- berum fjárfestingarsjóð- um, s.s. byggöasjóði. Allar fiskihafnir á land- inu, utan ein, Reykjavík, njóta 75—100p stofn- kostnaðarpátttöku úr sameiginlegum sjóði landsmanna, sem Reyk- víkingar greiða í, engu síður en aðrir lands- menn. Þrátt fyrir Þessa sérstöou hefur Reykja- víkurborg lyft grettis- tökum við hafnargerð. Á líðandi kjörtímabili hefur borgin varið rúmum pús- und milljónum króna til viðhalds og nýfram- kvæmda við höfnina, miðað við verðlag í dag. Hefði Reykjavík notið jafnréttis við önnur sveitarfélög varðandi stofnkostnaðarÞátttöku úr sameiginlegum sjóði landsmanna, hefðu kom- ið 3000 milljónir króna til viðbotar til hafnarfram- kvæmda. Slíkt „jafnrétti" hefði Því sagt til sín í ólíkt meiri framkvæmdagetu við hafnargerð og sköpun aðstððu fyrir útgerð og tengdar atvinnugreinar. En mergurinn málsins er að minnihlutaflokkarnir, sem nú biðla til atkvæða Reykvíkinga, hafa barist eins og grenjandi Ijón gegn Því á löggjafarsam- komu Þjóðarinnar — og víðar — að borgin nyti jafnréttis í Þessum efn- um. í Reykjavík búa yfir 8000 ellilífeyrisÞegar eöa hlutfallslega mun fleiri aldraðir en í öðrum sveitarfélögum, ekki sízt vegna Þeas, að hér er betur búið að öldruðu fólki en annars staðar. Þetta háa hlutfall aldraðra segir að sjálf- sögðu til sín í lægri meðaltekjum borgarbúa — og er meginorsök Þeirrar tölulegu stað- reyndar sem minnihluta- flokkarnir hampa minnst. Gagnrýni minnihluta- flokkanna, varðandi Þennan tekjusamanburð, beinist Því fyrst og fremst að herveru hinna öldnu, svo smekklegt sem Það nú er. „Myndi fljótlega gera Reykja- víkurborg gjaldþrota" Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins segir m.a. í viðtali við Mbl. í gær: „Þvert á móti hefur verið tekið töluvert tillit til tillagna minnihlutans í ýmsum málum. Þá i eg ekki aðeins við tillögur fluttar í borgarstjórn heldur eínnig tillögur, sem fluttar eru í hinum ýmsu ráðum og nefndum borgarinnar. Aö sjélf- sögðu gildir petta ekki um óraunhæfar tíllögur, sem stundum eru fluttar af einstökum minnihluta- flokkum eða fulltrúum Þeirra, enda er núverandi borgarstiórnarmeirihluti blessunarlega laus við alla ævintýramennsku í fjármálum. Fyrir Það mi hæla Sjilfstæðisflokkn- um, Þó að ég si ekki gjarn i að hæla honum." „.. .Ég vil ekki leyna Því, að mir litist illa i, ef AIÞýðubandalagið ætti að hafa forystu í fjirmil- um borgarinnar. Borgar-. fulltrúar Þess eru oft i tíðum í sáralítlum tengsl- um við raunveruleikann... sú til- hneiging Albýðubanda- ; lagsmanna að koma oil- I um einstaklingum fri vöggu til grafar i ein- hverjar stofnanir, myndi fljótlega gera Reykja- víkurborg gjaldÞrota. Mér er til efs, að samstarf núverandi minnihluta- flokka í hugsanlegum meirihluta undir stjórn Alpýðubandalagsins myndi blessast. Þi ilykt- un dreg ég af Því, að samstarf Þessara flokka i kiörtímabilinu, sem nú er að Ijúka, hefur verið miklu skrykkjóttara undir forystu Albýöubanda- lagsins heldur en var i kjörtímabilinu Þar i und- an, Þegar Framsóknar- flokkurinn stjórnaöi Því..." Þessi umsögn borgar- fulltrúa úr röðum sjálfs minnihlutans'i vissuíega erindi til borgarbúa nú. Guðjón Jónsson endurkjörinn for- maður Málm- og skipasmiðasam- bands íslands Povel Ramel Povel Ramel skemmtir í Norræna húsinu Povel Ramel, sænskur revíu- listamaður, ljóða- og lagasmiður verður gestur Norræna hússins í næstu viku og flytur hann þrjár dagskrár ásamt Tríói Sven 01- sons sem er með í förinni. Auk Norræna hússins stendur sænsk-íslenska félagið að heim- sókn hans. í frétt frá Norræna húsinu segir svo um Povel Ramel: Hann hefur verið meðal þekktustu revíulista- manna Svía undanfarin 30 ár og hleypt nýju blóði í listgrein þá með „Knápp upp" revíum sínum. Hann hefur náð mjög sérstæðum persónulegum stíl þar sem reynir á orðfimi og semur að mestu leyti sjálfur bæði tónlist og texta. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi sérstæði listamaður kemur fram utan heimalands síns. Dagskrár Povel Ramels verða fluttar dagana 29., 30. og 31. maí kl. 20.30. 8. þing Málm- og skipasmiða- sambands íslands var haldið í Félagsheimili Kópavogs dagana 5.-7. maí s.l. A þinginu var aðallega rætt um atvinnu- og kjaramál. vinnuverndarmál, fræðslumál og starfsemi Lífeyris- sjóðs málm og skipasmiða. í þinglok fóru fram kosningar til stjórnar og í aðrar trúnaðarstöð- ur. I miðstjórn sambandsins voru kosnir: Guðjón Jónsson formaður, Guðmundur Hilmarsson vara- formaður, Tryggvi Benediktsson ritari, Ástvaldur Andrésson vara- ritari, Helgi Arnlaugsson gjaldkeri og meðstjórnendur, Kristján Ottó- son, Hákon Hákonarson, Kjartan Guðmundsson og Hermann Breið- fjörð Jóhannesson. Þá voru og kosnir til sambands stjórnar 12 menn. Á þinginu voru samþykktar margar ályktanir, m.a. ályktun um kjara- og atvinnumál, þar sem mótmælt er < setningu laga frá Alþingi í febrúar s.l. um helmings- skerðingu verðlagsbóta, sem koma áttu til greiðslu 1. marz s.l. og eiga að greiðast 1. júní, 1. september og 1. desember á þessu ári samkvæmt gildandi kjarasamningum. Þá er lýst fullri andstöðu við fyrirætlanir stjórnvalda að ríkisrekin fyrirtæki hætti starfsemi og verði seld til einkaaðila og er í því sambandi vakin athygli á því, að tvö stór ríkisrekin fyrirtæki í málmiðnaði og skipasmíði, Landssmiðjan og Slippstöðin á Akureyri, skili árlega verulegum hagnaði og afkoma starfsmanna fyrirtækjanna sé tryggð þegar verkefni eru næg. Þá er ályktun um aðbúnað og heilsuvernd, þar sem segir meðal annars að heilsan sé dýrmætasta eign hvers manns. Það ætti því að hafa algjöran forgang við uppbygg- ingu og skipulag atvinnufyrirtækja, að hugsað væri fyrir þeim þætti, þannig að ekkert væri til sparað svo verkafólk biði alls ekki tjón á heilsu sinni við hin margvíslegu störf í þjóðfélaginu. Reynslan er sú, að heilsuverndarsjónarmiðið virðist í flestum tilfellum vera eitthvað sem atvinnurekendur láta sig litlu sem engu máli skipta, ef þrýstingur frá verkafólki kemur ekki til. Að lokum er harðlega vítt það tómlæti sem ríkjandi er víðast hvar í þessum málum. Ennfremur skorar þingið á þá aðila er um þessi mál eiga að fjalla að sýna meiri röggsemi og festu. Að lokum var gerð ályktun um fræðslu— og menningarmál, þar sem því er mótmælt harðlega að verkmenntun sitji ekki við sam borð og aðrar starfsgreinar, þar sem krafist er sérstakrar menntunar. Þá er heitið á yfirvöld iðnfræðslu í landinu að beita sér fyrir því sem allra fyrst að í verkmenntunarskól- unum verði komið upp fullkomnum búnaði til kennslu verklegs iðn- náms, þannig að þeir sem hyggja á iðnnám hljóti menntun sína í verkmenntunarskólum, jafnframt þyí sem þeir fái starfsreynslu úti á hinum almennu vinnustöðum. f LLU PET KOKKA FÖTIN komin aftur PÓSTSEIMDUM VE RZLUNtN tö£ „Hesta- íþróttir" Opið mót Iþróttadeildar Fáks verður haldið 3. og 4. júní á Víðivöllum, Reykjavík. Keppt verður í eftirtöldum íþróttagreinum: Tölt, Fjórar gangtegundir, Fimm gangtegundir, Gæðinga- skeið, Hlýðniæfingar B og Hindrunarstökk. Mótið er opið öllum keppeiidum. En tekið skal fram að mótið er um leið meistaramót íþróttadeildar Fáks. Hver einstaklingur getur aðeins keppt einu sinni í hverri grein, þ.e. á einum hesti. Lokadagur vegna skráningar er míðvikudagur 24. maí. Skráningargjald er kr. 3.000 fyrir hvern keppanda í fyrstu keppnisgrein og kr. 1.000 í hverri grein þar á eftir. Nákvæm skráning á hesti og knapa þarf að fylgja. 1. Nafn hests 2. aldur 3. Htur 4. fæðingarstaöur 5. faöir 6. móöir 7. nafn knapa 8. nafn eiganda 9. keppnisgreinar. Skráningargjald þarf aö fylgja meö skráningu keppenda og hests. Skráningargjald verður aðeins endurgreitt ef um tímanlega boöuö forföll verður aö ræöa og þá að hálfu. Skráningar séu sendar til skrifstofu Fáks merktar: „Hestaípróttir", ípróttadeild Fáks Reykjavík. Vegleg verðlaun veröa veitt 3—5 fyrstu keppendum í hverri grein. I mótstjórn eru: Friðþjófur Þorkelsson Gísli B. Björnsson Ragnar Tómasson Til vara: Viðar Halldórsson formaður IDF. Ath.: Síðasti skráningardagur. EF ÞÚ ÍHUGAR hve íslenskir vegirtíkjast ralfývegum Afríku og Ástralíu ískyggilega mikið, LÁMCER OG EF ÞÚ ÍHUGAR að snotur japanskur fjölskyldubíll, sem kostar engin ósköp. hefur nú sigrað í Australian Southern Cross Rally 4 ár i' röð og í Safari Raliy tvisvar, ÞÁ GETUR ÞÚ dregið af því ályktanir um hæfni hans til að þjóna þér, bæði vel og lengi. taugavðgt nS-StOTa 22240ogtSTÖO Allt á sama stað EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.