Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI im 21 Forset- inn tapaði Santo Domingo, 23. maí Reuter. ALLAR horfur voru á Dví í kvöld að Antonio Guzman, mótframbjóðandi Balaguers forseta, hefði borið sigur- orð af forsetanum í forsetakosning- unum í landinu, en talning atkvæða hófst að nýju í gær eftir að herinn hafði stððvað talninguna í nokkra daga. Herinn greip í taumana í síöustu viku þegar Ijóst var oroio aö Guzman heföi hlotio mikinn meirihluta atkvæöa. Óvíst er nú hvað tekur viö og yfirmenn hersins munu á tveimur áttum um þaö hvort til skarar eigi aö láta skríöa. Guzman hefur þegar lýst sig sigurveg- ara, en ekkert hefur enn heyrzt frá Balaguer forseta. ÞettaMgerðist 24. maí VEÐVR víða um heim Amsterdam 18 skýjaö Abena 25 heiðskírt Berlín 20 rigníng Brussel 13 skýjað Chicago 19 rigning Frankfurt 19 rigning Genf 12 skýjað Helsinki 17 heiðskýrt Jóhannesarb. 19 sólskin Kaupm.höfn 23 skýjað Lissabon 18 heiðskírt London 17 sólskin los Angeles 23 skýjað Madrid 15 rigníng Malaga 17 skýjað Miami 29 skýjað Moskva 14 sólakin New York 27 heiðskírt Ósló 19 skýjað Palma 21 léttskýjað Parfs 15 skýjað Róm 21 heiöskirt Stokkhólmur 19 sólskin Tel Aviv 26 heiðskírt Tókýo 24 heiðskirt Vancouver 14 sólskin Vinarborg 26 skýjaö Það leikur ekki vafi á því hver móðirin er, en hvernig ætli það sé með faðernið? „Niður með kommún- ismann" í Búlgariu Vínarborg — 23. maí — AP. FREGNIR hafa borizt af því að um hvítasunnuhelgina hafi lög- reglan í Sófíu, höfuðborg Búlgar- í'u, króað af svæði í miðborginni eftir að borði einn mikill með áletruninni „Niður með kommún- ismiiiin" hafði verið látinn falla af þaki háhýsis í miðborginni. Um leið var dreift seðlum meðal vegfarenda með svipuðum boð- skap. Svo virðist sem upphafsmenn þessara mótmæla, sem eru vægast sagt óvenjuleg í landinu, hafi sloppið óséðir. Atburðurinn á að hafa gerzt á torgi því í miðborg- inni er húsakynni löggjafarsam- kundu landsins eru við. Fregn þessi er komin eftir krókaleiðum og barst austurríska sjónvarpinu í gær frá fréttaritara þess í Júgó- slavíu. 1977 — Podgorny forseta vikið út stjornmálaráðinu. 1976 - Concorde-flug til Washington hefst. 1973 - Mótmæli i Reykjavík gegn stefnu Breta í landhelgis- deílunni. J973 — Bandaríkjamenn og Rússar ákveða að senda banda- ríska og sovézka út í geimínn í sameiningu 1975. 1968 - Tíu milljón verkfalls- menn lama Frakkland og De Gaulle bjargar stjórn sinni með umbótum. 1967 — Framkvæmdastjóri SÞ, U Thant fer frá Kaíró og stríðshætta vofir yfir í Miðaust- urlöndum. 1964 — 300 bíða bana í óeirðum við knattspyrnuleik í Líma, Perú. 1962 — Scott Carpenter fer þrjá hringi um jörðu og verður annar bandaríski geímfarinn. 1941 — „Bismarck" sekkur „Hood" náiægt íslandi. 1900 — Bretar inniima óran- íu-fríríkið í Suður-Afríku. 1639 — Fyrra biskupastríðiö hefst með bardaganum við Turniff í Skotlandi. 1625 — Hollendingurinn Peter Minuit kaupir Manhattan-eyju af Indíánum fyrir glingur að verðmæti rúmar sex þúsund ísl.kr. 1612 — Danir taka Elfsborg og Guliberg af Svíum í Kalmar- striðinu. Innlents Kolbeinn Auðkýiingur 1309 - - D. Sig. biskup Stefáns- son 1790. Yímæli dagsins, William Gii- bert, enskur vísindamaður (1544-1603) - Jean-Paul Mar- at, franskur byltingarmaður (1743-1793) - Viktoría Eng- landsdrottning (18*9—1901) — Sir Arthue Wing Pinero, brezk- ur léikritahöfundur (1855-1934) - Jan Christiaan Smuts, sttður-afrískur stjórn- skörungur (1870—1950) - Bob Dylan, bandarískur söngvari. Orð dagsinsi Allir eru snillingar — að minnsta kosti einu sinni á ári — Georg Christoph Lichten- berg, þýzkur eðlisfræðingur (1742-1799). Gerðu áhlaup á vígi Mengitus i Eritreu Róm — 23. maí Reuter. Aðskilnaðarsinnar í Erítreu segj- ast hafa gert áhlaup á bæinn Barentu, sem er eitt af fjórum vígjum, sem stjórnarherinn í Ebíópíu hefur enn á valdi sínu í héraðinu. Að sögn málsvara að- skilnaðarsinna er hart barizt í bænum, en tvær fylkingar aðskiln- aðarsinna, ELF og EPLF, sameinuö- ust í pessarí árás. Þá er haft eftir áreiöanlegum heimildum að hér sé um að ræða undanfara meiri tíðinda, og só bess skammt að bíða að aðskilnaðarsinnar láti til skarar skríða í Asmara, helztu borg í Erítreu, og freisti bess að ná henni úr höndum stjórnarhersins. Þær tvær borgir aðrar, sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu, eru hafnarborgirnar Massawa og Assab viö Rauða hafið, en herforingjðstjórn- in í Addis Abeba nýtur sem kunnugt er forsjár Sovétmanna. Af hálfu beggja fylkinganna, ELF og EPLF, kemur fram að Kúbumenn annist þjálfun stjórnarhermanna í Asmara og Massawa, en á hinn bóginn segjast talsmenn aðskilnaðarsinna ekki haf öruggar heimildir fyrir því að Kúbumennirnir taki beinan þátt í bardögum með stjórnarhemum á þessum stööum. Merkingarfræðileg hryðjuverkastarfeemi Nýlega birtist í Die Welt grein, þar sem umtalsefnið er sú hlið hryðjuverkastarfsemi, sem bitnar ekki beint á fórnar- lömbum eins og til dæmis Aldo Moro, heldur fréttamönnum og almenningi. Þetta mætti nefna „merkingarfræðilega hryðju- verkastarfsemi", en hún felst í þeim lævísa áróðri að rangnefna hugtök og hluti. Allir kannast við yfirlýsingar Rauðu herdeildarinnar um að Aldo Moro hafi verið „fluttur í alþýðufangelsi" þar sem hann „beið þess að koma fyrir rétt" og átti „yfir höfði sér dauðadóm og aftöku", og loks var „dauða- dómnum, sem upp var kveðinn fullnægt." Þetta er orðalagið, sem ítalska glæpaklíkan^ öðru nafni „Rauða herdeildin", notar í orðsendingum sínum, en frétta- menn bíta síðan unnvörpum á agnið, og nota það í frásögnum sínum. Alþjóðlegar fréttastofur taka þetta síðan í mjög miklum mæli sem góða og gilda vöru, og er þá ekki að sökum að spyrja, — fréttaskeytin eru þýdd á allra þjóða tungumál og þannig berst boðskapur hryðjuverkamanna með leifturhraða um víða ver- öld. Á þennan hátt fá morð og önnur ofbeldisverk nokkurs kon- ar „gæðastimpil" þegar yfir þau eru notuð orð eins og „aftaka", ræningjabæli verður að alþýðu- fangelsi" og það sem í rauninni eru pyntingar verður að „réttar- aðgerðum", svo dæmi séu nefnd. Ohjákvæmileg afleiðing þessa tungutaks, sem fjölmiðlar éta upp eftir hryðjuverkamönnum, verður svo sú að almenningur venst því smátt og smátt, og með þessum sama hætti, segir í Die Welt, hafa einræðisveldi hlotið hina hljómfögru nafngift „Alþýðulýðveldi" og morðingja- sveitir fá sæmdarheitið „Frelsishreyfingar." Völundar útihuróir m Fallegar útihurðir setja ekki hvað síst svip á húsið og Völundar útihurð getur gjörbreytt útliti hvaða húss sem er. Timburverslunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði hurða og hefur jafnan fylgt þeim sveiflum, sem orðið haf a í hurðasmíði undanf arin ár. Massifar Völundar útihurðir úr teak og furu eru framleiddar úr bestu efnum, sem völ er á og mikil áhersla lögð á vandaða vinnu, góða þjónustu og eingöngu fullkomnustu vélar notaðar til framleiðsl- unnar. Hinar viðurkenndu Assa skrár og lamir eru í öllum hurðum frá Völundi. Vandaðu val útihurðar á hús þitt, það er mikilvægt vegna heildarútlits. „Valin efni, vönduð smíð" hafa verið einkunnarorð Völundar í mörg ár og gildir það um alla fram- leiðslu. Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.