Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
15
Ragnheiður Garðarsdóttir á hveríaskrifstofu sjálfstæðismanna í
Hlíða- og Holtahverfi.
Hverfaskrifstofa sjálfstæðismanna
í Hlíða- og Holtahverfi heimsótt:
„Fólk þarf að notfæra
sér betur viðtalstíma
borgarfulltrúa hér”
„OKKAR helzta verkefni hér
er að fá fólkið í hverfinu til að
starfa, bæði fyrir kosningarnar
og á kjördaginn sjálfan. Við
höfum skipt hverfinu upp í
umdæmi til að auðvelda það að
ná til fólks en fyrir hverju
umdæmi er sérstakur umdæm-
isfulltrúi, sem er ábyrgur fyrir
sínu umdæmi,“ sagði Ragnheið-
ur Garðarsdóttir starfsmaður
hverfaskrifstofu sjálfstæðis-
manna í Hlíða- og Holtahverfi
í samtali við Mbl.
Ragnheiður kvað fólk hjá sér
ekki hafa nýtt eins og skyldi þá
þjónustu sem veitt er með
viðtalstímum borgarfulltrúa.
Það fer þannig fram að borgar-
fulltrúar eru til viðtals á
ákveðnum tíma dagsins fyrir
íbúa hverfisins. Ég vil sérstak-
lega leggja á það áherzlu að fólk
notfæri sér þessa þjónustu
meira, því að það er allt of
algengt að fólk sé að spyrja
ranga aðila um borgarmálefnin,
það er langbezt að spyrja
borgarfulltrúana sjálfa.
Fólk er lítið farið að koma til
að spyrja ókkur um kosningarn-
ar og þau mál sem þeim eru
tengd, en ég á von á þreytingu
þar á þegar líða tekur að
kosningunum. Síðustu dagana
og á sjálfan kjördaginn er alltaf
mikið um að fólk komi til að fá
úrlausn á ýmiss konar vanda-
málum.“ sagði Ragnheiður að
lokum.
Morgunblaðið ræddi einnig
við Asgrím P. Lúðvíksson, sem
er formaður hverfafélagsins í
Holta- og Hlíðahverfi um starf
skrifstofunnar og félagsins. —
„Skrifstofan er fyrst og fremst
miðstöð fyrir allan undirbúning
fyrir kosningarnar. Þaðan er
hópnum haldið saman og honum
stýrt. Þá er skrifstofan sam-
komustaður stjórnar hverfafé-
lagsins," sagði Ásgrímur.
Ásgrímur kvað hverfafélögin
sprottin úr gamla Verði sem var
félag allra sjálfstæðismanna í
Reykjavík hér áður fyrr, en með
aukinni fjölgun íbúa hafi borið
nauðsyn til þess að stofna
sérstök hverfafélög. Það væri
því verkefni félagsins að halda
uppi almennu starfi sjálfstæðis-
manna í hverfunum og efla
samheldni fólksins. Væru t.d. á
vegum félagsins haldnir al-
mennír fundir um ýmis mál, s^s.
atvinnumál, sjávarútvegsmál og
mörg fleiri.
Baldvin Tryggvason
kjörinn formaður AB
Aðalfundur Almenna bóka-
félagsins var haldinn fyrir
skömmu og kom fram í skýrslu
stjórnarinnar að alls voru gefnar
út 28 bækur á liðnu ári auk
eftirprentana. Hefur félagið gefið
út að jafnaði 30 bækur á síðustu
10 árum.
Söluaukning á árinu 1977 varð
66% og hagnaður varð af starf-
seminni. -Greiddi félagið yfir 10
milljónir í höfundarlaun. Á
undanförnum árum hefur AB
tekið þátt í alþjóðlegri bókasýn-
ingu í Frankfurt ásamt Iceland
Review og kynnt þar íslenzkar
bækur og segir í frétt frá AB að
fyrirtækin hafi náð nokkrum
árangri í sölu íslenzkra bóka til
erlendra útgáfufyrirtækja. Hefur
félagið notið aðstoðar íslenzku
útflutningsmiðstöðvarinnar á sýn-
ingum þessum.
Á aðalfundinum minntist
fundarstjóri Karl Kristjánssonar
fyrrv. alþingismanns er lézt á
árinu en hann var einn af stofn-
endum félagsins og sat í stjórn
Baldvin Tryggvason lögfræðing-
ur. formaður Almenna bóka-
félagsins.
þess frá upphafi. Hann var for-
maður félagsins s.l. 7 ár.
í stjórn AB voru kjörnir: Bald-
vin Tryggvason formaður, Davíð
Oddsson, Erlendur Einarsson,
Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Hall-
dórsson, Jóhann Hafstein og Jón
Skaftason. Formaður útgáfuráðs
er Tómas Guðmundsson.
Kosningaskrifstofa
sjálfstæðismanna
í Árbæjarhverfi
heimsótt:
„Almennur kosningaundirbúningur
og virkjun félaga aðalstarfíð”
„Við vinnum hér að öllum
almennum kosningaundirbún-
ingi í hverfinu, þurfum í því
sambandi að hafa samband við
umdæmisfulltrúana sem aftur
hafa samband við fólkið hver í
sínu umdæmi til að virkja sem
flesta", sagði Einar Atlason
starfsmaður á hverfisskrif-
stofu sjálfstæðismanna í Árbæ
í samtali við Mbl. fyrir
skömmu.
Einar sagði það nokkuð al-
gengt að hinir almennu borgar-
ar kæmu til þeirra og spyrðu um
ýmis atriði varðandi kosning-
arnar. Þá hefði sú nýbreytni
verið tekin upp að vera með
borgarfulltrúa til viðtals á
hverfaskrifstofunni og hefði það
gefist mjög vel. Þar hefði fólk
getað spurt borgarfulltrúa beint
um sín hugðarefni og fengið
svör frá fyrstu hendi.
Einar Atlason er einnig nú-
verandi formaður í Félagi ungra
sjálfstæðismanna í Árbæjar-
hverfi, svo að tækifærið var
notað og hann inntur eftir starfi
félagsins.
Félagið er mjög ungt hér í
Árbæjarhverfi, svo að við notum
hvert tækifæri til að taka sem
mestan þátt í starfi Heimdallar,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, en við erum nokkurs;
konar undirfélag í því. — „I
vetur hefur starfið reyndar
verið nokkuð óvenjulegt þar sem
við höfum staðið í húsbyggingu,
þ.e. sjálfstæðisfélögin hér eru að
koma sér upp félagsheimili.
Hefur nánast allur okkar tími
farið í ýmiss konar Vínnu við
heimilið," sagði Einar að síð-
ustu.
XH FRAMFARIR
U UPPBYGGING
ALMENNUR D-LISTA FUNDUR
um bæjarmálefni í Hafnarfjarðarbíói
miðvikudaginn 24. maí kl. 20.30
8v«lnn Þ Quöb|»rt«*on
Fundarsetning: Sveinn Þ. Guðbjartsson Fundarstjóri: Oliver Steinn
Ávörp flytja:
Árni Grétar Finnsson Eggert ísaksson Ellert Borgar Þorvaldsson
Guðmundur Guðmundsson Hildur Haraldsdóttir Stefán Jónsson
Auk þess koma fram:
Siegiinde Kahmann og Sigurður Björnsson undirleikari: Carl Billich
Jón Mýrdal (píanóleikur) Halli og Laddi