Morgunblaðið - 04.06.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 04.06.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 fíætt við áhöfnina á Sigrúnu fyrir á annað hundrað þúsund í 3—4 daga veiðiferð og annar kostnaður er eftir því. Aðrir skipverjar á Sigrúnu eru Kristján Kristjánsson og Paul Carter. — Kallaðu mig bara Palla, sagði hann, en Palli er frá Bandaríkjunum. — Já, eða Pál Vilhjálmsson eins og við gerum, skaut Kristján þá inní. Palli hefur verið á sjó í nokkra mánuði, en hann hefur verið búsettur hérlendis í um það bil ár. Eg er svona að kynna mér sjómennskuna, sagði hann. Og hvernig lízt þér á hana? — Bara nokkuð vel, nema langir túrar eru leiðinlegir, það er alveg nóg að þeir séu 4—5 dagar, sagði Palli og ekki verður annað sagt en hann tali þokka- lega íslenzku, en áður en hann kom til Súðavíkur stundaði hann sjóinn frá Ólafsvík, reri baðan á netabát. FRÁ SÚÐAVÍK er gerður út einn skuttogari. Bessi, og nokkrir minni bátar er stunda m.a. rækjuveiðar. Einn þeirra er Sigrún ÍS 113 en einn eigandinn er Árni Þorgilsson. Sigrún var einmitt að koma að iandi af rækjuveiðum er Mbl. var á ferð í Súðavík fyrir stuttu og var áhöfnin. 3 menn. að undirhúa löndun. Skipstjór- inn gaf sér þó tíma til að spjalla örlítið áður en löndunin hÓfst: — Við erum búnir að vera úti í þrjá sólarhringa núna og fengum ágætan afla eða um 8 tonn. Þennan afla fengum við út af Strandagrunni um 60—70 mílur frá Kögri. Sigrún er með öðrum orðum á djúphafsrækju og Árni er spurður hvort þeir hafi lengi stundað hana: — Nei, við byrjuðum aðeins á þessu í fyrrasumar og þessi ferö hjá okkur núna er hin þriðja í ár. í vetur stunduðum við Skipstjóri og einn eigenda Sigrúnar er Árni Þorgilsson. rækjuveiðar hér á ísafjarðar- djúpi, þannig að það er ólíkt lengra sem við sækjum aflann núna en í vetur. Eru margir bátar sem stunda rækjuveiði frá Súðavík? — Nei, ætli það séu ekki fjórir bátar. Það má segja að þessir bátar séu of litlir til að sækja svona langt út eins og við gerum, en þessi er ekki nema 28 tonn. Árni Þorgilsson keypti Sig- rúnu í fyrra og er Frosti h.f. eigandi hans með honum. Hann var spurður um kjaramál sjó- manna: — Við erum þokkalega ánægðir, nema rækjuverð mætti að sjálfsögðu vera hærra, ekki sízt þegar við sækjum hana svona langt. Úthafsrækjan er á sama verði og bezta rækjan héðan úr Djúpinu, en allur tilkostnaður er mun meiri við djúphafsrækjuna. Ég get nefnt sem dæmi að við brennum olíu Hásetarnir eru Kristján Kristjánsson (t.v.) og Paul Carter eða Páll Vilhjálmsson eins og félagar hans vilja nefna hann. Miklar sveinur í fjármunamynd- un íslenzka fiskiskipaflotans MIKLAR sveiflur eru og hafa verið í fjármunamynd- un íslenzka fiskiskipaflot- ans og eru þær hlutfallslega meiri en á fjármunastofnin- um, sem fram kemur í þjóðarauðsmatinu, enda valda þær mestu um sveiflur fjármunastofnsins. Á hverju ári frá 1945 til 1975 hefur orðið einhver fjármuna- myndun í bátum. Mest var hún 1967 vegna undanfar- inna hagstæðra skilyrða utan frá. Minnst var hún aftur á móti árið 1950 í lok hins mikla skipasmíðatíma- bils eftirstríðsáranna. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Mbl. fékk frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Fjármunamyndun í togur- um hefur verið töluvert óreglulegri en fjármuna- myndun í bátum. Rétt er að fjalla um árin 1947 til 1974 sem sex sjálfstæð tímabil. Fyrsta tímabilið stendur fram til ársins 1952. Á þeim tíma koma nýsköpunartogar- arnir, hæst ber þar árið 1947. Annað tímabilið stendur frá 1953 til 1956. Á því skeiði verða engar breytingar á togaraflotanum nema slit og afskriftir. Þriðja tímabilið stendur frá 1957 til 1960. Þá bætast við flotann sex tögar- ar. Fjórða tímabilið stendur aðeins í tvö ár 1961—62. Það tímabil er að því leyti líkt öðrum, að engar breytingar verða á togaraflotanum á þessum árum. Fimmta tímabilið er hnignujn togaraflotans. Það stendur frá árinu 1963 til ársins 1969. Á þessum árum eru 11 togarar seldir úr landi auk þeirra 7, sem fara til niðurrifs, einn strandáði og er fjármunamyndunin í tog- urunum á þessu tímabii neikvæð. Sjötta og síðasta tímabilið hefst árið 1970 og er fram til ársins í ár. Hér er um að röeða tíma skuttbgar- anna. Á árunum 1970 til 1975 nam verg fjármunamyndun í skuttogurum um 116% meira en nam vergri fjármuna- myndun í togurunum á árun- um 1947 til 1952. Línuritið sýnir í milljónum króna verga fjármunamyndun í tog- urum. hátum og fiski- skipum 1945 til 1975.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.