Morgunblaðið - 04.06.1978, Page 29

Morgunblaðið - 04.06.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 29 Til að lyfta stjórnmálaum- ræðum á nokkru hærra stig — ný bók eftir Ólaf Björnsson prófessor ÚT ER komin hjá Almenna bókaíélaginu bókin Frjálshyggja og alræðishyggja eftir Ólaf Björnsson, prófessor. Aftan á bókarkápu segir, að bókin sé hlutlæg skilgreining á tveimur meginstefnum stjórnmálanna fyrr og síðar — annars vegar hvort einstaklingurinn eigi að ákveða sjálfur markmið sín, orð og athafnir, eða hvort ríkisvald og stjórnendur eigi að ákveða það fyrir hann. „Gerð er grein fyrir fræðilegum grundvelli þessara andstæðu stefna og hvaða þjóð- félagslegum forsendum þær hljóta að byggja á hvor fyrir sig. Að lokum er gerð nokkur úttekt á íslenzku þjóðfélagi á okkar dögum á grundvelli þeirra niðurstaðna, sem komizt er að í bókinni." í formála að bókinni varpar höfundurinn fram spurningunni: „En hvaða tilgangi á það að þjóna að skrifa bók um þetta efni?“ og hann svarar: „Ég hefi litið svo á, að það kynni að geta lyft stjórnmálaumræðum hér á landi á nokkru hærra stig en nú tíðkast, að ræða nokkuð merk- ingu þeirra orða, sem mest eru notuð sem vígorð á vettvangi stjórnmálarma, hvort þau yfirleitt hafa nokkra merkingu og þá hverja. í inngangi bókarinnar er gerð grein fyrir því, hve óákveðin sé merking orðanna „hægri“ og „vinstri", þegar um stjórnmála- stefnur er að ræða, en þar sem merking þeirra er svo óljós, verða þau ekki, svo sem nú er almennt gert, notuð til neinnar skýringar því, hvað það er, sem skilur hinar mismunandi stjórnmálastefnur. í stað þess að tala um hægri og vinstri eru hinar hugmyndafræði- legu andstæður nefndar hér frjáls- hyggja og alræðishyggja, en sú skipting gengur allmjög þvert á hina hefðbundnu skiptingu. Um nánari skilgreiningu merkingar þessara orða vísast til texta bókarinnar, en rétt er að taka það fram, að frjálshyggja merkir ekki það sama og enska orðið liberalism og alræðishyggja er ekki það sama og sósíalismi eða áætlunarbúskapur. Með því að leggja megináherzlu á ágreininginn um það, hvort hagkerfið eigi að byggja á einka- framtaki eða opinberum áætlunar- búskap, þegar mismunandi stjórn- málastefnur eru skilgreindar, er að mínum dómi einblínt of mikið á hina efnahagslegu hlið þjóð- félagsins og eignarréttarskipulag- ið. Það sem meginmáli skiptir er það, hvort einstaklingarnir fái sjálfir að setja sér sín markmið, ekki eingöngu á sviði efnahags- mála, heldur og á öðrum sviðum, og framfylgja þeim innan þeirra takmarka, sem setja verður athafnafrelsi manna vegna tillits til samborgara þeirra, eða hvort það er talið hlutverk ríkisvaldsins að ákveða þessi markmið og knýja borgarana til þess að framfylgja þeim. Fyrrnefnda stefnan er hér nefnd frjálshyggja, sem er þýðing á enska orðinu libertarianism. Að vísu má færa veigamikil rök fyrir því, að efnahagskerfi byggt á einkaframtaki og séreignarrétti til framleiðslutækja (liberalism} sé skilyrði þess, að um þjóðfélag, byggt á hugsjónum frjálshyggj- unnar sé að ræða, en ekki eru allir Ólafur Björnsson sammála um það, og sumir halda jafnvel því gagnstæða fram, þann- ig að einstaklingurinn geti jafnvel notið meira frelsis í sósíalísku þjóðfélagi en þar sem einkarekstur er ríkjandi. Úm allt þetta verður nánar rætt í texta bókarinnar. Það er vitanlega aldrei hægt að komast að neinni þeirri niðurstöðu í þessum efnum, sem allir geti orðið sammála um. En bókin er skrifuð í þeirri von, að þau sjónarmið, sem þar eru sett fram, geti stuðlað að málefnalegri um- ræðum um þau grundvallaratriði efnahags- og félagsmála en nú tíðkast á vettvangi íslenzkra stjórnmála. Hér er ekki um vísindarit að ræða í þeim skilningi, að ný grundvallarsjónarmið séu þar fram sett. Hins vegar er að sjálfsögðu leitazt við, að þeir þættir efnisins, sem eru á sviði vísindalegrar röksemdafærslu, séu meðhöndlaðir í samræmi við niðurstoður nútímavísinda. Marg- ar þær spurningar, sem um er fjallað, eru þó heldur aðeins þær, er byggjast hljóta á huglægu (subjecktivu) gildismati, og er þá, a.m.k., ef um mikilvæg atriði er að ræða, tekið fram að svo sé. Bókina ber því að skoða sem tilraun til fræðslu um þessi mál fyrir almenning." Bókin er pappírskilja 259 bls. að stærð. Hún er unnin í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar og Bók- bandsstofunni Örkinni. Kápu- teikning er gerð í Myndamótum hf. af Sigurþór Jakobssyni. — Velta Cold- water yfir 52 milljarðar ; Framhald af bls. 32 aukningu á árinu. „Á síðastliðnu ári var Coldwater með 15,5% af fremleiðslu tilbú- inna fiskrétta í Bandaríkjunum og með nýju verksmiðjunni verður Coldwater stærsti framleiðandi þessara rétta þar í landi,“ sagði Þorsteinn. Hann var spurður hver hlutdeild Coldwater væri í fisksölunni í Bandaríkjunum. Sagði hann að Coldwater seldi 45,6% af sölu allra frosinna þorskafla í landinu. Þá seldi Coldwater 31,7% af öllum ýsuflökum, þannig að fyrirtækið væri langstærsti seljandi flaka á þessum stóra markaði. Eins og kunnugt er selur Cold- water allan þann frosna fisk, sem Færeyingar framleiða fyrir Bandaríkjamarkað. Sagði Þor- steinn, að 24% af þeim fiski sem Coldwater seldi væri frá Færeyj- um, 72% kæmu frá íslandi og 4% frá öðrum löndum. Á síðastliðnu ári hefði sala Færeyinga tvöfald- ast og stafaði það af tveim ástæðum fyrst og fremst. í fyrsta lagi Færeyingar hefðu aukið veið- ar á heimamiðum og í öðru lagi dregið úr saltfiskframleiðslu, þeg- ar saltfiskmarkaðirnir fóru að verða ótryggir, enda væri það svo að Færeyingar væru einstaklega fljótir að átta sig á markaðs- aðstæðum. Þorsteinn Gíslason sagði að það væri ekkert leyndarmál, að hátt söluverð á fiski byggðist fyrst og fremst á vöruvöndun. Því miður væri það svo að fólk vissi naumast hvað það væri með í höndunum og fólk sem starfaði við fiskvinnslu hefði meiri áhrif á efnahagslífið hér heima en það gerði sér raunverulega grein fyrir. Það hefur áður komið fram að frystihús hér heima hafa lagt mikla áherzlu á að fá sem fyrst greitt fyrir fiskinn, sérstaklega nú eftir að þrengdi að. Var Þorsteinn spurður hvernig þessum greiðslum væri nú háttað hjá Coldwater. Kvað hann fyrirtækið hafa lagt á það mikla áherzlu á undanförnum árum að flýta öllum greiðslum til Islands eins og kostur væri og eftir því sem hagur fyrirtækisins hefði batnað hefði það gengið betur. Hins vegar væri ljóst að sífelld söluaukning gerði það að verkum að erfitt væri að ná þessu tak- marki. Með verulegri aukningu lána á þessu ári hefði Coldwater tekizt að greiða fyrir fiskinn jafnóðum og hann hefði komið og t.d. mætti benda á að Coldwater skuldaði engum íslenzkum fram- leiðenda um þessar mundir, „og vona ég að við getum haldið þessu áfram," sagði Þorsteinn. Sagði hann, að meðal annars hefði Coldwater fengið ný lán frá Scandinavian Bank i London. Landsbanki Islands væri eignarað- ili að bankanum og Jónas Haralz bankastjóri væri í stjórn hans. Íomhjólp gefur út hljómplötu Á þessarl plötu syngur Fíladelfíukórinn í Reykjavík, viö undirleik 16 manna hljómsveitar, 12 létt og skemmtileg lög. Stjórnandi er Árni Arinbjarnarson. Ágóöinn af þessari plötu rennur óskiptur til hjálpar þeim, sem lotiö hafa í lægra haldi fyrir Bakkusi. Nú þegar er hafin bygging vinnuhúsnæöis fyrir vistmenn Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti. Viö leitum stuönings þíns viö hjálparstarf okkar. Þegar þú kaupir plötu Samhjálpar færöu góöa plötu og þú styrkir góöan málstaö. Plata Samhjálmar fæst í hljómplötuverslunum um land allt. Útgefandi: Dreifing: SAMHJÁLP, BLAÐA- OG BÓKAÚTGÁFAN, Hlaögerðarkoti, Hátúni 2, sími 20735, Mosfellssveit. Reykjavík. ícimhjólp - ícimhjolp - ícimhjólp - Scimhjólp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.