Morgunblaðið - 11.06.1978, Side 17

Morgunblaðið - 11.06.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 17 Guðmundur H. Garðarsson: Island hefur eignazt HINA NÝJU STÉTT Fyrir tæpu ári, er ég var staddur í Austurstræti, vatt sér að mér reykvískur verkamaður og sagði. „bið eigið að endurút- gefa bókina „Hin nýja stétt“ eftir Milovan Djilas og gefa hverjum nemanda í framhalds- skólunum eitt eintak.“ Mig rak á rogastanz yfiir þessum orðum og spurði, hvers vegna hann legði þetta til. Hinn heiðvirði erfiðisvinnumaður svaraði um hæl og sagðj: „Hinni nýju stétt á íslandi. forustustétt vinstri aflanna í fræðslukerfinu, stéttarfélögun- um. háskólanum, ýmsum stofn- unum og stórfyrirtækjum, hef- ur tekizt að villa um fyrir stórum hópum ungs fólks þannig að það skilur ekki lengur í hverju frelsið er fólgið. Með innrætingu sósíalískra kenninga, hatri á umþverfi sínu og fyrirheitum um „betri mann- líf“ undir sósíalisma, eru full- trúar hinnar nýju stéttar á íslandi á góðri leið með að leiða unga fólkið og þjóðina í glötun. I bókinni „Hin nýja stétt“ getur unga fólkið sjálft lesið um það, hvað bíður þess, ef kommúnist- ar, Alþýðubandalagsmenn og jafnaðarsósíalistar komast til enn meiri valda á íslandi." Þegar þessi orð voru mælt, hugsaði ég með mér, að full- sterkt væri tekið til orða. En reynslunni ríkari með hugann við atburði síðustu mánaða, sé ég, að hinn gamla heiðvirði verkamaður, sannur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem með þrotlausri vinnu og erfiði byggði upp þetta land, hafði lög að mæla: Island hefur eignazt hina nýju stétt 06 Og hugsanlegt er, að í alþingiskosningunum hinn 25. júní nk. takist henni að innsigla völd sín og áhrif til frambúðar, ef Islendingar vakna ekki til meðvitundar um, hvað er að gerast. Kjarni hinnar nýju stéttar er í Alþýðubandalaginu og hinum „nýja“ endurreista Alþýðuflokki. En hvað er hin nýja stétt? Hver er þessi Milovan Djilas? Hvers vegna skyldu íslending- ar hræðast hina nýju stétt? Hvað kemur þetta okkur við? Aður en þessum spurningum er svarað, skal á það minnt, að Islendingar sem þjóð og ein- staklingar hafa ætíð lagt áherzlu á verndun einstaklings- frelsis. Þeim er í hlóð borið að berjast gegn skipulagshyggju, ófrelsi og ánauð. Islendingar geta aldrei unað glaðir við sinn hag, þar sem kerfið eða valdhaf- arnir takmarka umsvif þeirra eða athafnafrelsi. En þó hafa þeir atburðir gerzt, sem stefna þjóðinni og sjálfstæði einstakl- ingsins í mikla hættu. Kerfismenn nútímans á ís- landi. handhafar valds hinnar nýju stéttar, menn skipulags- hyggjunnar, kommúnisma og sósiáíisma, eru að ná undirtök- um í. fslenzka valdakerfinu. Takist Alþýðubandalaginu og Alþýðufloknum, sem eru stjórn- málaflokkar af sama meiði, að sigra í alþingiskosningunum og liggi Sjálfstæðisflokkurinn í valnum, munu íslendingar búa við ófrelsi og ánauð um ófyrir- sjáanlega framtíð vegna þess, að Alþingi Islendinga, er raunveru- lega enn eina valdavígið í stjórnsýslukerfinu, þar sem fé- lagshyggjuflokkarnir hafa ekki úrslitavaldið. — Það sem er alvarlegast við framangreinda þróun er, að Alþýðubandalagið, með öðrum orðum kommúnist- ar, verður hið ráðandi afl, flokkur, sem rekur sögulegt upphaf sitt og hugmyndafræði til mestu of beldismanna þessar- ar aldar, kommúnistanna f Sovétríkjunum. Það ef tilgangslaust fyrir Alþýðubandalagið að reyna að afneita þessari staðreynd vegna þess, að enn sem fyrr skipulegg- ur hinn aldni kommúnisti Einar Olgeirsson hernaðarlist flokks- Guðmundur H. Gaðarsson. ins á bak við tjöldin. Flest allir núverandi framámenn Alþýðu- bandalagsins hafa og eru enn í læri hjá þessum aldna kommún- ista, sem hefur farið margar ferðir austur fyrir járntjald um ævina á fund með skoðana- bræðrum þeirra Alþýðubanda- lagsma na. 'Milovan Djilas var einn af forustumönnum kommúnista í Júgóslavíu, þar til fyrir rúmum tveimur áratugum, er hann féll í ónáð, var sviptur völdum og síðar fangelsaður. En þessi fyrrum valdamikli sósíalisti, skipulags- og félags- hyggjumaður, hafði manndóm til að viðurkenna hvílík mistök honum höfðu á orðið á lífsleið sinni í baráttunni fyrir sósíal- isma. Djilas skrifaði því bókina „Hina nýju stétt" þar sem hann varar fólk við skipulagshyggju sósíalista. Hann birtir mönnum flokksríkið. vanmátt einstakl- ingsins gagnvart kerfinu og hinni nýju stétt. — Undir sósíalisma ríkir andleg kúgun og tilgangurinn helgar meðul- in. Og hvað er hin nýja stétt? Gefum Djilas orðið: „Árið 1938, þegar hin nýja stjórnarskrá var kunngerð, iýsti Stalín því yfir, að „arðránsstétt- in“ væri ekki lengur til. — Mynduð hefði verið ný stétt. Stétt, sem tryði því, að hún myndi leiða til hamingju og frelsis allra manna á grundvelli sósíalisma. Uppistaða hinnar nýju stétt- ar voru þeir. sem vegna stöðu og cinokunar sinnar á allri stjórnsýslu nutu sérstakra for- réttinda og fjárhagslegra hlunninda. Hin nýja stétt er andkapital- ísk og rökrétt afleiðing þess, er því sú, að hún sækir traust sitt til verkalýðsins. — En í skjóli embættis, flokks og alhliða stjórnunarvalds skapar hinn nýja stétt vinstri forustumanna sér einokunarvald í nafni verka- lýðsins yfir verkalýðnum sjálf- um. I fyrstu er þetta vald andlegt og tekur til þess hluta verka- manna sem vakartdi er um andleg efni — síðan til þeirra allra. Engin blekking, sem stéttin þarf að leika, er stórkost- legri en þessi. Framhald á bls. 18 borg landsins, heldur einnig í landsstjórninni? Hvers konar flokkur er Alþýðubandalagið? Alþýðubandalagið er ekki „flokkur félagshyggjumanna" eins og talsmönnum hans er svo tamt að lýsa honum. Alþýðubandalagið er sósíalískur flokkur sem byggir á grunni hins gamla Kommúnista- flokks íslands. Alþýðubandalagið er flokkur, sem stefnir að því að gerbreyta íslenzku þjóðfélagi í átt til sósíalískra stjórnarhátta, eins og frambjóðendur hans í Hrísey og Reykjavík hafa svo skilmerkilega tekið fram. Vilji fólk fá svar við því hvað felst í þessum orðum „sósíaliskum stjórnarháttum" þá er lifandi dæmi að finna um það austan járntjalds. Fortíð Alþýðu- bandalags I upphafi var Kommúnistaflokk- ur Islands. Honum vegnaði ekki vel. Þá tókst forystumönnum hans að kljúfa Alþýðuflokkinn. Það var á árinu 1938, fyrir fjörtíu árum, sem vinstri armur Alþýðuflokks- ins undir forystu Héðins Valdi- marssonar gekk til samstarfs við Kommúnistaflokk Islands. Nafn- inu var breytt og hinn nýi flokkur nefndur Sameiningarflokkur al- þýðu-Sósíalistaflokkurinn. Héðinn Valdimarsson hélzt ekki lengi við í þeim flokki. Eftir rúmlega árs samstarf við kommúnistana fór hann úr flokknum vegna þess, að hann fann að hann gat ekki starfað með þeim. Honum fylgdu út sumir þeirra sem höfðu fylgt honum inn í Sósíalistaflokkinn úr Alþýðuflokknum en aðrir urðu eftir. Nafnbreytingin varð komm- únistum til framdráttar í kosning- um. Þeir unnu stórsigur í kosning- unum 1942 og 1946. I bæjarstjórn- arkosningum það ár varð fylgi þeirra hið sama og í borgarstjórn- arkosningum nú. Síðan fjaraði fylgi þeirra smátt og smátt út þegar fólki varð ljóst að ekkert hafði breytzt nema nafnið. Þegar komið var framyfir 1950 og fylgi Sósíalistaflokksins minnk- aði stöðugt var hinum gömlu kommúnísku forystumönnum hans ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Á þeim árum gerðust mikil tíðindi í Álþýðuflokknum. Á flokksþingi hans 1952 var gerð vinstri bylting og Hannibal Valdi- marsson kjörinn formaður flokks- ins. Hann hélt því embætti í tvö ár en hrökklaðist svo úr Alþýðu- flokknum og var á flæðiskeri í pólitíkinni þegar hann náði kjöri sem forseti Alþýðusambands ís- lands. í krafti þeirrar aðstöðu samdi hann við kommúnista í Sósíalistaflokknum um pólitískt samstarf og stofnaði með þeim nýjan flokk, Alþýðubandalagið, sem í fyrsta sinn bauð fram til kosninga 1956. Nafnbreytingin og hinn nýi liðsauki úr vinstra armi Alþýðuflokksins hreif enn og Alþýðubandalagið vann verulegan kosningasigur, ekki sízt í Reykja- vík, og hlaut nær 25% greiddra atkvæða í höfuðborginni í þing- kosningum það ár, sem dugði til þess að tryggja Alþýðubandalag- inu aðild að vinstri stjórninni 1956-1958. Það sem á eftir fylgdi er tiltölulega ný saga. Hannibal Valdimarsson er eins og allir vita maður sem ekki lætur vaða ofan í sig. Hann átti í stórstyrjöld við kommúnista í Alþýðubandalaginu allan sjöunda áratuginn. Eitt sinn sauð svo rækilega upp úr, að Hannibal, sem þá var formaður Alþýðubandalagsins, bauð fram sérstakan lista í Reykjavík á móti hinum opinbera lista Alþýðu- bandalagsins í höfuðborginni. Hannibal náði kosningu ,og sýndi þar með, að verulegur hluti kjósenda Alþýðubandalagsins fylgdi honum að málum. En allt kom fyrir ekki. Kommúnistarnir, sem enn voru hinir sömu og höfðu stofnað Kommúnistaflokk Islands 1930 og höfðu fengið Héðin til samstarfs við sig 1938 hröktu Hannibal á brott úr Alþýðubanda- laginu. Þeir höfðu haft af honum þau not sem þeir töldu sér henta og þá var ekki meira við hann að gera. Offors þeirra var slíkt, að fleiri hrökkluðust úr flokki þeirra en Hannibal. Björn Jónsson, sem ekki hafði komið úr Alþýðuflokkn- um eins og Hannibal heldur starfað samvizkusamlega fyrir Sósíalistaflokkinn, var einnig hrakinn á brott vegna þess, að hann, eins og Hannibal, vildi ekki þola yfirráð þeirrar litlu og fámennu klíku sem stjórnaði Alþýðubandalaginu þá eins og nú. Á þeim árum lýstu þeir félagar Hannibal og Björn stjórnendum Alþýðubandalagsins sem „litlu, ljótu klíkunni." Á' flæðiskeri stjórnmálanna hin síðustu ár hafa kommúnistar í Alþýðubandalaginu ekki fundið neinn Héðin eða Hannibal. En þeir hafa þurft á því að halda nú eins og jafnan áður að fá eins konar andlitssnyrtingu. Og nú fundu þeir Ólaf Ragnar. Hann er að vísu ekki jafnoki Héðins eða Hannibals en hann nýtist kommúnistum í Al- þýðubandalaginu vel, alveg eins og Héðinn og Hannibal gerðu á sínum tíma. Örlög hans verða hins vegar þau sömu. Einhvern tíma á næsta áratug mun hann hrökklast úr Alþýðubandalaginu — kalinn á hjarta. Þessi saga er rifjuð upp hér í þágu hinna yngri lesenda Morgun- blaðsins sem kannski þekkja hana ekki. Hinum eldri er hún vel kunn. Þetta er saga um kommúnista- flokk sem sveipaði sig sauðargæru og gerir enn. „Litla, ljóta klíkan", sem Hannibal og Björn kölluðu svo, stjórnar enn Alþýðubandalag- inu. Kjarni þess er enn gamli kommúnistaflokkurinn og arftak- ar þeirra manna sem stofnuðu hann og stjórnuðu honum í 40 ár. Kjarni Alþýðubandalagsins er enn kommúnískur og það eru þeir sem ráða. Ert'þeir hafa, eins og 1938 og 1956, fengið til samstarfs við sig fjölmargt. fólk sem ekki eru kommúnistar. Og með því tekst þeim að blekkja kjósendur. Hroki þeirra og sigurvissa er orðin svo mikil, að þeir hamast á Alþýðuflokknum vegna fjárstuðn- ings sem hann hefur fengið frá jafnaðarmönnum á Norðurlönd- um. Skjalasöfn á Norðurlöndum eru opin og þar geta menn kynnt sér sögu liðinna ára. En skjala- söfnin í Moskvu eru ekki opin og þar geta menn ekki kynnt sér samskipti íslenzkra kommúnista- foringja og sovézkra í gegnum árin. Það er munurinn. En þar er áreiðanlega mikil saga. En þótt kommúnistar hafi sópað slóðina sína vel hafa þeir skilið eftir verksummerki hingað og þangað. Vilja menn ræða kaupin á Þjóð- viljapressunni á síðasta áratug? Vilja menn ræða samskipti komm- únista hér við A-Evrópuríkin — og þá sérstaklega A-Þýzkaland? Af ýmsu er að taka. Hættur framundan Þessi áratugur hefur verið tími mikilla umbrota í íslenzkum stjórnmálum. Ógæfan hófst með valdatöku vinstri stjórnar 1971. Öngþveitið, sem hún leiddi yfir þjóðina í efnahagsmálum, er slíkt að núverandi ríkisstjórn hefur ekki ráðið við að bæta það að fullu Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.