Morgunblaðið - 11.06.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 11.06.1978, Síða 1
Sunnudagur 11 júní 1978 Bls. 33—64 Mikiö hefur verið rætt um Það að undanförnu hvort kalda stríðiö sé að vakna aftur til lífsins og hvort viðræðurnar um nýjan samning um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar séu komnar í hættu vegna aukinnar spennu í sambúð risaveld- anna bar sem Rússar hafa jafnt og pétt aukiö ásælni sína í Afríku, hert á baráttu sinni gegn andófsmönnum heima fyrir og stóraukið herstyrk sinn í Evrópu. í stefnumótunarræðu í sjóliðs- foringjaskólanum í Annapolis á dögunum gaf Carter forseti Rússum færi á að ganga til samstarfs við Bandaríkjamenn en viöbrögð peirra eiga eftir að koma betur í Ijós. Jafnframt pessu hefur upp á síðkastið mikið verið rætt um ágreining innan bandarísku ríkisstjórnarinnar um pað hvernig skuli bregðast við auknum prýstingi Rússa. Annars vegar er harðlínumaðurinn Zbigniew Brzezinski, ráðunaut- ur Carters forseta í pjóðarörrygismálum, og hins vegar Cyrus Vance utanríkisráðherra sem er hófsamari í skoðunum og fylgir diplómatískri stefnu. (Stefna Brzezinskis hefur veriö kölluö „rómantísk“ en Vance ,,klassísk“). í ræðu sinni í Annapolis gaf Carter í skyn að hann heföi ekki bergmálað skoðanir Brzezinskis eins og sumir stjórnmálafréttaritarar hafa látið í veðri vaka. En um leið varaði Carter sovézku stjórnina viö pví að svo gæti farið aö hann tæki sömu afstöðu og Zbigniew Brzezinski ef engin breyting yröi á peirri stefnu sem Rússar fylgdu og hann gæti ekki fellt sig við. Flokksmálgagniö Pravda haföi áöur sakað Carter um aö vera ekki sjálfum sér samkvæmur í utanríkismál- um og eitra jafnvel andrúms- loftið í heimsmálunum. Meö þessu átti blaðið viö umræö- ur þær sem hafa farið fram um skoöanaágreining Brzezinskis og Vance. Blaöiö iagöi á það áherzlu aö Brzezinski væri of mikill harðlínumaöur aö dómi Rússa en þeir gætu hins vegar vel sætt sig við aö semja viö Vance og Wehrnke, aðalfulltrúa Bandaríkjanna í Saltviöræð- unum. Rússum hefur fundist aö Carter eigi aö taka af skariö og láta skoðanir sínar óhikað og ótvírætt í Ijós. Líklega var það til þess að kveöa niður slíka gagnrýni, sem hefur líka komiö fram í Bandaríkjunum, aö Carter hélt ræöuna í Annapolis. HARÐARI AFSTAÐA Þaö lýsti þeirri harðnandi afstööu, sem hefur oröið vart í Washington vegna ásælni Rússa og Kúbumanna í Afríku og baráttunnar gegn sovézkum andófsmönnum, aö Carter lýsti því yfir í ræöunni að Bandaríkjamenn mundu ekki láta hættu á uppgjöri út af ágreiningi á óróasvæðum heimsins halda aftur af sér. En jafnframt bauö Carter Rússum upp á samstarf sem gæti komið í staö slíks uppgjörs og nú er spurningin hvernig þeir bregöast viö því boði. Rússar hafa auövitaö heyrt þetta áöur og sumir halda því fram aö þeir hafi reynt þolrifin í Carter í Afríku og í réttarhöldunum gegn and- ófsmönnunum heima fyrir og komizt aö því aö hann hafi látið sitja viö orðin tóm. En það kemur á óvart aö með samstarfi á Carter við aö Rússar taki þátt í tilraunum Breta og Bandaríkjamanna til aö leysa deilurnar í Rhódesíu og Namibíu. í þessu felst viöurkenning Carters á því aö Rússar eigi vissra hags- muna aö gæta í Afríku og njóti vissra áhrifa í álfunni. En Carter hvatti sovézka leið- toga til þess aö beita þessum áhrifum á jákvæöan og áþreifanlegan hátt og þetta tilboð hlýtur aö teljast skyn- Er nýtt kalt stríð að skefla á samlegt frá hans sjónarmiði. Umræöurnar um endur- vakningu kalda stríösins hafa oröið til þess að margir telja aö dregið hafi úr líkum á nýjum Salt-samningi. En í ræöunni í Annapolis tók Carter forseti mjög skýrt fram aö góðar horfur væru á því aö samkomulag tækist um nýjan samning. Ummæli hans gefa til kynna aö hann sé hlynntur nýjum samningi og því bendir allt til þess aö grundvöllur sé fyrir honum. Ræða Carters viröist bera með sér aö hann hafi tekið svari Vance í þeim umræöum sem hafa farið fram í Washington aö undanförnu, en hann hefur augljóslega Carter Brezez.nski Brezhnev reynt aö fara bil beggja. Brzezinski virðist reiöubúinn aö fórna nýjum Salt-samn- ingi til þess aö leggja fast aö Rússum aö haga stefnu sinni meira í samræmi við deten- testefnuna. Vance telur á hinn bóginn mikilvægasta þátt detentestefnunnar vera þann aö ná fram Salt-samn- ingi og er þeirra skoöunar aö slíkur samningur kunni aö gera Rússa viðráðanlegri á öörum sviðum. Carter hefur virzt tvístígandi í þessum málum en ekki hefur fariö á milli mála aö hann vill skjótt samkomulag um nýjan samning. Brzezinski virðist hafa orð- iö þess áskynja aö Carter vildi taka upp haröari stefnu gegn Rússum vegna Zaire-málsins þegar þaö kom upp og hann hefur nánast fundið Rússum allt til foráttu síöan. Hann hefur meðal annars staöhæft aö þeir hafi brotið leikreglur detentestefnunnar. Hann var ekki alls fyrir löngu í Kína og síðan hefur hann virzt fylgj- andi því að vesturveldin reyni að tefla Kínverjum fram gegn Rússum. Hann hefur talaö um aö hagsmunir vestrænna ríkja og Kínverja fari saman og hann hefur einnig hvatt til „alþjóðlegs andsvars“ viö innrásinni í Zaire en þaö jafngildir raunverulega stuöningi við þá hugmynd Frakka aö vígbúa Afríkuríki til þess aö verja Zaire og ef til vill fleiri lönd í álfunni. VANCE ÞÖGULL Vance hefur yfirleitt óbeit á ágreiningi fyrir opnum tjöld- um og hefur lítiö látiö í sér heyra en þegar hann hefur eitthvaö sagt hefur þaö alltaf virzt ganga í berhögg viö þaö sem Brzezinski hefur látið ummælt. Þegar Vance var spurður um Zaire-máliö á blaöamannafundi fyrir skömmu sagöi hann aö á það hefði veriö bent á leiðtoga- fundi NATO í Washington aö hér væru á ferðinni „mjög flókin vandamál sem ættu sér oft dýpri rætur en í. ágreiningi austurs og vest- urs. “ Hann kvaö þaö einung- is vera mjög brýnt, aö á Parísarfundi Vesturveldanna um Zaire yröi lögö áherzla á uppbyggingu efnahagslífsins í Zaire en ekki stofnun öryggisliös Afríkuríkja. Skoðanir Vance enduróm- uöu skoöanir James Callaghans og fleiri leiðtoga á NATO-fundinum en haft er fyrir satt aö Carter hafi ekki sagt orð þegar rætt var um Afríku á lokuðum fundi. Callaghan er sennilega vin- veittari Carter forseta en nokkur annar erlendur þjóðarleiötogi en í ummælum hans í Washington fólst viss gagnrýni á stefnu forsetans eöa stefnuleysi. Hann var aö því spurður hvort Banda- ríkjamenn heföu brugðizt of harkalega viö íhlutun Rússa og sagöi: „Ég er ekki viss um hvort ég heyri skýra rödd frá Washington í þessu máli. Ég Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.