Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 35 Nýtt kalt stríð Framhald af bls. 33 heyri nokkrar raddir en í þessu felst engin sérstök gagnrýni því aö ég er ekki viss um hvort nokkur okkar veit hvert svarið á aö vera.“ En hann haföi áöur sagt: „Það viröist vera aö nokkrir Kristóferar Kólumbusar séu að leggja upp frá Banda- ríkjunum til aö finna Afríku í fyrsta skipti.“ Bandarískur embættis- maöur viöurkenndi aö ekki virtist hafa veriö mótuö ákveðin stefna sem geröi kleift aö bregðast við afskipt- um Rússa og Kúbumanna. Nú hefur forsetinn reynt að móta stefnuna meö ræöunni í Annapolis en áöur en hún var haldin virtist Brzezinski ráöa feröinni að mestu. En sú harka, sem hefur veriö eign- uö honum, virðist ekki hvaö sízt hafa þjónaö þeim tilgangi aö fá liðsinni öldungadeildar- manna, sem beita sér fyrir haröari stefnu gegn Rússum, viö nýjan Salt-samning. Og þegar fréttir hermdu aö bandaríska stjórnin ætlaði aö fresta Salt-viðræöunum neitaði Carter því harölega aö svo væri og virtist þá snúast aftur á sveif meö Vance. Sovézki kommúnistaleiö- toginn Leonid Brezhnev neit- aöi því ákveöiö þegar hann var í Tékkóslóvakíu um svip- aö leyti aö Rússar heföu verið óbeint viöriönir innrás- ina í Zaire og gagnrýndi í þess staö afskipti vesturveld- anna þar. En viöbrögö Rússa hafa yfirleitt þótt einkennast af stillingu og ástæöan hefur ef til vill veriö sú aö ráöa- menn í Moskvu hafi viljað kynna sér skýrslu Andrei Gromykos utanríkisráöherra um fund sem hann átti nýlega meö Vance um Salt-viöræöurnar. Þær viö- ræöur gáfu ekki ástæöu til bjartsýni. Vance viöurkenndi sjálfur að lítiö heföi miðaö áleiöis í þeim. Carter sagöi því næst á leiðtogafundi NATO aö „árvekni vesturveldanna gæti ekki einskoröazt" viö Evrópu og virtist þar með snúast aftur á sveif meö Brzezinski. En meö ræðunni í Annapolis hefur Carter loksins reynt aö móta samræmda stefnu þar sem bæöi er tekið tillit til sjónarmiða Brzezinskis og Vance, og þræöa þau saman og meö ræöunni vildi Cart- erlíka sýna fram á aö engin upplausn væri í stjórninni þótt helztu aöstoöarmenn hans létu í Ijósi eindregnar og oft andstæðar skoðanir. ENN VINIR Brzezinski og Vance hófu báöir störf hjá Carter í fyrra meö þeim eindregna ásetn- ingi aö forðast reynslu Nixon-áranna þegar William Rogers utanríkisráöherra hvarf gersamlega í skugga Henry Kissingers og hann gegndi því starfi sem Brzezinski gegnir nú. Vinátta þeirra hefur engan hnekk beöiö. En svo oft hafa opinberar yfirlýsingar Brzezinski og Vance stangazt á aö í alllangan tíma hefur þaö veriö eitt helzta og vinsælasta umræöuefni diplómata, embættismanna og blaðamanna í Washington hvort valdabarátta sé í upp- siglingu milli þeirra. Þessu er Carter forseti greinilega staöráðinn í aö afstýra. Annapolis-ræðan þjónaöi ekki síður þeim tilgangi aö eyöa þessari hættu en aö móta samræmda heildar- stefnu gagnvart Rússum. Þinote* 3 í ogí litaúrvali Siöumúla 15 sími 3 30 7l Við erum þeirrar skoðunar, að góður Vol vo geti í mörgum tilvikum verið betri en nýr bíll af annarri gerö! Þess vegna leggjum við ríka áherslu á Volvo gæði og Volvo öryggi umfram annað. Það er í rauninni auðvelt þar sem Volvo á 7 hlut. Möguleg meðalending Volvo bíla er 16,7 ár skv. könnun Sænska bifreiða- eftirlitsins. Þegar endursöluverð Volvo er svo borið saman við endursöluverð annarra sambærilegra tegunda, kemur gæða- matið skýrast í Ijós. Látið okkur aðstoða ykkur við valið á góðum bíl, — bíl sem endist. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Vance og Gromyko eftir síöasta fund Þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.