Morgunblaðið - 11.06.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978
39
>
Framkvæmdir að hefjast
við Hrauneyjarfossvirkjun
Stofnkostnaður áætlaður um 32,6
Framkvæmdir við
Hrauneyjarfossvirkjun eru
nú í þann veginn að hefj-
ast, en gert er ráð fyrir að
stofnkostnaður virkjunar-
innar verði um 127 milljón-
ir Bandaríkjadollara eða
32.6 milljarðar króna.
Tvær 70 megavatta véla-
samstæður verða við
Hrauneyjafossvirkjun og
er gert ráð fyrir, að fyrri
vélasamstæðan verði tekin
í notkun í nóvember 1981
og sú síðari árið eftir, að
því er segir í frétt frá
Landsvirkjun.
í fréttinni segir enn-
fremur« „Gröftur fyrir
stöðvarhús virkjunarinnar
verður fyrsti áfanginn í
byggingarvinnu á
virkjunarstaðnum og er
ráðgert að Ijúka því verki
fyrir veturinn. Verktaki
við þennan verkhluta verð-
ur Istak h.f. í félagi við
Miðfell h.f., Loftorku s.f.,
E. Phil & Sön og Skánska
Cementgjuteriet, en þessir
verktakar stóðu sameigin-
lega að lægsta tilboðinu, og
var hlutaðeigandi verk-
samningur undirritaður
hinn 23. maí s.l.
Er hér um
að ræða fyrsta verkasamn-
inginn í þágu virkjunar-
innar, og hefst vinna verk-
takans næstu daga. Að
öðru leyti verður bygg-
ingarvinnan boðin út
næsta haust og síðar, eftir
því sem verkinu miðar
áfram.
Viðræður við bjóðendur í véla-
og rafbúnað virkjunarinnar eru nú
á lokastigi og verður væntanlega
gengið frá samningum um þau
verk síðar í þessum mánuði.
I samræmi við virkjunarleyfi
Hrauneyjafossvirkjunar miðast
allir samningar vegna virkjunar-
innar við 140 megavatta virkjun
með tveimur 70 megavatta véla-
samstæðum, en gert er ráð fyrir
möguleikum á að mæta aukinni
orkueftirspurn síðar með því að
bæta þriðju válasamstæðunni við
að fengnum tilskyldum leyfum.
Auk tæknilegs undirbúnings
hefur undanfarna mánuði verið
unnið að því að tryggja fjármögn-
un framkvæmdanna, og hefur
eigendum Landsvirkjunar verið
gerð grein fyrir fjármögunar-
áætlunum þar að lútandi. Stofn-
kostnaður virkjunarinnar er
áætlaður um 127 milljónir Banda-
ríkjadollara að meðtalinni há-
spennulínu að spennistöð Lands-
virkjunar á Brennimel í Hvalfirði
og vöxtum á byggingartíma. Er
milljarðar
gert ráð fyrir, að kostnaðurinn
verði fjármagnaður með lántökum
að fjárhæð alls um 103 milljónir
Bandaríkjadollara og að öðru leyti
með fé úr rekstri Landsvirkjunar
og framlögum eigenda.
Nettó-aukning skulda Lands-
virkjunar á byggingartíma Hraun-
eyjafossvirkjunar áætlast hins
vegar ekki hærri en 38 milljónir
Bandaríkjadollara, þar sem af-
borganir á sama tíma áætlast um
65 milljónir Bandaríkjadollara.
Landsvirkjun hefur undanfarið átt
viðræður við erlendar lána-
stofnanir um möguleika á láns^
fjáröflun í þágu virkjunarinnar. í
framhaldi af þeim viðræðum
bárust Landsvirkjun lánstilboð frá
bönkum í Bandaríkjunum, Evrópu
og Japan. Að lokinni athugun
þessara tilboða og að fengnum
tilskildum leyfum, hefur stjórn
Landsvirkjunar samþykkt að taka
almennt framkvæmdalán að fjár-
hæð 60 milljónir Bandaríkjadoll-
ara vegna Hrauneyjafossvirkjun-
ar. Er lán þetta tekið hjá Hambros
Bank Limited, London, sem eink-
um hefur haft forgöngu um
lánsútvegunina, en auk Ham-
bros-banka standa að lánveiting-
unni Canadian Imperial Bank of
Commerce, Mitsui Finanace Asia
Limited, Banque Nordeurope S.A.,
Nippon Credit International (HK)
Ltd., Taiyo Kobe Finance Hong
Kong Limited og sex aðrir erlendir
bankar. Lánstíminn er um 10 ár og
þar af eru fyrstu fimm árin
afborgunarlaus. Vextir eru milli-
bankavextir, eins og þeir eru á
hverjum tíma í London, að við-
bættu álagi, sem nemur 7/s % á ári.
Að því meðtöldu eru vextir þessir
í dag um 9% á ári. Lánið er mað
einfaldari ábyrgð eigenda Lands-
virkjunar. Á lán þetta verður
dregið í áföngum á byggingartíma
virkjunarinnar, en heimilt er að
draga á það á fjórum árum frá
dagsetningu lánssamnings. Hlut-
aðeigandi lánssamningur var
undirritaður í London hinn 6.
þessa mánaðar af dr. Jóhannesi
Nordal, stjórnarformanni Lands-
virkjunar.
Stefnt er að því, að fyrri
vélasamstæða Hrauneyjafoss-
virkjunar verði kominn í rekstur í
nóvember 1981, en samkvæmt
orkuspá, er það talið nauðsynlegt
til að tryggja að ekki komi til
orkuskorts á orkuveitusvæði
Landsvirkjunar og hinu sam-
tengda landskerfi veturjnn
1981—‘82. Seinni vélasamstæðunni
er síðan ætlað að vera komin í
gagnið eigi síðar en haustið 1982.“
FEF selur
slaufumerki á
kosningadag-
inn, 25. júní
FÉLAG einstæðra íoreldra
vcrður með sína árlegu slaufu-
merkjasölu á næstunni, nánar
tiltekið þann dag sem kosið
verður til Alþingis, sunnudag 25.
júní. Slaufumerkið verður með
nokkuð öðrum hætti en síðast
liðin ár og hefur Rósa Ingólfs-
dóttir útbúið það en Vörumerk-
ingar prenta.
Félagsmenn munu verða við sem
allra flesta kjörstaði í Reykjavík
og nágrannabyggðum að selja
slaufurnar. Allur ágóði rennur í
Húsbyggingasjóð FEF. Undan-
farnar vikur hefur mikill skriður
komizt á lokaáfanga endurbóta
FEF við neyðarhúsnæðið væntan-
lega í Skeljanesi og takist vel til
með slaufumerkjasöluna má búast
við því að smiðshöggið verði rekið
á verkið á haustnóttum.
Bent er á að mjög eindregið er
óskað eftir því að fólk gefi sig
fram við skrifstofu FEF nú þegar
og skrái sig til sölustarfa á
kösningadaginn þar sem nauðsyn-
legt er að sem flestir hjálpist að
svo að árangur verði i samræmi
við þá undirbúningsvinnu sem innt
hefur verið af hendi.
Geta má þess að Félag ein-
stæðra foreldra er nú að hefja
undirbúning að barnagæzlu um
helgar og í sumarleyfum og einnig
er á umræðustigi hugmynd um
hjálp við einstæða foreldra sem
missa húsnæði sitt fyrirvaralaust,
þar til húsnæðið í Skeljanesi
verður komið í gagnið. Loks er vert
að minna á að enn geta fáeinir
fengið garðlönd hjá félaginu en
vegna stóraukinnar eftirspurnar
var langtum stærra svæði nú
undirbúið til kartöflu- og græn-
metisræktunar en í fyrra.
(fréttatilkynning)
Búvélasýningar
Viö munum sýna ofangreind tæki á eftirtöldum
stööum:
sunnudaginn 11.6. Skeggjastööum, Hraungeröishreppi kl. 14—18.
mánudaginn 12.6 Skálholti, Biskupstungum kl. 14—18.
Þriöjudaginn 13.6 Hellu, Rangarvallarsýslu kl. 14—18.
miðvikudaginn 14.6 Brekkum, Dyrhólahreppi kl. 14—18.
fimmtudaginn 15.6 Kaupfélagi Vestur-Skaftfellinga, Kirkjubæjarklaustri kl. 14—18.
föstudaginn 16.6 Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, Höfn, Hornafiröi kl. 14—18.
BÆNDUR!
Þaö er Þess virði að gera sér ferð og sjá Þessi nýju tæki
(STEKKf
Globus?
Lágmúla 5. Sími 81555
LÁGMÚLA 5 SÍMI 81555.