Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 ' Bach í Bústaðakirkju Islenzkir tónlistarmenn á Listahátíð ’78 Við búum vol í Reykjavík! í fámonnri bor>? okkar starfa tvær hljómsvoitir skipaðar atvinnu- mönnum. þ.e. Sinfóníuhljómsveit íslands ok Kammersveit Reykja- víkur. Auk þessara tvegiíja hefur nú hin þriðja iitið dagsins ljós, en það er Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur, hljómsveit áhu>ta- manna. sem starfar undir stjórn Garðars Cortes. Við megum sannarlega vel við una, og ættum að gera okkar ítrasta til að styðja þessa fjölbreyttu starfsemi á allan hátt. í dag. sunnudaginn 11. júní, kl. 1G.00 gefst okkur tækifæri til þess arna. Þá mun Kammersveit Reykjavikur halda tónleika í Bústaðakirkju á vegum Lista- hátíðar ‘78. Kammersveit Reykjavíkur varð til árið 1974, er tveir starfandi kvintettar sameinuðust undir einn fána. Sveitin hefur að jafnaði haldið ferna tónleika á ári, auk þess sem ýmis verkefni hafa boðist, svo sem leikur í ríkisfjöl- miðlum og á mannamótum. Öll vinna við æfingar og tónleika er unnin endurgjaldslaust, nema hvað Reykjavíkurborg hefur styrkt Kammersveitina árlega. Nú síðast með 250 þúsundum króna, sem hrökkva skammt þótt vel séu þegnar. Óþarft er áð fjölyrða um gæði tónlistarflutnings Kammer- sveitar Reykjavíkur. Sveitina skipa margir af færustu hljóð- færaleikurum þjóðarinnar, enda þótt launin séu engin. Allt er unnið fyrir tónlistina! Tónleikarnir í dag eru um margt sérstæðir. Flutt verða eingöngu tónverk eftir Bach, og það verk sem heyrast sjaldan flutt á upprunalegan hátt, eins og Kammersveitin hyggst gera. Fjöldi hljóðfæra miðast við sama fjölda og Baeh átti að venjast í Cöthen og Leipzig. Kammersveitin mun flytja tvo Brandenborgar- konserta, nr. 3 og 5, auk konserts fyrir fiðlu, óbó og kammersveit. Þeir sem koma fram leika flestir einleik að einhverju leyti, og má því segja að þarna gefist gott tækifæri til að fylgjast með árangri einstakra hljóðfæraleik- ara — sem alltaf er svolítið spennandi. En þeir sem koma fram eru: Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Kolbrún Hjaltadótt- ir, Dóra Björgvinsdóttir, Sólrún Garðarsdóttir, Sesselja Halldórs- dóttir, Asdís Þorsteinsdóttir, Agústa Einarsdóttir, Pétur Þor- valdsson, Auður Ingvadóttir, Lovísa Fjeldsted, Jón Sigurðsson, Helga Ingólfsdóttir, Jón Heimir Sigurbjörnsson og Kristján Þ. Stephensen. Stærstu einleikshlut- verkin á tónleikum þessum eru í höndum Rutar Ingólfsdóttur, Jóns Heimis Sigurbjörnssonar, Kristjáns Þ. Stephensens og Helgu Ingólfsdóttur. ★ ★★ Undirritaður brá sér á æfingu hjá Kammersveitinni og spjallaði Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON við nokkra félaga og forsprakka hennar um tónleikana og Lista- hátíð ‘78 almennt. Pétur Þorvalds- son, sem nú skipar fyrsta selló- sæti Sinfóníuhljómsveitarinnar, sagðist ætla, að þessir tónleikar sveitarinnar myndu heppnast vel, og koma mönnum á óvart. Um Listahátíðina sagði Pétur aðspurð- ur, að sér fyndist það óendanlega hvetjandi að fá tækifæri til að vinna með snillingum á borð við Rostropovitch. Pétur taldi heim- sókn slíka manna vera jákvæðustu hliðina á Listahátíðum í Reykja- vík. Hann taldi jafnframt, að almenningur sýndi tónlist meiri áhuga fyrir vikið. Um neikvæðari hliðar sagði Pétur, að tónleikahald væri ekki skipulagt nógu rækilega, enda væru sumir hljóðfæraleikar- anna við vinnu frá morgni til kvölds, og gæðin á stundum eftir því. Sjálfur sagðist Pétur hafa leikið á selló í 14 stundir samfleytt á síðustu Listahátíð! Pétur sagði að þessu þyrfti að kippa í lag. Jafnframt kom hann fram með þá sérstæðu hugmynd, að efnt yrði til al-íslenskrar listahátíðar annað Kvert ár, til mótvægis við núver- andi fyrirkomulag, sem ætti það til að varpa skugga á innlenda listamenn. Þannig gætum við fengið skýrari mynd af stöðu tónlistar í landinu, sagði Pétur. Sesselja Halldórsdóttir, sem átti leið hjá í þeim svifum, tók undir orð Péturs, og bætti við, að hátíðir sem þessar hefðu alltaf hátíðarskap í för með sér, og ýttu undir afrek og hetjudáðir. í fljótu bragði virðist þessi uppástunga Péturs vera hugmynd sem vert væri að rannsaka nánar. Jón H. Sigurbjörnsson sagði að sér fyndist ekki saka að hafa fleiri. innlend tónverk og innlenda tón- listarmenn á Listahátíðum. Til dæmis mætti hlutur Sinfóníu- hljómsveitarinnar vera stærri, en að þessu sinni væri hljómsveitin nýtt til þess eins að leika undir hjá erlendum gestum, ef frá eru taldir nokkrir stuttir forleikir, sem sumir hverjir voru m.a.s. leiknir á síðustu Listahátíð og á Listahátíð ‘74. Jafnframt taldi Jón eðlilegt, að sóst væri eftir að íslensk tónskáld semdu eitt tónverk eða fleiri, fyrir þessa hátíð. Jón sagði að lokum, að heimsóknir erlendra snillinga væri mikill fengur sem bæri að þakka en það að ætla innlendum lista- mönnum að keppa við hina erlendu í miðasöluklefum væri óréttlát og óraunsæ krafa. ★ ★★ Helga Ingólfsdóttir sagði um þessa tónleika Kammersveitarinn- ar, að sá flutningsmáti sem sveitin viðhefði gæfi skýrari mynd af tónverkum Bachs en við ættum að venjast hér heima. Sum þessara verka hefðu heyrst hér áður, en þá leikin af fullskipaðri strengjasveit. Stjórnandinn væri enginn, og því reyndi meir á samleiks-hæfileika féiaga Kammersveitarinnar en ella. Einnig gerði þetta fyrirkomu- lag meiri kröfur í æfingum, enda þyrftu menn alltaf að komast að Íýðræðislegu samkomulagi um öll ágreiningsatriði. Rut Ingólfsdóttir sagði, að þátttakendur í þessum tónleikum væru ekki allir fastir félagar í Kammersveitinni. Hljóðfæraskip- an einstakra tónverka réðu miklu um þátttöku hverju sinni. Hún sagði hins vegar, að fastir félagar væru 15. Það eru blásararnir sem fá „frí“ að þessu sinni. Þær stöllurnar Rut og Helga sögðust vona að aðsókn yrði góð, enda verkefnin svo aðlaðandi og stórkostleg, að það eitt ætti að hvetja fólk til að koma. Helga sagðist vilja bæta því við, að það hefði alltaf verið stefna Kammer- sveitarinnaf að flytja tónverk gömlu meistaranna á upprunaleg- an hátt; að þetta væri síður en svo ný stefna sveitarinnar. Slíkt væri gert í auknum mæli erlendis, og nyti mikilla vinsælda tónlistar- unnenda. Helga og Rut voru sammála um, að Listahátíðin væri orðin ómiss- andi þáttur í lífi íslendinga, og' lýstu sérstakri ánægju með það að íslenskir tónlistarmenn skuli njóta meiri og betri fyrirgreiðslu for- svarsmanna hátíðarinnar en áður. Niðurfelling „færibandatónleika“ var spor í rétta átt sögðu þær að lokum. Tónleikar helgaðir verkum Jóns Þórar- inssonar tónskálds íslenzkir tónlistarmenn á Listahátíð ’78 í kvöld, 11. júní, fara fram einu svo til al-íslensku tónleikarnir á Listahátíð ‘78! Fjölmargir þekktir tónlistarmenn munu leika og syngja tónverk eftir Jón Þórarins- son í Norræna húsinu kl. 20:30. Þeir eru: Magnús Jónsson, Olafur Vignir Albertsson, Gísli Magnús- son, Ruth L. Magnússon, Jónas Ingimundarson, Kristinn Halls- son, Ólöf K. Harðardóttir, Guðrún A. Kristinsdóttir, Sigurður I. Snorrason og Sígurður Björnsson. Auk þessa fríða flokks listamanna kemur fram Strokkvartett Kaup- mannahafnar er frumflytur tvo þætti fyrir strengjakvartett sem Jón lagði síðustu hönd á nýverið. Efnisskráin er ótrúlega fjölbreytt, býður upp á einsöng, einleik á hljóðfæri, dúó og eins og áður sagði kvartettleik. Undirritaður leggur það eindregið til, að væntanleg stjórn Listahátíðar ‘80 hafi það hugfast, að þrátt fyrir að um „venjulega" og „hversdags- lega“ íslenska listamepn sé að ræða á þessum tónleikum seldust miðar upp á svipstundu, og hefði því sannarlega mátt halda þá í stærra húsnæði, eða flytja þá í tvígang. Það sannast nú eins og raunar oft áður, að ef menn halda rétt á spilunum, vanda efnisval, vanda til vals innlendra listflytj- enda, vanda til kynningarst^irf- semi o.s.frv. liggur almenningur ekki á liði sínu. Það er makalaust hvað það hefur góð áhrif á hugmyndaflug manna þegar þeir fást til að klóra sér í kollinum. Hugmyndin að baki tónleikunum, þ.e. að helga þá einu tónskáldi, er góð, ef ekki afbragð. Jón Þórarins- son, sá mæti maður, tónskald og kennari, á það ekki síður skilið en aðrir að á hann sé minnst. Eitt er víst, að hann hefur ekki troðið sér og hugsmíðum sínum í það áhrifa- mikla apparat sem hann stjórnar dags daglega og er það meira en sagt verður um suma skrifstofu- listamenn, bæði fyrr og síðar! Undirritaður hitti Jón að máli til umfjöllunar um tónleikana og Listahátíð ’78 almennt. Jón sagðist hafa rekið augun í auglýsingu í einu Reykjavíkurdagblaðanna þar sem segir, að tónleikarnir í Norræna húsinu séu hátíðartón- leikar til heiðurs honum. Jón kom af fjöllum, eins og raunar fleiri, og vissi ekki sjálfur hvert væri tilefni þessarar „hátíðar". Tónleikarnir. eru einfaldlega helgaðir tónverk- um hans, það er allt og sumt. Jón sagði að því væri ekki að leyna, að hann áliti sér mikinn heiður sýndan með þessu og vildi nota tækifærið til að koma áleiðis sérstöku þakklæti til forstjóra Norræna hússins, Eriks Sönder- holms, og forsvarsmanna Listahá- tíðar ’78. Aðspurður hvort þetta framtak þýddi að framvegis yrði eitthvert hinna íslensku tónskálda heiðrað sérstaklega á listahátíðum sagði Jón, að hann vonaði að svo yrði. Hann vissi ekki hver hefði átt hugmyndina að tónleikunum, en sagði hins vegar að Erik Sönder- holm hefði haft um þetta milli- göngu fyrir hönd Listahátíðar 78. ★ BLM: Nú hefur hlutur Norræna hússins í Listahátí ‘78 verið nokkuð til umræðu upp á síðkast- ið, og jafnvel verið látið að því liggja að Norræna húsið yrði ekki aðili að listahátíðum framtíðar- innar. Hvað vilt þú segja um þátt þessarar stofnunar í listahátíðum bæði fyrr og síðar? „Þaö er engihn vafi á því að fyrsti forstöðumaður Norræna hússins Ivar Eskeland, átti mikinn þátt í því að hátíðinni var hrundið af stokkunum, ásamt Ashkenasy og fleiri aðilum. Síðan hefur Norræna húsið átt ríkan þátt í hátíðinni, einkum að því er varðar innflutning á listafólki frá Norðurlöndunum, bæði tónlistar- og myndlistarmönnum. Einnig er vert að geta þess, að flest þeirra tiltölulega fáu íslensku tónverka sem flutt eru á Listahátíð ‘78, eru þar á vegum Norræna hússins! Ég Jón Þórarinsson vil gjarnan að það verði haft eftir mér, að ég tel, að tónlistarstarf- semi hafi aldrei verið meiri og betri í Norræna húsinu en einmitt nú undir stjórn Eriks Sönder- holrns." BLM: Ertu með þessu að gefa í skyn, að Erik Sönderholm hafi skotið forráðamönnum Listahá- tíðar ref fyrir rass með því að leggja svo eindregna áherslu á þátttöku íslenskra tónlistarmanna og tónskálda? „Ég veit ekki hvernig innbyrðis tengsl Norræna hússins og hinna aðila að Listahátíð ‘78 eru vaxin. Kannski er hér um að ræða verkaskiptingu; hver veit!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.