Morgunblaðið - 11.06.1978, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978
41
Svartir þrestir og galdraþulur
á framsæknum tónleikum
Manuelu Wiesler í Iðnó
íslenzkir tónlistarmenn á Listahátíð 78
Hún talar óaðfinnanlcga
íslensku. leikur eins og engill á
flautu. jafnvíjt á Bach og Boulez.
æfir sijt á kvöldin en sinnir
húsmóðurstörfum á daginn.
Manuela Wiesler hefur glatt
tónelska íslendinga nú um
nokkrra ára skeið, eða allt frá því
klarinettuleikaranum SÍKurði
Ingva Snorrasyni huKkvæmdist
það snjallræði að næla sér í
Manuelu fyrir eÍKÍnkonu út í
hinum stóra heimi. Manucla
hefur með hverju stórræðinu á
fætur öðru fært okkur heim
sanninn um að hún er listakona
á heimsmælikvarða. Við erum
heppin að njóta starfskrafta
hcnnar á íslandi ok vonum að svo
meKÍ verða um lanKa framtíð.
Það er án efa eitt merkilegasta
framlag forráðamanna Listahátíð-
ar ’78 að þessu sinni að hafa haft
dómgreind og hugrekki til að bjóða
Manuelu að leika þá efnisskrá sem
hún lagði fram á sínum tíma. Þessi
efnisskrá er um margt sérstök, þó
það beri hæst að hér um ræðir
tónverk sem öll eru samin á sl.
fjörutíu árum. Fyrir nokkrum
árum hefði slíkt framboð þótt
miður árennilegt á Listahátíð, og
„varla bjóðandi almenningi". Ein-
hver öfl hljóta hér að vera að verki
á bak við tjöldin sem meira mætti
kveða að. Verkefnaskrá Manuelu
Wiesler í Iðnó mánudaginn 12.
júní er svo einstaklega framsækin,
spennandi og óvenjuleg, miðað við
íslenskar „hefðir", að engu er lík.
Þarna verða flutt öndvegisverk
nútímatónlistar senj fæst hafa
heyrst hér áður; t.d. LE MERLE-
NOIR eftir Messiaen og
SEQUENZA eftir Berio. Auk þess
eru tvö íslensk tónverk á efnis-
skránni, CALAIS eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, og XANTIES eftir
Atla Heimi Sveinsson Ef ekki er
nú þegar uppselt á tónleika þessa,
vil ég leyfa mér að hvetja tón-sæl-
kera að krækja sér í aðgöngumiða
hið snarasta, ellegar naga sig í
handarbök um ófyrirsjáanlega
framtíð...
★ + ★
Blaðamaður átti orðastað við
Manuelu varðandi tónleika hennar
BLM: Hvers konar hugsanir
hafa leitað á þig um Listahátíð ‘78
almennt? Hvernig tilfinningu hef-
ur þú gagnvart henni?
„Eg á dálítið erfitt með að svara
þessu í stuttu máli. Almennt séð
er ég afskaplega ánægður með að
listahátíðarhugmyndin skuli nú
vera komin í framkvæmd, og
vonandi orðin þáttur í þjóðlífinu
— og menn hættir að hugsa um að
fella hana niður eða fresta.
Listahátíð má ekki vera haldin
sjaldnar en annað hvert ár ef hún
á að ná einhverri festu. Eg get
skotið því að, að hugmyndin um
listahátíð á Islandi er miklu eldri
en menn gera sér almennt grein
fyrir. Þannig hafði ég orð á hátíð,
líkri þeirri sem nú er orðin að
veruleika, í blaðagrein árið 1955.
Síðan hefur öll aðstaða bæði til
tónleikahalds og til að taka á móti
fjölmennum hópum gesta batnað
að mun. enda er hátíðin nú
veruleiki." '
BLM: Það hefur verið stungið
upp á því, óformlega að vísu, að
haldin yrði al-íslensk listahátíð
annað hvert ár. Hvað vilt þú segja
um þessa hugmynd?
„Þessi hugmynd á vafalaust rétt
á sér og kemur ekki á óvart. Það
er alltaf hætta á því að stórstjörn-
ur utan úr heimi skyggi á innlenda
listamenn, og við því er sjálfsagt
að hamla eins og hægt er með því
að gera hlut skapandi og flytjandi
innlendra listamanna sem mestan.
í Iðnó annað kvöld. Hér á eftir
fara nokkrar glefsur:
BLM: Hver er Julian Dawson-
Lyell?
„Undirleikari minn á þessum
tónleikum, Julian Dawson-Lyell,
hitti ég sl. sumar er ég tók þátt í
alþjóðlegri flautusamkeppni á
Italíu, en þar var hann formlegur
undirleikari keppninnar. Upphaf-
lega var ráðgert að Halldór
Haraldsson léki með mér en af því
gat ekki 'orðið vegna anna
Halldórs hér heima. Julian, sem er
Manuela Wiesler
skoskur að uppruna, var eiginlega
undrabarn á sínum tíma, samdi
tónverk og lék víða. Hann nam við
Royal College of Music í London,
og er með gráðu í tónlistarfræðum
frá Oxford-háskóla. Hann er
aðallega þekktur fyrir að flytja
samtímatónlist, og vann til verð-
launa í frægri keppni í Hollandi á
því sviði. Hann hefur haldið
En við megum einnig gæta okkar
á því að vera ekki alltof viðkvæmir
í þessum efnum."
BLM: Yngsta íslenska tónskáld-
ið sem á tónverk á Listahátíð ‘78
er fertugt að aldri! Finnst þér að
þessi hátíð sé réttur vettvangur
fyrir yngri tónskáldin að reyna sig
á?
„Nú verð ég að játa, að ég þekki
yngstu tónskáldin og verk þeirra
áð mjög takmörkuðu leyti. Ég
þykist hins vegar vita, að það sé
nokkuð um unga menn hérlendis
sem í fyllstu alvöru starfa að
tónskáldskap; og að þeirra á meðal
séu menn allrar athygli verðrr.
Auðvitað á ekkert aldurstakmark
að gilda — heldur gæði.“
Um tónverkin á tónleikunum í
kvöld sagði Jón, að þau væru
samin víða á tónsmíðaferli hans.
Sum gömul, önnur ný. Þannig
verður frumfluttur strengjakvart-
ett, eða TVEIR ÞÆTTIR FYRIR
STRENGJAKVARTETT; sá fyrri
er saminn nú nýlega, en hinn
síðari fyrir um þrjátíu árum! Þessi
tónsmíð Jóns ætti að vera gott
tækifæri til að kynnast framþróun
tónsmíðaviðhorfa hans í gegnum
árin.
Um flytjendur sagði Jón: „Mér
getur ekki litist nema vel á þennan
glæsilega hóp þar sem ég valdi
hvern og einn listamann sjálfur."
Jón sagðist vera mest spenntur að
heyra strengjakvartettinn fluttan,
enda væri hér um frumflutning að
ræða.
tónleika í Bretlandi, Hollandi,
Þýskalandi, Ítalíu og víðar. Að
tónleikunum loknum höfum við
hugsað okkur að fara í tónleika-
ferð með þessa efnisskrá, og
jafnvel önnur nútímaverk, og þá
til Bretlands og Skandinavíu. Þó
er þetta óráðið sem stendur."
BLM: Segðu okkur eitthvað
smávegis um verkin sem þið ætlið
að leika í Iðnó annað kvöld.
„Já, ég get stiklað á stóru til að
gefa lesendum einhverja hugmynd
um tónverkin'. BALLADE, eftir
Frank Martin, sem nú er nýlátinn,
var samið sérstaklega fyrir tón-
listarkeppni í Genf 1938. Þetta er
elsta verkið á efnisskránni! LE
MERLE NOIR, eða Svarti Þröst-
urinn, eftir Olivier Messiaen, er
dæmigert fyrir tónsmiðinn. Þar
hermir hann eftir fuglshljóðum á
fínlegan og dularfullan hátt að
vanda. Nú, SEQUENZA eftir Berio
var samið fyrir frægan ítalskan
flautuleikara fyrir um tuttugu
árum, en þykir ennþá einstaklega
frumlegt. Berio hefur samið einar
sex sekvensur fyrir ýmis hljóð-
færi, þ.á.m. fyrir einleiks-hörpu og
einleiks-básúnu, já, og einsöngs-
rödd, sem allar hafa unnið sér
fastan sess í tónbókmenntum
viðkomandi hljóðfæra. CHANT
DE LINOS eftir André Jolivet, er
harmsöngur vegna andláts vinar
tónskáldsins. Verkið er í grískum
stíl og byggir á grískum tónteg-
undum . Jolivet dó í fyrra. En
hann og Messiaen voru sálufélagar
í listamannahópi einum í Parísar-
borg og höfðu mikinn áhuga á
tónlist gamalla þjóðmenninga,
eins og CHANT DE LINOS ber
með sér. Jolivet var einnig þekktur
fyrir að grúska í galdramúsik
hvers konar og samdi gjarnan
músikseyði sem áttu að höfða til
yfirnáttúrulegra afla umhverfis-
ins. Nú, Boulez samdi SÓNATÍN-
UNA aðeins tuttugu og eins árs að
aldri (1947) í strangheiðarlegum
tólftónastíl a la Schönberg! En
þrátt fyrir það fer fjarri að
tónlistin sé akademísk og þurr —
þvert á móti. Boulez er nú
forstöðumaður einhverrar merk-
ustu tónlistarstofnunar Evrópu í
Frakklandi, er vinnur að fram-
gangi nútímatónlistar á alla lund.
Verk Þorkels Sigurbjörnssonar,
CALAIS, var samið sérstaklega
fyrir kanadíska flautuleikarann
Robert Aitken 1976 og sækir
innblástur í gríska goðsögn um
son norðanvindsins sem lokkar
fiska og sjávardýr til sín með
hljóðfæraleik. Verkið hefur verið
flutt bæði hér heima, í London og
víðar. Heiti tónverks Atla Heimis
Sveinssonar, XANTIES, þýðir
næturfiðrildi. í verkinu er samofin
orð og tónar, þ.e. við flytjum eins
konar ljóð á meðan við leikum.
Snorri Sigfús Birgisson og ég
frumfluttum þetta verk á norrænu
, tónlistarmóti hérna um árið og
hrepptum fyrstu verðlaun þar.
XANTIES er impressíonísHt verk
að gerð. Þar er fjallað um tunglið,
blóm, ástina, angist og söng
fiðrilda. Samlíkingarnar og hug-
myndatengsl eru fleiri. Þannig
segir tónskáldið, að tónverkið eigi
eitthvað líkt með asnanum og
uxanum við jötu Kricts, en það er
önnur saga!„
Manuela sagðist nýverið hafa
frétt að nær uppselt væri á
tónleikana í Iðnó, og varð glöð við
og hissa, að eigin sögn, þar sem um
nútímatónlist er að ræða. Hún
sagðist einnig vera fegin að þurfa
ekki sjálf að sjá um framkvæmd-
aratriði fyrir tónleikana eins og
hún er vön, en ótrúlega mikil
vinna liggur oft að baki í þeim
efnum. Um væntanleg viðbrögð
tónleikagesta sagði Manuela þessi
Framhald á bls. 55.
Kr. 1000 - Kr. 2000
Buxur, margar geröir, þar meö gallabuxur og
smekkbuxur kr. 1000.-
Flauelsjakkar og gallajakkar kr. 2000,-
Skyndisala á morgun mánudag og þriöjudag
aöeins.
Fatasaian, Tryggvagötu 10.
Dodge Ramcharger 1977
Eigum til afgreiðslu nokkra DODGE
RAMCHARGER jeppa árg. 1977, með sérstöku
afsláttarveröi. Bílarnir eru nýkomnir til landsins
og í þeim er m.a.: 8 cyl. 318 cu. in. vél,
sjálfskipting, vökvastýri, lituö framrúöa, o.m.fl.
Verö ca. kr. 5,2 millj.
Hafiö samband viö sölumenn Chrysler-salarins.
Símar 83330 og 83454.
%ökull hf.
ARMULA 36 REYKJAVÍK Sími 84366
Vidgerðir á
rafkerffum
bifreiða
Fullkominn tækjabún-
aður til viðgerða og
prófunar á störturum,
rafölum og öðrum
búnaði rafkerfisins.
Sérþjálfaðir fagmenn
í viðgerðum á bifreiða-
rafkerfum.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820