Morgunblaðið - 11.06.1978, Síða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978
vcn
SKÖMMU fyrir jól árid 1956 fæddist í Reykjavík
stúlkubarn, dóttir hjónanna Jóns Björnssonar frá
Vestmannaeyjum og Bryndísar Jónsdóttur frá Vík
í Mýrdal. Barnið óx og dafnaöi og ólst upp hjá
foreldrum sínum í Vestmannaeyjum par til á
miðjum síöasta áratug aö fjölskyldan tók sig upp
og flutti til meginlandsins; til Reykjavíkur, síðan
Kópavogs, Hafnarfjaröar og aö lokum til Reykjavík-
ur aftur fyrir nokkrum árum.
Barniö sem hér um ræöir varskírt Halldóra
Björk og hún var kosin Ungfrú íslandnú fyrir
skemmstu og verður fulltrúi íslands í keppninni
„Miss Scandinavia“ í október og „Miss Universe“
á næsta ári. Slagbrandur heimsótti Halldóru um
daginn og ræddi við hana og fer hluti af spjallinu
hér á eftir:
af þeim hafi birst auglýs-
ingamyndir í sem flestum
blööum og tímaritum,
þannig aö ég stend ágæt-
lega að vígi hvaö þaö
snertir, en þó vantar enn
uppá, en þaö kemur meö
tímanum.
Annars er mjög ólíkt
andrúmsloft í keppni
erlendis og hér heima. Hér
er þaö ósköp þægilegt, en
úti er slegist af hörku og
reynt aö spilla fyrir öörum
keppendum á ýmsan máta.
Þaö er til dæmis vinsælt
bragö, þegar tekin er mynd
af tveimur stúlkum saman,
aö stíga á tærnar á hinni,
svo hún gretti sig og taki sig
illa út á myndinni."
„Eg hef verið haldin
feröabakteríunni alveg frá
fæöingu. Mér finnst svo
gaman aö flytjast, þetta er
líklega einhver ævintýra-
þrá,“ byrjaöi hún, eftir aö
hafa látiö Slagbrandi í té
fyrrgreindar upplýsingar um
æsku sína og uppvöxt. „Ég
lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskólanum 1973
og hugðist þá hvíla mig á
námi í eitt eöa tvö ár en
halda síöan áfram aö læra,
því ég hefi alltaf haft hug á
því aö gerast kennari, en
meðal annars vegna þess
aö sólarhringurinn er of
stuttur fyrir allt sem ég hef
áhuga á aö gera, frestast
námiö enn um sinn.“
— Hvenær tókstu fyrst
þátt í feguröarsamkeppni?
„Þaö var áriö 1975, en þá
átti ég aö keppa fyrir ísland
í „Miss Scandi-
navia“-keppninni, en hún
féll niöur þaö ár. Vegna
forfalla var ég síðan beðin
aö taka þátt í „Miss
World“-keppninni í London
meö mjög stuttum fyrirvara
og ég geröi þaö. Þá var ég
ekki nema átján ára og
kunni ekkert á þetta og ég
er fegin því núna aö ég fór
heim strax daginn eftir
keppnina, enda þótt venjan
sé aö gera þaö ekki til aö
bíöa og sjá hvort maður fær
einhver atvinnutilboð. Ég
var allt of ung til aö standa
í þessu þá og meö litla
reynslu aö baki. Núna tel ég
mig hins vegar ágætlega
undir það búna aö taka þátt
í svona alþjóölegri keppni
og mig langar vissulega til
þess aö fá starf erlendis
sem Ijósmyndafyrirsæta, en
svona keppni er kjörinn
stökkpallur út í þá starfs-
grein. Nú, og ef.lítið kemur
út úr því, þá kem ég bara
aftur heim og held áfram aö
læra, eöa afgreiöa bækur
hjá Eymundsson."
— Eftir keppnina 1975
hefuröu væntanlega fengiö
ýmis tilboð um störf hér-
lendis.
„Já, en ég kann alltaf
best viö mig þarna innan
um bækurnar í Austur-
strætinu. Ég vann um skeiö
í tískufataverslun, en kunni
ekki vel viö mig innan um
tískutildriö og þótti kven-
fólk lítils metiö þar. Annars
hef ég unniö í fjölmörgum
stööum, þar á meöal á
Morgunblaöinu, en bóka-
alltaf troða öllu á
stundatöfluna í einu
búöin hefur þó veriö fasti
punkturinn í þeim efnum
hjá mér. Enda er skemmti-
legt aö vinna í hjarta
borgarinnar.“
„... að stíga á
tærnar á hinni ..
— Hvaö viltu segja um
viðhorf til feguröarsam-
keppni?
fíætt
vid
ný-
kjörna
Ungfrú
ísland
Halldóri
Jóns-
dóttur
„Þetta fer afskaplega í
taugarnar á mörgum hér
heima, en erlendis er þetta
álitið auglýsing eöa land-
kynning, enda er geysilegur
auglýsingaiönaöur í kring-
um þetta þar. í keppninni í
London varö manni óhjá-
kvæmilega hugsað til
hungurs og volæöis í
þróunarlöndunum, þegar
maöur horföi á allt pellið og
purpurann sem notaö var til
að auka enn á glysyfirbragð
keppninnar. En ég veit þaö
mætavel að enda þótt ég
myndi neita aö taka þátt í
svona keppni yröi hún
haldin engu aö síður, svo
mér finnst sjáifsagt aö
reyna aö notfæra mér þetta
tækifæri til þess aö komast
út í heim og vonandi vera
landi mínu og þjóö til
sóma.“
— Þú hefur mikiö fengist
viö sýningarstörf hér aö
undanförnu, er þaö ekki?
• „Jú, og ég hef afskap-
lega gaman af því. Þaö er
reýndar ekki vel launaö, en
starfinu fylgja mikil feröalög
og þaö heillar mig alltaf.
Svona sýningastörf eru vel
borguö erlendis og þaö er
vissulega taliö mjög æski-
legt fyrir þær sem ætla út
í fyrirsætustörf erlendis aö
— Veröuröu
fyrir ágangi
fólks vegna
þátttöku þinnar í
feguröarsamkeppni?
• „Ekki lengur.
Fyrst eftir keppnina
1975 var mjög erfitt
fyrir mig aö fara út
aö skemmta mér og
ef ég var sæmilega
klædd var ófriöur
inn alger og ég köll-
uö ýmsum nöfnum. Þaö var
langmest kvenfólkið sem lét
svona. Nú oröið ber lítiö á
þessu, en þaö er vissulega
ýmislegt sem maöur getur
ekki leyft sér.“
„Heff ffengið
ákúrur ffyrir
útganginn á mér“
— Þú talaðir áöan um aö
læra, hvaö er það sem þú
hefur hug á aö gera í því
sambandi?
• „Ég fór í Öldungadeildina
hér um áriö en varö aö
hætta vegna þess aö
tímarnir þar samræmdust
ekki vinnutímanum hjá mér.
Áöur haföi ég farið í Fjöl-
brautaskólann í Breiöholti
og gekk þaö ágætlega. Ég
var þar viö nám á uppeldis-
sviöi og ég haföi áhuga á aö
halda því áfram seinna,
þegar ég get sætt mig viö
aö setjast niöur. Ég vil alltaf
troöa öllu á stundatöfluna í
einu, en nú er ég búin aö
sætta mig viö þaö aö læra
seinna."
— Nú afgreiðir þú í
bókaverslun, lestu mikið?
• „Nei, því miöur. Ég gef
mér svo sjaldan tíma til
þess og mér finnst ómögu-
legt aö vera aö lesa síöu og
síöu á hlaupum. Ég fékk
mér nýlega bók eftir Agöthu
Christie og skildist aö þetta
væri bók af því tagi sem
ómögulegt væri aö leggja
frá sér fyrr en fiún væri
búin, en hún heillaði mig nú
ekki meira en það, aö ég
týndi henni þegar ég var
hálfnuö og ég hef ekkert
saknaö hennar."
— Þegar þú sérö auglýs-
ingamyndir af þér í blöðum,
hvernig verkar þaö á þig?
• „Stundum finnst mér þaö
vera einhver önnur mann-
eskja, sérstaklega ef ég er
eitthvað uppstríluö á mynd-
inni. Ég kann ekki sjálf aö
meta slíkt. Ég hef raunar
fengiö ákúrur fyrir útgang-
inn á mér dags daglega.
Sumt fólk ímyndar sér aö
maöur eigi troöfullan fata-
skáp og hafi úr nógu aö
velja, en því get ég nú ekki
beint státaö af. Oft á tíðum
finnst mér erfitt aö þekkja
mig af myndum og ég held
aö fólk sem hefur bara séö
mig á mynd, þekki mig oft
ekki ef þaö sér mig á götu,
sem ekki er von þegar mér
finnst sjálfri aö stúlkan á
myndinni sé önnur en ég.“
— Hvernig undirbýrðu
þig undir keppnina sem þú
átt framundan?
• „Undirbúningurinn er
mikiö til fólginn í því aö
velja sér fatnað og snyrti-
vörur núna frá byrjun, meö
það fyrir augum aö þaö
komi aö notum síöar í
keppni og kynna sér sem
best allar aðstæöur þar
sem keppnin fer fram, þar
á meðal veöurfar. Svo
veröur maöur náttúrulega
aö passa línurnar. Svona
undirbúningur er mjög dýr,
því ég þarf aö kaupa yfirleitt
allt sjálf, erlendis er þaö
hins vegar svo aö stúlkurn-
ar fá fatnað og snyrtivörur
og þess háttar aö gjöf frá
ýmsum fyrirtækjum, sem
aftur fá vissa auglýsingu út
á þaö.“
Þegar hér var komiö
sögu fór Slagbrandur aö
undirbúa brottför og kvaöst
mundu hringja þegar viötal-
iö væri tilbúiö til yfirferðar,
en þá hló Halldóra Björk og
sagöi aö þaö væri bilaöur
hjá sér síminn og hún heföi
hreint ekki í hyggju aö flýta
sér aö panta viögeröar-
mann því þaö væri alltaf
veriö aö reyna aö ná í sig
og óska sér til hamingju
meö titilinn.
Slagbrandur tekur hér
meö undir þær hamingju-
óskir og samhryggist viö-
geröarmönnum Pósts og
síma. SIB