Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÍJLÍ 1978 Sigrún Harpa og íris: „Við fylgjumst ósköp lítið með sjónvarpinu" Jonni og Nonni vissu allt um Kojak „Kannski fer ég bara uppí rúm að skoða bækur..." er ekkert sjónvarp svo ég kem ekki sjálfur til með að sakna þess þó engar útsendingar séu. Næst ætluöum viö aö spjalla viö konu sem sat við tjörnina. Þegar kom í Ijós að hún var líka dönsk og talaöi ekkert nema sitt eigið móðurmál hættum við fljótt við það og snérum okkur frekar að litlum krökkum sem voru að gefa öndunum og leika sér að litlum bát, sem þau gátu ekki fengið til að snúa rétt á vatninu. — Það er „dáldið" leiðinlegt þegar sjónvarpið hættir. Það er svo gaman að vita „hvað er í veðrinu“ sagði Jonni, og Nonni vinur hans var alveg á sama máli. En litla systir annars hvors vildi ekki einu sinni segja til nafns og hélt bara fast í veskið sitt. — Kannski fer ég bara upp í rúm og skoöa bækur núna þegar ég er ekki aö horfa á sjónvarpiö á kvöldin. Ég les oftast Tinna eða Andrés. Mér fannst gaman ,að Bieika Pardusnum „sem var nú stundum sjaldan" sagði Jonni. — Ég ætla bráðum uppí Vatna- skóg, sagöi Nonni, en mér fannst Kojak skemmtilegastur í sjónvarp- inu. Veiztu það, að í vaxmynda- safni í Kaupmannahöfn er dúkka sem er alveg eins og hann er í alvöru. Nei annars, það er í London. Ég þekki fólk sem hefur séö hana. í kjallaranum er högg- stokkur og svaka óhuggulegt. Jonni þurfti að koma því að, að sér þætti Kojak vitlaus. Framhald á bls. 27 Hún vildi ekkert vió okkur tala. Ljósmyndari: Emelía Björg Björnsdóttir. Flestir islendingar eiga kost ó sumarfríí og ekki dettur neinum í hug aó amast vió pví. Einn starfshópur fer pó aldrei svo í frí, að öll pjóðin taki ekki eftir pví, og ræði gjarnan kosti frísins og galla. Hér er aö sjálfsögðu átt viö Þá hjá sjónvarpinu, sem verða í sínu árlega sumarfríi fram f ágúst. Ljósmyndari og blaðamað- ur Morgunblaösins brugðu sér út í sólina og norðanáttina til að spjalla við fólk og leita álits pess á sjónvarpsleysinu. Sigrún Harpa og íris voru aö spóka sig í bænum og höfðu augsýnilega brugðið sér í búöir, því þær voru með sinn plastpok- ann hvor úr einhverri tízkufata- verzluninni. — Við finnum ekkert fyrir því þó sjónvarpsmennirnir fari í frí. Við horfum svo lítið á sjónvarpið og fylgjumst voða lítiö með hvað er í ' því. En hvað gera þá 14 og 15 ára stelpur á kvöldin, ef þær eru ekki héima að horfa á sjónvarpið? — Við flækjumst um göturnar og erum mikið úti. En á veturna þarf maður aö læra og gerir þaö þá á kvöldin. Þegar gengiö var á þær kom í Ijós, aö þær horfa nú á bíómyndir og skemmtiþætti svona af og til, og íris sagðist stundum horfa á fréttirnar. Báöar voru þær á því að þaö mætti vera meira popp og annað efni fyrir ungt fólk, til að horfa á. Við Dómkirkjuna hittum við Kuvs Ammendrup, sem er dansk- Þuriður: „Það er svo ágsBtt að setjast niður fyrir framan sjón- varpið og slappa af“ ur en hefur búið hér í fjölda ára. Hann fræddi okkur á því að sonur sinn væri nú kominn í sumarfrí, þar sem hann starfar við sjónvarpið. Við samglöddumst syni hans, en spurðum um álit hans sjálfs á þessu langa sjónvarpsfríi. — Mér finnst að sjónvarpið eigi Faðir Tage Ammendrup sagði að sonurinn væri feginn fríinu alltaf að vera. Það er ómögulegt aö láta alla fara í frí í einu og loka bara öllu. Annars er ég að fara til Danmerkur en þangaö til ætla ég að vera uppi í sumarbústaö meö syni mínum í Mosfellsdal. Þar er mikill gróöur og tré, við erum nágrannar Halldórs Laxness. Þar Þorvaldur Garðar Kristjánsson: „Útvarpsráði Þótti ráð, að allir starfsmenn sjónvarpsins færu í frí um leið.“ : Rjómabúið á Baugsstöð- um opnar UM siðustu helgi var rjómabúið á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi opnað almenningi til sýnis og verður það opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst mflli kl. 14 og 18. Auk þess verður rjómahú- ið opið fyrir hópa, sem í eru 10 manns eða fleiri á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við gæslumann búsins, Skúla Jónsson á Selfossi, í síma 1360 og það verður að gera með góðum fyrirvara. Að sögn Stefáns Jasonarsonar, formanns Búnaðarsambands Suður- lands urðu töluverðar skemmdir á húsum búsins í flóðunum í vetur en nú er búið að koma því í samt lag aftur. Geta gestir því sem fyrr horft á tæki búsins snúast og vatnshjól knýja þau, eins og fyrr á árum þegar smjör- og ostagerðin var þar í fullum gangi. Stefán sagði að undanförnum árum hefði verið mikil aðsókn að þessu minjasafni og hefðu ferðahóp- ar víða að af landinu lagt leið sína þangað en þetta rjómabú er það eina í landinu, sem enn er tilbúið öllum upprunalegu taekjum sínum. Sérstakt félag stendur fyrir varð- veizlu búsins, Varðveizlufélag Baugsstaðarjómabús, og búnaðar- félögin í Stokkseyrarhreppi, Gaul- verjahreppi og Villingaholtshreppi en þessi þrjú síðastnefndu félög sáu um rekstur búsins, þegar það var rekið sem rjómabú. Siumutm)~SMk COSTA DEL SOL PLAYAMAR Dagflug á föstudögum. Heillandi sumarleyfis- staður náttúrufegurð, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalíf og litríkt þjóðlíf Andalusiu. Margt um skoðunar- og skemmtiferðir, til Afríku, Granada og Sevilla. Nú bjóðum við eftirsóttustu lúxusíbúðirnar Playamar við ströndina í Torremolinos, Playamar er með glæsilegum útivistarsvæðum, sundlaugum og leikvöllum, loft- kældar lúxusíbúðir. Einnig Hótel Don Pablo. Eigin skrifstofa Sunnu í Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki. Barnagæsla og leikskóli. Farið verður: 13. og 28. maí, 2., 16. og 22. júni, 7., 12. og 28. júlí, 3., 4., 11., 18., 24. og 25. ágúst,i.-8. 13. og 15. sept. Pantið tímanlega. Emnig Sunnuflug til: MALLORCA dagflug á sunnudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA daqflug á þriðjudögum KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum GRIKKLANO dagflug á þriðjudögum SUNNA REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 28715.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.