Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 13 Tekur inn heitt og kalt vatn, seni þýðir V iðurkennt ullarþvottakerfi. tíma og rafmagnvspamað. n 2 Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og Vinduhraði sem er allt að 850 snún/- stórar dyr er auðvelda hleðslu. mín, flvtir þurrkun ótrúlega. O 2 °- ' fjöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli 4 hitastig (32/45/60/90°C), sem henta alls þvottar. öllum þvotti. q 4 y' Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar Spamaðarstilling fyrir vatn og raf- hagur < magn. 1(). ' Verðið er mun lægra en á sambærileg- 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í um vélum. vindu, tryggja rétta meðferð þvottar- ins. PHILCO og fallegur þvottur fara saman. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Um „prófhroka” og „milljónafélag stúdenta” Athugasemd frá Mar- gréti Hermannsdóttur Árni Björnsson íslenskufræð- ingur gerir tilraun til að svara grein minni „Á fornleifafræði einhverja framtíð fyrir sér á íslandi?" (sem birtist .í Mbl. 23. júní s.l. undir breyttri fyrirsögn). Svargrein Árna Björnssonar birt- ist í Mbl. 29. júní s.l. undir fyrirsögninni: „Um „milljónafélag stúdenta“.“ Nú er það opinberað almenningi í fyrsta sinni að Árni Björnsson er í forsvari fyrir „þjóðháttasöfnun stúdenta". Eins og fram kemur í athuga- semd Árna Björnssonar hafði „þjóðháttasöfnun stúdenta" rúm- lega níu milljónir (16 milljónir á núgildandi verðlagi) til ráðstöfun- ar 1976 að lokinni fjársöfnun „um land allt". Auk þess fékk „þjóð- háttasöfnun stúdenta" „illreiknan- legar“ upphæðir frá Þjóðminja- 'safninu. Ég hef hvergi haldið því fram að „þjóðháttasöfnunin" hafi fengið allar sínar milljónir beint úr sjóðum Þjóðminjasafns. En hitt er staðreynd að Þjóðminjasafnið studdi dyggilega fjársöfnunar- aðila, þar sem fjárbeiðni til „hundruða aðila“ var rituð á opinbera pappíra Þjóðminjasafns og með undirskrift forstöðumanns þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns (Árna Björnssonar) auk ábyrgðar- manns (?) af hálfu stúdenta. Og þar er söfnunin sögð i samvinnu við þjóðháttadeild Þjóðminja- safns. Það hefur örugglega aldrei hvarflað að þeim aðilum sem leitað var til um fjárstuðning að Þjóðminjasafn stæði ekki að baki þjóðháttasöfnuninni. Slík var um- gjörð og útlit bónarbréfsins. Ég get á engan hátt séð, að ég fari með rangt mál, er ég tel í fyrri skrifum að Þjóðminjasafn hafi stutt fjálglega „þjóðháttasöfnun stúdenta" og í hana hafi 'verið ausið milljónum fyrir tilstuðlan Þjóðminjasafns. Árni Björnsson ætlaði sér að leita fjárstyrks í sveitum sunnan Skarðsheiðar til handa „þjóð- háttasöfnun stúdenta", en hætti við það er hlutaðeigendur „Svæðis- könnunar sunnan Skarðsheiðar“ þ.e.a.s. könnunar á byggðasögu 14 sönglög eftir Bjama Bjarnason komin út ÚT eru komin 14 sönglög eftir Bjarna Bjarnason, Brekkubæ, Hornafirði. Bjarni varð áttræður á siðastliðnu ári og ákváðu kórfélagar Karlakórs Horna- fjarðar þá að heiðra hann með útgáfu nokkurra tónsmíða hans. Bjarni hefur í meira en sex áratugi starfað að tónlistarmálum í heimasveit sinni, bæði sem kirkjuorganleikari, kennari og söngstjóri, auk sinna búmanns- starfa. Hann hefur verið lyftistöng tónlistarlífs og menningar í Hornafirði um árabil. Sönglögin í heftinu eru samin fyrir karlakór og blandaðan kór, en einnig er í heftinu orgelverk og 14. SONGLOG BJARNA BJARNASON eitt einsöngslag með píanóundir- leik. Nótnateiknun er eftir Pál Halldórsson organleikara. Texta- skrift er eftir Arngrím Sigurðsson. Umsjón með útgáfunni hafði Skúli Halldórsson, tónskáld, en heftið er prentað í Siglufjaðarprentsmiðju h.f. Námskeið um starfe- ráðgjöfhiáKHÍ í JÚNÍMÁNUÐI hafa um 200 kennarar setið á námskeiðum, sem haldin eru á vegum Kennarahá- skóla Islands, endurnýjað þekk- ingu sína og safnað hugmyndum fyrir kennsluna næsta vetur. í byrjun ágúst hefjast svo aftur kennaranámskeið í ýmsum grein- um og eru umsækjendur um þau alls 580. Sérstök athygli er vakin á námskeiði sem fjallar um náms- og starfsráðgjöf í skólum. Það hefst 21. ágúst og stendur til 31. Slíkt námskeið hefur ekki verið haldið í allmörg ár, en þörfin fyrir Flugvélin var frá Eyjaflugi I FRÉTT í Mbl. fyrir helgi um bílslys í Suðursveit var sagt að flugvél frá Vængjum hefði flutt slasaða til Reykjavíkur, en það var flugvél frá Eyjaflugi sem það gerði. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. AUGLYSINGA- TEIKNISTOFA MYNDAMOTA Ad;ilstra*ti 6 simi 25810 er það sem hann kallar „prófhroka" minn. Ég get nú ekki séð í grein minni að ég sé í einhverju prófaharki, en honum er kannski eitthvað illa við, að ég hafi numið fornleifafræði og þjóðháttafræði í Svíþjóð. Gott væri ef afstaða forstöðu- manns þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns íslands til þjóðhátta- fræði- og fornleifafræðimenntun- ar kæmi betur í ljós íslenskum námsmönnum í þessum greinum sem og menntastofnunum á Norðurlöndunum til frekari glöggvunar. Þrátt fyrir að Þjóðminjasafn hafi lýst yfir vilja sínum til að styrkja „Svæðiskönnun sunnan Skarðsheiðar" gekk erfiðlega að innheimta nokkurt fé enda fjár- skorti borið við. Um síðir fengust þó 150.000 krónur árið 1976 (en hvorki 200.000 eða meira eins og Árni Björnsson gefur í skyn). Ég nenni ómögulega að elta frekar ólar við ummæli Árna Björnssonar. Prófhrokatal og aðr- ir álíka útúrsnúningar gefa ekki tilefni til þess. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast eilítið á framhald „þjóðháttasöfnunar stúdenta", þó að það hafi ekki upphaflega verið ætlan mín. En vegna þess að Árni Björnsson dvelur svo lengi við fjármál „þjóðháttasöfnunar" langar mig að bera fram fyrirspurn: Hvaðan komu peningar til „úrvinnslu" gagna úr „þjóðháttasöfnun" á árinu 1977 og hvernig er fjárhags áætlun fyrir 1978? Á þessu ári virðist „fjáraustri“ Þjóðminja- safns til „þjóðháttasöfnunar stúdenta" ekki linna. Nú á skv. fréttatilkynningu m.a. að „skrá efni, sem safnað var í þjóðhátta- söfnun stúdenta" (Mbl. 10. 06. 1978). Og að þessu sinni fást milljónirnar m.a. úr Þjóðhátíðar- sjóðnum fræga, sem nýúthlutað er úr. Reykjavík 1. júlí 1978 Margrét Hermannsdóttir. sveita sunnan Skarðsheiðar) fóru þess á leit við hann. Talið var að svæðisrannsóknin sem og byggðasafn sveitanna (í Görðum á Akranesi) væru betur að fjármagni frá þessu svæði komin. Byggðasafnið í Görðum sem og önnur byggðasöfn hér á landi eru afrakstur starfs áhugamanna á borð við Jónas Jónasson frá Hrafnagili og færi lítið fyrir menningararfleifð okkar ef þeirra nyti ekki við. Ég vil biðja Árna Björnsson að halda áhugamönnum um þjóð- háttafræði og fornleifafræði utan við deilur mínar við þjóðminjavörð og Þjóðminjasafn. Það eina, sem íslenskufræðing- urinn virðist hafa sér til málsbóta, Skákæfingabúdir fyrir unglinga TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir skákæfingabúðum fyrir ungl- inga dagana 21,—28. júlí n.k. í skíðaskála Víkings í Sleggjubeins- skarði skammt frá Kolviðarhóli. Þetta er í 4. sinn, sem Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir slíku námskeiði. Jafnframt því, sem skák er iðkuð, eru stundaðar íþróttir og útivera. Þá koma sterkir skákmeistarar í heimsókn og tefla fjöltefli og skýra skákir. Meðal þeirra, sem komið hafa áður, eru Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og fleiri þekktir skákmeistarar. Námskeiðið er einkum ætlað unglingum á aldrinum 10—14 ára. Kennari og umsjónarmaður er að þessu sinni Jóhann Örn Sigurjóns- son, og þátttökugjald í æfingabúð- unum er kr. 18.000. (Fréttatilkynning frá Taflfélagi Reykjavíkur). ráðgjöf um námsleiðir og starfsval er mjög brýn. í efstu bekkjum grunnskóla koma til valgreinar og á framhaldsskólastigi er um fjöl- margar námsbrautir að velja. Ungmennum er því mikill vandi á höndum þegar þau þurfa að taka ákvörðun um náms- og starfsval og nauðsynlegt að þau geti leitað til kennara sinna til þess að fá upplýsingar og leiðsögn. Hægt er að bæta viö nokkrum þátttakendum á þetta námskeið en annars eru flest námskeiðin í ágúst fullbókuð. (Fréttatilkynning frá Kennarahá- skóla íslands.) 10 ástæður fýrir kaupum á PHILCO þvottavélum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.