Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 04.07.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 15 Menningardögum lokið í Eyjum: „Hafa greinilega vakið umræðu” segir Vilborg Harðardóttir „Mér finnst dagskráin hafa gengið vel, verið bæði skemmti- leg og hvetjandi, og hún hefur greinilega vakið umræðu,“ sagði Vilborg Ilarðardóttir í samtali við Morgunblaðið um Menningardaga sjómanna og fiskvinnslufólks í Eyjum, sem lauk á sunnudag. Dagskráin stóð yfir í þrjá daga og voru oftast fleiri en eitt dagskrár atriði í gangi í einu. Aðspurð þess, hvað aðstandend- ur hefðu einkum lært af Menning- ardögunum, kvað Vilborg þar einkum vera um smáatriði í framkvæmdinni að ræða. gn ef nefna ætti eitt öðru fremur, hefði komið í ljós í Vestmannaeyjum, að æskilegt væri að verkalýðsfélög hvers konar skipulegðu sjálf ferðir á slíka menningardaga. Þannig hefðu fáeinir slíkir hópar verið í Eyjum að þessu sinni, og þeir Mynd: Sigurgeir. Eyjum. Vilborg sagðist sérstaklega vera ánægð með hlut Verkakvenna- félagsins Snótar, sem hefði verið með dagskrá í félagsheimilinu sem nefndist „Frá baráttu verka- kvenna". Þar var húsfyllir. Vilborg kvað dagskráratriði hafa verið misjafnlega sótt, enda liðum þétt raðað niður. En aðsókn að ráð- stefnu á föstudag undir heitinu „Rétturinn til vinnu — gegn atvinnuleysi — rétturinn til menn- ingarlífs" hefði farið fram úr vonum og margir komið að hlýða á framsöguerindin. hefðu greinilega haft mikið út úr dagskránni, jafnvel meira en einstaklingar. Auk þessa mætti nefna, að vegna reynslunnar að þessu sinni væri ef til vill vafasamt að hafa tvö eða fleiri dagskráratriði á sama tíma, þar sem fólk ætti stundum erfitt um vik að fylgjast með dagskránni. „Það voru fyrst og fremst Vestmannaeyingár sem unnu að þessum menningardögum, og út- koman er þeim til sóma,“ sagði Vilborg Harðardóttir að lokum. A ekki von áþví að hér verði teknar lokaákvarðanir / • — segir Þórður Asgeirsson for- maður Alþjóðahvalveiðiráðsins „ÞRÁTT yfir mikla undirbún- ingsvinnu fyrir þennan fund á cg okki von á því að hér verði teknar neinar endanlegar ákvarðanir," sagði Þórður Ásgeirsson formað- ur Alþjóðahvalveiðiráðsins er Mbl. ræddi við hann í Kaup- mannahöfn í gær, en þar hefst í dag fundur í boði dönsku ríkis- stjórnarinnar þar sem rætt verð- ur um nýja stofnskrá Alþjóða- hvalveiðiráðsins“. Ba“ði Kanada og Bandarikin ætla að koma fram með nýjar hugmyndir þannig að ég á alveg eins von á því að við opnum umræðurnar upp á gátt og ræðum málin frá byrjun“, sagði Þórður og hann gat þess einnig. að ýmsar þjóðir utan ráðsins sem nú hygðu á inn- göngu, hefðu ugglaust sínar hugmyndir um það hvernig ráðið skyldi starfa. „Aðalmálið er hvaðá rétt strandríki eiga að hafa í sambandi við hvalveiðarnar," sagði Þórður, „Núverandi stofnskrá Alþjóða- hvalveiðiráðsins er frá 1946 og því er nauðsynlegt að hún verði endurskoðuö i ljósi þeirrar þróun- ar sem orðið hefur siðan, meðal annars í sambandi við fiskveiði- lögsögu. Spurning er hversu mikinn rétt ráðið á að hafa til að setja kvóta á hvalveiðar og annað mál er hvort ráðið á að láta allar tegundir til sín taka og þá einnig minni tegundirnar, eins og til dæmis höfrunga, sém ekki hafa verið á verksviði ráðsins til þessa. Þessi mál og fleiri verða efa- laust rædd hér vítt og breitt en ég held að fleiri fundi þurfi til áður en niðurstaða fæst", sagði Þórður Ásgeirsson að lokum. Fariö var í skoðunarhringferð með Herjólfi um Vestmannaeyjar, og sigldi báturinn oft alveg að klettabjarginu. Hér er hann við Kleppshelli í Yzta-Helli. Mynd: Sigurgeir. Eyjum. Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit verkalýðsins léku sameiginlega á menningardögunum í Eyjum. Mynd: Sigurgeir. Eyjum. fifiA M 7 ViTTI P O wlihfii Gerry Cottles sirkus býöur uppa einn albesta eldgleypi sirkus heims Kaupiö miöa strax. Takmarkaður fjöldi syninga. SJAUMST í SIRKUSHUM uiioit jio Ktlod -fteniJísíúýn le mnoL’iTiO.uL .>onel e -iIuhhixihi >u ohiuiw i io.ijío ojaih íift U, t(l Jj .«4* Jo liiðii liiiiil.ii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.