Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 34

Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 34
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JULÍ 1978 Ólsaarar skoruðu 13 mörk KEPPNIN í 3. deild var á dagskrá um helgina og voru að vanda víða stórar tölur í leikslok. Engin úrslit skyggðu þó á 13—1 sigur Víkings frá Ólafsvík gegn óðni frá Reykjavík. en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óðinsmenn eru rassskelltir í sumar, en þeir töpuðu 10—2 fyrir Skallagrími fyrr í sumar. En iftum á úrslitin. Víðir - Þór (A) 6.0 Tölurnar segja það sem segja þarf um leik þennan, einstefnan var alger og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Daníel Einarsson og Guðmundur Knútsson skoruðu tvö mörk hvor og Gísli Eyjólfsson og Ingimundur Guðmundsson skor- uðu eitt mark hvor. Grindavík—Hekla 0.0 Grindvíkingar sóttu nær lát- laust allan leikinn og þeir beinlínis óðu í færum, en inn vildi knöttur- inn ekki, einkum vegna góðrar frammistöðu markvarðar Heklu. Selfoss - USVS 6.0 Selfyssingar höfðu algera yfir- burði og með heppni hefðu mörkin getað orðið tugur, en þeir létu sér 6 nægja, þar af 4 í fyrri hálfleik. Sumarliði Guðbjartsson (2), Stefán Larsen, Sigurður Reynir Óttarsson, Guðjón Arngrímsson Dg Þórarinn Ingólfsson skoruðu mörkin. Stefnir — Léttir 1.1 Stefnir sótti meira og verðskuld- aði sigur. Það leit líka vel út fyrir liðið, er Kjartan Ólafsson náði fórystunni á 1. mínútu, en rétt fyrir hlé skoruðu Léttismenn hálfgert klaufamark og þar við sat, 1:1. Snæfell — Skallagrímur Skallagrímur gaf leikinn og var því sigur Snæfells bæði léttur og öruggur. Víkingur—Óðinn 13.1 Þessar tölur eru með ólíkindum, en gefa þó rétta mynd af gangi leiksins. Staðan í leikhléi var 7:1, en heimamenn bættu 6 mörkum við í síðari hálfleik. Ekki hefur verið um algera einstefnu að ræða, vegna þess að Óðni tókst að koma knettinum einu sinni í netið í fyrri hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Jónas Kristófersson og Sigurþór Þórólfsson, þrjú hvor, Magnús Stefánsson työ, Birgir Þorsteins- son, Logi Úlfljótsson, Þorgrímur Þráinsson og Birgir Gunnarsson markvörður (víti) eitt mark hver og eitt mark var sjálfsmark. Afturelding — Leiknir 4.0 Sigurinn var öruggur og heima- menn voru mun sterkari, mörk þeirra skoruðu Hafþór Júliusson (3) og Ríkharður Jónsson. KS - Tindastóll 4.1 Leikurinn fór fram í „rigningu, drullu og óþverra" og KS átti leikinn var upphafi til enda. Á fyrstu mínátunum áttu þeir t.d. 2 skot í þverslá, en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. í þeim síðari færðist fjör í leikinn og skoraði þá Sigurjón Erlendsson tvívegis fyrir KS og þeir Björn Sveinsson og Þórhallur Benedikts- son eitt hvor, en Karl Friðriksson svaraði fyrir Tindastól. HSÞ b — Dagsbrún 4-1 SIGUR þessi var öruggur og sanngjarn, en þó heldur í stærra lagi. Björn Lárusson, þjálfari HSÞ, skoraði fyrsta markið snemma í fyrri hálfleik og þeir Svavar og Jón Pétur skoruðu sitt markið hvor fyrir hlé. Fljótlega í síðari hálfleik, skoraði Svavar fjórða markið og þó að Dagsbrún hafi svarað með einu marki skömmu síðar, var sigurinn aldrei í hættu. Stjarnan — ÍK 1—3 Enginn línuvörður mætti til leiks „eins og venjulega" eins og viðmælandi Mbl. orðaði það og töldu Stjörnumenn að fyrir vikið hafi lið ÍK sloppið með tvö rangstöðumörk. Annars var leik- urinn jafnari heldur en tölurnar gefa til kynna og jafntefli hefði gefið réttari mynd af gangi leiksins. En það voru leikmenn ÍK sem mörkin skoruðu, hvort sem þau voru lögleg eða ekki og þar við sat. Mark Stjörnunnar skoraði Jóhannes Sveinbjörnsson, en mörk ÍK skoruðu þeir Axel Jónsson og Ólafur Pedersen (2). KS — Leiftur 3.0 Leik þessum var frestað í síðustu umferð og var hann leikinn á fimmtudaginn. KS sigraði örugglega, en Leiftur veitti þeim þó harða keppni. Jakob Kárason skoraði í fyrri hálfleik og síðan aftur í þeim síðari og þriðja markið skoraði Hörður jjúlíusson. Höfðstrend- ingar — Leiftur Leik þessum var frestað um óákveðinn tíma, vegna þess að verið er að tyrfa völlinn þar sem leika átti. Reynir — Magni 1.1 Leikur þessi var nokkuð jafn og jafntefli sanngjörn úrslit, Stefán Sigurðsson skoraði fyrir Reyni í fyrri hálfleik, en Magni jafnaði fyrir hlé með marki úr vítaspyrnu. Sindri — Einherji 0.1 Leikmenn Sindra sóttu mun meira í fyrri hálfleik, án þess þó að þeim tækist að knésetja sterka vörn Vopnfirðinga, sem skoruðu hins vegar eina mark leiksins gegn gangi leiksins rétt fyrir hlé. Það var Steindór Sveinsson sem skor: aði með góðu skoti frá vítateig. í síðari hálfleik var Einherji sterk- ari og héldu þeir unnu forskoti. Leiknir — Huginn 3.2 Sigurinn var sanngjarn og öruggari en tölurnar gefa til kynna, Gylfi Gunnarsson skoraði bæði mörk Hugins, en þeir bræðurnir Baldvin (2) og Kjartan Reynissynir tryggðu Leikni sigur- inn. — gg- Islandsmótið 3 deild • Pálmi Jónsson skorar fjórða mark FH með þrumuskoti upp undir þverslána óverjandi fyrir hinn unga markvörð Breiðabliks Árna Dan. FH VANN SINN FYRSTA SIGUR Blikarnir með 1 stig eftir fyrri umferð FH-LIDIÐ vann sinh fyrsta sigur í 1. deildarkeppninni í ár með pví að leggja Breiðablik aö velli 4—0 á heimavelli Blikanna á sunnudagskvöld. Ekki var pað stórleikur hjá FH sem færöi peim þennan stóra sigur, heldur er Breiðabliksliðið svo gersamlega heillum horfið að með ólíkindum er. Varnarleikur liðsins er eins og hjá algerum byrjendum og öll barátta í lágmarki. Hefur liðið nú aöeins 1 stig eftir fyrri umferð mótsins og má mikið breytast til batnaðar hjá liðinu ef pað ætlar sér að ná í fleiri stig í mótinu. Hinn glæsilegi grasvöllur í Kópa- vogi er áreiöanlega sá besti á landinu um þessar mundir, og ættu ekki að vera nein vandkvæöi fyrir liöin í fyrstu deild aö sýna á honum góöa knattspyrnu svo framarlega sem veðrið er skaplegt. Þetta var hvorttveggja til staöar á sunnu- dagskvöld er FH og UBK léku en knattspyrnan sem liðin sýndu var afar slök svo ekki sé meira sagt. Leikmenn FH sýndu þó öllu betri leik, og allar sendingar þeirra og samleikur var betri. Uppskáru þeir fjögur mörk í leiknum en tvö fyrstu mörk ieiksins voru heldur ódýr og má hiklaust skrifa þau á hinn unga og óreynda markvörö Breiöabliks, Árna Dan. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu er há og löng sending kom fyrir markið. Vörn Blikanna var alls ekki meö á nótunum og Leifur Helgason náöi aö skalla í netiö af frekar stuttu færi framhjá markverðinum sem geröi varla tilraun til aö verja. Síöara mark FH var ekki ólíkt því fyrra, há og löng sending kom utan af velli og var ekki aö sökum aö spyrja, aö vörn, ef vörn skyldi kalla hjá Blikunum, var víðsfjarri, Janus Guölaugsson var í gijöu færi og náöi aö skalia yfir Árna markvörö sem hljóp út á móti knettinum og ætlaöi aö slá hann frá markinu. Heldur var fyrri hálfleikurinn þófkenndur og ekki brá oft fyrir marktækifærum. Eina hættulega marktækifæri UBK kom á 19. mínútu er Hákon Gunnarsson brunaði upp kantinn og upp aö markinu, á markteigshorninu skaut hann góöu skoti sem rétt sleikti þverslána. Hákon var sá eini sem baröist vel í fyrri hálfleiknum og skapaöi einhverja hættu meö fyrirgjöfum sínum, en vantaði meiri hjálp frá samherjum sínum. DBK-FH 0:4 Texti: Þórarinn Ragnarsson Mynd: Kristján Eínarsson Þaö voru aöeins liönar tvær mínútur af síöari hálfleiknum þegar FH-ingar' náöu aö skora sitt þriöja mark. Ólafur Danivalsson sendir góöa sendingu langt fram völlinn á Leif Helgason sem nær aö slíta sig lausan frá varnarmanni Breiöabliks og skora örugglega framhjá út- hlaupandi markveröinum. Enn einu sinni var vörnin alls ekki meö á nótunum. Eftir þetta mark dofnaöi aöeins yfir FH-ingum en Breiöa- bliksmenn sóttu öllu meira og léku þokkalega saman úti á vellinum en er nær markinu dró fór allt í handaskolum. Með stuttu millibili í síöari hálfleiknum, fyrst á 60. mínútu og síðan á 62. mínúju, á Þór Hreiðarsson gulltækifæri til aö skora en misnotar þau bæöi. í fyrra skiptið komst þór einn innfyrir og átti bara markvörö FH eftir er hann skaut af markteigslínu yfir markiö. Síöara tækifæriö kom er Þór einlék laglega á þrjá varnarmenn, síöan á markvörðinn líka en var fullseinn á aö renna knettinum í netið, því Logi Ólafsson bjargaöi á marklínu. Óheppni eöa hreinn klaufaskapur, sjálfsagt hvorttveggja í bland. Fjóröa og síöasta mark leiksins kom á 78. mínútu er Ólafur og Pálmi Jónsson prjóna sig laglega í sameiningu inn í gegnum vörnina og Ólafur sendir á Pálma sem skorar meö þrumuskoti frá mark- teigslínu uppi undir þverslánni. Leikurinn í heildina var slakur hjá báöum liöum og lítiö sást af fallegum leikfléttum eða gegnum- brotum. Bestu menn í liöi FH voru Þórir Jónsson og Leifur Helgason. Hjá Blikunum voru fyrirliöi liösins, Þór Hreiöarsson, ásamt Hákoni Gunnarssyni bestu menn liösins. í STUTTU MÁLI. 2. júlí Kópavogsvifllur. 1. deild FH— UBK 4-0 (2-0) Mörk FHi Leiiur Helgason & 15. min. og & 47. mín., Janus Guðlauxsson í 20. minútu, Pálmi JAnsson í 78. mfn. Áminningi Enxin. Áhorfenduri 439. ■slandsmMlð i. delld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.