Morgunblaðið - 04.07.1978, Side 19
27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978
— Þrennt slasast
Framhald af bls. 2
staurinn. Pilturinn var svo illa
klemmdur í bílflakinu að það tók
björgunarmenn um klukkustund
að ná honum út og voru notaðar
til þess járnaklippur og ýmis
stórvirk tæki. Pilturinn var stór-
slasaður, m.a. höfuðkúpubrotinn,
mjaðmagrindarbrotinn, fótbrotinn
og handarbrotinn. Hann liggur í
sjúkrahúsinu og er líðan hans
slæm.
Klukkan 06:30 á laugardags-
morgun endastakkst fólksbíll við
Melgerði í Eyjafirði og skemmdist
mikið en tveir menn sem í bílnum
voru sluppu án teljandi meiðsla.
Sömu sögu er að segja af farþegum
og ökumanni í bíl sem lenti á
steingirðingu á mótum Hamars-
stígs og Munkaþverárstrætis
klukkan 09:20 um morguninn.
A sunnudagsmorgun valt svo
bíll við Hlaðir í Glæsibæjarhreppi
og skemmdist mjög mikið en slys
urðu ekki á fólki. Klukkan 20:30 í
gærkvöld ók bíll út af veginum við
Hrafnagil. Þrír menn, sem í
bílnum voru, voru fluttir í sjúkra-
hús en voru ekki alvarlega meidd-
ir.
Auk þeirra slysa og óhappa, sem
að framan eru talin, urðu margir
minni háttar bílaárekstrar í bæn-
um og nágrenni hans. Sv.P.
— „Þá var...”
Framhald af bls. 12
ég haföi aðgang aö handvefstól og
um tíma var ég síðan í einskonar
lýöháskóla í Noregi og þar óx
áhuginn enn. Þar var sköpunargáf-
an í hámarki og ég naut þess
innilega. Geröi þá teppi, hand-
klæöi og dúka og fleira, og hérna
heima hef ég sótt námskeiö og
haft mikiö gott af. Sólarlagiö er
unniö úr íslenzkri ull, tó og snæri
og í því eru allskonar strá og fleira.
Þaö má segja aö ég hafi skapaö
þaö um leið og ég óf, en ég rissaði
reyndar fyrst upp litla mynd, sem
ég fylgdi lítiö eftir þegar til kom.
Jú, mig hefur alltaf langaö til aö
eignast vefstól, sem kostar sinn
pening, en koma tímar koma
ráö...“
„Mér finnst ég eiga
hlutdeild í t>eim
öllum“
Nú starfaröu sem hjúkrunarkona
og ert líka Ijósmóöir. Hvernig líkar
þér starfiö?
„Bæöi Ijósmóöurstarfiö og
hjúkrunin heilla mig jafnmikið, en
sem Ijósmóöir upplifir maður
stórkostlega atburöi viö hverja
fæöingu. Núna hef ég tekiö á móti
ca. 200 börnum og mér finnst ég
eiginlega vera tvöhundruö barna
móöir, allténd finnst mér ég eiga
hlutdeild í þeim öllum. Eg held
jafnvel aö ég komi frekar til meö
aö taka Ijósmóöurstörfim fram yfir
í framtíöinni. Þegar óg var 5—6
ára var ég ákveöin í aö veröa
hjúkrunarkona, en 7 ára greip ég
þaö í mig aö veröa Ijósmóöir og
stóö síöan viö þaö hvort tveggja.
Ég lauk Ijósmæöraskólanum
1974 og vann síöan viö Ijósmóöur-
störf hér heima og í Noregi í eitt
ár og langaði síöan til aö læra
svolítiö meira og dreif mig í
hjúkrun sem ég lauk um síöustu
jól.
Jú, yfirleitt hefur mér gengiö vel,
en auövitaö eiga sorglegir atburöir
sér staö, þaö eru alltaf einhverjir
agnúar á mannlífinu, en gleðin
getur líka veriö mikil.
Öll blómin mín, jú ég hef
afskaplega gaman af því aö koma
upp blómum. T.d. að fá fræ eða
litla afleggjara og fylgjast síöan
meö blóminu vaxa. Þá finnst mér
ég eiga dálítinn þátt í því aö skapa
þau. Þaö er óhætt aö segja aö ég
hafi gaman af öllu dútli.“
Gæturöu hugsaö þér aö flytjast
héöan frá Litla-Bæ?
„Sálin mín er oröin svo sam-
runnin húsinu, ég hef unniö mikiö
í því sjálf, bæði við viðgerðir aö
utan og innan og lagt mikla vinnu
í þaö. Ef til þess kæmi að ég flytti
þá mundi ég vilja stinga því undir
hendina og hafa þaö meö mér. Hér
í Reykjavík er lítið til af svona
gömlum húsum, sem er hrein synd,
en ég vona aö þau sem til eru fái
aö standa óhreyfð.
Hér bjuggu í eina tíð 7—9
manns, en innanmálið á húsinu er
rétt rúmir 30 fm. Af hverju ætti fólk
nútildags ekki aö láta sér þaö
nægja?“
ÁJR.
— Kannski fer
ég bara uppí
Framhald af bls. 5.
í útlöndum þar sem hann hefur
búiö og séö Kojak, var Kojak alltaf
aö fá sér sleikibrjóstsykur og þótti
hann ofsa góöur.
Á hraöri ferö frá Þinghúsinu var
Þorvaldur Garöar en hann gaf sér
þó tíma til aö tala aöeins viö
okkur.
— Mér finnst allt í lagi með frí
sjónvarpsmanna. Ég var í útvarps-
ráöi þegar byrjaö var á undirbún-
ingsstarfi fyrir sjónvarpið. Okkur
þótti ráö þá, aö allir starfsmenn
sjónvarpsins færu í frí um leið. Ég
sé ekki aö þaö sé ástæöa til þess,
fyrst um sinn, að breyta því. Það
var ekki tilviljun aö þessi leiö var
farin, því ef ekki, heföi þurft að
ráöa mun fleira fólk til starfa.
— Þaö er óþrjótandi sem fólk
getur gert annaö en aö horfa að
sjónvarp. Hér á landi hefur fólk
getaö lifað án sjónvarps og ég veit
ekki betur en aö þannig sé þaö
enn í dag.
Allttil
að
grilla
Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill-
tengur, viöarkol og uppkveikjulög-
ur. Ekkert af því má gleymast þegar
ætlunin er að njóta Ijúffengs mat-
ar undir beru lofti.
Lítið á sumar- og ferðavörurnar á
bensinstöðvum Shell.
Olíufélagið
Skeljungur hf
Við stöðumæli, sem var útrunn-
inn, stóö Þuríður Kristjánsdóttir,
stöðumælavöröur.
— Þaö er bara allt t lagi aö vera
laus viö sjónvarpiö einn mánuö.
Helzt eru þaö sjúklingar sem
sakna þess og annaö fólk sem
hefur lítið við að vera.
— Ég horfi á sumt. Fræöslu-
þættirnir, sem hafa veriö að
undanförnu, hafa verið góöir og ég
hef haft mikið gaman af þeim. Svo
eru framhaldsþættirnir sumir
ágætir. Gæfa og gjörvileiki fannst
mér beztur af þeim sem voru í
vetur. Ég kveiki yfirleitt á fréttun-
um, svo fer maöur frá ef maöur
þarf eitthvað aö gera, en annars er
ósköp gott aö sitja og slappa af
fyrir framan sjónvarpiö.
— Ekki fer ég mikið út á
kvöldin. Þegar maður er úti allan
daginn og mest á gangi fer maður
nú ekki út aö ganga líka á kvöldin.
Ég hlusta þá frekar á útvarpiö
þennan mánuö og reyndar geri ég
þó nokkuð af því. Ég get ekkert
unniö fyrir framan sjónvarpiö, en
mér finnst svo ágætt að hafa
útvarpiö hjá mér í eldhúsinu.
Kannski eru þaö ekki bara þeir
sem starfa hjá sjónvarpinu sem
eru í fríi, heldur líka þeir sem oft
sitja heima og horfa á þaö. Hver
veit nema maður hafi misst af
einhverju í útvarpinu, eöa geti haft
gaman aö því aö drífa sig út í
göngutúr? Á meðan þaö er ekki
rigning aö minnsta kosti ætti
fullhraust fólk aö geta haft ofan af
fyrir sér, án aöstoöar frá stafrs-
mönnum sjónvarpsins.
ab.
— Vindáshlíð
Framhald af bls. 11
hlíðarbúar alveg ákveðnir í að það
yrði skemmtilegasta kvöldvakan.
Enda yrði maturinn þá svo góður
— pylsur og ís.
Herbergin eru níu, þrjú niðri og
sex uppi. í mörgum herbergjum
var búið að tengja spotta milli
kojanna og á þeim fóru á milli
skrifleg sendiboð. Spurningin um
hver á að vera í efri koju er leyst
þannig að skipzt er bróðurlega á,
ef einhver óánægja ríkir.
Lækjarhlíð er niðri og sögðust
stelpurnar þar vera fegnar því, þar
sem konurnar svæfu uppi, og að
þar heyrðist svo mikið. Eftir að
bænakonan er búin að koma á
herbergin á að vera svefnfriður
fyrir alla. Herbergin fá stig fyrir
umgengni og hegðun og hafði þessi
hópur bara staðið sig vel. A sinni
kvöldvöku voru þær í Lækjarhlíð
með tízkusýningu og leikrit sem
Rannveig Halldórsdóttir sarndi og
hét „Tíeyringurinn"'. Það var
eitthvað óljóst unt hvað leikritið
fjallaði, en hafði að sjálfsögðu
verið alveg frábært.
Forstöðukonan, Sigríður Péturs-
dóttir, sagðist hafa sjö stúlkur sér
til aðstoðar, fjórar inni og þrjár
úti. Allar starfa þær í KFUK. Hún
sagði að mikill munur væri á
stelpunum eftir veðri, og í rigning-
um kæmi gjarnan heimþrá upp í
þeirn sumum. En það eru mörg spil
og leikir sem hægt cr að dunda sér
við inni og er reynt að sjá um að
allir séu sælir og ánægðir.
Úti við hafa stelpurnar mest
gaman af stultunum og leika sér
líka mikið í litlum húsum og þá í
búðar- eða mömmuleik. í ár er
kirkjan í Vindáshlíð 100 ára og
verður þess minnzt seinna á árinu.
Farið er til kirkju hvern sunnudag
og Sigríður sagði að stelpunum
þætti gaman að því og það gerði
mikinn dagamun.
HRAUN
KERAMIK
íslenskur listiðnaður
L>7TOJ
GLIT
HÖFÐABAKKA9
REYKJAVÍK
SIMI 85411
Stærðir:
600x16
750x16
11.2 10x28
12.4-11x28
13.6-12x28
6 strigalaga
6 strigalaga
6 strigalaga
6 strigalaga
6 strigalaga
Verð:
19.560-
21.405-
45.070-
59.350-
64.900-
með söluskatti
með söluskatti
með söluskatti
með söluskatti
með söluskatti
Gerið verðsamanburð.
ftftur og aftur
kemstu að raun um að bestu kaupin
gerirðu í >
Goodyear
Hringdu. skrifaðu eða líttu inn hjá
okkur eða umboðsmönnum
okkar sem fyrst.
Hjólbaróaþjónustan
Laugavegi 172, símar 28080
og 21240
HEKLAHF