Morgunblaðið - 04.07.1978, Page 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978
Enn árangurs-
laust forsetakjör
Hóm 3. júlí. AP.
ÁRANGURSLAUSAR
kosningar fóru fram í
ítalska þinginu i sjöunda
sinn í dag um eftirmann
Giovanni Leone forseta,
sem sagði af sér embætti í
síðasta mánuði. Leiðtogar
stjórnmálaflokkanna hafa
ákveðið að hafa með sér
fundi til þess að komast að
niðurstöðu um framboð
forsetaefnis áður en kosn-
ingar verða reyndar á ný.
í kosningunum í dag hlaut
frambjóðandi kommúnista Giorgio
Amendola 357 atkvæði, en 506
atkvæða er þörf til þess að næsti
og sjöundi forseti landsins verði
réttkjörinn. Flokkur kristilegra
demókrata sat hjá við kosningarn-
ar. Kommúnistar hafa lýst sig
reiðubúna til þess að styðja
Sandro Pertini fyrrum forseta
neðri deildar ítalska þingsins til
forseta, með því skilyrði að
kristilegir demókratar veittu sam-
þykki sitt fyrir framboði hans.
Pertini, sem er sósíalisti, hefur
látið frá sér fara opið bréf þar sem
hann lýsir því yfir að hann gefi
ekki kost á sér í framboð, nema
allir þeir flokkar sem styðja
ríkisstjórnina komist að sam-
komulagi um það.
Kína hættir aðstoð
sinni við Víetnam
Pcking. 3. júlí. Kcutcr.
Frá því var skýrt í Kína í dag
af opinberri hálfu, að stjórnin
hcfði hætt aðstoð sinni við
Víetnama vegna illrar mcðferðar
á Kínverjum í landinu. en megin-
ástæðan fyrir þessari ákvörðun
kínverskra yfirvalda er talin vera
innganga Víetnama í COMECON,
efnahagsbandalag
Austur-Evrópuríkja.
Kínverska fréttastofan skýrði
frá því, að Pekingstjórnin hefði
tilkynnt Víetnamstjórn að þeir
kínverskir verkfræðingar og
tæknimenn sem störfuðu í
Víetnam hefðu verið kallaðir heim.
Þessi ákvörðun stjórnarinnar
bindur formlega enda á samband
þjóðanna sem varað hefur s.l. 20 ár
en það sem eftir stendur er nú
aðeins kuldalegt stjórnmálasam-
band.
Vitað var að Kínverjar hættu
aðstoð sinni við Víetnama fyrir
ndkkrum vikum, en í síðasta
mánuði skýrði Teng Hsiaoping frá
því á fundi að ef Víetnamar hefðu
sig frekar í frammi með aðgerðum
sem ynnu gegn hagsmunum Kína,
þá myndu Kínverjar svara því á
viðeigandi hátt. „Víetnam er mjög
undarleg þjóð. Við höfum veitt
þeim ómetanlega aðstoð, og það
sem við fáum í stáðinn er sterkur
áróður gegn okkur", sagði Teng
DoHarinn lækkar
gagnvart yeninu
London. 3. júlí. Rcutcr.
DOLLARINN hélt áfram að
lækka gagnvart yeni á
evrópskum gjaldeyrismarkaði í
dag og hafði áður selzt á lægsta
verði til þessa í Tokýó.
Aðalástæðan fyrir erfiðleikum
dollarans er sem fyrr uggur út af
gífurlegum greiðsluhalla Banda-
ríkjanna, samanborið við geysileg-
an greiðsluafgang Japana.
Dollarinn hefur lækkað um nær
36 prósent gagnvart yeni síðan í
byrjun síðastliðins árs.
jafnframt á þeim fundi. Aðstoð
Kínverja við Vietnam nemur
þegar um 10 milljörðum dollara.
Arið 1976 nam fjárveiting Kín-
verja um 340 milljónum dollara,
en á sama tíma veittu Rússar þeim
um 500 milljónir dollara.
Astæðan fyrir aðgerðum Kín-
verja er sögð vera sú, að yfirvöld
í Víetnam héldu uppi skipulögðum
ofsóknum á hendur fólki af
kínversku þjóðerni í landinu, en
talið er víst að ástæðan sé aukin
fylgispekt þeirra við Rússa og
aðrar A-Evrópuþjóðir.
Veðrið
Amsterdam 14 rigning
Apena 22 heióskírt
Berlín 15 skýjaó
BUssel 8 rigning
Chicago 20 skýjaó
Frankfurt 15 skýjað
Genf 15 skýjaó
Helsinki 13 sólskin
Jóhann.borg 3 sólskin
Kaupm.höfn 15 sólskin
Lissabon 17 sólskin
London 14 skýjaó
Los Angeles 15 heíóakírt
Madríd 11 aólskin
Malaga 24 heióskírt
Miami 27 skýjaó
Moskva 13 sólskin
New York 17 skýjað
Ósló 12 rigning
Palma 23 sólskin
París 15 rigning
Reykjavík 14 léttskýjaó
Róm 18 heiðskírt
Stokkhólm. 13 skýjaó
Tel Aviv 20 mistur
Tokýó 24 heióskírt
Vancouver 11 skýjaó
Vínarborg 15 skýjaó
Þetta gerðist
1976 — Arás ísraelsmanna á
Entebbe-flugvöll.
1972 — Norður- og Suður-Kórea
afneita valdbeitingu og sam-
þykkja meginregiur sameining-
ar Kóreu með friðsamlegum
ráðum án utanaðkomandi af-
skipta.
1964 — Bretar heita Suður-Ara-
bíu sjálfstæði.
1957 Molotov, Shepilov og
Malenkov reknir dVæðstu stjórn
sovézka kommúnistaflokksins.
1946 — Filippseyjar verða
sjálfstætt lýðveldi.
1901 — Borgaralegri stjórn
komið á laggirnar á Filippseyj-
um og William Howard Taft
verður landstjóri.
1866 — Austurríkismenn láta
Venetíu af hendi við ítali.
1789 — Napoleon hertekur
Alexandríu.
1776 — Bandaríska sjálfstæðis-
yfirlýsingin samþykkt í þjóð-
þinginu.
1700 — Pétur mikli semur frið
við Tyrki.
Aímæli dagsinsi Nathaniel
Hawthorne, bandarískur rithöf-
undur (1804—1882) — Giuseppe
Garibaldi, ítölsk frelsishetja
(1807-1882) - Calvin Coolidge,
forseti Bandaríkjanna
(1872-1933) - Eva Maria
Síöastliöinn þriöjudag sendu mótmælendur hvalveiöa uppblásiö hvallíki á loft yfir
Lundúnaborg í andmælaskyni viö þaö aö tillögur um 10 ára hlé á hvalveiðum voru ekki
ræddar á fundi Alþjóðahvalveiöiráðsins. — Á efri myndinni sjást lögreglumenn hafa auga
meö hvallíkinu áöur en þaö var sent á loft. Mótmælendahópurinn, sem stóö fyrir
aögeröunum, nefnir sig Whale Nuts og er frá Los Angeles. Á neöri myndinni sést svo
hvallíkaniö, sem er 12.2 m aö lengd, bera viö Big Ben í morgunsólinni, en þaö var sent
upp frá þinghúsinu.
Nordur-Jemen gerir
innrás í Suður-Jemen
Hcirút. Lfhanon. 3. júlí. AP
HERSVEITIR frá Norð-
ur-Jemen réðust yfir landa-
mæri Suður-Jemen og náðu
stórum hluta landssvæða
handan landamæranna á
sitt vald að sögn sam-
göngumálaráðherra marx-
ista-stjórnarinnar í Suð-
urJemen í dag.
Á blaðamannafundi sagði
Mahmoud Osheish samgöngu-
málaráðherra: „Hersveitir ruddust
inn í héruðin í norð-vesturhluta
Saint, bandarísk leikkona
(1924---) — Stephen Foster,
bandarískt tónskáld
(1826—1864).
Innlenti Síðasta galdrabrenna á
íslandi 1685 — Mannrán Tyrkja
á Austfjörðum 1627 — íslend-
ingar sigra Dani í landskeppni
1950.
Orð dagsinsi Listin að muna er
listin að taka eftir — Samuel
Johnson, enskur orðabókahöf-
undur.
lands okkar og hertóku tvö landa-
mæraþorp og stöðvar á víð og dreif
í Bahain héraðinu". Skoraði hann
á sósíalísk Arabaríki að stöðva
innrás herja frá Norður-Jemen
inn í landið.
Innrásin hófst aðeins nokkrum
klukkustundum eftir fund Araba-
bandalagsins í Kairó, en þar var
samþykkt að slíta stjórnmála-
tengslin við Suður-Jemen og
stjórn Adens sökuð um að hafa
skipulagt morðið á forseta Norð-
ur-Jemen, Ahmed A1 Ghashmi, í
síðasta mánuði. Suður-Jemen og
sex önnur Arabaríki tóku ekki þátt
í fundi Arababandalagsins.
Á fundinum með fréttamönnum
í dag harmaði samgöngumálaráð-
herra Suður-Jemen ákvörðun
Arababandalagsins og sagði að slit
_ Montrral. 2. júlí. Rrutrr. AP.
Á TVEGGJA daga fundi IATA,
Alþjóðasamtaka flugfélaga. um
síðustu helgi var það ákveðið að
flugfélög fengju heimild til að
lækka fargjöld sín til samkeppni
við þau félög sem boðið hafa
lægstu fargjöld. En ólíklegt er að
sú ákvörðun komist í gagnið fyrr
en á síðari hluta næsta árs. Það
skilyrði var sett fyrir la'kkun að
IATA hefði yfirumsjón með far-
gjaldaákvörðunum hjá hverju
á stjórnmálatengslum væru brot á
stofnskrá bandalagsins. Þá ítrek-
aði ráðherrann að stjórn Adens
hefði ekkert haft með morðið á
forseta Norður-Jemen að gera.
Osheish sagði að Aden mundi
snúa sér til róttæku Arabaríkj-
anna, Alsírs, Sýrlands, íraks og
Líbíu í leit að hjálp. Sagði hann að
stjórnir Saudi-Arabíu og írans
hefðu árásaráform gegn stjórn
Adens á prjónum og hvettu
Norður-Jemena til að gera innrás-
ir í Suður-Jemen. Sagði hann að ef
þessu héldi áfram mundi stjórn
Adens snúast til varnar og enn
fremur fið Suður-Jemen væri
reiðubúið til samvinnu við öll
nágrannaríkin um hagnýtingu
auðlinda við Rauðahaf öllum til
góðs.
félagi og ennfremur að í byrjun
yrði um einskonar reynslutímabil
að ræða.
Önnur tillaga, sem fram kom á
fundinum, var á þá leið að
samtökin skyldu ekki hafa afskipti
af reglum varðandi t.d. fram-
leiðslu matar og aðra þjónustu um
borð í vélum hinna einstöku
félaga.
Öllum frekari ákvörðunum var
frestað til fundar, sem fyrirhugað-
ur er í september n.k.
F arg jaldahækkun
verður heimiluð