Morgunblaðið - 04.07.1978, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.07.1978, Qupperneq 32
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1978 Bráðabirgðalög gefin út í gær: Frítekjumark bóta almannatrygginga hækkað um 65% FORSETI íslands hefur hinn 3. júlí sett hráðabirKÚalög sam- kva-mt tillögu heilbri>?ðis- ok trygginKamálaráðherra um hækkun frítekjumarks bóta al- mannatryKJíintía frá og með 1. júlí 1978. Ilækkun marksins er 65% frá því scm var og tekju- trygginjí var miðuð við fyrir 1. júlí. Samkvæmt bráðabirgðalög- unum er einstaklingi heimilt að hafa 297.000 krónu tckjur og hjónum 415.800 krónu tekjur án þess að tekjutrygging skerðist. í fréttatilkynningu frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu sem Morgunblaðinu barst í gær er frá þessu skýrt. Lögin eru sett samkvæmt 28. grein stjórnar- skrárinnar og fjalla um breytingu á fjárhæðum er varða áðurnefnt frítekjumark. Segir þar: „Fjár- hæðir annarra árstekna lífeyris- þega en lífeyris almannatrygginga (reiknaðrar leigu af eigin húsnæði og tekna barna), sem ekki skerðir rétt til uppbótar á lífeyri (tekju- tryggingar): Einstaklingur .......... 297.000 Hjón .................. 415.800“ Þá segir að með þessari hækkun sé gert ráð fyrir að allir þeir, sem höfðu tekjutryggingu á síðastliðnu ári, haldi henni óskertri hafi tekjur þeirra aðeins hækkað í samræmi við launahækkanir og verðlagsbreytingar á tímabilinu. Kolmunni til Eskifjarðar ogNorðfjarðar JÓN KJARTANSSON SU 111 kom til Eskifjarðar á sunnu- dagsmorgun með 1200 tonn af kolmunna sem skipið fékk á Digranesflaki og er það fyrsti kolmunnafarmurinn af íslands- miðum í sumar. í gær kom Börkur til Neskaupstaðar með 80 tonn af kolmunna en skipið fór af miðunum vegna brælu. Arnar KE og Albert GK, sem gera tilraunir með tveggja báta troll, komu til Neskaupstaðar á sunnudagskvöld og verður nót- in eitthvað löguð til, en bátarnir fengu 100 tonna kast á miðun- um á sunnudag en náðu engu. Myndin sýnir Jón Kjartansson kominn til Eskifjarðar með fyrsta kolmunnafarminn. Ljósm. Mbl.i Ævar. Sumarið sjötiu og átta fannst f gær á almanaki f höfuðborg- inni — Þrátt fyrir allt er sumarið komið og hændur farnir að huga að heyskap. Hann „Kolur" hér á myndinni er fyrir sitt leyti ánægður með tíðina þar sem hann flatmagar í töðunni á Blikastöðum, en enda þótt sláttur sé hafinn á stöku stað. er útlit fyrir að hann hefjist tveimur til þrem- ur vikum síðar en venjulega, víðast hvar á landinu. (Ljósm. RAX.) |Sjá viðtöl á bls. 16 og 25] Framleiðsluaukning sjávarafurða meiri en reiknað var með: V erð jöfnunarsj óður að verða uppurinn og stöðvun vofir yfír Við áætlanir gleymdist að taka tillit til yfirvinnubanns í fyrra ÞEGAR NYTT fiskverð var ákveðið í byrjun júnímánaðar var ákveðið að Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins héldi uppi hinu nýja fiskverði. Reiknaðist mönn- um svo til að sjóðurinn gæti haldið uppi því verði, sem ákveðið Kristján Eldjám forseti íslands: Það fer að draga að þvi að ég geri upp minn hug „ÉG veit að flokkarnir eru að ræða sín mál í dag og upp úr því fer sjálfsagt eitthvað að gerast," sagði dr. Kristján Eldjárn forseti íslands í samtali við Mhl. í gær. Spurningu Mbl. um það hvort hann hefði ákveðið frekari viðræð- ur við formenn stjórnmálaflokk- anna svaraði forsetinn á þá leið að hann íhugaði málið en hefði ekki tekið ákvörðun. „En það fer að draga að því að ég geri upp minn hug,“ sagði forsetinn. var út júlímánuð, en nú hefur komið í Ijós, að sjóðurinn er að verða þorrinn og getur hann því ekki haldið uppi verðinu öllu lengur. Ástæður fyrir þessari skekkju í áætlun á þeim tíma, sem sjóðurinn entist, eru að í reikningum var miðað við sama tíma í fyrra, en vegna þess að þá var yfirvinnubann, sem gleymd- ist að taka tillit til, hefur framleiðslan orðið meiri nú og hefur fjármagnið því enzt skem- ur. Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Sambands Sam- bandsfrystihúsa, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að Verðjöfn- unarsjóðurinn yrði upp urinn einhvern tíma á næstu dögum, fyrir miðjan þennan mánuð. Árni kvað ástæður fyrir því að sjóður- inn entist ekki eins og útreikning- ar sögðu til um, er fiskverð var ákveðið, vera vanmat í áætlun. Þegar áætlunin var gerð, var miðað við, hve mikil framleiðslan var í fyrra og ekki gert ráð fyrir að framleiðsluaukning yrði nú miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar gleymdist að taka tillit til þess í fyrra að þá var yfirvinnu- bann í maí og júní. Því er framleiðslan nú verulega mikið Framhald á bls. 26. Allar takmarkanir milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar yrðu okkur erfiðar • • — segir Orn Johnson forstjóri Flugleiða FYRSTI viðræðufundur nefnd- ar brezka flugmálaráðuneytisins og íslendinga um flug á leið- inni Glasgow —Kaupmannahöfn verður í dag. Mbl. ræddi í gær við Örn Johnson forstjóra Flug- leiða um þessar viðræður. en Örn Alþýðuflokkurinn stefn- ir að nýsköpunarstjóm Skiptar skoðanir innan Alþýðubandalagsins Á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins í gær varð niðurstaðan sú að eina leiðin tii að koma fram stefnumáli flokksins um kjara- sáttmála væri ríkisstjórn þriggja flokka Alþýðuflokks, Álþýðu- handalags og Sjálfstæðisflokks og að það yrði að vera verk Alþýðufíokksins að leiða Alþýðu- handalagið og Sjálfstæðisflokk- inn saman til þeirrar ríkisstjórn- ar. Fyrsta skrefið yrði að vera viðræður við Alþýðuhandalagið og var stjórn og þingflokki falið að eiga slikar könnunarviðræður, þar sem efnahags- og kjaramál yrðu sett á oddinn en einróma var samþykkt að ekki kæmi til greina að flokkurinn hvikaði frá yfirlýs- ingum si'num í utanríkismálum. Á fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins í gær var ákveðið „í samræmi við óformlegar viðræð- ur formanna Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokks að taka upp viðræður við Alþýðuflokkinn um þá stöðu sem upp er komin og framgang vinstri stefnu" að því er Lúðvfk Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins sagði Mbl. í gærkvöldi. Af hálfu Alþýðuflokksins verður í þessum könnunarviðræðum við Alþýðubandalagið lögð áherzla á myndun ríkisstjórnar til að leysa efnahags- og kjaramálin en að lögð verði til hliðar mál sem ágreiningur er um eins og utanrík- Framhald á bls. 26. kvaðst ekkcrt vilja láta hafa eftir sér um viðræðurnar. Örn sagði að Flugfélag íslands hefði byrjað flug milli Glasgow og Kaupmannahafnar fyrir 33 árum og undanfarin 11 ár hefðu áætlun- arferðir verið þrisvar í viku. Fyrir 5—6 árum hefði SAS byrjað að fljúga mllli Glasgow og Kaup- mannahafnar 4 sinnum í viku á þeim dögum sem Flugfélagið flýgur ekki. 1. apríl sl. hóf British Airways svo flug á þessari leið sömu daga og áætlunarferðir Flugfélagsins falla á og í vor hóf British Caledonia flug milli Edin- borgar og Kaupmannahafnar. „Við teljum," sagði Örn, „að án þeirra fullu réttinda, sem við höfum haft til að flytja farþega milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar verði mjög erfitt fyrir okkur að halda uppi ferðum til Skotlands en áætlunin hjá okkur er Keflavík—Glasgow—Kaup- mannahöfn og öfugt. Umferðin milli íslands og Skot- lands ein yrði tæpast nóg til að standa undir þessari flugleið og allar takmarkanir milli Glasgow og Kaupmannahafnar yrðu okkur erfiðar." Framhald á hls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.