Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 7 Hagsmunir flokka eöa þjóöar? Tíminn, málgagn Fram- sóknarflokksins, segir í leiöara í gær: „Komið er nokkuð á Þriðju viku síðan ríkis- stjórnin sagöi af sér og stjórnarmyndunarviðræður hófust, en lítiö bólar Þó enn á nýrri ríkisstjórn. Það skortir Þó ekki á, að miklar viöræður hafa far- ið fram, bæöi formlegar og óformlegar. Þrátt fyrir Þær eru menn Þó ekki miklu nær um Það, sem framundan er. Það, sem athyglisverð- ast hefur komið fram viö Þessar viðræður, er eins konar hræðsla sigurveg- aranna við sigrana. Bæði AlÞýöubandalagið og AlÞýðuflokkurinn hlutu meira fylgi en foringjar Þessara flokka áttu von á, einkum Þó foringjar AlÞýöuflokksins. Bene- dikt Gröndal játaði Það opinberlega, að hann hefði alls ekki átt von á slíkri fylgisaukningu flokksins og raun varð á, og mun engan undra Það. Það er skiljanlegt metnaöarmál foringja beggja flokkanna, að Þessir sigrar Þeirra veröi meira en stundarsigrar og Þeim takist Því að halda a.m.k. Því fylgi, sem Þeir hlutu nú. Það er hér sem ótti Þeirra eða hræösla kemur til sög- unnar. Foringjar beggja óttast, að Þeir hafi unnið svo mikla sigra meö óeðlilegum hætti, að Þeir hljóti að tapa í næstu kosningum, nema haldið sé alveg sérstaklega vel á spilunum. Því hefur hugsun Þeirra ekki snúizt fyrst og fremst um Það, sem Þarf aö gera vegna hagsmuna Þjóðarinnar og atvinnuöryggis almennings, heldur hitt hvaöa stjórnarsamstarf sé vænlegast til að koma í veg fyrir fylgistap Þeirra í næstu kosningum. Áætlanir Þeirra og ráða- gerðir hafa fyrst og fremst miðast viö Þetta, en efnahagsmál og önnur Þjóðmál lent á hakan- um.“ „Standa í vegi stjórnar- myndunar.“ Enn segir Tíminn: „Eðlilegasta framhald kosningaúrslitanna er Það, að sigurvegararnir tveir taki höndum saman og reyni aö standa við kosningaloforöin. Fram- sóknarflokkurinn hefur heitið Þeim hlutleysi sínu til Þess. Báða sigurvegar- ana virðist skorta kjark til að mynda stjórn saman. Þeir Þykjast sjá fram á, að Þeim muni takast illa að efna kosningaloforðin og ósigur bíöi Þeirra Því í næstu kosningum. AlÞýðubandalagið teflir nú Þannig, aö Það vilji helzt vinstri stjórn. Ýmsir leiðtogar AlÞýðuflokks- ins óttast, að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi Þá aðstöðu í stjórnarand- stööu til að ná aftur Því fylgi, sem hann missti nú til AlÞýöuflokksins. Þeir eru Því ófúsir til slíkrar stjórnarÞátttöku. AlÞýðu- flokkurinn kýs heldur svokallaða nýsköpunar- stjórn, en AlÞýöubanda- lagiö óttast hana, Því að Það komi Þá til meö að missa fylgi til Fram- sóknarflokksins og Sam- takanna, sem yrðu Þá utan stjórnar. Þannig er Það ótti sigurvegaranna á víxl, sem stendur í vegi vinstri stjórnar og nýsköpunarstjórnar. Ef lítiö er á málefnaleg- ar ástæður einar, væri samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alpýðu- flokksins einna eðlileg- ust, Þegar minnihluta- stjórn sigurvegaranna sleppir, Því aö skoðana- lega ber Sjálfstæðis- flokknum og AlÞýöu- flokknum lítið á milli. Þótt forustumenn AlÞýðuflokksins vilji af skoðanalegum ástæðum helzt slíka stjórn, eru Þeir ragir við Þátttöku í henni. Þeir óttast, að AlÞýðu- bandalagiö og Fram- sóknarflokkurinn reyti Þá fylgi af AIÞýðuflokknum. Þannig eru Þaö raun- verulega hinir miklu sigr- ar AlÞýðuflokksins og AlÞýðubandalagsins, sem standa nú mest í vegi stjórnarmyndunar, Þótt furöulegt sé. Báðir flokkarnir óttast, að Þeim haldist illa á sigrinum og Þora Því í hvoruga löpp- ina að stíga vegna ótta við hrakfarir í næstu kosningum." I I I I I I I I I I I í glæsilegu úrvali Sumarfatnaður s--*> ' Ath. breyttan opnunartíma Opiö alla daga kl. !■ Veriö velkomin í Blómaval. ORÐSENDING til GM-bifreiðaeigenda Bifreiöaverkstæði okkar aö Höföabakka 9 er lokað vegna sumarleyfa dagana 17. júlí til 14. ágúst. Bifreiðaeigendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum, sem þetta kann að valda þeim. SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9 Simar Verkst.: 85539 Verzl 84245 84710 voss rómuð gæði - loksins á íslandi Vegna einstakra gæða og orðstirs dönsku VOSS eldavé/anna höfum við árum saman reynt að fáþær til sölu á fslandi, en það er fyrst núna, með aukinni framleiðslu, sem verksmiðjan getur sinnt nýjum markaði. Til marks um orðstir VOSS eldavélanna ernær60% markaðshlutur I heimalandinu, sem orðlagt er fyrir góðan mat og kökur, en íslenskur smekkur er einmitt mótaður af sömu hefð í matargerðarlist. hefð sem eiginleikar VOSS eru miðaðir við. VOSS er því kjörin fyrir íslensk heimili, og fyrst um sinn bjóðum við eina gerð, þá fullkomnustu, eina með öHu. t.d. 4 hitastýrðum hraðhellum, stórum sjálfhreinsandi ofni með fullkomnum grillbúnaði. hitastýrðri hitaskúffu og stafa-klukku. sem kveikir. slekkur og minnir á. 4 litir: hvítt. gulbrúnt, grænt og brúnt. Hagstætt verð og afborgunarskilmálar. /rOniX Hátúni - Sími 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.