Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 r Listasafn Islands: Grafík eftir þekkt- an myndhöggvara OPNUÐ hefur verið í Listasafni íslands sýning á grafíkverkum bandarísku listakonunnar Louise Nevel- son, en hún er einkum þekkt fyrir höggmyndir sínar og á verk í öllum stærri söfnum í Bandaríkjunum og hefur unnið til fjölda verðlauna. Sýningin sem hér um ræðir hefur verið á ferð um Evrópu undanfarin ár og fékkst hingað til lands fyrir milligöngu Menningar- stofnunar Bandaríkjanna á Islandi. Louise Nevelson, sem fæddist aldamótaárið í Kiev í Rússlandi, fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, árið 1905, þar sem hún hefur starfað síðan. Myndirnar á þessari sýningu eru frá tímabilinu 1953—1975 og eru þær unnar með margs konar tækni. Sýningin verður opin næstu þrjár vikur frá kl. 13.30—16 daglega, eins og Listasafnið. Meðfylgjandi mynd tók Emilía af einu verkanna á sýningunni, en það er unnið í pappírsmassa og nefnist Dögun. Bátatrygging fjörutíu ára HINN 12. þ.m. átti Bátatrygging Breiöafjarðar 40 ára starfsafmæli og var þess minnst á seinasta aöalfundi s.l. laugardag. Bátatryggingin varstofnuð 1938 og átti Sigurður Ágústsson fv. útg. og alþm. frumkvæði að stofnun hennar og var formaður í 36 ár samfleytt. Fyrstu stjórn með honum skipuðu Sigurður Stein- þórsson kaupfélagsstjóri og Guð- mundur Jónsson frá Narfeyri. Framkvæmdastjóri varð þá Krist- mann Jóhannsson. Núverandi stjórn skipa Víglundúr Jónsson Olafsvík formaður og Soffanias Cesilsson Grundarfirði og Ingvar Ragnarsson Stykkishólmi. Fram- kvæmdastjóri nú er Gissur Tryggvason. Nú eru tryggðir 57 bátar hjá félaginu og einnig hefir félagið umboð fyrir slysatryggingar. Niðurstöður efnahagsreiknings í árslok 1977 voru 158 milljónir. Á s.l. ári varð Bátatryggingin að bæta tvö stærstu tjónin til þessa en það voru tveir skiptapar. Var tjónið samanlagt um 70 milljónir króna. Sumartónleikar í Skálholtskirkju AÐ VENJU verður í sumar efnt til tónleikahalds í Skálholts- kirkju fyrir ferðamenn og vel- unnara staðarins. Sumartónleik- ar þessir, sem standa .yfir í um það bil.eina klukkustund, verða hvern laugardag og sunnudag kl. 15 frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. A sunnu- dögum er messað í Skálholts- kirkju að tónleikum loknum kl. 17. Þetta er fjórða sumarið sem sumartónleikar eru haldnir í Skálholtskirkju. Efnisskrá er að venju mjög fjölbreytt, m.a. verða flutt verk frá 16., 17. og 18. öld einnig nútímaverk og þar á meðal ný verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Leif Þórarinsson. Verður ný efnisskrá um hverja helgi. Um næstu helgi, 15. og 16. júlí, flytja þau Glúmur Gylfason orgel- leikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari einleiks- og sam- leiksverk fyrir orgel og sembal. Flytjendur auk þeirra á Skál- holtstónleikum í sumar eru: Man- uela Wiesler flautuleikari, Sigurð- ur I. Snorrason klarínettuleikari, Óskar Ingólfsson klarínettuleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari. Góða ferð mmo er vörumerki yfir ýmiss konar sportfatnaö, fatnaö, sem er ávallt hannaöur og framleiddur eftir ströngustu kröfum tízkunnar. Nú er mmo fatnaður líka til í barna- í riffluöu flaueli og denim. mimo sportfatnaöur fæst í verzlunum Karnabæjar svo og öllum verzlunum, sem hafa umboö fyrir Karnabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.