Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 149. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 Prcntsmiðja Morgunblaosins. Þrælkunarvinna í 8 ár fyrir Ginzburg Alexander Ginzburg Carter í Bonn Bonn 13. júlí, Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti kom á fimmtudagskvöld til Bonn ífjb'gurra daga heimsókn þar sem hann mun síðar í vikunni sitja ráðstefnu með fimm b'ðrum leiðtogum vestrænna ríkja auk Japans um efnahagsmál. Kanzlari Vestur-Þýzkalands fagnaði Carter á flugvellinum í Bonn við þessa fyrstu komu hans til landsins í þrjú ár. Leiðtogarn- Framhald á bls. 18 Kaluga, 13. júlí. AP, Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Alexander Ginzburg var í dag dæmdur til átta ára þrælkunarvinnu í „sérbúð- um" sakaður um and sovéskan róg og áróður. Sækjandinn í réttar- höldunum yfir Ginzburg hafði áður farið fram á 15 ára fangelsi og þrælkunar- vinnu. Á sama tíma og dómur féll yfir Ginzburg var annar andófsmaður, Viktoras Petkus, dæmdur í Vilnius í Lithaugalandi fyrir sömu sakir til 15 ára fangelsisvistar, útlegðar og nauðungarvinnu. Réttarhöldin hafa mjög íþyngt samskiptum Bandaríkjanna og Sovétmanna og valdið miklu fjaðrafoki á Vesturiöndum. Dómur hefur ekki enn verið kveðinn upi yfir Gyðingnum Anatoly Shchar- ansky, en sækjandinn í máli hans mun einnig hafa krafist 15 ára dóms. Andófsmennirnir eru allir þrír félagar í Helsinkihópnum, er settur var á stofn 1975 til að hafa eftirlit með því að mannréttindi yrðu virt í Sovétríkjunum. Eiginkona Ginzburgs Irina, sem útilokuð var frá réttarhöldunum á þriðjudag lýsti réttarhöldunum sem „harmrænum látaleik". „Þeir hrækja á Vesturlönd fyrir allra augum og hunza almenningsálitið" sagði hún við fréttamenn. Sagðist hún vilja fá að vera í friði og hélt til kirkju að biðjast fyrir. Móðir sakborningsins, Lyud- mila, sagði að staðhæfing dómarans þess efnis að Ginzburg hefði verið samvinnufús varðandi tvö önnur kærumál gegn andófs- mönnum væri tilraun til „að óhreinka hann siðferðislega. Híin skýrði frá því að sonur hennar hefði neitað áka>rum á hendur sér og þverneitaö að biðjast va'gðar. Emba'ttismðnnum greindist hins vegar svo frá að Ginzburg hefði Framhald á hls. 18 Vance vítir Young fyrir orðaglamur Majorca í logum Palma Majorca, 19. júlí — Reuter. HERMENN og slökkviliðsmenn reyndu í dag að ráða niðurlogum átta skógarelda á Majorca sem embættismaður nokkur sagði að hefði brcytzt í „logandi kyndil". Ferðamannastaðir eru ekki f bráðri hættu. Lb'greglan telur að verið geti að eldarnir hafi verið kveiktir vísvit- andi. Eldarnir geisa á ýinsum stöðum á eynni og breiðast ört út. Hafgola magnar eldana. „Majorca er eins og kyndill í hafinu og það sem verra er, eldarnir eru farnir að mynda hring þótt þeir séu aðskildir," sagði starfsmaður náttúruvernd- arstofnunar eyjunnar. Ferðamannastaðirnir á eynni, sem eru troðfullir, eru langflestir við ströndina en eldarnir geisa inni í landi. Embættismenn neita að segja nokkuð um eldsupptök en samkvæmt heimildum í lögregl- unni bendir margt til þess að þeir hafi verið kveiktir af ráðnum hug. Genf, Salisbury, 13. júlí, AP Reuter BANDARÍSKI utanríkis- ráðherrann Cyrus Vance sagðist í dag hafa snuprað sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young, fyrir um- deildar athugasemdir hans varðandi pólitíska fanga í Bandaríkjunum. Kom fram hjá utanríkisráð- herranum að hann hefði orðið stromphissa, er hann heyrði um ummæli Youngs. Mikið uppnám varð í röðum bandarískra stjórnmálamanna vestanhafs er spurðist að sendi- herrann hefði látið þau orð falla í viðtali við franska blaðið „Le Matin" að hundruð eða þúsundir manna sættu fangelsisvist í Bandaríkjunum fyrir pólitískar sakir. Tomas O'Neill, þingmaður í fulltrúadeildinni, lét t.d. svo um mælt að „Andy hefði betur haldið sér saman á þessari sérstöku stundu". Þá virðist sem þingmenn leggi æ harðar að Carter aö reka Andrew Young sendiherrann úr emhætti, en tillaga þess efnis að sækja hann til saka var felld í fulltrúadeildinni í dag. Young hefur sjálfur skýrl svo frá að hann hyggist engan veginn láta af störfum, þótt honum „yrði aufúsa í að gera svo" færi Oarter fram á það við hann. Segir Young að athugasemd hans hafi verið slitin úr samhengi af fjölmiðlum og lýsti hann yfir fullri samstöðu með yfirlýsingum Carters forseta í tilefni af réttarhöldunum í Moskvu, en Carter hefur fordæmt þau harðlega. í yfirlýsingu, sem sendiherrann Framhald á bls. 19 Lögregla trylltist í Baskahéruðum Renteria Spáni 13. júlí. Reuter. ÓEIRÐALÖGREGLA gekk berserksgang í þrjá stundarf jórð- unga í Baskabænum Renteria í dag og lét greipar sópa um verzlanir og braut rúður að sögn bæjarstjórans. Antonio Gutierro sagði að 200 lögreglumenn hefðu ráðizt til atlögu gegn götuvígjum sem mótmælafólk hefur reist og beittu reyksprengjum og skutu gúmmi'- kúlum til þess að drcifa iiiaim fjöldanum. Mótmæli fólksins Bæklaðir taka til sinna ráða San Francisco, 13. júlí — AP. MIKILL umferðarhnútur varð í miðborg San Francisco á mesta umferðartímanum í dag, er fimmtíu manns í hjólastólum þustu út á miðja götu og neituðu að færa sig um set. Það voru samtök lamaðra og fatlaðra í Bandaríkjunum, sem stóðu fyrir aðgerðum þessum og var tilgangur þeirra að vekja máls á hindrunum, sem bæklað- ir eiga hvarvetna við að stríða. Kröfðust viðkomandi að yfirvöld beittu sér fyrir því að þeim yrði m.a. gert auðvaldara að komast upp í sporvagna með lyftum og öðrum aðstoðarútbúnaði. beinast gegn því að tveir menn biðu nýlega bana í gótuóeirðum bersýnilega af völdum lögregl- unnar f BaskabæjunUm San Sebastian og Pamplona. Gutierro bæjarstjóri sagði að eftir atlöguna í dag hefði lögreglan beitt byssuskeftum og brotið rúður og hurðir verzlana og rifið burtu dyrasíma fjölbýlishúsa. Hann sagði að vörur hefðu horfið úr verzlunum. I Madrid var haft eftir heimild- um í innanríkisráðuneytinu að- yfirmanni lögreglunnar í Renteria yrði tafarlaust vikið úr starfi. Gutierro bæjarstjóri hafði eftir fylkisstjóranum um atburðina í Renteria: „Ég er reiður. Yfirmenn Framhald á bls. 19 Það er ekki Amin yfirhershöfðingi sem við sjáum hér hcfja raust sína mcð keyrið f handarkrikanum heldur leiðtogi Afrísku þjóðasamtakanna „Zimbabwe", Joshua Nkomo. Leiðtoginn, sem mjög hefur látið að sér kvcða í Rhódesíudeilunni, sem foringi uppreisnarmanna, heldur hér ræðu yfir jarðneskum leifum herforingja er lét lífið við landamæri Rhódcsíu. Sendiherra Bandaríkjanna, Andrew Young, lét að því lÍKgja í dag að óhæfuverk unnin i hvítum trúboðum í Rhódesíu kynnu miklu frekar að vera undan rifjum Ian Smiths runnin en uppreisnarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.