Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 32
_______________FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978_ Benedikt Gröndal: Alþýðubandalagið eyðilagði tilraun til stjómarmyndunar Sj álfstæðisflokkur svaraði beiðni frá Alþýðuflokki jákvætt Bregður með þeim til óþurrka? FYRSTI daKur hundadaga var í Rær. cn þcir standa fram í scinnipart ágúst samkvæmt Almanaki fyrir árið 1978 scm Iláskóli íslands Kcfur út. I íslrnzkum þjóðháttum cftir Jónas Jónasson frá Hrafnanili scjjir „brcytir jafnan um veður mcð þcim þannij? að ef þurrt cr á undan þcim, brcgður með þeim til óþurrka. og svo hið gagnsta'ða'4. Ekki sagðist Páll Bergþórs- Framhald á bls. 19 Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær fól forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, Benedikt Grön- dal, formanni Alþýðuflokksins, í fyrradag að mynda stjórn. Um kvöldið reit Benedikt Geir Hall- grímssyni og Lúðvík Jósepssyni bréf, sem voru samhljóða. Bréf Benedikts til Geirs var svohljóð- andi: „Forseti íslands hefur í dag falið undirrituðum að reyna myndun ríkisstjórnar, sem njóti stuðnings meirihluta Alþingis. Þar sem flokksstjórn Alþýðu- flokksins veitti mér með samþykkt 3. júlí s.l. umboð til aðildar að myndun meirihlutastjórnar, tjáði ég forseta, að ég mundi taka verkefnið að mér. Ég skýrði forseta ennfremur frá því, að yfirgnæfandi meirihluti flokksstjórnar og þingflokks Al- Framhald á bls. 18 í VIÐBRAGÐSSTÖÐU — Þessir tveir gæðingar, sem ljósmyndari Mbl. Kristján festi á filmu síðdegis í gær á Landsmóti Hestamanna í Skógarhólum, biðu þess að þeim yrði riðið inn í dómhringinn. — Sjá nánar um mótið frétt á bls. 2 og viðtöl á bls. 14. Fer Alþýðuflokkurinn í vinstri viðræður? SAMKVÆMT heimildum, sem Morgunhlaðið hefur aflað sér, virðist nú allt bcnda til þess, eftir að Alþýðuhandalagið hafnaði viðræðum um myndun samstjórn- ar Alþýðuflokks, Alþýðubanda lags og Sjálfstæðisflokks, að Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ: ASÍ hefur fengið 3,6 milljónir frá Finnum Fjarstæða að leita að því fé, sem Alþýðuflokkurinn getur ekki gert grein fyrir, hjá Alþýðusambandinu \ ALÞÝÐUSAMBAND íslands hcfur fcngið styrki frá finnska alþýöusamhandinu og sambandi opinbcrra starfsmanna í ÍFinnlandi samtals að upphæð tæplcga 3,fi milljónir íslcnzkra króna. Styrkir þessir eru afhentir ASÍ samkvæmt tillögu Norræna alþýðusambandsins (NFS), scm oftsinnis hefur styrkt íslcnzku vcrkalýðssamtökin cinkum í vinnudcilum. Þeir styrkir. scm jafnframt ciga cftir að berast eru samkvæmt tillögum norræna sambandsins. Frá þessu er skýrt í yfirlýs- ingu frá Snorra Jónss.vni, vara- forseta Alþýðusambands ís- lands, sem Morgunblaðinu barst i gær. Yfirlýsing varaforseta ASI er svohljóðandi: „I tilefni af frásögn Morgun- blaðsins af fjárstyrk, sem Al- þýðusamband Islands hefur fengið frá Alþýðusambandinu í Finnlandi og sambandi opin- berra starfsmanna þar, sem ruglað er saman við fjárstyrk sósíaldemókratanna á Norður- löndum til Alþýðuflokksins, viljum við taka eftirfarandi fram: Það skal skýrt fram tekið, að fjárstyrkir sósíaldemókrata á Norðurlöndurn til Alþýðuflokks- ins éru Alþýðusambandi íslands algjörlega óviðkomandi. Þeir styrkir, sem Alþýðusambandið hefur fengið, eru frá Sambandi opinberra starfsmanna í Finn- landi að upphæð 527.037 rsl. krónur, og frá finnska Alþýðu- sambandinu að upphæð 3.047.200 ísl. krónur. Þessir st.vrkir komu í október sl. sá fyrri og hinn í febrúar. Rétt er að geta þess, að þessir styrkir og þeir sem kunna að eiga eftir að koma, eru veittir skv. tillögu Norræna alþýðusambandsins (NFS), en það hefur áður oftsinnis staðið fyrir fjárhags- aðstoð til íslenzku verkalýðs- samtakanna, einkum í sambandi við vinnudeilur. Fyrrnefnt fé Framhald á bls. 19 Alþýðuflokkurinn ætli að beita sér fyrir viðræðum um myndun vinstri stjórnar. Mun það þó ekki vcrða cndanlcga ákveðið, fyrr en á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins, sem boðaður er f dag klukkan 16. Þá hefur Morgunblaðið það eftir áreiðanlegum heimildum, að það sé aðeins þingflokkur Alþýðu- bandalagsins, sem hafnað hafi viðræðum um myndun nýsköpun- arstjórnar. } fyrradag var haldinn fremur stuttur fundur með verka- lýðsforingjum Alþýðubandalags- ins, þar sem mestur fundartíminn fór í að kynna gang könnunarvið- ræðna við Alþýðuflokkinn, en möguleikinn á þátttöku í nýsköpunarstjórn var þar aldrei ræddur hvað þá borinn undir atkvæði. í verkalýðsarmi Alþýðubanda- lagsins mun vera talsverður vilji fyrir því að mynduð verði nýsköpunarstjórn eða a.m.k. að möguleikar á slíkri stjórnarmynd- un verði kannaðir. Þetta er eini fundur Alþýðubandalagsforyst- unnar með verkalýðsleiðtogum flokksins fram til þessa eftir að viðræður milli stjórnmálaflokka hófust. Var fundurinn haldinn í hádeginu í fyrradag og gafst fremur lítill tími til skoðana- skipta. Innan Alþýðuflokksins eru margir þeirrar skoðunar, að flokkurinn eigi ekki að hverfa frá stjórnarmyndunartilraunum að svo stöddu. Neitun Alþýðubanda- lagsins kom Alþýðuflokksmönnum almennt í opna skjöldu og var vart við öðru búizt en að Alþýðubanda- lagið myndi þrátt fyrir allan ágreining ljá máls á viðræðum. Smíði heimiluð á 2 skipum í Portúgal Kaupendur verða að selja önnur úr landi MORGUNBLAÐIÐ fékk staðfest í gær, að íslenzk stjórnvöld hafa nú heimilað kaup á tveimur fiskiskipum frá Portúgal en sem kunnugt er hafa Portúgalir lagt ríka áherzlu á skipasmiðar fyrir íslendinga og m.a. gefið í skyn, að þeir hefðu ekki áhuga á meiri saltfiski héðan nema því aðeins að íslendingar semdu um kaup á 1—3 fiskiskipum þaðan. Fjölmargir hafa áhuga á skipakaupum frá Portúgal, en enn er ekki afráðið hverjir það verða sem kaupa skipin. Hafa stjórnvöld sett þau skilyrði, að þeir sem semji við Portúgali um skipakaup selji önnur skip á móti úr landi. Helzt er rætt um Framhald á bls. 18 „VIÐ MUNUM gefa okkur örlítinn tíma til þess að fjalla um þá stöðu, sem svo skyndilega hefur komið upp með synjun Alþýðubandalagsins,“ sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Benedikt sagði að flokksstjórn Alþýðuflokksins yrði kvödd saman til fundar klukkan 16 í dag og „þar verður fjallað um þessa fyrstu tilraun okkar, sem flokksstjórnin taldi skynsamlegasta og Alþýðubandalag- ið hefur nú eyðilagt.“ Sjálfstæðisflokkurinn svaraði málaleitan Benedikts um viðræður um stjórnarmyndun jákvætt í gær með bréfi Geirs Hallgrímssonar til Benedikts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.