Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 31 Valur með góða forystu eftir stórsigur í Eyjum VALSMENN tóku afKerandi forystu í 1. deildinni í knattspyrnu þegar þeir lögðu ÍBV að velli í Vestmannaeyjum í gærkvöldi 3.0. Þar með hafa Valsmenn unnið 10 fyrstu leiki sína og hafa þeir nú þriggja stiga forystu í deildinni. Með sigri sínum í gærkvöldi hafa Valsmenn jafnað met KR-inga frá 1959 er þeir unnu alla 10 leiki sína í 1. deild og kannski ná Valsmennirnir metinu á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingum í Laugardal. Leikurinn í gærkvöldi var mikill baráttuleikur þar sem Valsiiðið var mun betra og verðskuldaði sigur. Töluverð harka var í leiknum en ágætur dómari Guðmundur Haraldsson hélt ieikmönnum í skefjum en hann neyddist þó til að bóka f jóra leikmenn. tvo úr hvoru liði. laglega niður. Einar Friðþjófsson Eyjamenn leku undan nokkuð varnarmaður Vestmannaeyinga • Ingi Björn sækir að marki Eyjamanna í gærkvöldi en Páll markvörður slær boltann frá. Ljósm. Þórarinn Ragnars- sterkri vestan gjólu í f.h. og hófu leikinn á mikilli sókn að marki Vals og fengu strax hornspyrnu og upp úr henni átti Sveinn Sveinsson gott skot, sem hafnaði í stönginni. Eyjamenn sóttu mjög stíft fyrstu mínúturnar og fengu þá fjórar hornspyrnur á Val. Bezta mark- tækifæri þeirra kom á 16. mínútu þegar Sigurlás lék upp miðjuna og gaf síðan góðan bolta á Karl Sveinsson, sem var inni í vítateig og Sigurður Haraldsson varði gott skot Karls. Fyrsta markið Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark á 27. mínútu f.h. Þá kom mjög hár bolti frá vinstri kantin- um inn í vítateig til Guðmundar Þorbjörnssonar, sem tók knöttinn STAÐAN STADAN í 1. deild er Þessi eftir sigur vals í gserkvöldi: Vaiur 10 10 0 0 29—5 20 ÍA 10 8 1 1 28—10 17 Fram 10 5 1 4 13—13 11 ÍBV 10 4 2 4 14—15 10 Vikingur 10 4 1 5 18—19 9 Þróttur 10 2 5 3 15—16 9 FH 10 2 4 4 17—22 8 ÍBK 10 2 3 5 11—16 7 KA 10 1 4 5 15—25 6 UBK 10 1 1 8 9—26 3 Markhæstu leikmenn: Ingi Björn Albertsson Val 10 Matthías Hallgrímsson ÍA 10 var í baki Guðmundar en engu að síður tókst Guðmundi að snúa sér við og skora með góðu skoti framhjá Páli Pálmasyni. Vestmannaeyingum gekk illa að hemja knöttinn við jörðina í fyrri hálfleik og reyndu þeir alltof mikið langspyrnur til Sigurlásar og Tómasar en þeim gekk illa að vinna úr sendingunum enda vörn Vals mjög sterk fyrir. Síðari hálfleikur var mjög lífleg- ur og bæði liðin léku mjög vel. Samleikur Eyjamanna var allur anriar og betri en í fyrri hálfleik. Börðust þeir ákaft og reyndu allt hvað af tók að jafna metin en þrátt fyrir góðar tilraunir tókst þeim ekki að skapa sér verulega hættuleg tækifæri þar sem bæði vörn Vals og Sigurður markvörður stóðu sig mjög vel. Gert út um leikinn Leikurinn var opinn og bæði liðin sóttu mjög. Það var svo á 14. mínútu seinni hálfleiks að Guð- mundur Þorbjörnsson fékk góða sendingu út á kantinn. Hann lék upp að endamörkum og sendi góða sendingu inn í vítateig, þar sem Ingi Björn kom á fullri ferð inn í eyðu og skoraði með góðu skoti í bláhorn marksins af markteig. Á 29. mínútu kom þriðja mark Vals og var það jafnframt glæsi- legasta mark leiksins. Grímur Sæmundssen brunaði upp völlinn og rétt utan við hægra horn vítateigsins var brotið á honum og dæmd aukaspyrna á Vestmanna- eyinga. Hörður Hilmarsson fram- kvæmdi aukaspyrnuna mjög vel, gaf boltann fyrir markið þar sem Atli Eðvaldsson kom á fullri ferð og skallaði boltann glæsilega í hornið fjær, þrumuskalli. Eyjamenn áttu mjög gott tæki- færi á 32. mínútu síðari hálfleiks þegar Tómas Pálsson lék í gegnum vörnina og renndi knettinum á Sigurlás í dauðafæri en Sigurður var enn sem fyrr vel á verði og hann varði auðveldlega. Góður leikur Vals Valur átti afbragðsleik að þessu sinni og Valsmenn sýndu að þeir verða ekki lagðir auðveldlega að velli. Þeir spiluðu mjög fast og gáfu aldrei eftir þumlung. Þá var áberandi hvað stöðubreytingar voru miklar hjá liðinu, menn reyndu ætíð að finna eyður og skapa sér tækifæri þegar þeir höfðu ekki boltann. Guðmundur og Albert voru mjög sprækir frammi, Atli og Hörður yfirburðamenn á miðjunni, vörnin ákaflega traust og Sigurður markvörður sömuleið- is. í Eyjaliðinu voru þeir beztir Karl Sveinsson, Örn Óskarsson og framlínumennirnir Sigurlás og Tómas. Ekkert markanna verður skrifað á reikning Páls markvarð- ar. Eyjaliðið mætti einfaldlega ofjarli sínum að þessu sinni. í STUTTIJ MÁLI> fslandsmótið 1. deild. Vestmannaeyjavöllur 13. júlí. ÍBV - Vaiur 0.3 (0.1). Mörk Vals. Guðmundur Þorbjörnsson á 27. mínútu, Inid Björn Albertsson á 59. mfnútu og Atli Eðvaldsson á 74. mínútu. Áhorfendur. 698. Áminningar. Einar Friðþjófsson. Þórður Iiallgrimsson. Ingi Björn Albertsson og Aibert Guðmundsson bókaðir. Stigahæstir. ÍBV. Karl Sveinsson 3, örn óskarsson 3, Tómas Pálsson 3. Valur. Aibert Guðmundsson 4, Atii Eðvalds- son 4, Guðmundur Þorbjörnsson 3. Hörður Hilmarsson 3, Sigurður Haraldsson 3, Guðmundur Kjartansson 3. Dýri Guðmunds- son 3. Dómari. Guðmundur Haraldsson 4. -ÞR/SS. Sviptingar í „British Open" ÖNNUR umferð Opna brezka meistaramótsins í golfi var leikin ARNOR MEÐ SAMN ING FRÁ LOKAREN Knattspyrnumaður- inn ungi, Arnór Guð- johnsen, og faðir hans, Eiður Guðjohn- sen, komu til landsins í fyrrinótt eftir fjög- urra daga dvöl hjá belgíska 1. deildarlið- inu Lokaren. Komu þeir með uppkast að sarnningi við félagið. Þá áttu þeir samtöl við forráðamenn Stan- dard Liege í ferðinni og var afráðið að Arnór færi utan til Standard á mánudag- inn kemur og dveldi þar í nokkra daga við æfingar. Að sögn Eiðs Guðjohnsens verður Arnór 17 ára gamall 30. júlí n.k. og ef hann skrifar undir samning fyrir þann tíma nýtur hann sömu réttinda í belgísku knattspyrnunni og innfæddir menn og verður ekki að hlíta reglum, setn settar eru vegna erlendra leikmanna. Er því Fer til Standard Liege eftir helgina mikið atriði að gengið verði frá samningum fyrir þann tíma. Þær reglur gilda m.a. um erlenda leikmenn að aðeins tveir útlendingar mega leika sama leikinn fyrir félög í 1. deildinni. Eiður sagði að samningur sá, sem Lokaren byði, væri aö hans áliti mjög góður. Hann er til skamms tíma og tryggir Arnóri góð kjör. Þá eru ennfremur ákvæði í samningnum um að félagið sjái fjölskyldu Arnórs fyrir húsnæði og atvinnu, en meiningin er að Eiður og fjölskylda hans flytjist utan til Belgíu í einhvern tíma ef Arnór gerist atvinnumaður í knatt- spyrnu. Að sögn Eiðs var dvölin hjá Lokaren mjög ánægjuleg. Völlur félagsins er í vinalegum bæ nokkru fyrir utan Antwerpen. Eru aðstæður hjá félaginu allar hinar beztu og völlur þess hefur nýlega verið stækkaður. Arnór æfði með félaginu þá daga sem hann var ytra og vildu forráöa- menn þess ólmir undirrita samning við Arnór strax en þeir feðgar töldu rétt að bíða með undirskrif enn um sinn. Með Lokaren leika nokkrir þekktir kappar og er Pólverjinn Lu- banski þeirra þekktastur en hann er margreyndur landsliðs- maður. Ásgeir Sigurvinsson heim- sótti þá Eið og Arnór á miðviku- daginn ásamt aðalþjálfara Standard Liege. Varð það að samkomulagi að Arnór færi utan til Belgíu strax eftir leik Vals og Víkings á sunnudags- kvöld og dveldi hjá félaginu við æfingar í nokkra daga. Sem kunnugt er geta íslenzkir leikmenn ekki farið utan á miðju keppnistímabili nema með leyfi viðkomandi félags og KSI. Mun það ætlun Arnórs að fara ekki utan fyrr en í haust þó hann skrifi undir atvinnusamn- ing fyrir 30. júlí. — SS. Arnór var mættur á æfingu hjá Víkingi f gærkvöldi og var þá þessi mynd tekin. Arnór stoppar hér stutt við, á mánudaginn verður hann kominn til Belgíu á ný, í þetta skipti til Standard Liege. Ljósm. Król. í St. Andrews í Skotlandi í gær og gekk á ýmsu eins og venjulega í þessari stórkeppni. Þegar leiknar hafa verið 36 holur af 72 er staðan þessi í kcppninni. Isao Aoki, Japan 68—71139 Severiæno Ballesteros Spáni 69—70 139 Ben Crenshaw Bandar. 70—69139 Gary Cullen Bretl. 76—69140 Robert Shearer Ástralíu 71—69140 Bob Bynan Bandar. 72—69 141 Tom Kite Bandar. 72—69 141 Tsuneyki Nakajima Japan 70—71 141 Masashi Ozaki Japan 72—69 141 Tom Watson Bandar. 73—68 141 Tom Weiskopf Bandar. 69—72 141 AArir. Arnold Palmer Bandar. 71—71142 Jack Nicklaus Bandar. 71—72143 Gary Player S*Afríku 74—71145 Lee Trevino Bandar. 75—72 147 Johnny Miller Bandar. 73—77 150 Dómarinn ekki á veg- um Víðis INGIMUNDUR Þ. Guönason, for- maður Knattspyrnufélagsins Víðis í Garöi, haföi samband viö blaöiö í gær vegna greinar um 3. deildina í blaðinu þann dag. Vildi Ingimundur taka þaö fram aö dómarinn í leik UMFG og Selfoss heföi ekki verið á vegum félagsins heldur heföi Knatt- spyrnudómarafélag Suðurnesja skipaö hann í leikinn. Umræddur dómar væri félagi í Víöi enda legði Víöir til dómara eins og skylt væri. Hins vegar sæi Knattspyrnudómara- félagiö um að velja dómara í leikina og vildi Ingimundur taka fram að félagið heföi staðið sig mjög vel í því starfi. Valur vann VALUR sigraði Fram 2.0 í kvennadeildinni í knattspyrnu f gærkvöldi. Leikið var á Vals- vellinum. Erna Lúðvíksdóttir skoraði bæði mörk Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.