Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 Miðstjórn ASÍ og landssambönd: Lýsa sig samþykk kjaramálahugmyndum ÁLYKTUN hins sameiginlega fundar miðstjórnar Alþýðusambands íslands og stjórna landssambanda innan ASÍ er svohljóðandi: „Sameiginlegur fundur miðstjórnar Alþýðusambands íslands og stjórna landssambanda innan ASÍ, haldinn í Lindarbæ fimmtud. 31. ágúst 1978, ályktar eftirfarandi í tilefni af fundi viðræðunefndar Alþýðusambandsins með forystumönnum þeirra stjórn- málaflokka, sem nú standa að stjórnarmyndunarviðræðum: Fundurinn lýsir sig samþykkan þeirri jákvæðu afstöðu, sem tekin var á fundi miðstjórnar ASÍ þ. 29. þ.m., varðandi hugmyndir þær sem for- ystumenn flokkanna settu fram, þ.e. 1) að samningarnir, sem gerðir voru á s.l. ári taki gildi frá 1. september n.k., en sett verði þak á greiðslu vísitölu. 2) Hinn 1. desember n.k. verði samningarnir framlengdir um 12 mánuði, þ.e. til 1. desember 1979, án grunnkaupshækkana, en með vísitölu samkvæmt framansögðu. 3) Sett verði nefnd til þess að fjalla um endurskoðun vísitölukerfisins með þátttöku ASÍ. Fundurinn minnir á þá baráttu, sem verkalýðssamtökin hafa háö á s.l. sjö mánuðum gegn kjaraskerð- ingarlögum frá í febrúar og maí í þeim tilgangi að fá sólstöðusamning- ana í gildi. Fundurinn fagnar því að nú sé í sjónmáli aö sú barátta skili árangri, þannig að samningarnir taki gildi á ný. Gengið er útfrá því: að aðgerðir í efnahagsmálum veröi ekki látnar skerða þann kaupmátt iauna, sem að var stefnt meö kaupgjaldssamningunum frá í júní 1977 að allar aðgerðir stjórnvalda miði að pví aö tryggja fulla atvinnu í landinu aö væntanleg ríkisstjórn hafi fullt samráö við verkalýöshreyfinguna um félagslegar aðgerðir svo og um aðgerðir í efnahagsmálum, einkum skattlagningu, niðurgreiðslu vöru- verös og annað sem haft getur veruleg áhrif á kaupmátt launa. Sérstök áhersla er lögð á: að tryggingabætur aldraðra og öryrkja hækki að minnsta kosti til samræmis viö hækkun launa verka- fólks að endurskoðun lífeyrisjóðakerfis- ins verði hraöað eins og unnt er, Þannig aö allt launafólk njóti verðtryggs lífeyrís að félagslegar íbúðabyggingar veröi efldar í samræmi viö tillögur samtakanna aö bætt veröi úr peirri brýnu pörf sem er fyrir aukna dagvistunarpjón- ustu að komið verði til móts við kröfur samtakanna um úrbætur á sviði vinnuverndar að stuöningur við fræðslustarf verkalýðssamtakanna veröi aukinn, pannig að pað njóti hliðstæöra fjárveitinga og annað fræðslustarf í landinu. Fundurinn samþykkir að leggja til við aðildarsamfök Alþýðusambands Islands að þau framlengi kjarasamn- inga sína í eitt ár, til 1. desember 1979 á ofangreindum grundvelli." Mikiö úrval af allskonar dúkkum Vörumarkaðurinnhf. Ármúia 1A Úr hinni nýju áningarstöð SVR á Hlemmtorgi. Mynd: Emilía Aningarstöð SVR á Hlemmi formlega opnuð í gær Stuðli að nýtingu orku- linda við að lííga upp á mannlífið I GÆR var áningarstaður Stræt- isvagna Reykjavíkur á Hlemmi formlega opnaður. Við opnunina tóku til máls Sveinn Björnsson formaður byggingarnefndar og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar. Rakti Sveinn tildrög þess að húsið var reistj og gat þar sérstaklega þáttar Eiríks Asgeirs- sonar forstjóra SVR í þeirri ákvörðun. S.íðan lýsti hann í stuttu máli gerð og tilgangi áningarstöðvarinnar. I ræðu Sveins kom m.a. fram, að í húsinu verða auk farmiðasölu verzlanir af ýmsu tagi og veitingasala, og er sérstaklega tekið tillit til fatlaðra í gerð þess. Auk þess er bæði byggingin sjálf og gangstéttir umhverfis hana hitaðar upp, og alls kyns gróðri komið fyrir innan dyra. „Er þess e.t.v. að vænta, að með þessu mannvirki muni aukast áhugi á að nýta betur orkulindir okkar í því skyni, að lífga upp á mannlífið og stytta okkur skamm- degið í þessu norðlæga landi," sagði Sveinn að lokum. Síðan afhenti hann húsið Sigurjóni Péturssyni fyrir hönd borgarsjóðs Reykjavíkur. Sigurjón ræddi lítil- lega þá miklu þýðingu sem starf- semi strætisvagnanna hefði fyrir borgarbúa og kvað farþega þeirra allt of lengi hafa orðið að búa við óviðunandi aðstöðu á Hlemmtorgi. Að lokum sagðist hann ekki vilja leggja dóm á verkið, sem hér hefði verið unnið. „Vel gert verk mælir með sér sjálft," sagði hann. „Og þetta hús ber höfundum sínum vitnisburð, sem ekki þarf að ítreka með orðum." I byggingarnefnd áningastaðar- ins eiga sæti Sveinn Björnsson, verkfræðingur, Þórður Þorbjarn- arson borgarverkfræðingur og Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR, en húsið er teiknað á teiknistofu Gunnars Hanssonar. Verður hús- næðið framvegis opið almenningi frá kl. 7 til 24.00 alla daga nema sunnudaga, en þá frá kl. 10 árdegis. Þórhallur Halldórsson formaður SFR: „AUir starfsmenn fái óskertar verðbætur samkvæmt samningi” „Nýtur sín fyrst í norðan gaddi” „BYGGINGIN hefur aö vísu tekið smábreytingum frá pví aö farið var aö ræða hana, pað var talað um meiri gróöurhúsabrag pá, en ég er engu að síður ánægður mað hana, — hún er eftir peim óskum og draumum sem ég hafði í upphafi gert mér,“ sagöi Eiríkur Asgeirsson forstjóri SVR, sem hefur átt hvað drýgstan pátt í pví aö áningarstööin á Hlemmi var reist. „Framtíðin verður að skera úr um, hvort fólki líkar húsnæöið," sagöi Eiríkur. „En mér sýnist að Það fái fyrst notið sín, pegar norðan gaddur er skollinn á og fólk getur verið hér í 20 stiga hita, eins og á að vera I byggingunni allan ársins hring.“ MORGUNBLAÐIÐ innti í gær Þórhall llalldórsson formann Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar eftir áliti hans á nýrri ríkisstjórn með tilliti til launa- málastefnu hennar. — „Varðandi nýgerðan stjórnarsamning þá hef ég hann ekki undir höndum og get því ekki tjáð mig um hann. A formannaráðstefnu BSRB í gær gerði ég hins vegar grein fyrir kjaralegri sérstöðu Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. sem felst í því að viðsemjendur okkar, þ.e. Reykjavíkurborg tók þá ákvörðun í júnímánuði s.I. að kjarasamningur félagsins tæki að fullu gildi um næstkomandi áramót. Öllu starfsfólki borgar- innar verði því frá þeim tíma greiddar óskcrtar verðba*tur samkvæmt ákvæðum kjarasamn- inga,“ sagði Þórhallur. „Varðandi hina nýju ríkisstjórn þá hlýtur það að sjálfsögðu að vera von allra landsmanna, að henni takist að finna leið út úr núver- andi efnahagsöngþveiti. Fyrir Þórhallur Halldórsson. hönd launþega verður að gera þá kröfu, að framlag til lausnar efnahagsvandanum verði ekki tek- ið fyrst og fremst úr vasa launþega, heldur verði byrðunum skipt réttlátlega niður á þegna landsins," sagði Þorhallur að síðustu. Styrkið og fegrið líkamann Ný fjögra vikna námskeid hefjast 4. sept. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — guffuböð — kafffi Júdódeild Armanns Ármúla 32. Hömlur settar á út- flutning ullarbands VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ setti í gær reglur um útflutning á ull og ullarbandi, þar sem ákveðið er að útflutningsleyfi verði ekki veitt fyrir uliarbandi, scm ætia má að fari til framleiðslu eftirlík- inga í löndum Suður-Asíu og Austurlöndum nær. Sama á við um útflutning þessarar vöru til nýrra markaðssvæða í öðrum heimshlutum en þcssi regla gildir þó ekki um handprjónaband í neytcndaumbúðum. Útflutningur ullarbands til ann- arra landa má ekki skv. reglunum fara fram úr því magni, sem út var flutt árið 1977 en þessi regla tekur ekki til handprjónabands í neyt- endaumbúðum. Útflutningur loð- bands, sem nota má til framleiðslu ullarfatnaðar með ýfðr áferð, verður ekki leyfður. Útfb tningur þveginnar og óþveginnar ullar og ullarafklippa verður ekki leyfður. Þá segir að frávik frá þessum reglum komi til greina í sérstökum tilfellum að höfðu samráði við stærstu útflytjendur á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.