Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 ,.i>AÐ er með hlendnum tilfinn- injíum sem ég nú >?en>{ til embættis forsætisráðherra. Ég hafði ætlað mér allt annað á næstunni en að fást við ráð- herrastöðu áfram. Og mér er ákaflega vel ljóst að það er við mikinn vanda að tclíma. En reynslan verður að skera úr um það hvort okkur tekst að koma heilu skipi í höfn." sajíði Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarílokksins. í samtali við Mbl. síðdeKÍs í Kær eftir að hann hafði myndað samstjórn Framsóknarflokks. Alþýðu- bandalaKs (>K Alþýðuflokks. ..I>að er Kefið mál að þeir flokkar. sem standa að þessari ríkisstjórn. hafa ólíkar skoðan- ir á ýmsum málum ok það verður sjálfsaKt að finna mála- miðlun á ýmsum sviðum. Mér er því vel ljóst að hlutverk forsætisráðherra Ketur þar orðið nokkuð vandasamt.” — Ilvaða persónuleKU áætl- un þinni hefur þessi pólitiska þróun hreytt? „Ég hafði huKsað mér að hverfa aftur að laKadeildinni.“ — Hefurðu saknað hennar? „Já. En þanKað kemst ók nú ekki aftur úr þessu, hvort sem þessi ríkisstjórn mín lifir lengur eða skemur, því ók hef tekið ákvörðun um það að Kefa þessa huKsun frá mér.“ — Finnst þér pólitíkin harð- ur húsbóndi að þessu leyti? „Ék held að þeKar menn hafa Kefið sík jafn mikið að pólitík- inni ok ók hef Kert að undan- förnu þá hafi þeir Kefið sík henni alKjörleKa á vald.“ — Nú hefur því þvert á móti verið haldið fram að þú hafir pólitíkina á þi'nu valdi ok að sjálfur hafir þú átt þinn þátt í því að sú staða er komin upp að þú ert að taka við emhadti forsætisráðherra. Rœtt við Olaf Jóhannesson formann Framsóknarflokksins auðvitað ekki horft fram hjá því að Ólafur Jóhannesson og for- maður Framsóknarflokksins eru einn og sami maðurinn. En ef til vill má af þessu draga þá ályktun að Fram- sóknarflokkurinn geti gegnt sérstöku lykilhlutverki við myndun samsteypustjórna.“ — Hvort sem hann er stór eða lítill? „Það segir sig auðvitað sjálft að Framsóknarflokknum er því auðveldara að rækja þetta hlut- verk sitt sem hann er stærri. Það er rétt að flokkurinn tapaði verulega í síðustu kosn- ingum, náttúrulega óverðskuld- að að mínum dómi, og að hann er minnsti þingflokkurinn nú. En segir ekki gamalt máltæki, að hinir síðustu verði stundum fyrstir?“ — Ilvernig er það að skipta svona um úr „hæKri stjórn" yfir í „vinstri stjórn"? „Ég vil nú ekki nota þessi hugtök mikið sjálfur. Þetta er samstarf. Og samstarfið í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur verið mjög gott eftir því sem við er að búast í samstjórn stjórn- málaflokka. Ég hef persónulega mjög góðar minningar um hvern og einn samráðherra minna í þessari ríkisstjórn. Þessi stjórnarmyndun mín nú hefur verið mjög erfið. Þess ber þó að geta að áður en ég hófst handa var búið að gera tvær tilraunir; fyrst Benedikt Grön- dal og síðan Lúðvík Jósepsson. Og það er aúðvitað staðreynd að í báðum þessum tilraunum var margt unnið sem reyndist svo grunnur í þessari síðustu lotu og ráðherra í þessari ríkisstjórn. Hefur þú fundið þetta viðhorf og þá á ég sérstakleKa við úr röðum verkalýðshreyfinKarinn- ar? „Nei. Ég hef ekki fundið neina andúð þarna. Það er komin á byrjun að samstarfi við verkalýðshreyf- inguna og það samstarf tel ég æskilegt. Það er bara ekki komið á þann grunn sem þarf að koma. Þeir eru að athuga þessi mál og eðlilega tekur það sinn tíma.“ — Mér var sagt í gær að þú værir góður hagyrðingur. „Ég held nú að það sé engin vísa lifandi sem ég kann að hafa barið saman.“ — Aldrei skrifað neitt niður? Það er Kreinilegt að loksins hef éK komið Ólafi svolítið á óvart. En það er auKljóst að hann hefur lúmskt K»man af að rifja eftirfarandi uppi „Einu sinni bjó ég á heimavist við annan mann og við lögðum þá skyldu hvor á annan að yrkja eina vísu á kvöldi. Þetta skrifuð- um við allt niður, en það er nú sem betur fer týnt.“ — Ok þú manst ekki neitt. eða hvað? „Nei. Það er af og frá.“ — Hvaða ráð Köfur þú unK’ um mönnum sem vilja gefa sig að stjórnmálum? „Ætli menn verði ekki að læra af eigin reynslu. En ég held að það sé ákaflega mikilvægt að menn temji skap sitt og fyrir alla muni líti ekki of hátíðlega á sjálfa sig.“ — Ilefur þú alltaf verið pólitískur? „Ég held barasta að ég hafi drukkið pólitíkina í mig á barnsaldri." „Hinir síðustu verða stundum fyrstir... ” „Ég má nú vel við una ef ég er svo framsýnn að hafa getað séð fvrir alla þessa atburðarás! En ég held að kringum- stæðurnar hafi verið hér mjög að verki.“ — En nú bregðast menn misjafnt við kringumsta-ðun- um <>k menn nota þær misjafn- lega. „Það er út af fyrir sig rétt og KÍldir auðvitað um stjórnmálin sem annað.“ — Hafa persónuleg kynni manna í millum mikið að segja i' stjórnmálum. til da'mis við myndun ríkisstjörnar? „Já: Það gera þau ugglaust.“ — En ekki útslagið? Nú hugsar Olafur sig um en svarar svo: „Nei. Það held ég ekki, að minnsta kosti ekki alltaf. Eg held annars að það gcti líka skipt máli að nienn hafi trú á þvi að sá sem þeir eiga ski]>ti við sé nokkuð sjálfstæður; að hann sé ekki bundinn í einhverri klíku." — Því hefur nú einmitt verið haldið fram um þig að þú værir þinn eiginn flokkur. ef svo má segja. „Ég held nú að það sé meira þjóðsögur en sannleikur," svar- ar Ólaíur og hlær við. — Hvað hugsar þú þá þegar þú sérð skrif í slíka átt? „Ég kannast nú ekki stundum við þær myndir sem eru dregnar upp af mér. En ugglaust lítur maður sjálfan sig allt öðrum augum en aðrir gera.“ — Þannig að ekki þarf allt að vera rangt þótt þú viljir ekki kannast við það? „Nei. Maður er tæpast dóm- bær á það.“ Og nú slær Olafur út höndunum. — Þú hefur meðal annars sætt mjiig harðri gagnrýni á þínum stjórnmálaferli. Sumir segja að slíkt sitji i' þér. Er það rétt? „Ég gleymi þessu alveg um ieið. Eg held að í stjórnmálun- um yrði það alveg óbærilegt ef menn bæru slíkt með sér.“ — Nú hefur þetta komið mjög til tals vegna þess að í röðum þingmanna Alþýðu- flokksins cru menn sem hafa gagnrýnt þig mjög hart? „Ég á engar sakir óuppgerðar við þá. Og ég vona að samstarfið við þá geti verið gott. Af minni hálfu er ekkert því til fyrif- stöðu.“ — Þú myndaðir vinstri stjórn 1971 með Framsóknar- flokkinn sem stærsta flokk. Þar næst fórst þú langt með að mynda ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar. Og nú, þegar Framsóknarílokkurinn er minnstur þingflokka. þá mynd- ar þú stjórn. sem hvorki formanni Alþýðuflokksins né AlþýðubandalaKsins auðnaðist að mvnda. Hvort seKÍr þetta meira um persónuna Ólaf Jóhannesson eða íormann Framsóknar- flokksins? „Ég vil nú sem minnst tala um mig persónulega, þó ég geti kom að notum. En engu að síður var þessi síðasta lota mjög ströng og tíminn var í sjálfu sér ákafjega knappur. Þess vegna verður sjálfsagt að játast að mönnum hafi ekki gefizt tími til að ganga frá öllum málum svo vel sem æskilegast hefði verið. En ég vonast eftir góðu samstarfi við þá menn sem nú ætla að standa með mér að ríkisstjórn. Þetta er að ýmsu leyti óvenjuleg stjórn. Ég er eini maðurinn sem hefi áður setið í ríkisstjórn. Hinir eru yfirleitt menn á bezta aldri og óþreyttir af stjórnarstörfum og það er ágætt. Gamalt máltæki segir að nýir vendir sópi bezt. Ég vona að þessir menn komi með ný viðhorf og nýjar hug- myndir.“ ~ Eitt af því sem sett hefur verið fram er að það sé kaidliaðni iirlaganna að þú. sem ert formaður annars flokksins í „kaupránsstjórn- inni”. skulir nú verða forsætis- — Og alltaf verið fram- sóknarmaður? „Ja, ég vil nú ekki segja það á barnsaldri." Og Ólafur hlær. „En strax á mínum mennta- skólaárum gekk ég í Fram- sóknarfélag ungra manna á Akureyri. Og hef ekki skipt um síðan.“ — En er pólitíkin allt þitt líf? „Víst hef ég áhuga á fleiri málum en stjórnmálum. En líf mitt hefur orðið þannig að ég hef einhvern veginn aldrei haft mikinn tíma til að sinna því sem kallað er tómstundastörf. A hinn bóginn hafa þau störf, sem ég hef fengizt við, verið mér hugstæð og ég hef fengið mína lífsfyllingu í því að starfa að þeim.“ — Þannig að það þýddi ekki að bjóða þér annað líf og annan feril? „Nei. Ég get ekki verið óánægður með mitt hlutskipti í lífinu.“ — fj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.