Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Þriðjungur þjóð- arinnar verður ekki einangraður Þaö kemur ekki á óvart, að sú krafa skuli sett fram á síðum Þjóðviljans, að Sjálfstæðisflokkurinn, — þriðjungur þjóðarinnar, — verði einangraður í íslenzku þjóðlífi. Alþýðu- bandalagið hefur það að höfuðbaráttumáli sínu, að marxistískir búskaparhættir skuli teknir upp hér á landi og á sér þar af leiðandi engan draum dýrari en þann, að lýðræði sé fótum troðið og réttur minnihlutans að engu gerður. Þessi draumsýn Alþýðubandalagsins er ekki ný. Þannig er ýmsum í fersku minni, að á valdaskeiði vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar 1956—1958 var alið á nauðsyn þess að einangra Sjálfstæðisflokkinn. Þær tilraunir urðu hvorki til sóma né álitsauka þeim, sem að þeim stóðu, enda voru þær dæmdar til að mistakast frá upphafi. Það er auðvelt að hafa yfir stóru orðin, en þrautin þyngri að misbeita valdi sínu í andstöðu við þjóðarviljann. Þess var líka skammt að bíða, að stjórnarathafnir vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar nægðu henni til dauðadómsáfell- is, og það var verkalýðshreyfingin, sem veitti henni nábjargirnar. I hönd fór eitt mesta blómaskeið í sögu þjóðarinnar, viðreisnarárin, sem síðan er jafnan vitnað til. Og þetta var mögulegt vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið sterkari né áhrif hans meiri en einmitt þá. Það er heldur engin tilviljun, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli áfram vera sterkasta aflið í íslenzkum stjórnmálum. Stefnuskrá hans er einföld og ljós og grundvallast á þeirri lífsskoðun, sem er gróin í eðli þjóðarinnar, að vera sjálfráður, frjáls athafna sinna. „Sjálfur leið sjálfan þig“, var hugsjón forfeðra okkar. Með sjálfræðinu fær maður fyrst þann veg og vanda, sem æðstur er, að velja og hafna sjálfur og bera fulla ábyrgð gerða sinna. Á hinn bóginn skyldi maður gera böl annarra að sínu og hjálpa þeim, sem í vanda er staddur, jafnvel leggja líf sitt við, ef svo bar undir. Þessar hugsjónir eru grunntónninn í stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og í krafti þeirra hefur flokkurinn haft forystu um margvíslega löggjöf til að tryggja samhjálp þegnanna í þjóðfélaginu og alhliða uppbyggingu atvinnulífsins til lands og sjávar. Styrkur Sjálfstæðisflokksins er ekki sízt fólginn í því, að hann trúir því, að stétt geti unnið með stétt, að vísasti vegurinn til farsæls þjóðfélags sé sá, að við byggjum það upp saman. Það er þess vegna sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fjöldafylgis og hefur sterk ítök í verkalýðshreyfingunni. Lúðvík Jósepsson hefur látið í ljós áhyggjur yfir því, að hann reikni með harðri stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins vegna þess, að ríkisstjórn in ætlar ekki að standa við þau fyrirheit, sem hún hefur gefið launafólki í landinu. Þessar áhyggjur Lúðvíks Jósepssonar eru á rökum reistar. Nú sem fyrr verður það hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að beita áhrifum sínum til þess að jafna kjör fólksins í landinu og standa á verði gegn því, að skattaálögur verði hinum venjulega launamanni óbærilegar. Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir áfalli í síðustu kosningum. Orsakir þess eru og verða vandlega kannaðar og dreginn lærdómur af þeim. En í lýðræðisþjóðfélagi verða stjórnmála- flokkar að kunna að taka ósigri jafnt sem sigri. Nú hefur ríkisstjórn verið mynduð. Þó að hún hafi ekki setið marga daga að völdum, er þegar ljóst, að hún er sjálfri sér sundurþykk, klögumálin ganga á víxl og í bróðerni vegur þar hver annan, eins og hjá Goðmundi á Glæsivöllum. Efnahagsráðstafanirnar hafa ekki séð dagsins ljós í endanlegri mynd og engin drög hafa verið gerð að efnahagsstefnu til frambúðar. Á þessari stundu er því ómögulegt að sjá það fyrir, hversu mörg misseri ríkisstjórnin kann að sitja, hvort það verður eitt eða jafnvel átta. En guðfaðirinn, Lúðvík Jósepsson, talar um bráðabirgðastjórn. Það er á tímum eins og þessum sem þjóðin finnur það bezt, hver kjölfesta er í Sjálfstæðisflokknum. Innan hans rúmast ólík viðhorf, þar koma fram sjónarmið hinna ýmsu stétta, ólíkra atvinnugreina, strjálbýlis og þéttbýlis. Það er í krafti þessara ólíku hagsmuna sem Sjálfstæðisflokknum hefur tekizt á liðnum áratugum að halda uppi festu í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Og verður þó ekki fram hjá því horft, að ejdd tókst að ráða bug á verðbólgunni í tíð síðustu ríkisstjórnar. Krafa Þjóðviljans um alþingi götunnar fyrir kosningar og einangrun Sjálfstæðisflokksins nú er af þeim rótum runnin, að Alþýðubandalagið veit, að Sjálfstæðisflokkurinn er brjóstvörn lýðræðis og þingræðis í landinu. En hitt skilja Alþýðubandalags- menn ekki, að flokkur, sem byggir stefnu sína á hugsjónum íslendingseðlisins sjálfs og sækir fylgi sitt og stuðning í allar téttir til lands og sjávar, í bæ og byggð, verður ekki settur til liðar. Allar tilraunir í þá átt verða einungis til að styrkja jjálfstæðisflokkinn og efla hann til nýrra átaka, landi og þjóð til heilla. Eduard GoldstUcker og Zdenek Hejzlar. Þótt tíminn líði hægt í Austur-Evrópu losar fólkið sig undan einræðinu — segja tékknesku útlagarnir Hejzlar og Goldstiicker — Það er sjalfsagt rétt aö Það v»ri hægt að hugsa sér verri mann á valdastóli en Gustav Husak. Það eru til hefnigjarnari menn en hann og hann Þekkir ofsóknir reyndar af eigin raun. En ef menn eru að gera sér Það í hugarlund að Husak sé eitthvaö ákjósanlegur aðíli, þá er Það mikill mísskilningur. Hann gerir allt sem Kremlbúar kefjast af honum og hann bjargar engu. Hins vegar virðist honum umhug- að um að litið sé á hann sem einhvern hófsemdarmann, en Það er nú ekki svo langt síðan hann gerði aö engu allt Það, sem áunnizt haföi í stjórnartíð Dubceks, aö menn ættu að vera búnir að gleyma Því. Hann var í broddi fylkingar Þeirra, sem bundu endi á allt umbótastarf og ýttu út í yztu myrkur öllum Þeim, sem eitthvað höfðu aö segja á meðan Þíðutímabiliö í Tékkó- slóvakíu stóð yfir, sagði Zdenek Hejzlar, sem var útvarpsstjóri í Tékkóslóvakíu er Sovétmenn geröu innrásina í landið fyrir tíu árum, er Morgunblaðið ræddi viö Þá Eduard Goldstilcker, rithöf- und og bókmenntafræðing, en Þeir hafa verið hér á landi undanfarna daga. Báöir fóru Þeir í útlegð skömmu eftir innrásina, og hefur Hejzlar síðan starfaö við utanríkismálastofnunina í Sví- Þjóö, en Goldstúcker er prófessor í samanburðarmál- fræöi viö háskólann í Sussex. — Það þarf enginn að búast viö því að Husak mildist í stefnu sinni eða snúi sér að umbótum. Hann er orðinn svo flæktur í sitt eigið net að þar veröa aðrir menn að koma til, bætti Hejzlar við. Um viðhorfin í Tékkóslóvakíu tíu árum eftir innrásina sögöu þeir Goldstúcker og Hejzlar meðal annars: — Innrásin leiddi af sér algjöra stöðnun á öllum sviðum, það er að segja á yfirborðinu, og það þýðir að óleyst vandamál hlaöast upp. Stjórnvöld sjá sér einfaldlega hag í því að viðhalda óbreyttu ástandi og að þeirra tilstuölan verða því ekki framfarir. En fólkið sjálft er jafnframfarasinnað og þaö var fyrir tíu árum. Það er í eðli mannsins að leita úrlausnar á vandamálunum. Tékkar og Slóvakar vilja fá að ráða sér sjálfir. Þeir vilja auka þjóðar- samstöðu. Þeir vilja frelsi og lýðræði, meöal annars til aö geta haft eftirlit með valdahlutföllunum í þjóðfélaginu. Svona lagaö er ekki hægt að kæfa. — Teljið þið þá ef til vill horfur á nýju vori? — Sagan endurtekur sig alltaf, en aldrei á nákvæmlega sama hátt, sagði Hejzlar. — Nýtt vor kemur fyrr eða síðar. Það er óhjákvæmilegt. Og þótt tíminn líði hægt í Austur-Evrópu þá erum við sannfærðir um að fólkið þar á eftir að losa sig undan einræöinu. Með hvaða hætti þaö gerist eða hvenær er auðvitað ekki hægt að segja fyrir um, — það fer mikiö eftir þróun mála í Sovétríkjunum og hvernig þar miðar í framfaraátt. Meðan Brezhnev er þar viö völd gerist ekkert, en mikið veltur á því hvaöa menn taka viö þegar hann hættir. Menn mega ekki búast viö snöggum umskiptum og hvað eru ár eða jafnvel áratugur í veraldar- sögunni. Á þessari öld hefur öll þróun verið miklu hraðari en áöur hefur þekkzt, og mörgum gengur illa aö átta sig á því og setja þaö í samhengi. Ef einhverjum heföi til dæmis dottiö í hug aö slá því fram fyrir segjum 40 árum, að Stalín væri afskrifaður í Sovétríkjunum nú, eða fyrir 30 árum að kommúnistaflokkar á Vesturlönd- um væru búnir að segja sig úr lögum við móðurskipið í Moskvu. Talið berst að andófsmanna- hreyfingunni í Tékkóslóvakíu og menningarlífi í landinu eftir innrás- ina, og Goldstucker sagði meöal annars í því sambandi: — í menningarlegu tilliti er Tékkóslóvakía nú eins og hvert annað nýlendurfki. Eftir innrásina var rithöfundasambandiö, sem ég var formaöur í árið 1968, leyst upp og annað stofnað í staðinn að frumkvæði hinna nýju valdhafa. Nú má skipta rithöfundum í landinu í þrjá flokka: í hinum fyrsta eru höfundar, sem styöja einræðis- stjórnina, þá koma menn, sem hafa gefizt upp, viöurkennt „villu“ sína, verið síöan endurreistir og fá nú verk sín útgefin að launum fyrir að hafa tekiö sinnaskiptum. Loks eru þeir rithöfundar, sem hafa þverskallazt viö kröfum stjórnar- innar um breytta afstööu. Bækur þeirra hafa veriö geröar upptækar og þeir fá verk sín ekki útgefin í landinu. Um 250 slíkir rithöfundar eru nú á bannlista í Tékkóslóvakíu, en þeir hafa sínar leiðir til að koma verkum sínum á framfæri. Þeir starfrækja fyrirtæki, sem kennt er viö hengilás, en sú nafngift er komin úr gamalli vísu. Ritverkin eru vélrituö og hvert eintak er undirritað af höfundinum sjálfum, og á þennan hátt hafa verið gefin út um 150 verk. Golstúcker heldur áfram: — Á sama hátt og rithöfundar hafa verið bannlýstir hafa 144 sagnfræöingar í Tékkóslóvakíu verið gerðir upptækir, ef svo má að orði komast. Þeir fá ekkert tækifæri til að starfa að fræöum sínum og yfirvöld sjá til þess að þeir verða að sjá sér og fjölskyld- um sínum farboröa með vinnu, sem á ekkert skylt við sagnfræöi. Þekkt er sú aðferð einræöisstjórna að meina börnum þeirra, sem ekki eru á réttri línu, aögang, að skólum, ekki sízt háskólum. í Tékkóslóvakíu hafa þessir andófs- sinnuöu sagnfræöingar hafið fræðslustarf fyrir slík ungmenni, og gengur þessi starfsemi undir nafninu Jan Patockaháskólinn. Þetta eru í rauninni námskeiö í sagnfræði, sem að sjálfsögöu eru vægast sagt frábrugöin hinni opinberu, og námskeiöin eru kennd við safnfræðinginn Jan Patocka, sem var virkur í andófs- mannahreyfingunni og var einn þeirra, sem höföu forgöngu um undirritun skjalsins Mannréttindi '77, en hann lést í vor sem leið. — Hver er politisk afstaöa ykkar sjálfra? — Við erum sósíalistar, — lýöræöissinnaöir sósíalistar, segir Hejzlar og hefur orð fyrir báöum. — Sósíal-demókratar? — Nei, alls ekki. Viö viljum alls ekki láta kenna okkur viö sósí- al-demókrata. — En nú þýðir orðið sósí- al-demókrati bókstaflega talað lýðræðis-sósíalisti? — Að vísu já, en okkar sósíal- ismi á sér rætur í kommúnisma. í rauninni er hægt að segja sem svo að við aöhyllumst umbótasinnað- an kommúnisma, en ekki aftur- haldskommúnismann, sem hefur oröiö óhjákvæmileg afleiðing ein- ræðisins í Austur-Evrópu, segir Hejzlar. Öllu lengra varö ekki komizt með samræmingu hugtakanna í þessu samtali, en Hejzlar bætti því þó viö aö þaö skipti verulegu máli í þessari baráttu, og raunverulega mætti líta svo á að það væri eitt helzta vopniö, að andófsmenn og baráttumenn fyrir mannréttindum í Tékkóslóvakíu og fleiri Aust- ur-Evrópuríkjum, vörpuðu komm- únismanum ekki fyrir róða, heldur settu þeir fram kröfur um lýðræði í slíku þjóösklpulagi. — Þið viljið sem sé kommún- isma með mannúðlegt andlit? — Já, það má orða það svo, sagöi Hejzlar. Þeir félagar voru aö endingu spurðir álits á Helsinkisáttmálan- um og kröfum að vestan um aö mannréttindaákvæöi hans væru haldin: — Menn mega ekki búast við of miklu, en það má samt ekki slá af slíkum kröfum. Það er mikilvægt fyrir andófshreyfinguna í landi eins og Tékkóslóvakíu að finna slíkan stuðning að utan og flestir eru þeirrar skoöunar að stjórnvöld fari varlegar í sakirnar fyrir bragöiö. Þótt reynt sé að koma í veg fyrir að upplýsingar berist frá útlaga- hreyfingunni erlendis þá tekst það ekki. Tékknesk stjórnvöld hlera samtöl og ritskoöa bréf, en þrátt fyrir þetta tekst alltaf að koma boðum á milli. Við gefum út tímaritið „Listy“, sem þýöir einfald- lega „blað", og það kemur út annan hvern mánuö. Það er gefiö út í Róm en langmestum hluta upplagsins er dreift í Tékkóslóvak- íu og að minsta kosti þriðjungur þess efnis, sem birtist í „Listy“ kemur frá fólki, sem enn er í landinu. Þetta segir sína sögu um sambandiö, sem er milli andófs- manna heima fyrir og okkar, sem stöndum fyrir utan, segir Hejzlar. — Hvað er upplag „Listy“ stórt? — Það er hernaðarleyndarmál, sem viö höfum ekki hugsað okkur að uppljóstra, segja þeir félagar, og bæta við: — Öryggislögreglan í Tékkó- slóvakíu fær kaup fyrir að komast að því hvað upplagið er stórt og koma í veg fyrir að ritiö komist inn í landið, og það er ekki vert að eyðileggja ánægjuna fyrir henni með því að gefa neinar upplýsing- ar. —Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.