Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 „Draumur I „Forsetinn I hans að stjórna I hefur færst í I frá miðju" I biðilsbuxur" I „Forskot hans gálga- frestur?" „...gaullískri hefð brugðið..." Þegar Giscard Frakklandsforseti hitti aö máli Bokassa Mið-Afríkukeisara í ferö nýlega heföi e.t.v. ekki veriö ofmælt aö kalla þaö fund tveggja einvalda. Margt bendir til að mönnum þyki sem vegur Frakklandsforseta hafi vaxiö mjög viö kosningasigurinn í mars og komst brezka blaðið „The Economist" m.a. svo aö oröi á sumri öndveröu aö sigurinn heföi „laugað forsetastól hans heimsveldisljóma". Þó væri misráöið aö skilja upphafningu Giscards á þann veg að hann heföi á einhvern hátt færzt í mektarskrúöa Versalakónga frá því fyrir tíma lýöveldis. Þaö, sem öllu heldur þykur nýjabrum á stjórnaraðferð Giscards, er tvíeflt öryggi hans sjálfs til að finna þeim hugsjónum staö, er hann brast djörfung til að láta viö veöri áöur. Frelsun forsetans hefur einkum lýst sér mörkun utanríkis- og efnahagsstefnu. Á erlendum vettvangi hefur hann fariö eigin götur og jafnvel ögraö risaveldinu vestan- hafs. Framkvæmdir í efnahagsmálum þykja hins vegar spegla þá afstööu Giscards aö rótgróin iönríki veröi aö höggi viö samhenta og fjandsamlega vinstrifylkingu. Hin óskráöu lög fimmta lýðveldisins — aö forsetinn eigi rétt á eigin þjóðarsamkundu — voru í góöu gengi á nýjaieik. Giscard átti nú í fyrsta skipti yfir „forsetaflokki" aö ráöa á þingi, Frönsku lýðræöissamtökunum, UDF, sameyki miöjumanna og Lýöveldisflokks Giscards sjálfs. Þegar leið á sumar fór aö koma í Ijós aö sigurinn haföi innblásið forsetanum hugrekki. Hann markaöi sjálfstæöari stefnu í utanríkisefnum og vék út af rótgróinni hefö Gaullista. Stefna Giscards varöandi hernaöaríhlutun í Afríku vitnar um áræöi rammaukins stjórnmálaforingja til aö storka venju. Frökkum hefur aö vísu ávallt veriö umhugaö um frönskumælandi hluta Afríku, en sú sannfæring Giscards aö hringlandi Carters Bandaríkjaforseta gæfi Sovétmönnum of mikiö ráörúm hlýtur aö hafa mótaö ákvarðanir hans. Fyrir ári virtist vera tvíveörungur í Frökkum meö tilliti til Afríku. Þegar ráöist var inn í Shaba-héraö frá Angóla í fyrra lét Giscard sér nægja aö sjá Marokkóher Vandi með vegsauka endurheimta sinn gamla sveigjanleika eigi þau aö rata út úr núverandi efnahags- ógöngum. Áreiöanlega hefur sá draumur Giscards aö stjórna frá miöju franskra stjórnmála aldrei veriö nær því aö rætast en nú. En þrátt fyrir aö „The Economist" leiöi rök aö því að hann hafi aö undanförnu stigið fram í dagsljósiö sem „glöggskyggnasti ráöamaöur á Vesturlöndum" er vafamál aö veldi hans sé eins óskoraö og glæsibragurinn gefur tilefni til aö ætla. Giscard d’Estaing hefur varpaö af sér hlekkjunum í svip. En spyrja má hvort hann hafi í fyrsta lagi beitt sér fyrir verulegum endurbótum í frönsku þjóölífi og hvort innri gerö og aöstæöur stjórn- mála í Frakklandi geri forsetanum í ööru lagi kleift aö stjórna eins og nýfrelsuðu fyrirmenni sómir? Andleysi Naumast verður sagt aö fyrstu fjögur ár Giscards d’Estaings á forsetastóli hafi veriö stórfengleg. Hófsöm umbótastefna forsetans rann út í sandinn í kjölfar olíukreppunnar og alþjóölegrar öldulægöar. I þessu efni tjónkaöi ekki aö skella skuldinni á samstjórn meö Gaullistum, sem höföu raunar alltaf látiö undan gengi Giscard fast eftir eins og þegar ágreiningur varö um beinar kosningar til Evrópuþingsins. Hefðu Gaullistar leikið tveimur skjöldum gagnvart Giscard heföu þeir annaö hvort þjónaö vinstriöflunum eöa aliö á sundr- ungu í eigin rööum. Sökin var fyrst og fremst Giscards og miðjumanna sjálfra, sem geröu sér lítið far um raunhæfar endurbætur eins og í Ijós kom í deilum um álagningu virðisaukaskatts 1976. „Gis- card var umfram allt fórnarlamb síns eigin andleysis” ritaöi bandarískur fréttaskýr- andi skömmu eftir kosningarnar í mars. Þó skyldi enginn skilja orö þessi þannig aö Giscard d'Estaing heföi engu til leiðar komiö. í hugann koma til dæmis barátta hans í frjálslyndisátt varöandi lög um fóstureyöingar og lækkun kosningaald- urs. Þegar á allt er litiö er engu síöur erfitt aö verjast þeirri tilfinningu aö Giscard, hámenntaö afsprengi nafntogaöra skóla, hafi lengst af borið allt of mikla lotningu fyrir hinum „órannsakanlegu” vegum franska ríkiskerfisins til að leggja sig í framkróka um brýnar endurbætur á stjórnarskipuninni. Hafi Giscard fylgt auökennanlegri stefnu var hún umfram allt „aö sjá hvaö setur“ í von um aö ástandiö batnaöi af sjálfsdáöum. Skoðanakannanir viröast þó hafa vakið honum ugg í brjósti um aö stjórnarflokkunum yröi skammt til skjótra ófara .í kosningunum í marz sætu þeir áfram viö sama keip. Skýring hans var fyrst og fremst sú aö hnignun og feyskileiki ógnuöu hægrafylginu og yröi því aö reyna aö slæöa upp atkvæöi tvístígandi jafnaöarmanna í krafti fyrir- heita um félagslegar endurbætur. Stjórnin haföi knappan sigur í kosning- unum. En svo var ekki herbragðafræöi Giscards fyrir aö þakka. Kjósendur, sem hlaupizt höföu undan merkjum meirihlut- ans í sveitar- og bæjarstjórnarkosningum, snéru aftur í marz sökum þess aö sundraöir vinstrimenn gátu ekki komiö sér saman um sameiginlega stjórnarstefnu. Árœði Enginn vafi leikur á aö kosningasig- urinn styrkti Giscard verulega í sessi. Hann átti nú ekki lengur í fyrir flugvélum til flutnings liössveita þeirra til Mobutus forseta. Þegar innrásin var gerö í apríl síöastliönum var Giscard hins vegar alls ósmeykur viö aö senda franskt herliö til Shaba. Þetta óvænta framtak hvekkti Rússa, sem de Gaulle hershöfö- ingi haföi reynt aö halda góöri sambúö við. En gaullískri hefö var brugöiö á fleiri vígstöövum. Giscard gerði út af örkinni sveitir útlendingaherdeildarinnar til Chad til stuönings stjórninni gegn uppreisnar- mönnum úr rööum Múhameöstrúar- manna. Atburöur þessi hefur orðið til þess að magna óþokka meö Frökkum og byltingarstjórninni í Líbýu, er styöur uppreisnarmenn. Þá hefur franski flugher- inn gerzt hliðhollur yfirvöldum í Vest- ur-Sahara, þar sem Polisaríó-uppreisnar- menn hafa látiö til skarar skríöa meö Alsír aö bakhjarli. Á þennan hátt hefur Giscard augljóslega gert aö engu heföbundna vinskaparstefnu Gaullista gagnvart Líbýu og Alsír. Sú stefna forsetans aö hefta útbreiöslu and-vestrænna áhrifa í Afríku er bundin áhættu, einkum þar sem misreiknuð íhlutun gæti svipt innanríkisstoðum undan utanríkisstefnu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.