Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 23 28 ágúst 1978, eftir langa og erfiða legu, 81 árs að aldri. Eftir að styrjöldinni lauk, tók Cæsar stýrimannapróf í Reykja- vík. Hann æt.laði sér að hafa sjómennsku að lífsstarfi og undi vel á hafinu. En er hann var um þrítugt, varð hann fyrir áfalli, sem batt enda á þær framavonir. Hann fékk þá taugaveiki og var lengi illa hald- inn. Kom þá sár á fætur hans, sem var þess eðlis að hann þoldi ekki að vera á sjónum. Hann varð því að bregða á annað ráð, leita að vinnu á landi, sér og fjölskyldu sinni til framdráttar. Hann var kunnáttumaður á ýmsum sviðum. I upphafi þessa tímabils setti hann upp verzlun. En það átti ekki við hann. Þá setti hann upp olíu- hreinsunarstóð og rak hana um alllangt skeið. En seinustu árin vann hann á verkstæði hjá Bræðrunum Ormsson í Reykjavík. Cæsar kom alls staðar fram sem þrekmaður, stilltur í framkomu, íhugull og leitandi í hugsun. Á seinustu árum sínum tók hann að skrifa í frítímum sínum frá öðrum störfum. Honum var ritþörf í blóð borin, eins og mörgum hans skyldmennum. Hall- björn, faðir hans, var skáldmæltur og á efri árum sínum ritaði hann ævisögu sína, sem er mikil fróð- leikssaga og birtist í nokkrum heftum Ársrits Vestfirðinga. Páll, bróðir Cæsars, hefur skrifað sex bækur, skáldsögur, ferðabók og andlegar hugleiðingar. Og sonur Cæsars er hinn kunni rithöfundur, Elías Mar. Cæsar skrifaði fyrstu bækur sínar um feril sinn um höfin og löndin og reynslu sína á þeim ógnarárum. Nöfn bókanna benda í þá átt. Fyrsta bókin hét: Úr djúpi tímans, ónnur Vitinn, og hin þriðja Siglt um nætur. Hann var kunnáttumaður í sjómennskunni, hvvort sem var á seglbúnum skipum eða vélknúnum. Þá skrif- aði hann skáldsögur. Voru þrjár þeirra lesnar sem framhaldssögur í útvarpið: Bak við steininn, Sumarfrí og Sólveig og Halldór. — Og enn hélt hann áfram að skrifa meðan kraftar entust. Skilur hann því eftir sig handrit, sem vafalaust eiga eftir að koma fram og bera vitni gáfum hans og gjórhygli. Þannig lauk þessi mikilhæfi maður síðustu missirum ævi sinn- ar. Mikilhæfi maður, endurtek ég. Frá unga aldri stóð hann í stórum og margbreytilegum verkum. Og á hverjum stað minnti hann á þrekmikla piltinn, sem lagði bjart- sýnn af stað frá æskustöðvunum út á ólgusjó styrjaldarinnar. Þegar hann var í siglingum á yngri árum, fannst honum óþjált að vera Hallbjarnarson, í orði eða á pappírum. Hann tók sér þá nafnið Mar og notaði réttindi til þess að fá nafnið staðfest 1922. Elzta barn Cæsars er Elías rithöfundur. Móðir Elíasar, Elísa- bet Benediktsdóttir, lézt þegar drengurinn var á fyrsta ári. Elías ólst upp hjá móðurómmu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Hausa- stöðum á Álftanesi. Nokkru síðar kvæntist Cæsar Jóhönnu M. Guðfinnsdóttur, ættaðri úr Bolungarvík, góðri konu og mikilhæfri. Með kostum sínum og atorku hélt hún heimili þeirra fallegu á öllum árstíðum lífsins. Þá vann hún einnig nokkuð utan heimilisins, sá um veizlur og samsæti á opinberum stöðum. Þeirra synir eru Óskar og Sigurður, báðir vélstjórar að mennt og eru nú forustumehn við fyrirtæki. Þeir eiga báðir fjöl- skyldur. Áður en Jóhanna giftist 'tti hún dóttur, Kristínu að nafni. Iún varð kjörbarn Cæsars og ber nafnið Mar. Hún er gift kona í Bandaríkjunum. Cæsar Mar var alvarlegur maður. Þó að broshýra væri að jafnaði í svip hans, var hann ekki viðhlæjandi allra. Og augljóst var að í athugulum augum hans var skyggnst inn í leyndardóma. Þegar þessi gjörfulegi maður hefur nú lokið ferli sínum með okkur samferðamönnum 20 aldar- innar, er það hugboð mitt og von, að hvar sem far hans ber að landi, muni hann sem stafnbúi verða boðinn velkominn til starfa. Gunnar M. Magnúss. Eggert Sigurlás- son - Minningarorð Eg kynntist Eggert Sigurlássyni fyrst fyrir 23 árum á heimili tengdaforeldra hans á Faxastíg 8 í Vestmannaeyjum. Hann hafði þá nýlega lokið námi í húsgagna- bólstrun og vann við undirbúning að stofnun sjálfstæðs atvinnu- rekstrar í iðngrein sinni, sem hann stundaði af miklum myndarskap í Vestmannaeyjum allt til örlagaat- burðanna í Heimaey 1973. Ég minnist þess, að sem ungl- ingur við þessi fyrstu kynni, þá dáði ég þennan glæsilega íþrótta- og félagsmálamann og virðing mín fyrir honum og fjölskyldu hans átti eftir að aukast er leiðir lágu saman síðar austur undir Eyja- fjöllum þar sem Eggert átti lítið sumarhús. Þar dvaldist ég síðast liðið vor eina helgarstund ásamt þeim Eggert og Svanhvíti eigin- konu hans og tveimur yngstu börnum þeirra. Mig grunaði ekki þá, ég held ekki hann heldur, að við ættum ekki eftir að hittast aftur á þessum stað. Ég man að við ræddum margt saman um atburði síðustu ára, þar á meðal um eldgosið á Heimaey, sem olli þáttaskilum í lífi svo margra sem við þekktum báðir. Ég minnist þess sérstaklega á hvern hátt Eggert lýsti þessum tíma og hve eðlilega hann ræddi um þá erfið- leika sem í kjölfar eldgossins fylgdu fyrir hann sjálfan og aðra Vestmannaeyinga. Og víst er að slíkir atburðir, sem valda röskun á búsetu eða glötun einhverra eigna, hafa lítil áhrif á þá sem missa það sem þeim er kærara. Á síðasta ári lést Kjartan sonur þeirra Eggerts og Svanhvít- ar, glæsilegur ungur maður, íþrótta- og félagsmálamaður eins og faðir hans. Hann var sem skátaforingi að búa sig undir að geta komið öðrum til hjálpar ef kallað yrði og varð fyrir slysi á bjórgunaræfingu í Eyjafjallajökli. Ég votta fjölskyldu Eggerts, þeim Svanhvíti Kjartansdóttur frænku minni, börnum hennar og móður innilegustu samúð. Sigurður Óskarsson. Fundum okkar Eggerts Sigur- lássonar bar fyrst saman á bólsturverkstæði hans úti í Vest- mannaeyjum, veturinn 1969. Ég var þá veðurtepptur þar í þrá daga, og beið eftir flugfari til Reykjavíkur. í leiðindum mínum fór ég að hugleiða, hvort ég þekkti ekki einhvern til að heimsækja og spjalla við. í starfi mínu í samtökum ungra jafnaðarmanna hafði ég oft heyrt getið um Eggert. Ég ákvað að hafa upp á honum og heimsótti hann á verkstæðið. Ég knúði dyra og gekk inn. Inni var einn maður, ónnum kafinn við verk sitt. Er ég hafði kynnt mig, tókum við tal saman og að sjálfsögðu um jafnaðarstefnuna og málefni Sambands ungra jafn- aðarmanna. Þessi fyrstu kynni mín af Eggerti hafa verið mér hugstæð og hugþekk æ síðan. Hann var þarna, tók mér af hlýju og vinsemd, með traustu handtaki, en samt svo hógvær og lítillátur, en hélt fram skoðun sinni óhikað á því sem um var rætt. Þegar eldsumbrotin urðu í Vest- manna?yjum, þá fluttist Eggert ; með fjölskyldu sína hingað í Mosfellssveit og hér reistu þau hjón sér mjög fallegt heimili svo af bar hvort litið var innan dyra eða utan, hjónin voru greinilega mjög samhent og sannarlega ræktuðu þau garðinn sinn í þess orðs fyllstu merkingu. Hér í Mosfellshreppi hittumst við Egg- eft aftur og þá hefjast kynni okkar og samstarf. Fljótlega eftir að fundum okkar Eggerts bar saman á ný, ræddum við um, að nauðsyn bæri til að stofnað yrði Alþýðuflokksfélag í Kjósarsýslu. Það varð ekki að veruleika fyrr en í október 1976. Við vorum báðir kosnir í fyrstu stjórn félagsins, ég sem formaður, en hann varaformaður. Öll störf hans í þágu félagsins báru þess vott að hann var hugsjónamaður, sannur og einlægur jafnaðarmað- ur, sem þoldi ekki ójöfnuð eða misrétti, kunni betur við að starfa án hávaða og fyrirgangs. Þetta var í raun staðfesting á kynnum okkar dagstund þá út í Vestmannaeyjum sem áður er um getið. Hógværð og lítillæti ásamt staðfestu og hreinlyndi voru hans aðalsmerki. Fyrir hönd Alþýðuflokksfélags Kjósarsýslu, þakka ég honum margháttuð störf í þágu þess og til framgangs jafnaðarstefnunnar á íslandi. Persónulega kveð ég þennan félaga minn með söknuði og þökk fyrir stutt en ánægjuleg kynni. Ég votta eiginkonu hans og börnum mína innilegustu samúð, og óska þess að þrátt fyrir sáran missi, megi lífið færa þeim gleði og hamingju. Kristján Þorgeirsson. Kveðja frá Kiwanisfélögum. í árslok 1975 var Kiwanisklúbb- urinn Geysir stofnaður, einn af stofnendunum er nú látinn, sá fyrsti úr hópi stofnfélaganna. Eggert Sigurlásson bólstrari, ætt- aður frá Vestmannaeyjum. Eggert var virkur félagi í klúbbnum til dauðadags. Enda trúr því markmiði Kiwanishreyf- ingarinnar „að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess en verðmæti af veraldlegum toga spunnin". Eggert var hógvær maður og lítillátur sem sóttist ekki eftir frama innan hreyfingarinnar, en samt hlóðust á hann störf, enda ljóst að hann var trausts verður. Öll störf sín fyrir Geysi vann Eggert af vandvirkni, alúð og skyldurækni. Fyrir það viljum við Kiwanisfélagarnir þakka honum. Hann verður okkur lengi minnis- stæður, þessi hógværi og lítilláti félagi, sem kunni betur hljóðlátri vinnusemi en hávaða og tilgangs- lausu gaspri. Við félagarnir í Geysi kveðjum ljúfan og geðþekkan félaga með virðingu og þökk fyrir störf hans í þágu Kiwanishreyfingarinnar, við vottum konu hans og börnum innilegustu samúð, með ósk um að minningin um góðan dreng megi létta þunga sorg. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellssveit. Okkur er öllum búin sú stund þegar vegferð okkar hér á jörðu skal ljúka, og við hverfum bak við hina miklu móðu sem skilur líf og hel. Hvenær sú stund rennur, er okkur af miskunn hulið hverjum og einum. Venjulega á sú stund nokkurn aðdraganda, en þó kemur hún í ýmsum tilfellum öllum að óvörum. Stundin kemur og menn eru kaliaðir burt og eftir verður skarð í fylkingu ástvina og félaga. Sú óumflýjanlega staðreynd, að við verðum fyrr eða síðar að hlýða + Utför, JÓNS D. GUÐMUNDSSONAR, Austurbrún 6. fer fram frá F ríkirkjunni fimmtudaginn 7. september kl. 1.30. María Tómaadóttir, Höröur Arinbjarnar, Ragnheiður Haraldsdóttir. : .JHaaMK kalli dauðans er okkur öllum ljós. En þó er það þannig, að þegar einhver samferðamanna okkar er kallaður fyrirvaralítið og við horfum á skarðið eftir hann, veitist okkur örðugt að átta okkur á því sem skeð hefur. Þannig hefur farið fyrir mörg- um er sorgarfréttin um lát Egg- erts Sigurlássonar barst mönnum til eyrna. Andlát Eggós (en það var hann ætíð kallaður) bar að nokkuð óvænt, hann var lagður á sjúkrahús fyrir um þrem mánuð- um síðan og andaðist þar 29. ágúst s.l. Þá voru þrettán mánuðir frá því, að hann varð fyrir því mikla áfalli að missa son sinn Kjartan. Kjartan lést 28. júlí 1977 af völdum meiðsla sem hann hlaut er hann var að æfingu með Hjálpar- sveit skáta. Eggó var fæddur hér í Vest- mannaeyjum 20. febrúar 1929, sonur hjónanna Sigurlásar Þor- leifssonar og Þuríðar Sigurðar- dóttur konu hans. Hann ólst hér upp ásamt stórum barnahópi þeirra hjóna. Eggó var prúður og hógvær í framkomu, en hafði þó létta lund og var með afbrigðum skemmtinn í kunningja hóp, hann var mjög góður íþróttamaður á yngri á-rum og vann margan sigurinn á hlaupabrautinni. Hann var húsgagnabólstrari að mennt, og eru mörg heimili hér í bæ sem vitna um hans fallega handbragð. Hinn 5. ágúst 1954 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Svan- hvíti Kjartansdóttur. Þau eignuð- ust fjögur börn: Kjartan sem lést af slysförum eins og fyrr segir, Sigrúnu flugfreyju, gift Frank Paulin læknanema, Hildi og Hjalta sem enn eru í föðurhúsum. Eggó og Svana byggðu sér fallegt heimili hér í Eyjum og bjuggu hér þar til eldgos hófst nóttina 23. janúar 1973. Þau fluttust til fastalandsins eins og aðrir Eyja- búar og byggðu sér þar annað fallegt lieimili að Arnartanga 31, í Mosfellssveit. Það kom sem reiðarslag yfir vini og venslafólk Eggós, að honum skyldi vera svipt burtu úr hópnum. Við skiljum ekki hvað veldur og þótt við vitum „að látinn lifir" eigum við bágt með að sætta okkur við tilhugsunina. Við sjaum á bak góðum félaga. For- eldrar og systkini sjá á bak kærum syni og bróður, en sárastur er harmurinn og þyngstur er missir- inn Svönu og börnunum. I vanmætti mínum flyt ég ástvinum mágs míns innilegusr- samúðarkveðjur. Megi alvaldur Guð létta þeim sorgina. Jónatan Aðalsteinsson, Vestmannaeyjum t Astrík móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Sundlaugavegi 14, lézt á Landspítalanum, sunnudaginn 3. sept. Jakob Sigfusson, Guðni Sigfúsaon, Siguröur Sigfússon, Friorik Sigfússon, og barnaborn. Sigríður Blondal, Kristin Sigurbjörnsdóttir, Ástkær bróðir minn t og móöurbróöir, JÓN KRISTINN VIGFÚSSON, Urðarstíg 2, sem andaöist 25. ágúst a Borgarspítalanum verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í das , miðvikudaginn 6. september kl. 3. Valgerour Vigfúsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir. + Útför mannsins míns, fööur, tengdafðður og afa, GÍSLA SIGURÐSSONAR, Miðtúni 9, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög, Katrín Kolboinsdóttir, Mrn, tengdasonur og barnabörn. t Innilegar þakkic fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR JÓSEFSDÓTTUR, Bollagötu 3. Una JohaniMSdóttir, Bjðrn Jóhannssson, Margrét Johannosdottir, Hólmfríður Jóhannasdóttir, Jón Josop Jóhannasaon, Sigurður Jóhannaason, Einar Jóhannasson, Ólafur Biarnaaon, Gísli Ólafsaon, Þorhalla Gunnarsdottir, Marianne Johannesson. barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fiytjum viö þeim sem sýndu vináttu og samúð viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og systur, HELGU ÞORBERGSDOTTUR fr* Þingeyri, Rauðalnk 32, Þorbjörg Jonsdóttir, Þðrarinn Þ. Jonsson, Gunnar Jónsson, barnabðrn, barnabarnabarn og systkini hinnar Mtnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.