Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 Cœsar Hallbjörnsson Mar — Minningarorð Fæddur 25. maí 1897 Dáinn 28. ágúst 1978. Bróðir minn Cæsar, var einn af tólf börnum þeirra hjóna Sigrúnar Sigurðardóttur og Hallbjarnar E. Oddssonar, er lengi bjuggu að Bakka í Tálknafirði. Hann var sá sjöundi í röðinni að ofan. Caesar ólst upp í foreidrahúsum, fór kornungur út í atvinnulífið, því að mörgu var að sinna á landi og sjó. Það kom fljótt fram hve hann var laginn við allt er hann tók sér fyrir hendur og uppfindingasamur baeði við störf og í leik. Hann var eins konar Edison í augum okkar yngri barnanna. Við Cæsar vorum á líku reki og unnum mikið saman, meðan báðir voru á Bakka. Hann var bráðvel gefinn og mjög fríður sem dreng- ur, allur vel á sig kominn og er hann fullorðnaðist vakti hann athygli hvar sem hann fór. Um fjórtán ára aldur fluttist Cæsar með foreldrum sínum til Súgandafjaröar. Þar var lítið um atvinnu að ræða nema sjómennsk- una. Næstu þrjú árin réri hann á mótorbátum er gengu frá Suður- eyri, en um seytján ára aldurinn fór hann alfarinn að heiman. Hélt til Noregs og hóf siglingar, fyrst á seglskipum og síðar á alls konar gufuskipum. Hann sigldi um heimshöfin og kom til fjölda landa. Þetta var á stríðsárunum 1914 til 1918. Þrisvar varð hann fyrir því að skip hans var skotið niður og sumir félagarnir fóru með í sjóinn, en Cæsar komst alltaf á land, einu einni á skyrtunni einni saman. Að stríðinu loknu kom Cæsar aftur heim til lands síns. Fór áfram á sjóinn. Varð stýrimaður og skipstjóri á stórum og smáum skipum. Svo urðu þáttaskil í lífi hans. Hann var á línuveiðaranum Fróða með Þorsteini Eyfirðingi og veiktist þar af taugaveiki ásamt öðrum félögum sínum. Eftir það bar hann aldrei sitt barr, hvað heilsuna snerti. Hann hættir þá alfarið sjómennsku og snýr sér að öðrum störfum. Cæsar kvæntist 28. janúar 1930 Jóhönnu Guðfinnsdóttur, ættaðri frá Bolungarvík, hinni ágætustu konu, og eignuðust þau tvo sonu, Óskar og Sigurð. Áður en þau hjón stofnuðu til hjónabands hafði Cæsar eignast son, Elías Mar rithöfund. Einnig átti Jóhanna dóttur áður en fundum þeirra hjóna bar saman, Kristínu, sem Cæsar ættleiddi. Þar sem Cæsar vegna heilsu sinnar gat ekki lengur stundað sjóinn, réðust þau hjón í það að stofna til verzlunar hér í borg. Þau ráku matvöruverzlun um nokkura ára skeið. En þar sem hugur Cæsars var alla tíð bundinn uppfindingum og að móta eitthvað nýtt sat verzlun hans á hakanum. Næsta verkefni hans var að útvega sér trollgarn í vörpu, og finna upp flotvörpu, sem þá var óþekkt hér á landi. Hann sat svo tímum saman, langa daga í hinu ófullgerða Þjóðleikhúsi við Hverfisgötu, og baukaði við vörpu sína. Lauk verkinu. Vörpugerðinni. Svo fékk hann varðskipið Þór, með leyfi stjórnvalda, til að reyna hana. Nokkrar síldar veiddust í þetta nýja tæki, en eitthvað var ennþá að, en Cæsar hafði engin fjárráð til að halda tilraunum áfram til að fullkomna vörpu sína. Nú hættir hann að verzla, fær sér skúr á Þórsgötu og fer að hreinsa notaðar úrgangs olíur, sem áður hafði verið hent. Vélar- nar fann hann upp sjálfur og smíðaði þær einnig að miklu leyti. Síðar flutti hann þessa starfsemi að Sætúni 4 í Rvík. Þar byggði hann gott hús og fullkomnaði vélakostinn. Um fjölda ára rak hann þar olíuhreinsun og bíla- Minning—Astþór Pétur Olafsson Fæddur 15. marz 1938. Dáinn 23. ágúst 1978. Mig langar til að setja á blað örfá kveðjuorð við fráfall góðs vinar. Hver er tilgangur lífsins? Hví eru menn í blóma lífsins kallaðir burt frá ástvinum? Þannig mætti spyrja við fráfall ungs manns sem svipt er burt frá okkur, aðeins fertugum að aldri. Allt hefur sinn tilgang, enda þótt okkur mannanna börnum sé meinað að skilja það. Enginn nema Guð einn skilur lífið og tilgang þess. Fyrir hart nær þrettán árum kynntumst við Ástþór, og hefur hann ætíð verið mér góður vinur. I ferðalögum jafnt sem heima höfum við átt margar ánægju- stundir saman. Mér, konu minni og börnum hefur hann ætíð reynst sannur vinur. Margt var Ástþóri til lista lagt utan síns lærða starfssviðs sem var mjólkurfræði. Snyrting og fegrun umhverfisins var honum ætíð mikilvæg. Ástþór var hjálpsamur og einlægur vinur minn, og aldrei féll skuggi á okkar vináttu, þó að við værum ekki alltaf sammála í öllum málum. Ástþór var að eðlisfari dulur maður sem flíkaði ekki tilfinning- um sínum. Að hugsa rökrétt og framkvæma síðan var honum að skapi. Ástþór bjó eftirlifandi unnustu sinni Sigrúnu og börnum hennar hlýlegt og gott heimili að Flúðaseli 65 hér í borg. Veg heimilisins og fjölskyldunnar vildi hann sem mestan. Börn Sigrúnar tók hann eins og væri hann þeirra eigin faðir. Þessar örfáu línur lýsa í engu söknuði okkar við fráfall góðs drengs og vinar. Unnustu hans Sigrúnu og börnum hennar bið ég Guðs blessunar. Megi hann styrkja þau og vernda í sorg sinni. Einnig votta ég Steinunni og Þormóði, Hilmari, Ásgeiri, Áslaugu og þeirra fjölskyldum svo og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Megi orðstír um góðan dreng lifa. Halldór Örn Svansson. smurstöð. En þetta fór einhvern veginn úr höndum hans. Enn setti Cæsar upp sjálfstæð- an atvinnurekstur. Þá fann hann upp vél sem hann setti upp í bílskúr sínum. í vélinni framleiddi hann „Fittings", þ.e. efni til miðstöðvarlagna. Þessar vörur seldi hann síðan í verzlanir. Við þetta vann hann svo lengi sem heilsan leyfði. Hann var andlega hraustur og lagði því ekki árar í bát, en fór að skrifa bækur og sögur, sem lesnar hafa verið í útvarpinu. Segja má að Cæsar hafi verið gæfumaður. Hann lifði fjölbreyttu og starfsömu lífi. Eignaðist glað- lynda, atorkusama konu, sem stóð við hlið hans til hinstu stundar, bjó honum og fjölskyldunni hlý- legt og fallegt heimili og reyndist honum í veikindum síðustu ára hinn tryggi og góði lífsförunautur. Að leiðarlokum bið ég honum blessunar Guðs, og óska að hann finni sér eitthvað gott uppfindinga efni í nýja heiminum. eftirlifandi konu hans og börnum votta ég innilega samúð og virðingu. Páll Hallbjörnsson. Vorið 1897 létu hjónin á Bakka í Tálknafirði, Sigrún Sigurðardótt- ir og Hallbjörn E. Oddsson, skíra sjöunda barn sitt. Það var dreng- ur. Sigrúnu hafði áður dreymt konu, sem látin var fyrir nokkru, og hafði hún þar með vitjað nafns. Draumkonan hét Sesselja. Til þess að verða við beiðni konunnar, þótti foreldrunum rétt að láta drenginn heita Sesselíus. Þegar presturinn spurði, hvað barnið ætti að heita, nefndi hann Sesar — Cæsar. Þar með var búið að skíra drenginn þessu fágæta rómverska nafni, — fyrir misheyrn eða mismæli. í maímánuði 1912 fluttist þessi Bakkafjölskylda frá hinum mjúka og græna Tálknafirði norður til Súgandafjarðar. Það var fríður flokkur, sem þá steig á land í gullnemabænum á Suðureyri. Sigrún og Hallbjörn höfðu eignazt 12 börn, af þeim voru ellefu á lífi. Fjögur elztu börnin voru áður flutt til Suðureyrar, þar á meðal Sigurður og Oddur, báðir orðnir formenn og aflamenn í fremstu röð. Með flutningi þessarar fjól- skyldu úr Tálknafirði var sagan ekki öll. Um svipað leyti fluttust úr Tálknafirði tvær aðrar barna- fjölskyldur til Suðureyrar. Á Suðureyri hafði þá gerzt æfintýri með vélbátaöldinni á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Þar sem skömmu fyrir aldamótin voru um 20 sálir á Suðureyri, var 15 árum síðar risið nálega 300 manna kauptún og 22 vélbátar fyrir landi. Cæsar var nálægt miðri fjöl- skyldunni, en fjögur börn yngri. Yngst systkinanna voru tvíbura- systur sjö ára að aldri. Sigrún var frá Hofsstöðum á Barðaströnd, myndarleg dugnaðarkona. Hallbjörn var Oddsson prests Hallgrímssonar í Gufudal. Þau voru í hvívetna ötul og framsækin, bæði í atvinnu og til menningar. Eftir 16 ára veru á Suðureyri, fluttust þau Sigrún og Hallbjörn til Akraness og áttu þar heima til dauðadags. Til Akraness voru þá fluttir synir þeirra, Sigurður og Oddur, og voru þar skipstjórar og útgerðarmenn. Sigrún lézt 1934, 73 ára að aldri, en Hallbjörn lézt 1953, tæplega 86 ára. Það var tímamótadagur í lífi Cæsars, fimmtán ára piltsins, þegar hann kvaddi æskustöðvar sínar og steig á land á Suðureyri. Vitanlega var það einnig tíma- mótadagur systkina hans. En það var í rauninni ný veröld, sem opnaðist, og héðan lágu allar leiðir til æfintýra. Útþráin seiddi og laðaði. Cæsar var í flokki fríðra ungmenna, bjartur í ásjónu og glaður, hár vexti og þreklegur og setti gleðisvip á umhverfi sitt. Sú tíð var ekki langt undan, að fólk var bundið átthagafjötrum. En nú var búið að slíta það helsi og ný kynslóð dreiföist í allar áttir í leit að atvinnu, frama og æfintýrum. Og sú varð raunin með hinn unga innflytjanda. Ekki liðu nema nokkur missiri, þar til hann hvarf úr plássinu, til þess að kanna heiminn. Og hann leitaði ekki eftir fjarðalogni. Öðru nær. Þá var heimsstyrjöldin mikla, 1914 til 1918, skollin á, og Cæsar fór í siglingar um heimshöfin á þeim hættutímum og kom aldrei aftur til stöðvanna fyrir vestan. Hann kom þó heill úr baráttu og hættum styrjaldaráranna og sett- ist að fyrir sunnan. En nú hefur hann siglt í höfn og bundið bátinn í naust eftir hina löngu og margbreytilegu vegferð. Hann lézt raöauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar Aöalfundur Heimdallar Aöalfundur Heimdallar SUS í Reykjavík veröur haldinn sunnudaginn 17. september 1978 í Valhöll við Háaleitisbraut, kl. 14:00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Fríkirkjusöfnuöurinn í Reykjavík Almennur safnaöarfundur veröur haldinn í Fríkirkjunni fimmtudaginn 7. september kl. 8:30. Fundarefni: 1. Kosning kjörstjórnar fyrir væntanlegar prestskosningar. 2. Önnur mál. Safnaðarstjórnin. Söluturn í fullum rekstri á góöum staö í Reykjavík til sölu. Tryggt húsnæöi. Tilboö leggist inn á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Söluturn — 1845". Skip til sölu 6 — 8 — 9 — 10 — 11 — 12 — 14 — 15 — 22 — 26 — 29 — 30 — 36 — 38 _ 45 — 48 — 51 — 53 — 54 — 55 — 59 — 62 — 64 — 65 — 66 — 85 — 86 — 88 — 90 — 92 — 120 — 140 tn. Einnig opnir bátar af ýmsum stæröum. A ÐALSKIPASALAN. Vesturgötu 1 7. Símar 26560 og 28888 Heimasími 51119. Tilboð óskast í neöangreindar bifreiöar, sem skemmst hafa í umferöaróhöppum. Toyota Corolla árg. 1978. Toyota Carina árg. 1974. Saab 99 árg. 1974. VW 1200 árg. 1977. Cortina árg. 1970. Bifreiöarnar verða til sýnis viö skemmu Hagtryggingar h.f. Hvaleyrarholti, Hafnar- firöi, fimmtudaginn 7. sept. kl. 2 til 7 e.h. Tilboöum sé skilaö á skrifstofu okkar fyrir kl. 17 á föstudag. Hagtrygging. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ^_k AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.