Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 Utvarp kl. 10.45 og 17.50: Rætt um talgalla Þáttur Gísla Helgasonar, „Er hægt að laga talgalla hjá börnum", er á dagskrá útvarps- ins í tvígang á morgun, kl. 10.45 og 17.50. í þættinum mun Gísli ræða við Guðrúnu Bjarnadóttur talkennara en hún hefur aðsetur í Víðistaðaskóla. Að sögn Gísla er þessi þáttur í beinu fram- haldi af þætti sem hann hafði í útvarpinu fyrir viku og fjallaði um talkennslu fullorðinna. Þá var aðallega rætt um talgalla sem orsökuðust af slysum eða sjúkdómum en ekkert farið út í gormælgi, stam eða aðra þess háttar talgalla. „Sannleikurinn er sá," sagði Gísli, „að það er oft foreldrunum að kenna þegar um talgalla er að ræða hjá börnum, sérstaklega ef það er haldið í tæpitungu hjá þeim og lítið talað við þau." Sjónvarp kl. 20.30: "Nýjasta tækni og vísindi" I ÞÆTTINUM „Nýjasta tækni og vísindi" í kvöld verða 4 fræðslu- myndir. Sú fyrsta nefnist „Reiki- stjarnan Venus" og fjallar um rannsóknir sem Bandaríkjamenn hafa hafið á gufuhvolfi Venusar og yfirborði stjörnunnar. Tvö geimskip hafa verið send til Venusar og eiga þau að koma þangað í desember í ár og hefja þar rannsóknir. Önnur myndin nefnist „Lestrar- vél fyrir blinda" I henni er greint frá tilraunum sem verið er að gera með vél nokkra sem getur lesið upp úr bókum. Bókin er lögð ofan á vélina sem í er töiva sem greinir orð og gefur frá sér merki í samræmi við þau. Þannig getur vélin lesið upp úr bókum. Það er gert ráð fyrir því að ef þessar tilraunir ganga vel þá komi þessi vél á markað innan nokkurra ára. Þriðja fræðslumyndin ber nafn- ið „Vindorkan beizluð". Þar segir frá tilraunum sem verið er að gera til að beizla vindorku. Kosturinn við vindorkuna er sá, að hún er algjörlega mengunarlaus og hægt er að beizla hana til ýmissa nota, einkanlega til rafmagnsfram- leiðslu. Síðasta myndin í „Nýjasta tækni og vísindi" í kvöld nefnist „Gróðureyðing og uppblástur" og fjallar hún um vandamál sem við íslendingar eigum við að stríða. í þessu tilfelli er sagt frá áhrifum ofbeitar í Bandaríkjunum og þeirri gróðureyðingu og upp- blæstri sem víða hefur fylgt í kjölfarið. James (Christopher Timothy) og Helen (Carol Drinkwater). Sjónvarp kl. 20.55: Vof a f er á kreik „DÝRIN mín stór og smá" eru á dagskrá sjónvarpsins í kvöld og heitir þátturinn, sem sýndur verður „Reynslan er ólygnust". Þetta er 6. þátturinn en 7 þættir eru enn eftir af þessum mynda- flokki. I þættinum í kvöld kemur Helen með veikan hund til James og vill að hann lækni hundinn og býður James Helen út með sér. Ýmsir óvæntir atburðir taka að gerast, vofa fer á kreik í nágrenninu og gerir fólk mjög skelkað og gamall sérkennilegur karl sem James kemst í kynni við stendur á því fastara en fótunum að kýrin hans hafi dáið er eldingu laust í hana. James fer að rannsaka málið en engu tauti er við karlinn komandi, hann trúir sjálfum sér betur en læknunum. Samt sem áður ná þeir sér niður á karlinum á gamansaman hátt. Þátturinn í kvöld hefst kl. 20.55 Útvarp Reykjavík /MIÐNIKUD^GUR 6. september MORGUNNINN_____________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 4 7.10 Létt lö'g og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi= Tónleikar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna> Jón frá Pálmholti byrjar að lesa nýja sögu sína „Ferðina til Sædýrasafnsins." 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. 9.45 Iðnaðuri Umsjónarmaðuri Pétur J. Eiriksson 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist. Rose Kirn leikur á orgel St. Jósefs- kirkju i Hamborg Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir Dietrich Buxtehude, Salve Regina eftir Paul Hofhaimer og Preambulum og kanzónu eftir Heinrkh Scheider- mann. (Hljóðritun frá út- varpinu f Hamborg). 10.45 Er hægt að laga talgalla hjá börnum? Gi'sli Helgason tekur saman þáttinn. 11.00 MorguntónJeikar. Lazar Berman leikur Píanósónötu nr. 3 eftir Beethoven/ Fritz WunderJich syngur lög eftir Schubert. Koeckert-kvartett- inn leikur Strengjakvartett nr. 1 í Esdúr op. 20 eftir Haydn. 12.00 Dagskráin. Fréttir. Til- kynningar. SÍÐDEGIÐ ~~~~~ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkvnningar. Vi ínunai Tónleikar. 15.00 ðdegissagan. „Br<. ílíufararnir" eftir Jóhann Magnús Bjarnason Ævar R. Kvaran les (20). 15.30 Miðdegistónleikar. Pál Kadosa og Sinfóníuhljóm- sveit ungverska útvarpsins leika Pfanókonsert nr. 3 op. 47 eftir einleikarann. György Lehel stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatíminn Gísli Ásgeirsson sér um ti'mann. 17.40 Barnalög 17.50 Er hægt að laga talgalla hjá bbrnum? Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ_________________ 19.30 Landsleikur í knatt- spyrnu, íslendingar — Pól- verjar. Hermann Gunnars- son lýsir frá Laugardals- velli. 20.20 Einleikur í útvarpssal. Guðríður Sigurðardóttir leikur „Gosbrunninn" eftir Ravel og Píanósónötu í Es-dúr „Das Levewohl" eftir Beethoven. 20.45 Á níunda tímanum. Guðmundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 21.25 „Einkennilegur blómi" Silja Aðalsteinsdóttir f jallar um fyrstu bækur nokkurra ljóðskálda sem fram komu um 1960. Annar þáttur. „Þrö'skuldur hússins er þjöl" eftir Arnfríði Jónatansdótt- ur. Lesari. Björg Árnadótt- ir. 21.45 Samleikur á lágfiðlu og píanó Zoltán Toth og Szuzsa Eszto leika „La Campanella" eftir Paganini/ Primrose og Konserttónlist eftir Enescu. 22.05 Kvöldsagan. „Líf í list- um" eftir Konstantín Stanislavskf Kári Halldór les (6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnason- ar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIM/MTUDkGUR 7. september MORGUNNINN ~~~'"~~~ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Jón frá Pálmholti les sögu sína „Ferðina til Sædýra- safnsins" (2). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsjá, Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður stjórnar þættinum. 10.45 Dagvistunarheimili á vegum fyrirtækja. Þórunn Sigurðardóttir tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónleikar. Aaron Rosand og Útvarpshljóm- sveitin í Baden-Baden leika Sex húmorcskur fyrir fiðlu og hljómsveit op. 87b og op. 89 eftir Sibelius, Tibor Szöke stj./ Josef Greindi syngur ballöður eftir Carl Loewe, Hertha Klust leikur með á píanó./ Barokk-hljómsveit Lundúna leikur „Litla sinfóníu" fyrir blásarasveit eftir Gounod, Karl Haas stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ_________________ Á frívaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan. „Brasilíufararnir" eftir Á SKJÁNUM MIÐVIKIÍDAGUR 6. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vísindi (L) Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 20.55 Dýrin mín stór og smá (L) Breskur myndaílokkur. 6. þáttur. Rcynslan er ólygnust Efni fimmta þáttar. Að ráði Tristans ákveður James að bjóða Helen á dýran veitingastað. En það gengur síður en svo eins og best verður á kosið og James telur óv/st, að stúlk- an vilji sjá hann fratnar. Siegfried ákveðtir að selja sv ínin sem hann hafði bund- ið svo ntiklar vonir við, og verður Tristan því fcginn. Hann og James fara á dansleik með tveimur vin- koniim Tristaits. En þegar fagnaðurinn stondur sem hæst, koma Helen og Ed- mundson kunningi hennar á vettvang, James til mikill- ar hrellingar. Þýðandi Oskar Ingimars- son. 21.45 íþróttir Umsjónarmaðar Bjarni Fel- ixson. 23.20 Dagskrárlok Jóhann Magnús Bjarnason. Ævar R. Kvaran leikari les (21). 15.30 Miðdegistónleikar. Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leikur í bláa hellinum", þátt úr ballettin- um „Napólí" eftir Níels Gade, Launy Gröndahl stj. / Gé'za Anda og Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins í Lundúnum leika Píanókon- sert nr. 1 eftir Béla Bartók, Ferenc Fricsay stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar: (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.50 Víðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ_________________ 19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsbngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit. „Dagur er lið- inn" eftir George Shiels. Þýðandi og leikstjóri. Þor- steinn Ö. Stephensen. Persónur og leikendur. John Fibbs/ Valur G/slason, Frú Fibbs/ Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Peter Fibbs/ Sigurður Skúlason, Charles Daw/ Rúrik Haraldsson, Annie hjúkrunarkona/ Helga Stephensen, Læknir/ Ævar R. Kvaran, Herra Black/ Flosi ólafsson, Samson/ Sigurður Karlsson, Looney/ Þórhallur Sigurðs- son, Herra Hind/ Karl Guðmundsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Áfangar. Umsjónarmenn. Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.