Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 11 Lífsandi Sá vettvangur, sem e.t.v. vitnar þó berlegast um atkvæöameiri á- kvaröanatöku, eru efnahagsmálin. Síðan ríkisstjórnin ávarrn sér annað kjörtímabil við stjórntaumana í vor hefur hún ráöizt í þríþætta áætlun, er miðar aö því að auöga viðskiptalíf og treysta stoöir opins markaöshagkerfis í landinu. Einna mest hefur þótt kveða að þeirri ákvöröun stjórnarinnar aö leysa franskan iönaö úr viöjum verölagseftirlits á þremur mánuöum, en verðlag og hagnaður hefur í mörgum iöngreinum hlítt strangri ríkisumsjá frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Fyrstu skrefin í átt til „frjálsrar verölagningar" eöa „skýlauss kapítal- isma" eins og andstæöingarnir nefna þaö voru stigin í maí er verölag á rafmagnsút- búnaöi og eldhúsáhöldum var gefið frjálst. Er fyrirhugaö aö allur iönvarningur verði frjáls af hömlum við lok ársins. Franski efnahagsmálaráðherrann, Rene Monroy, lýsti hinu breytta andrúmslofti vel er hann komst svo aö oröi aö framvegis yröu iönrekendur aö þreyta kappsund viö alþjóöleg markaösöfl eöa sökkva til botns ella. Annar liöurinn í áætlun stjórnarinnar fólst í því, sem forsætisráöherrann, Raymond Barre, kallaöi „raunverösaö- geröina"; stórfelldri veröhækkun almenn- ingsþjónustu svo sem pósts og síma, rafmagns- og járnbrautaþjónustu. Gagn- rýni í þá átt aö veröhækkanirnar, í flestum tiivikum tuttugu og fimm af hundraöi, bitnuöu mjög á vísitölu framfærslukostn- aöar vísaði Barre til fööurhúsanna meö því aö segja aö nauösynlegt væri aö blása nýjum lífsanda í franskt efnahagslíf. Rök forsætisráöherrans eru þau aö meö því aö hækka verö nú höggvi ríkisstjórnin aö rótum veröbólgunnar, sem hann telur að sé einkum sprottin af öfgafullri ríkisfjár- festingu í óaröbærum atvinnugreinum. í þriöja lagi hefur ríkisstjórnin gert reka í því aö afla fjár til fjárfestingar í iönaöi og er almenningur hvattur til aö ávaxta sparifé sitt á vérðbréfamarkaði. Þannig var gefin út reglugerö í júnímánuöi, er mælir svo fyrir aö fyrstu 5000 frankar sem einstaklingar verja til veröbréfakaupa, skuli vera skattfrjálsir. Vonast stjórnin til aö geta meö þessum hætti séö svo fyrir aö um milljón manna fjárfesti í smáum stíl, enda þótt meira en lítilsháttar skattaíviln- anir þurfi aö koma til í því skyni aö efla tiltraust Frakka á gróöavettvangi þar sem vogun vinnur og vogun tapar. í skjóli sterkrar aöstööu sinnar er því bersýnilegt aö Giscard hefur hafizt handa viö framkvæmd langbældrar draumsýnar. Hann vill stuöla aö endurreisn hins opna markaöshagkerfis í Frakklandi — landi þar sem arðbær fjárfesting fyrirtækja hefur legiö í láginni um iangt skeiö og gjaldþrota einkarekstur hefur lengst af leitað griða undir verndarvæng ríkisvalds- ins. Viövörunarljós Af stefnumörkun í utanríkis- og efnahagsmálum má ráöa aö Gis- card hefur losnaö úr viöjum í kjölfar kosningasigursins. Á hitt ber þó aö líta aö framtíðin ein fær skoriö úr um hvort Giscard nýtir sér aöstööu si'na til fullnustu og tryggir aö forskotiö renni sér ekki úr greipum. Eitt fyrsta úrræöi hans í þessa átt var aö friömælast við jafnaöarmenn og kommúnista, er fengið höföu á baukinn í kosningunum. Stjórnar- andstæöingar fengu snemma ávæning af að þeim kynnu aö veitast réttindi til að svara yfirlýsingum stjórnarinnar í hinu ríkisrekna sjónvarpi Frakka, en fram til þessa höföu „frjálslyndisöflin" barizt gegn því. Giscard hefur stungiö upp á aö vinstrimenn fengju formennskuembætti mikilvægrar þingnefndar og stefnir aö því aö hiö opinbera hlaupi undir bagga fjárhagslega meö öllum stjórnmálaflokk- um í kosningabaráttu. Þá hefur hann ýjaö aö því að komiö veröi á hlutfallskosningu í héraðs- og bæjarstjórnarkosningum. Mesta athygli vakti hins vegar er forsetinn fór þess á leit viö Robert Fabre fpringja vinstri róttæklinga í lok ágústmánaðar, aö hann geröi áætlun um meö hverjum hætti mætti ráöa niöurlögum atvinnuleysis. Fabre beit á agniö og hefur þaö augsýnilega oröiö til að magna innbyröis úlfúö meöal vinstrimanna. Jacuques Chirac — Hinn metnaðargjarni leiðtogi Gaullista stefnir ljóst og leynt að því að koma Giscard á kné og er líklegur keppinautur hans 1981. En þótt Giscard hafi þannig kastaö beini fyrir vinstrimenn í svip er engan veginn séö til þess aö friöur haldizt til lengdar, enda oft aö kemur æöiregn úr dúsi. Ljóst er að hyggist Giscard þyrma frönsku þjóöinni viö frekari pólitískum væringum fram aö næstu forsetakosning- um 1981 þarf hann að vinda bráðan bug aö félagslegum endurbótum. Vandséö er eínnig hvort stjórninni veröur stætt á meiniætisstefnu Barres. Skoöanakönnun, er nýlega fór fram á vegum vikublaösins „Le Point", benti ótvírætt til aö efnahagsráöstafanir ríkis- stjórnarinnar heföu mælzt ílla fyrir hjá þorra kjósenda. Flestir aðspuröra kváöust þeirrar skoöunar aö hin nýja stefna myndi hafa óheillavænleg áhrif á verölag, atvinnuöryggi og hagsæld. Má stjórnin eflaust þakka þaö innbyröis skæklatogi vinstrimanna aö óánægjuraddirnar hafa ekki öölazt einaröan pólitískan málsvara. Efnahagssérfræöingar spá því aö verö- bólga muni nema tólf af hundraöi fram á næsta ár og aö tala atvinnulausra fari fram úr einni og hálfri milljón manna viö árslok. Gaullistar, stærsti flokkurinn í sam- steypu Barres, hafa gefiö viövörunarljós. Auk þess sem foringi þeirra, Chirac, hefur veitzt aö Giscard fyrir aö ala á atvinnuleysi og afskipti af málefnum Afríku, er Gaullistum áhyggjuefni hve stjórnin hefur gefiö lítinn gaum aö áætlanagerö af því tagi sem ríkastan þátt átti í aö breyta frönsku landbúnaöarþjóöfélagi í eitt af fremstu iðnríkjum veraldar eftir stríð. Reymond Barre — Mörgum er til efs að forsætisráðherrann sé maður af því tagi, er Giscard þarf á að halda til að vinna að verulegum félagslegum endurbót- um í Frakklandi. Tormerki Giscard hefur leitazt viö aö blása nýjum lífsanda í iönaöinn, meö því aö höggva á hlekki verölagseftir- lits. En hvaöa umbótum öörum þarf forsetinn að beita sér fyrir svo forskot hans veröi ekki annaö en gálgafrestur? Aö mati eins fremsta skörungs franskra jafnaðarmanna Michel Rocards eru þær eftirfarandi: Stuöla veröur að meiri valddreifingu. Koma veröur lögum lýö- ræöis yfir hinn afmarkaöa valdahóp í Frakklandi, sem líkist í mörgu höfíingja- stjórn. Rjúfa veröur samlífi ríkis og öflugra atvinnusamtaka, eins og bænda og iönhringa. Nauösynlegt er aö spretta spennitreyju skrifræöis, sem drepur í dróma frumkvæö' einstaklinga. Þá er og kominn tími til aö öllum veröi gert aö sitja viö sama borö meö tilliti til skatta og menntunaraöstööu. Sérréttindi ala á beizkju og fjandskap og bitnar þaö á afkastagetu atvinnuveganna. Það er því að vonum að menn velti vöngum yfir hvort forsetinn muni láta til skarar skríöa gegn áðurnefndum þjóöfé- iagssveiflum eöa láta sér nægja aö sýnast. Taki hann fyrri kostinn vaknar eölilega sú spurning hvort UDF muni fylgja honum að málum. Kjósendum Lýöveldisflokksins, áhrifamesta aðilans að UDF, eða Frönsku lýöræöissamtökunum, svipar aö félags- legri samsetningu til áhangenda Gaullista í því aö flokkamir eru báöir íhaldssamir „höföingjaflokkar". Jafnvel þótt Giscard tækist aö knýja UDF til fylgis vofir ávallt sú hætta yfir aö Gaullistar stingi fótum við. Giscard d'Estaing — Sigur hans mátti frekar þakka sundrungu vinstri manna en herbragðafræði hans sjálfs. Að vísu er hægt aö gera sér í hugarlund að UDF taki höndum saman meö jafnaöarmönnum. Afmörkuö samvinna samkvæmt ákveönum málefnasamningi viröist ekki fráleit, einkum þar sem um áþekk viöhorf viröist vera aö ræða meö tilliti til utanríkis- og varnarmála. En eftir á að hyggja er draumurinn um samsteypu jafnaöarmanna og UDF þó aöeins draum- ur. Flestir þingmanna UDF ná aöeins kjöri með tilstuölan flokksvélar Gaullista og kjósenda þeirra í annarri umferð þing- kosninga. Áreiöanlega mætti einnig innleiöa hlutfallskosningu í því skyni aö leysa jafnaöarmenn frá kosningabanda- lagi við kommúnista. Sá böggull fylgir þó skammrifi að UDF, ásamt Gaullistum, mundi tapa flestum þingsætum með slíkri ráöabreytni. Flest bendir því til að sömu tormerki séu á nýskipan pólitískra bandalaga í Frakklandi og áður. Ólíklegt er auk þess aö Giscard hafi nokkurn tíma gælt viö þá hugmynd aö skipta Gaullistum fyrir jafnaöarmenn sem sessunaut. Fyrir hon- um vakir einvöröungu að breikka fylgi meirihlutans til vinstri og hafa þannig heimil á áhrifum Gaullista. Viöleitni Giscards í þessa átt hlýtur að vera frumskilyröi þess aö hann nái aftur kjöri 1981 og má fullvíst teija aö Gauliistar muni reyna að hindra slíka framvindu með oddi og egg. Tilboð Giscards til Fabres er ótvírætt merki þess að forsetinn hefur þegar færzt í biöilsbuxurnar, þrátt fyrir að vinstri róttæklingar hafi aöeins yfir tíu þingsætum aö ráöa. Jafnvægisþraut Ljóst er því aö erfiö jafnvægisþraut bíöur Giscards. Hann veröur á einhvern hátt aö lokka til sín fylgi jafnaöarmanna og róttæklinga án þess aö fyrta sína eigin stuöningsmenn. Hvort Gaullistar !já honum liö sitt eða ekki veltur ekki aöeins á stimamýkt hans í garö hins framagjama foringja þeirra, Chiracs, heldur einnig á auðsýndri lotningu hans fyrir heföbundnum hugsjónum flokksins. Umfram allt veröur hann að leggja áherzlu á „þjóðlegt sjálfstæði", „sterkt ríki" og „þátttöku lýðsins". Vert er aö gaumgæfa einnig aö örlög jafnaöarmanna kunna aö ráöast af herbrögöum Giscards. Fylgdi hann eftir raunverulegri umbótaáætlun og bein- skeyttari atvinnumálastefnu en tíðkazt hefur til þessa í krafti opinberra útlána og fjárfestinga, gæti svo fariö aö jafnaðar- menn misstu ekki aöeins vænan spón úr aski sínum heldur kynni það og aö kynda frekar undir ófriöarbálinu innan flokksfor- ystunnar. Einkum er í þessu efni átt við togstreytu þriggja flokkshólfa jafnaöar- manna, þeirra, er kjósa aö vera óháöir, hvatamenn bandalags viö kommúnista og loks þeirra er gera sér dælt viö hugmyndir um ferkst „þriöja afl" í frönskum stjórn- málum. Giscard dreymir um aö stjórna frá miðju. En þaö, sem einkum stendur framkvæmd draumsins fyrir þrifum er ekki fyrst og fremst dáöleysi hans sjálfs heldur sú þráláta staöreynd franskrar stjórn- málasögu aö miðjan sjálf er klofin. Annar parturinn, jafnaöarmenn, huggur á djúp- tæka endurskipan hins franska þjóöfélags í því skyni að rétta viö hlut þeirra, sem verið hafa hornreka í tuttugu ára valdaferli Gaullista. Hinn parturinn, Giscard og nótar hans, er í eðli sínu rammíhaldssam- ur og jafnframt órofa hluti ríkjandi forréttindakerfis. Giscard á síður en svo áhlaupaverk fyrir höndum. Til að sjá framtíö sinni borgið á forsetastóli og tryggja að friður haldist til aö reisa efnahag landsins úr flagi nægir honum ekki að sitja auðum höndum. Hann verður að efla framtakssama miðfylkingu, sem hvort tveggja hrífur núverandi bandamenn og tortryggna andstæöinga. Sjálfsöruggur í fyrsta sinn hefur Giscard nú þeytt herlúðurinn. Vandinn er sá að hann mun þurfa aö ganga haröar eftir en þó aögæta að brjóta engar brýr aö baki sér. Hvort sem bragur eða vonbrigði veröa að næsta skrefi forsetans er víst að fylgzt verður með því af athygli. Einkum veröur gaumur að því gefinn hvort Giscard muni takast að glæöa þá lýðræöislegu nútímaímynd menntaös einvalds serfi djarfaöi fyrir á sumrinu. — gp. Stuözt vid „Die Zeit", „The Economisf og Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.