Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
11
Lífsandi
Sá vettvangur, sem e.t.v. vitnar þó
berlegast um atkvæðameiri á-
kvarðanatöku, eru efnahagsmálin.
Síðan ríkisstjórnin ávann sér annað
kjörtímabil við stjórntaumana í vor hefur
hún ráöizt í þríþætta áætlun, er miöar aö
því að auöga viðskiptalíf og treysta stoöir
opins markaöshagkerfis í landinu.
Einna mest hefur þótt kveða að þeirri
ákvörðun stjórnarinnar að leysa franskan
iðnað úr viðjum verölagseftirlits á þremur
mánuðum, en verðlag og hagnaður hefur
í mörgum iöngreinum hlítt strangri
ríkisumsjá frá lokum heimsstyrjaldarinnar
fyrri. Fyrstu skrefin í átt til „frjálsrar
verðlagningar" eða „skýlauss kapítal-
isma“ eins og andstæðingarnir nefna það
voru stigin í maí er verðlag á rafmagnsút-
búnaöi og eldhúsáhöldum var gefið frjálst.
Er fyrirhugaö að allur iðnvarningur verði
frjáls af hömlum við lok ársins.
Franski efnahagsmálaráöherrann, Rene
Monroy, lýsti hinu breytta andrúmslofti vel
er hann komst svo aö orði að framvegis
yrðu iðnrekendur að þreyta kappsund við
alþjóöleg markaðsöfl eða sökkva til botns
ella.
Annar liöurinn í áætlun stjórnarinnar
fólst í því, sem forsætisráöherrann,
Raymond Barre, kallaöi „raunverðsað-
gerðina“; stórfelldri verðhækkun almenn-
ingsþjónustu svo sem pósts og síma,
rafmagns- og járnbrautaþjónustu. Gagn-
rýni í þá átt að verðhækkanirnar, í flestum
tilvikum tuttugu og fimm af hundraöi,
bitnuöu mjög á vísitölu framfærslukostn-
aðar vísaði Barre til fööurhúsanna meö
því aö segja aö nauösynlegt væri aö blása
nýjum lífsanda í franskt efnahagslíf. Rök
forsætisráöherrans eru þau að með því að
hækka verö nú höggvi ríkisstjórnin að
rótum veröbólgunnar, sem hann telur aö
sé einkum sprottin af öfgafullri ríkisfjár-
festingu í óaröbærum atvinnugreinum.
í þriðja lagi hefur ríkisstjórnin gert reka
í því aö afla fjár til fjárfestingar í iðnaði
og er almenningur hvattur til að ávaxta
sparifé sitt á verðbréfamarkaöi. Þannig
var gefin út reglugerö í júnímánuöi, er
mælir svo fyrir aö fyrstu 5000 frankar sem
einstaklingar verja til verðbréfakaupa,
skuli vera skattfrjálsir. Vonast stjórnin til
aö geta með þessum hætti séö svo fyrir
að um milljón manna fjárfesti í smáum stíl,
enda þótt meira en lítilsháttar skattaíviln-
anir þurfi aö koma til í því skyni aö efla
tiltraust Frakka á gróðavettvangi þar sem
vogun vinnur og vogun tapar.
í skjóli sterkrar aöstööu sinnar er því
bersýnilegt að Giscard hefur hafizt handa
við framkvæmd langbældrar draumsýnar.
Hann vill stuðla aö endurreisn hins opna
markaðshagkerfis í Frakklandi — landi
þar sem arðbær fjárfesting fyrirtækja
hefur legiö í láginni um langt skeið og
gjaldþrota einkarekstur hefur lengst af
leitað griöa undir verndarvæng ríkisvalds-
ins.
Viðvörunarljós
Af stefnumörkun í utanríkis- og
efnahagsmálum má ráða að Gis-
card hefur losnað úr viöjum í
kjölfar kosningasigursins. Á hitt ber þó aö
líta aö framtíðin ein fær skoriö úr um
hvort Giscard nýtir sér aöstööu sína til
fullnustu og tryggir að forskotið renni sér
ekki úr greipum. Eitt fyrsta úrræði hans
í þessa átt var að friömælast við
jafnaðarmenn og kommúnista, er fengiö
höfðu á baukinn í kosningunum. Stjórnar-
andstæöingar fengu snemma ávæning af
aö þeim kynnu aö veitast réttindi tii aö
svara yfirlýsingum stjórnarinnar í hinu
ríkisrekna sjónvarpi Frakka, en fram til
þessa höföu „frjálslyndisöflin” barizt gegn
því. Giscard hefur stungið upp á aö
vinstrimenn fengju formennskuembætti
mikilvægrar þingnefndar og stefnir að því
aö hiö opinbera hlaupi undir bagga
fjárhagslega með öllum stjórnmálaflokk-
um í kosningabaráttu. Þá hefur hann ýjaö
aö því að komiö verði á hlutfallskosningu
í héraðs- og bæjarstjórnarkosningum.
Mesta athygli vakti hins vegar er forsetinn
fór þess á leit við Robert Fabre foringja
vinstri róttæklinga í lok ágústmánaöar, aö
hann geröi áætlun um meö hverjum hætti
mætti ráða niðurlögum atvinnuleysis.
Fabre beit á agnið og hefur það
augsýnilega orðið til að magna innbyröis
úlfúð meðal vinstrimanna.
Jacuques Chirac — Hinn
metnaðargjarni leiðtogi Gaullista
stefnir ljóst og leynt að því að
koma Giscard á kné og er líklegur
keppinautur hans 1981.
En þótt Giscard hafi þannig kastaö
beini fyrir vinstrimenn í svip er engan
veginn séö til þess aö friður haldizt til
lengdar, enda oft að kemur æðiregn úr
dúsi. Ljóst er aö hyggist Giscard þyrma
frönsku þjóöinni viö frekari pólitískum
væringum fram að næstu forsetakosning-
um 1981 þarf hann að vinda bráðan bug
aö félagslegum endurbótum.
Vandséð er einnig hvort stjórninni
veröur stætt á meinlætisstefnu Barres.
Skoöanakönnun, er nýlega fór fram á
vegum vikublaösins „Le Point“, benti
ótvírætt til aö efnahagsráöstafanir ríkis-
stjórnarinnar heföu mælzt illa fyrir hjá
þorra kjósenda. Flestir aðspuröra kváðust
þeirrar skoöunar aö hin nýja stefna myndi
hafa óheillavænleg áhrif á verðlag,
atvinnuöryggi og hagsæld. Má stjórnin
eflaust þakka þaö innbyröis skæklatogi
vinstrimanna aö óánægjuraddirnar hafa
ekki öölazt einarðan pólitískan málsvara.
Efnahagssérfræöingar spá því aö verö-
bólga muni nema tólf af hundraöi fram á
næsta ár og að tala atvinnulausra fari
fram úr einni og hálfri milljón manna við
árslok.
Gaullistar, stærsti flokkurinn í sam-
steypu Barres, hafa gefið viövörunarljós.
Auk þess sem foringi þeirra, Chirac, hefur
veitzt að Giscard fyrir að ala á atvinnuleysi
og afskipti af málefnum Afríku, er
Gaullistum áhyggjuefni hve stjórnin hefur
gefiö lítinn gaum aö áætlanagerð af því
tagi sem ríkastan þátt átti í aö breyta
frönsku landbúnaðarþjóðfélagi í eitt af
fremstu iðnríkjum veraldar eftir stríð.
Reymond Barre — Mörgum er til
efs að forsætisráðherrann sé
maður af því tagi, er Giscard þarf
á að halda til að vinna að
verulegum félagslegum endurbót-
um í Frakklandi.
Tormerki
Giscard hefur leitazt við aö blása
nýjum lífsanda í iönaöinn, með því
aö höggva á hlekki verðlagseftir-
lits. En hvaöa umbótum öðrum þarf
forsetinn að beita sér fyrir svo forskot
hans verði ekki annað en gálgafrestur?
Aö mati eins fremsta skörungs franskra
jafnaðarmanna Michel Rocards eru þær
eftirfarandi: Stuöla veröur aö meiri
valddreifingu. Koma verður lögum lýö-
ræðis yfir hinn afmarkaða valdahóp í
Frakklandi, sem líkist í mörgu höfþingja-
stjórn. Rjúfa veröur samlífi ríkis og öflugra
atvinnusamtaka, eins og bænda og
iönhringa. Nauðsynlegt er aö spretta
spennitreyju skrifræöis, sem drepur í
dróma frumkvæð' einstaklinga. Þá er og
kominn tími til að öllum verði gert aö sitja
viö sama borö meö tilliti til skatta og
menntunaraöstööu. Sérréttindi ala á
beizkju og fjandskap og bitnar þaö á
afkastagetu atvinnuveganna.
Það er því aö vonum að menn velti
vöngum yfir hvort forsetinn muni láta til
skarar skríöa gegn áðurnefndum þjóðfé-
lagssveiflum eöa láta sér nægja að sýnast.
Taki hann fyrri kostinn vaknar eðlilega sú
spurning hvort UDF muni fylgja honum að
málum. Kjósendum Lýðveldisflokksins,
áhrifamesta aðilans að UDF, eða Frönsku
lýöræðissamtökunum, svipar aö félags-
legri samsetningu til áhangenda Gaullista
í því aö flokkarnir eru báöir íhaldssamir
„höföingjaflokkar". Jafnvel þótt Giscard
tækist að knýja UDF til fylgis vofir ávallt
sú hætta yfir aö Gaullistar stingi fótum
viö.
Að vísu er hægt aö gera sér í hugarlund
aö UDF taki höndum saman meö
jafnaðarmönnum. Afmörkuð samvinna
samkvæmt ákveðnum málefnasamningi
virðist ekki fráleit, einkum þar sem um
áþekk viöhorf viröist vera aö ræöa með
tilliti til utanríkis- og varnarmála. En eftir
á að hyggja er draumurinn um samsteypu
jafnaðarmanna og UDF þó aöeins draum-
ur. Flestir þingmanna UDF ná aðeins kjöri
meö tilstuðlan flokksvélar Gaullista og
kjósenda þeirra í annarri umferð þing-
kosninga. Áreiðanlega mætti einnig
innleiöa hlutfallskosningu í því skyni aö
leysa jafnaðarmenn frá kosningabanda-
lagi við kommúnista. Sá böggull fylgir þó
skammrifi að UDF, ásamt Gaullistum,
mundi tapa flestum þingsætum með sjíkri
ráöabreytni.
Flest bendir því til að sömu tormerki
séu á nýskipan pólitískra bandalaga í
Frakklandi og áður. Ólíklegt er auk þess
að Giscard hafi nokkurn tíma gælt viö þá
hugmynd að skipta Gaullistum fyrir
jafnaðarmenn sem sessunaut. Fyrir hon-
um vakir einvöröungu að breikka fylgi
meirihlutans til vinstri og hafa þannig
heimil á áhrifum Gaullista. Viðleitni
Giscards í þessa átt hlýtur að vera
frumskilyrði þess að hann nái aftur kjöri
1981 og má fullvíst telja að Gaullistar
muni reyna að hindra slíka framvindu meö
oddi og egg. Tilboö Giscards til Fabres er
ótvírætt merki þess að forsetinn hefur
þegar færzt í biðilsbuxurnar, þrátt fyrir að
vinstri róttæklingar hafi aöeins yfir tíu
þingsætum að ráöa.
Jafnvœgisþraut
Ljóst er því aö erfið jafnvægisþraut
bíður Giscards. Hann veröur á
einhvern hátt að lokka til sín fylgi
jafnaöarmanna og róttæklinga án þess að
fyrta sína eigin stuðningsmenn. Hvort
Gaullistar Ijá honum lið sitt eöa ekki veitur
ekki aöeins á stimamýkt hans í garð hins
framagjarna foringja þeirra, Chiracs,
heldur einnig á auösýndri lotningu hans
fyrir hefðbundnum hugsjónum flokksins.
Umfram allt verður hann að leggja áherzlu
á „þjóðlegt sjálfstæði“, „sterkt ríki“ og
„þátttöku lýðsins“.
Vert er að gaumgæfa einnig aö örlög
jafnaðarmanna kunna að ráöast af
herbrögðum Giscards. Fylgdi hann eftir
raunverulegri umbótaáætlun og bein-
skeyttari atvinnumálastefnu en tíðkazt
hefur til þessa í krafti opinberra útlána og
fjárfestinga, gæti svo farið að jafnaðar-
menn misstu ekki aðeins vænan spón úr
aski sínum heldur kynni það og að kynda
frekar undir ófriðarbálinu innan flokksfor-
ystunnar. Einkum er í þessu efni átt við
togstreytu þriggja flokkshólfa jafnaöar-
manna, þeirra, er kjósa aö vera óháöir,
hvatamenn bandalags við kommúnista og
loks þeirra er gera sér dælt við hugmyndir
um ferkst „þriöja afl“ í frönskum stjórn-
málum.
Giscard dreymir um að stjórna frá
miðju. En þaö, sem einkum stendur
framkvæmd draumsins fyrir þrifum er ekki
fyrst og fremst dáðleysi hans sjálfs heldur
sú þráláta staðreynd franskrar stjórn-
málasögu að miðjan sjálf er klofin. Annar
parturinn, jafnaðarmenn, huggur á djúp-
tæka endurskipan hins franska þjóðfélags
í því skyni aö rétta viö hlut þeirra, sem
verið hafa hornreka í tuttugu ára valdaferli
Gaullista. Hinn parturinn, Giscard og
nótar hans, er í eðli sínu rammíhaldssam-
ur og jafnframt órofa hluti ríkjandi
forréttindakerfis.
Giscard á síður en svo áhlaupaverk fyrir
höndum. Til að sjá framtíð sinni borgið á
forsetastóli og tryggja að friður haldist til
aö reisa efnahag landsins úr flagi nægir
honum ekki að sitja auðum höndum.
Hann verður að efla framtakssama
miðfylkingu, sem hvort tveggja hrífur
núverandi bandamenn og tortryggna
andstæöinga. Sjálfsöruggur í fyrsta sinn
hefur Giscard nú þeytt herlúðurinn.
Vandinn er sá aö hann mun þurfa aö
ganga harðar eftir en þó aðgæta að brjóta
engar brýr að baki sér. Hvort sem bragur
eða vonbrigði verða að næsta skrefi
forsetans er víst að fylgzt veröur með því
af athygli. Einkum veröur gaumur að því
gefinn hvort Giscard muni takast að
glæöa þá lýðræðislegu nútímaímynd
menntaðs einvalds serh djarfaði fyrir á
sumrinu. — gp.
Stuðzt við „Die Zeit“,
„The Economist" og
Reuter.
‘Giscard d’Estaing — Sigur hans mátti frekar þakka sundrungu
vinstri manna en herbragðafræði hans sjálfs.