Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 Nýi iðnaðarráðherrann, Hjörleifur Guttormsson, í einu aí sínum fyrstu embættisverkum — heimsókn á sýninguna íslenzk föt og sést hann hér í hópi frammámanna fataiðnaðarins og Félags ísl. iðnrekenda. Ljósm. Mbl. Emih'a. Ingólfur Arnarson: Seldi 211 tonn fyrir 71 millj. LITLU munaði að togara Bæjar- útgerðar Reykjavíkur tækist að slá söluheimsmet Engeyjar RE Starfsfólki fækkað í 2 verk- smiðjum SIS á Akureyri — vegna minnkandi sölu á ullarpeysum til Rússlands SKYNDILEG minnkun í sölu á íslenzkum ullarpeysum til Rúss- lands hcfur leitt til þess að orðið hefur að fækka starísfólki í tveimur verksmiðjum S.Í.S. á Akureyri. I ávarpi Erlends Ein- arssonar, forstjóra Sambands- „Ekkert hægt að segja um bráða- birgðalögin,, „ÞAÐ ER svo margt eftir, að það er hreint ekkert hægt að segja um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar og það hvernig fé því sem kemur í gengismunarsjóð verður varið. Það veit enginn hvað gert verður með fiskverðið, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera með vísitöl- una, hver verður launahækkunin og hver verður tekjuöflunin," sagði Kristján Ragnarsson for- maður Landssambands ísl. út- vegsmanna þegar Mbl. spurði hann álits á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar í gær. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for: stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna tók í sama streng og Kristján. Þegar Mbl. ræddi við hann í gær, og sagði að enn ætti eftir að taka ákvörðun um vaxta- málin, vísitölu o.fl. o.fl. kostnaðar- liði. Nýtt fiskverð ætti að taka gildi innan mánaðar og ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum. sins, við opnun svokallaðrar markaðsviku iðnaðardeildar kom fram, að ríkisfyrirtækið Raznoex- port í Sovétríkjunum hefur minnkað kaup sín á prjónavörum frá S.Í.S. úr 260 þúsund peysum 1977 í 51 þúsund á þessu ári. Hafa kaupendur borið við gjaldeyris- skorti, en einnig hefur verið ágreiningur um verðið. „Oánægja okkar með þessa minnkun stafar einkum af því, hvað hún kemur fyrirvaralaust," sagði Bergþór Konráðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri iðnaðar- deildar í samtali við Morgunblað- ið. „Samningar um sölu til Rúss- lands drógust mikið fram á þetta ár, og þess vegna vorum við búnir að missa svo mikla möguleika á sölu erlendis er þeim lauk. Það hefur reyndar tekizt að ná miklu af þessum viðskiptum yfir til Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu, en þetta er svo gífurlegt magn, að við hlaupum ekki fyrirvaralaust með það inn á aðra markaði." „Sölumálin hafa kannski farið betur en á horfðist," sagði Berg- þór, „því að fyrstu 6 mánuði ársins, fyrir Rússlandssamning- ana, var útflutningur okkar á peysum 30% meiri í krónutölu en á sama tíma í fyrra, sem er töluverð hækkun. Þessi minnkun á sölu til Rússlands hefur hins vegar haft þau áhrif, að við höfum orðið að fækka starfsfólki bæði í fata- verksmiðjunni Heklu, þar sem ein vakt var afnumin, og í spunaverk- smiðjunni Gefjun, sem framleiðir bandið í peysurnar. Ég álít að þessi fækkun nemi milli 40 og 60 manns. „Við hófum átt mikil og góð viðskipti við Rússa, sem hafa reyndar vaxið frá ári til árs í 17 ár," sagði Bergþór. „En ég hef þá trú, að þau verði aldrei aftur jafnmikil og þau voru t.d. á síðasta ári." Svava Jakobs- dóttir alþingis maður: Neitar fyrir- fram að svara spurningum Morgunblaðsins Svava Jakobsdóttir alþingis- maður Alþýðubandalagsins neitaði í gær að svara spurningum fréttamanns Morgunblaðsins og kvaðst ekki einu sinni vilja vita spurningarnar. „Ég nenni ekki að taka þátt í þessum leik Morgunblaðsins," sagði þing- maðurinn. þegar togarinn lauk við að selja í Hull í gærmorgun. Alls seldi Ingólfur Arnarson 211,5 tonn fyrir 121.200 sterlingspund, sem er aðeins 275 pundunum minna en metsala Engeyjar er. Sam- kvæmt hinu nýja gengi er sölu- verðmæti fisksins úr Ingólfi Arnarsyni 71,3 millj. kr. Meðalverð á hvert kíló hjá Ingólfi Arnarsyni var kr. 337 samkvæmt nýja genginu, en 287 kr. samkvæmt hinu gamla, Engey fékk hins vegar aðeins 226 kr. á kílóið, en magnið sem Engey var með var miklu meira. Skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni var að þessu sinni Ólafur Örn Jónsson, aðeins 27 ára gamall. Þá seldi Stígandi 2. 49.8 lestir í Cuxhaven í gær fyrir tæp 100 þús mörk eða 15.2 millj. kr., meðalverð á kíló var kr. 305. Ennfremur seldi Aukureyrartogarinn Sólbakur í Fleetwood, alls 126,8 lestir fyrir 69.700 pund eða 41 millj. kr. Meðalverð á hvert kíló var kr. 323. XIM31NNI INNLENT Geir Gunnarsson: „Hitaveitan inn á Völlinn" Kjartan Ólafsson: „Engan hita til hersins >» Morgunblaðiö hafði í gær sam- band viö nrjá Þingmenn Alpýðu- bandalagsins, þá Geir Gunnars- son, Kjartan Ólafsson og Gils Guomundsson og innti pá álits á framkvæmd Hitaveitu Suður- nesja í sambandi viö Keflavíkur- flugvöll, en komið hefur fram í fréttum aö rekstrargrundvöllur hitaveitunnar raskast verulega ef fyrirtækið fær ekki að vinna pá framkvæmd innan vallarsvæðis- ins sem gert hefur verið ráð fyrir. Þingmennirnir höföu skiptar skoöanir á málinu og voru reyndar á algjörlega ðndverðum meiði eins og fram kemur í svörum peirra hér á eftir: Mbl. innti Gils Guðmundsson alþingismann einnig álits á hita- veitumállnu í sambandi viö Kefla- víkurflugvöll. „í stórum dráttum," svaraöi Gils, „mótast mitt svar af því hvort við erum aö festa herinn í sessi með þessari hitaveituframkvæmd innan Keflavíkurflugvallar eöa ekki. Ég hlýt að spyrja að því fyrst. Ef hitaveitufyrirtækiö leggur út veru- lega aukinn kostnaö vegna vallar- svæðisins, er það þá orðið keppi- kefli fyrirtækisins og þeirra sem aö því standa að hafa herinn hér? Ég tel aö þetta megi ekki eiga sér stað. . Eg tel aö þaö geti ekki veriö að fyrirtækið standi og falli með því og ég held að þetta sé ágætis fyrirtæki fyrir Suöurnes hvað sem vellinum líður." „Ég hef alltaf gert ráð fyrir að Hitavelta Suöurnesja veröi byggö upp samkvæmt þeirri áætlun sem fyrirtækið hefur gert," sagði Geir Gunnarsson, „og þaö breytir engu hvaö mig snertir í sambandi viö völlinn. Ég hef alltaf taliö aö hitaveituframkvæmdirnar eigi að fara inn á Vallarsvæöið eins og reiknað hefur verið með." Aðspurður um frmkvæmdir tengdar Hitaveitu Suðurnesja á Keflavíkurflugvelli sagöi Kjartan Ólafsson: „Ég hef ekki kynnt mér málin, en tel sjálfsagt aö sú starfsemi sem er þarna og fer fram á vegun innlendra aöila, og hún er margvísleg, eigi kost á tengingu við Hitaveitu Suðurnesja, en ég dreg ekki dul á það að herinn á ekki aö vera þar nokkur aöili á einn eða annan hátt." Steingrímur Hermannsson, dóms- og landbúnaðarráðherra: Éf nahagsdæmi Alþýðu- flokksins gengur ekki upp Tómas Árnason vill engu svara um fyrirvara þingmanna Alþýðuflokksins „ÞAÐ er loforð af minni hálfu að vinna að þessum málum á þeim grundvelli sem við mótuðum í okkar stjórnar- myndunarviðræðum og við það verður staðið. Það er alveg samstaða um fjölmarga þætti, en það er ekki búið að vinna prógramm úr þessu og til dæmis liggur ekki fyrir, hvaða endurskoðun fæst á vísi- tölunni," sagði Steingrímur Hermannsson dóms- og land- búnaðarráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann hefði á si'ðustu stundu stjórnar- myndunarviðræðnanna gefíð Alþýðuflokknum eitthvert lof- orð um það að Framsóknar- flokkurinn myndi í ríkisstjórn ganga inn á stefnu Alþýðu- flokksins í efnahagsmálum varðandi næsta ár.' „Annars væri ekki úr vegi að þessir þingmenn Alþýðuflokksins, sem eru að gaspra um þetta mál, segi það hreint út, hver sé stefna Alþýðuflokksins f efna- hagsmálum. Er hún sú sem lögð var fram í stjórnar- myndunarviðræðunum eða er hún ef til vill eitthvað annað?" „Mér er til dæmis engin launung á því," sagði Steingrím- ur, „að samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar gengur efna- hagsdæmi Alþýðuflokksins ekki upp niiðað við að samningarnir séu í fullu gildi. Ríkisstjórnin mun vinna að lausn efnahagsmálanna á þeim grundvelli sem mótaður var í stjórnarmyndunarviðræðunum en það segir sig sjálft að sú stefnumótun er ekki eitthvað, sem menn inna af hendi á einni kvöldstund," sagði S'teingrímur Hermannsson en kvaðst ekki hafa aðstöðu til að ræða þetta mál frekar í gær. Þá spurði Morgunblaðið í gær Tómas Árnason fjármálaráð- herra um þessi loforð, sem gefin hafi verið þingmönnum Alþýðu- flokksins. Vildi hann ekki svara neinu umþau. Mokafli hjá Olafs- víkurbátum Olafsvík, 5. september. MJÖG góður afli hefur verið hjá togbátum að undanförnu. í gær og dag lönduðu fjórir togbátar 20—30 lestum hver eftir fjögurra daga veiðiferð. Aflinn er aðallega vænn þorskur, og ufsi sem er mjög stór. Dragnótabátar hafa fiskað sæmilega, en handfærabátar eru hættir veiðum. Togarinn Lárus Sveinsson landar hér í dag 80—90 lestum af bolfiski. Mb. Steinunn lagði hér á land í gær 115 tunnur af síld, sem fóru í frystingu. Lítið er hægt að frysta af síld sökum anna við verkun bolfisks. Einn bátur rær með net og hefur fiskað vel. Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.