Morgunblaðið - 06.09.1978, Blaðsíða 32
Verzlið
í aérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.'
► AIGLÝSINGASÍ.MINN ER: 5^22480 J JUorflimblnbiti
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1978
Voðaverk í verbúðum á Flateyri:
Tvítugur piltur varð
18 ára stúlku að bana
Verbúðin
„Regnboginn“
á Flateyri,
þar sem
voðaverkið
var unnið
Ljósm. Mbl. Úlfar Ágústsson.
TVÍTUGUR piltur varð átján ára
stúlku að bana á Flateyri í
gærmorgun. Hengdi piiturinn
stúlkuna í herbergi sínu í verbúð-
unum þarna í þorpinu, en saf sig
síðar fram við hreppstjórann.
Rannsóknarlögregla rfldsins tók
við rannsókn málsins þegar í
Gengisfellingin:
Meðalhækkun
bifreiða
500-600 þús.
LJÓST er að gengisfellinKÍn
hefur í för með sér 15—17%
hækkun á heimilistækjum,
bifreiðum o.fl. og sem dæmi
má nefna að sjónvarpstæki,
sem fyrir gengisfellingu kost-
aði 440 þús. kr. kostar nú rétt
um 500 þús. kr. Þá kostar
bifreið, sem áður kostaði t.d.
3,6 millj. kr., nú kr. 4,2 millj.
kr.
Morgunblaðið fékk þær upp-
lýsingar hjá einni af raftækja-
verzlunum borgarinnar að 22
tommu sjónvarpstæki, sem fyr-
ir gengisfellingu hefði kostað
440 þús. kr., myndi nú kosta
rétt um 500 þús. kr. og að 300
lítra frystikista sem áður hefði
kostað 193 þús. kr. færi í 220
þús. kr.
Sem dæmi um þá hækkun
sem. yerður á bifreiðum, má
nefna aö Ford Fairmont, sem
fyrir gengisfellingu kostaði 3,6
millj. kr., mun nú kosta 4,3
millj. kr. Dýrari gerðin af
Fairmont, sem kostaði áður 4,3
millj. kr. mun nú kosta 5 millj.
kr. og Ford Fiesta sem kostaði
fyrir gengisfellingu 2,7 millj.
kr. kostar nú rösklega 3,1 millj.
gærmorgun og voru rannsóknar-
lögreglumenn frá Reykjavík
sendir vestur. Hallvarður Ein-
varðsson rannsóknarlögreglu-
stjóri vildi þó ekki veita neinar
upplýsingar um málið, þar sem
rannsókn þess væri á frumstigi.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. hefur aflað sér, er pilturinn
frá Reykjavík og kom á föstudag-
inn til Flateyrar, þar sem hann
hugðist ráða sig til vinnu. Fékk
hann inni í verbúðum þar í
þorpinu, sem í daglegu tali eru
nefndar Regnboginn. Stúlkan, sem
einnig er úr Reykjavík, hafði á
hinn bóginn starfað um skeið í
frystihúsi í Hnífsdal en fór þaðan
ásamt vinkonu sinni til Flateyrar
fyrir helgina til að ná fundum
piltsins, en þau munu hafa þekkst
úr Reykjavík eftir því sem blaðið
kemst næst.
Ekki er vitað frekar um endur-
fundi þeirra um helgina, nema um
kl. 10.30 í gærmorgun kom piltur-
inn til hreppstjórans á Flateyri og
greindi honum frá því, að hann
hefði hengt stúlkuna í herbergi
sínu í verbúðunum og báru verks-
ummerki í herberginu það með
sér. Morgunblaðinu er ekki kunn-
ugt um hvaða skýringar pilturinn
hefur gefið á þessum verknaði,
enda ekkert verið látið uppi um
yfirheyrslurnar, sem fóru fram í
allan gærdag á skrifstofu frysti-
hússins á Flateyri en undir kvöld
var pilturinn og lík stúlkunnar
flutt til ísafjarðar.
Enginn varð var við neitt
hugavert í verbúðinni um það leyti,
sem talið er að ódæðið hafi verið
framið. Pilturinn var ræstur kl. 7
í gærmorgun, líkt og venja er í
verbúðum og um kl. 10 átti
heimamaður leið um verbúðina án
þess að verða nokkurs var, sem
vekti grunsemdir hans.
Vinnuveitendasambandið;
Framlenging kjarasamninga eyk-
ur verðbólgu og atvinnuleysi
Vinnuveitcndasamband Isiands tel-
ur að framlenging kjarasamninganna
frá 1977, Ieggi allt of miklar byrðar
á atvinnureksturinn með fullum
vfsitöiubótum eins og ríkisstjórnin
gerir ráð fyrir og telur því engan
grundvöll fyrir þeirri framkvæmd —
segir í fréttatiikynningu frá samband-
inu, sem send var út í gær. Vekur
Vinnuveitendasambandið athygli á
fyrirsjáanlegri útgjaldaaukningu at-
vinnuveganna vegna ýmissa áforma
rikisstjórnarinnar, m.a. um afnám
laga um efnahagsráðstafanir og nýjar
kauphækkanir í kjölfar þess. Segir að
hækkanirnar séu bersýnilega meiri en
stjórnvöld virðist gera sér grein fyrir
og framundan virðist því nýjar
víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags.
„Undrun sætir einnig," segir í
fréttatilkynningunni, „að jafnfrartlt þvi
sem ríkisstjórnin viðurkennir að
Stálsmiðjan fékk 90 iniUj.
króna verk fyrir ISAL
STÁLSMIÐJAN vinnur nú að
smíði hluta af hreinsikerfi ál
verksmiðjunnar í Straumsvík, en
verk þetta hafði verið boðið út
hér á landi, í Noregi og Sviss og
reyndist tilboð Stálsmiðjunnar
meðal hinna lægstu, svo að þvi
var tekið. Verkefni þetta nemur
um 90 milljónum króna og er
annað vcrkið af þessu tagi sem
fyrirtækið hreppir með tilboði.
Að því er Pálmi Stefánsson,
byggingastjóri Islenzka álfélags-
ins, tjáði Mbl. er verkið sem hér
um ræðir afsogsstokkar fyrir
kí rgufur, en verið er að loka um
40 kerfum og stefnt að því að ljúka
því fyrir áramót. Hluti sá sem
Stálsmiðjan vinnur nú að, er hluti
af stærra kerfi, sem á að leiða
gufurnar frá verksmiðjunni í
sérstaka hreinsistöð.
Pálmi sagði að verk þetta hefði
verið boðið út hér á landi, í Noregi
og Sviss og að tilboð hefðu borizt
frá 9 fyrirtækjum frá þessum
löndum og Þýzkalandi að auki.
Lægstu tilboðin hefðu verið frá
Stálsmiðjunni, norsku fyrirtæki
og þýzku, og hefði verið ákveðið að
taka því íslenzka.
EITT furðufyrirbærið enn bættist í
hóp þeirra afbrigða af svartfugla-
ættinni sem fundist hafa 1 Eyjum í
sumar. en áður hefur verið sagt frá
langvíukeisara og lundakeisara í
Bjarnarey og í Elliðaey fannst
lundi með hattkúf. En nú um
helgina fannst lundapysja með
feikn mikinn fjaðrahatt og er ekki
vitað um slíkt afbrigði fyrr. Mynd-
ina tók Sigurgeir í Eyjum en á bls.
14 segir nánar frá undrapysjunni.
tryggja þurfi rekstrargrundvöll at-
vinnuveganna, þá boðar hún nýja
skatta á atvinnurekstur. í samstarfsyf-
irlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir,
að ríkisstjórnin muni leita eftir
samkomulagi við samtök launafólks
um framlengingu kjarasamninga til 1.
desember 1979.
í lok fréttatilkynningarinnar segir:
„Vinnuveitendasamband íslands
leggur áherzlu á, að miðað við
núverandi rekstraraðstöðu atvinnuveg-
anna og að óbreyttu vísitölukerfi er
enginn grundvöllur fyrir framlengingu
kjarasamninga. Þvert á móti myndu
framlenging þeirra auka vanda at-
vinnuveganna, magna verðbólguna og
auka atvinnuleysi. Kjarasamningarnir,
sem gerðir voru í júní 1977, voru
nauðungarsamningar, sem aldrei fengu
staðizt og standast ekki enn.“
Þess má geta að fulltrúar vinnuveit-
enda voru á fundi með Ólafi Jóhannes-
syni forsætisráðherra í gær, en í
fyrradag voru fulltrúar Iaunþegasam-
takanna á fundi með ráðherra.
Þrír þing-
menn Alþbl:
jFlugstöðvarbygg-
íngin ekki á dagskrá
MORGUNBLAÐIÐ hafði sam
band við þrjá þingmcnn
Alþýðubandalagsins í gær og
innti þá eítir afstöðu þeirra í
flugstöðvarmálinu á Keflavík-
urflugvclli. Þingmennirnir
Geir Gunnarsson, Kjartan
Ólafsson og Gils Guðmundsson
svöruðu spurningum blaðsins
og væru þeir allir sammála um
að bygging flugstöðvar væri
ekki á dagskrá, en hér fara
svör þeirra á eftiri
„Við höfum talið það fráleitt
að flugstöð af þeirri stærðar-
gráðu sem um hefur verið rætt
yrði byggð hér og fyrir banda-
ríska peninga. Við teljum það
ekki koma til greina og um það
höfum við samið í stjórnar-
samningnum," sagði Kjartan
„Við getum hins vegar hugsað
okkur að fara út í alinnlenda
framkvæmd af þeirri stærðar-
gráðu sem hentar okkur. Slíkt
verður að fara eftir efnum og
ástæðum, en við gerum okkur
fyllilega grein fyrir því að sú
aðstaða sem er þarna er ekki til
frambúðar."
„Ég tel að það þurfi enga
flugstöð strax," svaraði Geir
Gunnarsson alþingismaður
þegar Mbl. innti hann álits á
málinu," það er líka stefnan að
draga úr fjárfestingum og flug-
stöðvarmálið er ekki í fremstu
röð. Það kemur að því, en það er
engin þörf á henni nú. Þessi
umrædda flugstöðvarbygging er
einnig að mínu mati byggð á
rangri spá.“
„Ég tel að það sé nauðsynlegt
að það liggi ljóst fyrir hvernig
þetta samkomulag er sem Einar
Ágústsson gerði um byggingu
flugstöðvar á Keflavíkurflug-
velli áður en ég get tjáð mig um
þetta mál og hvernig þessu
samkrulli er háttað milli Is-
lands og Bandaríkjanna og
síðan er að taka afstöðu til þess
hvort þetta sé það sem liggur
mest á,“ sagði Gils Guðmunds-
son. „Ég veit ekki hvernig þessu
samkomulagi er háttað, en háar
tölur hafa verið nefndar í
sambandi við byggingarkostnað.
Sé um að ræða einhverjar stórar
fjárupphæðir, jafnvel milljóna-
tugi, þá tel ég að ekki séu tímar
til þess nú en hitt er annað að
ég tel að Islendingar verði
sjálfir að leysa þetta verkefni
við sitt hæfi. Ég vil í sambandi
við þesar umræður gefa ráðlegg-
ingu til mín sjálfs og annarra
stjórnarmanna að egna okkur
ekki hvern gegn öðrum og láta
Morgunblaðið ekki spila með
okkur.“
Blaðamaðurinn spurði Gils þá
hvort hann teldi óeðlilegt að
menn hefðu skiptar skoðanir?
„Nei, það er það í sjálfu sér
ekki. En í ríkisstjórn hljóta
menn að gera upp á öðrum
vettvangi en í andstæðingablöð-