Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. september 1978 Bls. 33-64 ¦>P-;-' -'- í'mih "l'l-"- I " ^ ...... ......M - Spjallað við frú Halldóru Eldjárn Þegar umræður stjórn- málaflokkanna um stjórnarmyndun stóðu sem hæst var forseti íslands ekki sízt í sviðs- ljósinu, en þá fékk ég þá hugmynd að spjalla stuttlega við forseta- frúna, Halldóru Eldjárn. Ég fór þess á leit við hana og hún tók erindinu mjög vinsamlega. Þá sótti ég hana heim á Bessastaði og hlaut hlýlegar móttökur, kaffi og smá- kökur og lagði fyrir hana nokkrar spurningar, um hana sjálfa og starfið, sem þau hjónin hafa nú gegnt í tíu ár. Nú hefurðu verið forsetafrú íslands í tíu ár. Hvernig hefurðu kunnað við þig í því hlutverki? „I fljótu bragði finnst mér býsna erfitt að svara slíkri spurningu afdráttarlaust. Það eru svo margar hliðar á þessu máli. Satt að segja hef ég lítið haft fyrir því að gera upp hug minn um það hvort ég hef kunnað vel eða illa við mig í þessari stöðu, heldur beitt mér að þessu starfi sem orðið hefur mitt hlut- skipti og að því að leysa það af hendi eftir bestu getu." Með breyttum viðhorfum í sam- féiaginu til kvenna almennt telurðu að með þeim hafi viðhorf almennings gagnvart forsetafrú íslands breytzt, þannig að þú fáir fremur notið þín sem persóna með eigin áhugamál og skoðanir en áður var um stöðuna eða að þú sért í sjálfu sér „hluti" af embætti eiginmannsins? „Ég er nú kannski ekki alveg dómbær á þetta og ábyggilega væri frekar ástæða til þess að spyrja einhvern annan þessarar spurning- ar. En hins vegar held ég að ég hafi aldrei látið þrýsta mér inn í neitt sérstakt fyrirskrifað mynstur, og ég efast stórlega um að fólk almennt hefði nokkuð kært sig um það. Og a lika dalitinn af hljómplötum.. u ekki veit ég til að neinar algildar reglur séu til fyrir fólk í sambæri- legri stöðu þeirri sem ég hef verið í síðasta áratug. En það er sannfær- ing mín að þó að manneskja komist í slíka stöðu þá hvorki geti hún né eigi að reyna að skipta um persónu- leika og verða einhver önnur." Telurðu e.t.v. að þú hafir einangr- ast félagslega eftir að þið hjónin settust að á Bessastöðum? „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að forsetafrú taki þátt í hverju því félagsstarfi sem hún hefur áhuga á. langt frá höfuðborginni. Á hinn bóginn er svo það að vegna stöðunnar hittum við mjög margt fólk og reyndar mjög ólíkt fólk, t.d. fólk af mörgu þjóðerni." Hver eru þín sérstöku áhugamál? „Það sem ég geri í frítímum er sjálfsagt lítið frábrugðið því sem gengur og gerist. Ég les talsvert af góðum skáldsögum innlendúm og erlendum. Ég á líka dálítinn stafla af hljómplötum með klassískri tónlist og þær spila ég öðru hverju. Við förum oft í leikhús og á tónleika Frú Halldóra Eldjárn. Hitt er annað mál að ég hef aldrei tekið mikinn þátt i félagsmálum og það hefur hvorki breytzt til né frá síðan ég kom hingað. En um það hvort staða okkar einangri okkur frá öðru fólki, þá eru á því tvær hliðar. Staða forsetans og konu hans er það sérstök að óhjákvæmilegt er að hún setji þau í einhverja sérstöðu gagnvart öðru fólki og auk þess fylgir með að þau búa á nokkuð einangruðum stað, þótt ekki sé við og við. Auk þess hef ég áhuga á alls konar handavinnu og stunda hana talsvert." Eyðir forsetafrú íslands deginum á annan veg en Halldóra Eldjárn hefði annars gert? „Ég geri ráð fyrir að svo hljóti að vera, að nokkru leyti að minnsta kosti. Þó held ég að þáttur minn í lífi fjölskyldu minnar sé svipaður því sem er í flestum fjölskyldum." Er hlutverk forsetafrúar erfitt og þá spyr ég með tilliti til þess að sérstakar kröfur eru gerðar til hennar um framkomu og annað. „Ég get ekki svarað því hvort það sé erfitt eða ekki erfitt. Ég held að það sé eins með þetta og svo mörg önnur störf að þetta fari allt eftir því hvort manni tekst að koma sér upp nokkurn veginn réttri afstöðu til þess. Ef það tekst ekki verða öll störf erfið, — sama hver eru. Ég hef reynt að koma mér upp minni afstöðu og finnst það hafa tekist svona eftir hætti." Hefur starf eiginmanns þíns verið ykkur báðum til ánægju? „Það er heldur ekki auðvelt að svara þessari spurningu," sagði hún brosandi, „eða það er að minnsta kosti erfitt að svara því hvort við höfum notið meiri ánægju í þessu starfi en einhverju öðru sem við hefðum verið í. En það er óhætt að segja að þegar okkur finnst eitthvað hafa vel tekist sem okkur er ætlað að inna af hendi, þá finnur maður til mikillar ánægju og því meiri sem okkur hefur þótt meira liggja við." Undir lokin spurði ég hvaða dagur væri einna eftirminnilegast- ur í embætti síðustu tíu árin? „Ég held ég megi segja að það sé heimsókn forseta Frakklands og Bandaríkjanna hingað að Bessa- stöðum á árinu 1972. Þá var allur viðbúnaður líka mikill, eins og það má nefna að sérstökum síma var hér fyrirkomið með beinu sambandi við Hvíta húsið vegna Nixons." í lokin spurði ég hvort það myndi ekki hæfa konu ágætlega að gegna embætti forseta. Því svaraði Halldóra til að það væri áreiðan- lega ekki sízt gott starf fyrir konu. Þegar ég kvaddi var ég mjög ánægð yfir því að hafa kynnst annarri hlið á frú Halldóru en þeirri sem sést aðeins við hátíðleg tækifæri í fjölmiðlum hér á landi. - ÁJR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.