Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 54 Metta Valdimarsdóttir frá Hnífsdal - Minning Fædd 12. septcmber 1892 Dáin 17. septembcr 1978. Þegar ég hugsa til móðursystur minnar Mettu Valdimarsdóttur hvarflar huj;urinn til þess tíma er ég dvaldist ásamt henni í Heima- bæ í Hnífsdal. Ég var átta ára tíamall , þegar ég byrjaði sem mjólkurpóstur hjá afa mínum í Heimabæ og föður Mettu, en mjólkurpóstar voru þeir kallaðir, sem fóru með mjólk frá búunum í Hnífsdal til fastra kaupanda á ísafirði. Foreldrar Mettu voru hjónin Valdimar Þorvarðsson bóndi, útgerðarmaður og kaup- maður í Hnífsdal og kona hans Björg Jónsdóttir, sem var ættuð úr Dýrafirði. Valdimar var ásamt bræðrum sínum einn af mestu athafnamönnunum í Hnífsdal. Heimilisfólk í Heimabæ var það fjölmennt að árið 1932 þegar bæjarhúsið var endurbyggt voru íbúðarherbergin höfð 17 talsins. Björg, móðir Mettu, dó árið 1928 og tók þá Metta að sér að vera ráðskona hjá föður sínum þau fjórtán ár sem hann átti eftir að lifa. Ráðskonustarfið leysti Metta mjög vel af hendi. Hún var heimilisfólkinu og þeim, sem störfuðu undir hennar stjórn, mjög góð og hélst henni því vel á vinnufólki. Þau tvö ár, sem ég var mjólkurpóstur hjá afa mínum, eru mér ekki hvað síst minnisstæð vegna samskipta okkar Mettu. Hún tók mér opnum örmum og vildi kenna mér ýmislegt, sem hún taldi að gæti komið mér að gagni síðar á lífsleiðinni. Húm lét mig bæði sauma út og prjóna og eru enn til nokkrar minjar um þessi handaverk mín. Heldur mun ég hafa verið latur við þessa iðju, en þó gerði ég þettá til þess að þóknast Mettu. Það var ekki fyrr en um veturinn þegar Metta hafði samband við handavinnukennara stúlkna í barnaskólanum og bað hana að taka mig í handavinnu- tíma með stúlkunum að ég neitaði algjörlega að halda þessu áfram og með því olli ég Mettu vonbrigðum. Nú lít ég þetta allt öðrum augum en ég gerði þá og vil ég færa Mettu frænku minni alúðarþakkir fyrir þá umhyggju, sem hún auðsýndi mér. Ættingjum Mettu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorvarður Jónsson. t Þökkum hlýjan hug þann sem okkur hefur verið sýndur við fráfall ÞRÁINS SVEINSSONAR, Skaftahlfð 22, Björg Kolks, Sigurlaug Björnadóttir, Höröur Svainaaon, Elfn Kriatinadóttir, Stafanfa Drew Arnold Draw t Hugheilar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug og samúö viö andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu SIGRÍÐAR CARLSDÓTTUR BERNDSEN. Hétúni 10 a. Erna Mariuadóttir Valur Pálaaon Baldur Maríuaaon Inga Cloaver og barnabörn t Móöir okkar ÓLAFÍA SIGURDARDÓTTIR Vífilagötu 17, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum föstudaglnn 22. þ.m. Unnur Péturadóttir Sigriöur Péturadóttir. t Hjartans þakkir sendum viö öllum, fjær og nær sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug viö andlát og útför JÓHANNS SNÆBJÖRNSSONAR Skallagrímagötu 1, Borgarneai, Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna. Léra Léruadóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS BJARTMARS. Sérstaklega þökkum viö íbúum Stykkishólms. Sólborg Bjartmars Áata Bjartmars Inga Bjartmara Svanlaugur Léruaaon Anna Bjartmara Bjarni Lárentsínusson Ágúst Bjartmars Maggý Lérentsínuason barnabörn og barnabarnabörn. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi KRISTJAN S. GUÐMUNDSSON, Langholtsvegí 63 er lést 19. september, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 26. september. Guömundur Kriatjénsson, Sara Vilbergsdóttir, Þóröur S. Kristjénsson, Guörún Jónsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Jerry Goddard, Magnús Kristjánsaon, Halldóra Jónsdóttir, Ingimundur Kristjánsson, Kristján Kristjánsson og barnabörn Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. * PLASTHUÐAÐIR SKÚFFUPRÓFÍLAR Plasthúöaðir SCHOCK skúffuprófílar eru ávallt fyrirliggjandi í lengdinni 4,1 Om. Hvítir. Samsetning á skúffu er mjög fljótleg og einföld. Framstykki er síöan auðvitaö eftir vali hvers og eins. Sérstök læsing er fyrir botnplötu. Fjöldaframleiðsla á skúffum úr þessu efni er auðveld. Leitið nánari uppiýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.