Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 17
49 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Ali er kominn aftur. — Ég æfði í þrjá mánuði fyrir þennan bardaga án þess að um væri vitað, sagði Ali við fréttamenn að loknu einvígi sínu við Spinks. Ali hefur tækni fram yfir alla aðra hnefaleikara. Högg Ali eru ekki eins stingandi þung og þau voru, en þau rata enn á rétta staði. Ef Spinks hætti sér of nálægt, lenti hann í vandræðum og Ali lét höggin dynja á honum. Ali hafði yfirtökin allan tímann, og sigraði í 14 lotum af 15. atvinnumaður, vann á stigum lítt þekktan hnefaleikara að nafni Tunney Hunsaker. Á eftir fylgdu margir sigrar. Smátt og smátt fór Clay að verða stórorður og auglýsa sig upp með alls kyns uppátækjum. Ein af brellum hans var að tilkynna fyrir hverja keppni í hvaða lotu hann myndi slá mótherja sinn út. Auglýsingabrellur Clays bera árangur Cassius Clay vissi hvað hann söng. Auglýsingabrellur hans og brögð báru árangur. Aðsókn að hnefaleikakeppn- um hans jókst stöðugt. Allir höfðu áhuga að sjá þennan mikla orðhák, og þá helst að sjá hann sigraðan. I nóvember árið 1962 keppti Clay í Kaliforníu og 16.400 greiddu aðgangs- eyri, sem var nýtt met í hnefaleika- keppni í ríkinu. Clay hélt áfram og árið 1963 fyllti hann Madison Square Garden af áhorfendum ér hann keppti við Jones nokkurn. 18.000 áhorfendur sáu Clay sigra. Frægð hans jókst með hverjum degi sem leið. Hann var á leiðinni upp fjallið og hann var ákveðinn í að fara alla leið á toppinn. I júnímánuði þetta sama ár hélt Clay til London til að berjast við breska þungaviktarmeistarann Henry Cooper. Clay byrjaði auglýsingaherferð sína í London með því að kaupa sér breskan kúluhatt og regnhlíf og spókaði sig síðan á strætum Lundúna og vakti feikna athygli. Þá var hann ófeiminn við að heilsa fólki og segja til sín. „Eg mun senda Cooper á braut umhverfis jörðina," sagði Clay. Allt hafði þetta sinn tilgang, og er einvígið hófst höfðu 55.000 áhorfendur keypt sér miða að Wembley-leikvangnum til að sjá Henry Cooper sigra Clay. Clay kom í hringinn klæddur rauðum sloppi, þar sem á stóð: „Cassius mikli“ og með kórónu á höfði. Clay hafði sagt fyrir keppnina að hann myndi ganga frá Cooper í fimmtu lotu og við það stóð hann. Hann hafði í hendi sér að slá hann út í þriðju lotu en vildi að keppnin endaði í þeirri lotu sem hann hafði spáð fyrir um. Var Cooper mjög illa leikinn er keppninni lauk. „Næst er það stóri, ljóti björninn," sagði Clay og átti við heimsmeistarann Sonny Liston. Clay var farið að langa í heimsmeistaratitilinn. „Eg er kóngur- inn.“ Clay hefur alla tíð kunnað að auglýsa sjálfan sig og hefur grætt á því stórfé. Hér kemur hann í hringinn fyrir keppnina við Henry Cooper í London, klæddur rauðum slopp og með kórónu á höfði. leikakeppni Clays var í sjónvarpsþætti sem kallaður var meistarar morgun- dagsins, þá hafði Clay aðeins æft hnefaleika í sex vikur og var 12 ára gamall. Clay sigraði naumlega á stigum í þessari fyrstu keppni sinni. Frægðarferill hans sem hnefaleika- manns var hafinn. Á þeim sex árum, sem Clay keppti sem áhugamaður, sigraði hann í 100 af 108 keppnum sem hann tók þátt í. Hann ávann sér sex sinnum Gullna hanskan í sínu heimafylki, og árið 1959 varð hann bandarískur meistari í léttþungavikt. Árið 1960 vildi Clay ólmur gerast atvinnumaður í hnefa- leikum, en Martin gat fengið hann ofan af því. — Fyrst skaltu verða Ólympíu- meistari, sagði hann. Clay tókst að komast á Ólympíuleik- ana í Róm það sama ár og vakti þar mikla athygli. Hann heilsaði öllum sem hann náði til, kallaði halló og veifaði til allra sem gengu eftir Via Veneto. Og þegar hann hitti Floyd Pattersson í Róm, sem þá var heimsmeistari í þungavigt, sagði hann: „Við eigum eftir að hittast eftir tvö ár.“ Clay keppti í léttþungavigt á leikun- um og átti ekki í vandræðum með að tryggja sér titilinn. Clay kunni og hefur ávallt kunnað þá list að vekja á sér athygli og hann tók ekki niður gullverðlaun sín í heilar 48 stundir samfellt, hann svaf með þau hvað þá meira. Á leiðinni heim til Louisville stoppaði Clay í New York og þar hélt hann uppteknum hætti. Á Times Square heilsaði hann ókunnug- um og kynnti sig sem Cassius Clay, hinn mikla hnefaleikakappa. Heima í Louisville fékk hann frábærar móttök- ur og var honum ekið um borgina í opnum bíl og hylltur. Skömmu eftir heimkomuna gerðist Clay atvinnumað- ur í hnefaleikum. Tíu efnaðir kaup- sýslumenn bundust samtökum um að standa straum af kostnaði við æfingar og keppni, gegn vissum ágóðahlut af kappleikjum. Fyrsti samningur Clays gaf honum 10.000 dollara við undirrit- un og 4000 dollara í ásstekjur, síðan fékk hann helming af þeim tekjum sem inn komu af hnefaleikakeppnum hans. Þá var kveðið.á um það í samningnum, að hluti af tekjum Clays yrði lagður til hliðar og að ekki mætti hreyfa við þeim fjármunum fyrr en Clay yrði 35 ára gamall. Var þetta gert til að tryggja Clay' fyrir síðari tíma. Of margir hnefaleikarar standa uppi slyppir og snauðir er ferill þeirra er á enda. 29. október árið 1960 sigraði Clay í sinni fyrstu hnefaleikakeppni sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.