Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBEI^ 1978 r> Rætt við Sigurð Gíslason, nýjan hótelstjöra á Hótel Borg NÝR IIÓTELSTJÓRI. SÍKurrtur Gíslason. tók til starfa á Hótel Bor« síðastliðinn mánudatí. 18. september. Sijiuróur hóf störf á Ilótel Bor»í áriö 1943 ok hefur starfað þar síðan. Áður hafði Sigurður starfað á llótel íslandi frá 1931. „Éjí held éjj komi bara til með að kunna vel við mÍK í þessu starfi. Þar sem éu var yfirþjónn frammi í sal í 14 ár veit ég hvernij; hlutirnir Kanna fyrir sík þar, en é»; þarf að kynna mér betur það sem lítur að rekstri sjálfs hótelsins. Það gerir mér miklu léttara að taka við þessu starfi að éj; hef unnið lengi hér o»; þekki starfsfóikið og það þekkir mi»;. Það eru ýmsar breytinuar sem þarf að framkvæma hér ok eru marKar þeirra þegar komnar af stað. T.d. erum við farnir í KanK með nýbreytni sem við köllum „hraðborð". Á því borði eru marKÍr réttir bæði heitir ok kaldir ok eru þeir allir á sama verðinu. Þetta er breytinK frá kalda borðinu sem var nokkuð þunKt í vöfum. Þetta er einnÍK miklu fjölbreyttara ok afKreiðslan er fljótari enda er þetta hraðborð." llvað vakti áhuKa þinn á hótel- starfi? „Það var nú þannÍK á þeim tíma að atvinnuleysi var ríkjandi. En éK komst nú samt inn á Hótel ísland hjá RosenberK ok ílenKdist þar ok lærði hjá þeim. Ék var nú ekki nema 14 ára þá ok það þætti ekki fínt í daK að senda 14 ára Kamlan krakka til að vinna fyrir sér. Það er nokkuð marKt sem á daga mína hefur drifið síðan ég byrjaði að starfa á BorKÍnni. Ék man t.d. eftir mörKum konunKskomum ok hef þjónað mörKum háttsettum mönnum til borðs. Friðrik Dana- konunKur kom fyrstur, síðan marKÍr fleiri eíns og Johnson sem þá var varaforseti, Ólafur NoreKS- konunKur, Gústav SvíakonunKur, Golda Meir, Ben Buríon Kamli, Haraldur prins ok fleiri. BorKÍn var nefnileKa í þá daga eini -staðurinn sem Kat hýst þessa menn enda er hún búin að standa hér frá árinu 1930. Einu sinni fór éK í ferð með Filipusi prins yfir Uxahrygg til Borgarfjarðar. Hann var þá ungur maður. Við áttum að fara með honum til Mývatnssveitar en það rigndi svo mikið að það var ekki hægt að fara út úr bílunum. Jóhannes Snorrason flugstjóri kom til Borgarfjarðar og fiaug með Filipus norður en ég komst aldrei út úr bílnum til þess að láta prinsinn hafa það nesti sem hann átti að fá, svq mikil var rigningin. Og við sem áttum að sýna honum alla dýrðina á hálendinu en það sást ekki út úr augunum.“ Hver er mest áberandi breyting við að starfa á hóteli nú og þegar þú byrjaðir hér.? „Á sínum tíma var sá hugsana- háttur ríkjandi að fólki fannst það ekki nógu fínt til að koma á Borgina. Ef það á annað borð kom þá þorði það ekki að fara úr yfirhöfnunum — því fannst það ekki nógu vei klætt. „Held ég komi til með að kunna vel við mig í starf in Spjallað við tvo starfs- menn í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar h.f. „Það er svo stutt til hennar mömmu í vinnuna“ „Það er ágætt að vinna í frystihúsi yfir veturinn, en aftur verra á sumrin,“ um það voru Hildigunnur Ásgeirs- dóttir og Kristín Ad- olfsdóttir sammála þeg- ar við ræddum saman í vikunni í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar h.f. þar sem þær báðar vinna við að skera úr eða snyrta. Hildigunnur er Ólafsfirðingur að ætt og uppruna, gift og fimm barna móðir. Hún byrjaði að vinna í frystihúsi 12 ára gömul, en er nú 51 árs og hefur alltaf verið einhvern hluta úr ári við frysti- hússtörf síðan. Kristín er aftur Vestmannaeyingur og gift til Ólafsfjarðar og er tveggja barna móðir. „Það var ekkert lengra að fara, svo ég fór hingað,“ sagði hún hlæjandi um vistaskiptin. Og hélt áfram: „Ég hef unnið hér í verzlun, en starfa nú hér með heimilinu. Jú, ég- held að þetta starf sé einhæfara en afgreiðslu- störfin. Við vinnum hér venjuiega tíma- vinnu, en bónuskerfið hefur ekki enn verið tekið upp. Ég held líka að það þyrfti að breyta svo miklu frá því sem nú er ef það kerfi kæmist á, þá þyrfti að greiða f.vrir flest. Annars er ekki ólíklegt að einhver óánægja gæti skapast af hálfu þeirra sem ekki vinna við snyrtinguna," svaraði Kristín spurningu um vinnufyrirkomulag- ið. Hvernig er að vera með heimili og vinna svona mikið hvern dag? Hvað er hinn venjulegi vinnudag- ur langur? „í sumar gat vinnan verið frá kl. sjö á morgnana til ellefu á kvöldin að frátöldum þeim tíma sem yfirvinnubannið gilti. Ég held að flestar hérna kjósi líka heldur að vinna til miðnættis virka daga fyrir frí um helgar. Það er afskaplega mikið álag að vinna svona mikið og lengi hvern dag og þá strax mikill munur að fá frí tvo daga í viku um helgar á laugardögum og sunnudögum. Síð- an eru heimilisstörfin unnin á laugardögum og slappað af á sunnudögum. En álagið byrjaði aftur 1. september. Af hverju við ekki reynum að hafa frí um helgar? Maður sér að aflinn er mikill, — það er svo oft landburður af fiski, þá er ekki um annað að gera en aö vinna aflann. Auðvitað hugsar maður svo líka um peningana. Vinnuaðstaðan? Hún er skín- andi hér, ég hef ekki kynnst öðru eins,“ sagði Kristín. „Reyndar er allt húsið núna og starfsaðstaðan í endurskoðun og stendur því allt til bóta. En það sem kannski vantar helzt fyrir okkur húsmæðurnar í starfi væri að búðir væru opnar t.d. til átta á kvöldin eða lúga í verzlun væri opin til þess tíma. Við erum yfirleitt búnar að vinna um sjö og þá er allt lokað en það geta verið afskaplega mikil hlaup að ná í verzlun á daginn." Ég spurði Hildigunni hvernig heimilið og vinnan færi saman? „Á meðan börnin voru ung gat þetta verið ansi mikið „stress", en við hjónin höfum bæði unnið hér við frystihúsið. Með heimilið höfum við verið samhent og hjálpast að. Hann er svolítill jafnréttismaður." „Það væri ekki hægt að vinna svona úti, nema báðir aðilar gangi jafnt að húsverkunum,“ bætti Kristín við. „En með tilliti til barnanna þá er Ólafsfjörður t.d. það lítill staður að það er svo stutt til hennar mömmu í vinnuna. Ef þau þurfa, þá koma þau og ef eitthvað kemur upp á þá hefur verið skilningur fyrir hendi um veitingu fría.“ „Hér hefur verið alveg sérstak- lega gott að fá frí, enda byggist framleiðslan það mikið á vinnu húsmæðranna og verkstjórarnir hafa verið sérstaklega skilnings- góðir á okkar aðstæður," sagði Hildigunnur. Góð heilsa er frumskilyrði... „Þær konur eru margar sem unnið hafa í mörg, mörg ár við sama verkið og eru því orðnar lúnar, — fyrir þær vantar eitthvað að gera hér á staðnum annað en að vinna í frystihúsi. Þegar hávaðinn í salnum og annað er farið að þreyta þær, þá vinna þær áfram frekar við þessi störf sem verða þeim auðvitað erfiðari.með hverj- um deginum, heldur en að gera ekkert — Vinnan hér er yfirleitt erfiðisvinna. Þær vilja margar fá léttara starf en í frystihúsi eða sjóhúsi við söltun, en hér eru engir atvinnumöguleikar, eins og við einhvern smáiðnað. Það er lítið upp úr því að hafa að sitja einn heima og prjóna lopape.vsur allan daginn." „Staðreyndin er sú að gamla fólkið vinnur fram í rauðan dauðann við fiskinn — hér er ein llildigunnur Ásgeirsdóttir að starfi í frystihúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.