Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 57 fclk f fréttum + Sérstök stofnun í Bandaríkjunum hefur á sinni könnu hernaðar- og afvopnunarmál. — Forstöðumaður hennar er Paul Warnke (lengst til hægri). Hann fór fyrir nokkru austur til Moskvu. — Er myndin tekin af honum við komuna á Moskvuflugvöll. — Lengst til vinstri er einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Kremlar, G.N. Kornienko, sem tók á móti Bandaríkjamanninum, ásamt aðstoðarmönnum sínum. Það er nú von manna að hinar svonefndu SALT-viðræður milli stórveldanna í austri og vestri muni hefjast að nýju. + Forsœtisráðherra Ítalíu Giulio Andreotti fór fyrir nokkru i opinbera heim- sókn til Spánar. Hér heils- ar forsætisráðherrann konungi Spánar Juan Carlos er tók á móti gestinum í La Zarzu- ela-höllinni. — Andreotti sagði á blaðamannafundi við lok heimsóknarinnar að ítalir myndu styðja umsókn Spánverja um aðild að Efnahagsbanda- laginu. + í einu leikhúsanna á Broadway í New York er nú verið að æfa gamanleik, þar sem hinn gamalkunni kvikmyndaleikari Henry Fonda leikur aðalhlutverkiði Efni gamanleiksins ku ganga út á að til átaka kemur milli tveggja umsækjenda um dómarastöðu við hæstarétt. Leikur Fonda annan umsækjandann, frjálslyndan dóm- ara, en á móti honum sækir kona — í fyrsta skipti sem kona sækir um þá miklu virðingarstöðu. Frumsýning gamanleiks- ins, sem heitir „Fyrsti mánudagur í október" (First Monday in october), verður einmitt í næsta mánuði — í október. Hvao er Robert Redford að gera í H0LLUW00D nytt frá spáni Kvenskór úr ekta leðri.og leðurfóðraðir! 9 litir og snið. Stærðir 35 — 41 Mjög takmarkaðar birgðir VERÐ AÐEINS KR. 9.995 HAGKAUP UIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.