Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 3 5 Saga frá Kairo: Frá gamla borxarhlutanum í Kairo. Betiararíki í ríkinu Óþekktur konungur í Kairó er sagður einn ríkasti maður Egyptalands. Þegnar hans eru betlarar, um 25.000 talsins, sem sníkja árlega margar milljónir króna af ferðamönnum og egypzkum Múhameðstrúar- mönnum. Hluti allrar ölmus- unnar fer í vasa konungsins og aðstoðarmanna hans. Mestur stuggur stendur af nokkrum háttsettum mönnum í ríkinu. Þeir eru „vanskaparar" eða áhugaskurðlæknar sem hafa að sérgrein bæklun betlaranna. Beiningamennirnir leita sumir hverjir til vanskaparanna til að auka tekjur sínar en aðrir eru píndir af foringjum sínum til að gangast undir aðgerð sem getur verið fólgin í aflimun eða margvíslegum beinbrotum sem afskræma hendur og fætur. Einn vanskaparinn er sagður svo góður að hann getur látið augun virðast blind þó að þau séu alheilbrigð. Lögreglan telur þó að starfsemi vanskaparanna hafi dregizt saman á síðustu árum því að betlurunum hafi farið fram í að látast vera vanskapaðir. Hingáð til hafa allar tilraunir til að komast að því hver konungurinn og fylgismenn hans eru reynzt árangurslausar. I hverjum mánuði eru um 300 betlarar teknir fastir og yfir- heyrðir og lögreglan hefur reynt að blanda geði við betlarana en viðurkennir að hún sjái lítið annað en yfirborð starfseminn- ar. Hjarta konungsríkisins er líkast til í „borg hinna dauðu“ sem er mjög stór kirkjugarður við eystri borgarmörk Kairó. Þar eru grafhýsi svo tugum þúsunda skiptir sem veita yfir 250.000 flækingum húsaskjól. Milli grafhýsanna sem eru tveggja til þriggja hæða há liggja mjóir, óupplýstir stigir sem löngum hafa verið gróðrar- stía glæpa í borg þar sem annars er lítið af afbrotum. Lögreglan á erfitt með að elta nokkurn upp í borg hinna dauðu af því að ólöglegir íbúarnir eru tortryggnir í garð hennar og veita henni enga aðstoð. Þegar blaðamaður nokkur reyndi fyrir skömmu að ná fundi konungsins eða einhverra aðstoðarmanna hans var honum ráðið eindregið frá því. „Þú ert ekki færari en lögreglan, er það?“ spurði gamall maður sem hafði starfað í kirkjugarðinum allt sitt líf. „Lögreglan nær þeim ekki og þú ekki heldur nema þú viljir taka áhættu og þykjast vera betlari. Ef þú gerir það munu betlararnir veita þér athygli og fara með þig á fund foringjans. En þú gætir séð eftir því þar sem þeir gætu farið með þig til vanskaparans í sömu ferð.“ Eini utan að komandi maður- inn sem hefur séð vanskapara starfa er blaðamaðurinn Abdel Atti. Hamed. Hann lézt vera betlari fyrir 10 árum og skrifaði bók um reynslu sina. Eftir að hann hafði betlað samvizkusam- lega í þrjár vikur í einu hverfi Alexandríu og greitt foringja 80 betlara ávallt hluta ölmusunnar var farið með hann í gamalt hús við borgarmörkin. Þar voru fyrir þrír risavaxnir menn sem héldu einhverjum vesaling meðan sá fjórði stakk úr honum augun. Að aðgerðinni lokinni bjóst „læknirinn" til að höggva af Hamed hönd og fót. Hann bað um nokkurra daga frest til að ganga frá einkamál- um sínum sem hann þyrfti allra útlima við. Honum til mikils léttis var honum veittur frestur- inn og hann flúði. Sumir betlararnir hafa það mjög gott. Gamall hrumur maður á tíræðisaldri sem höfðar til hinna góðhjörtuðu með tærðu andlitinu var handtekinn með 700.000 krónur á sér. Hann átti fasteignir sem metnar voru á yfir 21 milljón og var með 420.000 inni á sparnaðarreikn- ingi. Annar sem hafði viðbjóðs- legt gifs á annarri hendinni sér til framdráttar var handtekinn í marz. Það kom í ljós að hann var með 90.000 krónur í gifsinu og rak stórt býli fyrir utan borgina. Það eru ekki aðeins bágstadd- ir sem starfa í ríkinu. Enskur menntaskólakennari var hand- tekinn með 130.000 krónur á sér sem hann hafði sníkt. Hann sagði að það borgaði sig hrein- lega að betla því að mánaðar- launin hans væru ekki nema um 13.000 kr. Annar menntaður betlari sem náðist var kona með háskólapróf og talaði ensku, frönsku og þýzku. Hún hélt aðallega til á ferðamannastöð- um og vakti vorkunn vegfarenda með að hafa á handleggnum horað, skítugt stúlkubarn sem hún hafði leigt fyrir daginn. Betlarinn og blaðamaðurinn Hamed segir að verðbólgan hafi haft áhrif á smábarnaleigu eins og allt annað í Kairó. Fyrir 10 árum var stúlkubarn leigt á 100 kr. yfir daginn og strákar á 80 kr. Nú eru strákarnir komnir upp í 300 kr. og stelpurnar í 450 krónur á dag. Stjórnvöld hafa reynt á marg- an hátt að stemma stigu við sífelldri fjölgun betlara í Kairó og öðrum borgun en án árang- urs. Lögreglan reiknar með að síðan 1970 hafi beiningamönn- um fjölgað úr 15.000 í 25.000. Sifelldar handtökur eiga sér stað en það eru ekki nógu margar stofnanir til að taka við hinum vansköpuðu svo að þeim er sleppt jafnóðum. Trúarbrögð- um þjóðarinnar hefur verið kennt um árangursleysi lögregl- unnar. Múhameðstrú leggur áherzlu á að fátækum eigi að gefa ölmusu og meðan peningar streyma jafnt frá innfæddum sem ferðamönnum er erfitt að fá betlarana til að hverfa frá iðju sinni. Einfættur betlari sem hefur verið handtekinn 29 sinnum síðan 1959 þegar hann var 17 ára og setið í fangelsum og vinnubúðum jafnoft kom að kjírna vandamálsins þegar hann sagði: „Ég vinn mér inn 43.000 kr. á mánuði með betli sem er meira en háttsettur starfsmaður ríkisins hefur í laun. Ef ríkið vill borga mér meira en 43.000 kr. á mánuði þá skal ég hætta að betla." (Þýtt og endursagt úr Los Angeles Times) ‘PHILIPS ■■ , grænn hraun- eru að keppast við að ná. Nýja 20AX in-line kerfið tryggir að þessir eðliíegu litir endist ár eftir ár, þeir fölna ekki og geta ekki runnið saman. túru geta verið ótrúlega tærir vel til skila í Fvrir utan þessa nýjung hefur PHILIPS P náttúrunni. u náð því takmarki að litsjónvarpstæki að sjálfsögðu til að bera alla aðra kosti góðs tækis, sem áralöng tækniforusta PHILIPS tryggir. PHILIPS hafa fyrir löngu náð því tak framleiða litsjónvarpstæki með i eðlilegum litum, takmarki sem PHILIPS 20AX IN-LINE SVÍKLR EKKI LIT. margir framleiðendur heimilistæki sf iAFN ARSTRÆ1 SÆ' T UN 8 — 1 5B55 PHIUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.