Morgunblaðið - 11.10.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978
GUÐMUNDUR G. IIAGALÍN rithöfundur hélt upp á 80 ára afmæli sitt á Þingvöllum í gær með vinum og
vandamönnum. Boðið var upp á kaffi og meðlæti í Þingvallabænum þar sem skáldið hefur dvalið
undanfarna daga, en á myndinni er skáldiö ásamt eiginkonu sinni Unni Hagalín, börnum og
barnabörnum og öðrum vinum og ættingjum. Afmælisbarninu barst mikill fjöldi heillaóskaskeyta.
ISAL:
Kanna vaxtalækkun og
gengistryggð afurðalán
„ÞAD ER ekkert ákveðið varð-
andi vaxtala’kkun annað en það
sem stendur í samstarfsyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar." sagði
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri í samtali við Mbl. í gær
þegar innt var eftir fréttum þar
að lútandi.
Jóhannes kvað hafa verið rætt
um lækkun á vöxtum afurða-
lána þar sem um leið væri veriö að
athuga með gengistryggingu á
afurðalánum. Þá kvað hann einnig
hafa verið rætt um það að
verðbólguþáttur almennra vaxta
yrði að einhverju leyti fjármagn-
99
Yfirlýsing hans, en
þing sjómanna hlýt-
ur að taka afetöðuna”
aður þannig að hann dreifðist yfir
lánstímann. Kvað seðlabanka-
stjóri sérstakan starfshóp á vegum
bankanna vera að vinna að þessum
málum.
Aðspurður sagði Jóhannes að
gengistrygging afurðalána auð-
veldaði að vissu leyti möguleika á
að hleypa erlendum lánum til
rekstursins, en hins vegar kvað
hann margt spila þar inn í, m.a.
hvort ástæða væri til að auka
erlendar skuldir og hvaða áhrif
slíkt hefði á peningaframboð í
landinu o.fl. o.fl.
segir Snorri Jónsson hjá ASÍ um YJ árekstrar
viðbrögð sjómanna við beiðni ASÍ
Morgunblaðið hafði í gær sam;
band vð Snorra Jónsson hjá ASÍ
og innti hann álits á þeim
ummælum sem taismenn
sjómanna' hafa viðhaft. að þeir
muni ekki fallast á að fresta
uppsögn kjarasamninga um eitt
ár eins og stjórn ASÍ hefur lagt
til við aðildarfélög sín.
„Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning vil ég taka fram,“ sagði
Snorri, „að við höfum alltaf tekið
það fram, að félögin í ASI hafa
sjálf ákvörðunarréttinn í þessum
málum. Forystumaður samtaka
sjómanna hefur sjálfsagt sagt
þetta í tilefni af fiskverðs-
ákvörðuninni og það er skiijanlegt
að því leyti að kjör fiskimanna
mótast af því annars vegar og
kauptryggingu hins vegar. Þetta
er yfirlýsing hans, en Sjómanna-
sambandið heldur þing í Re.vkja-
vík 27. þ.m. og þá leggur hann
afstöðu sína ugglaust fyrir það, en
það hlýtur að taka afstöðu til þess
sem gera skal.“
Snorri kvað einnig ástæðu til
þess að vekja athygli á því að
ákvörðun ASI í sambandi við
afturköllun á uppsögnum
samninga væri gerð með ákveðn-
um skii.vrðum. Miðað væri við
framlengingu samninganna frá 1.
25% Húsvíkinga
á skólabekk
Ilúsavík 10. okt. — Skólarnir,
Barnaskólinn, Gagnfræðaskólinn,
Tónlistarskólinn og Iðnskólinn,
hafa tekið til starfa og eru
nemendur 650 í vetur. Kennarar
eru ekki færri en 35. Það mun ekki
vera langt frá lagi að 25'J
bæjarbúa sitji á skólabekk þennan
vetur. — Fréttaritari.
des. n.k. til 1. des. 1979 með þeim
skilyrðum m.a., að kaupmáttur
vrði á engan hátt skertur miðað
við það sem var stefnt að í
júnísamkomulaginu 1977, áherzla
var lögð á að allar aðgerðir
stjórnvöld tryggðu fulla atvinnu í
landinu, að samráð yrðu höfð við
verkalýðshreyfinguna í iandinu
um félagslegar aðgerðir t.d. varð-
andi efnahagsaðgerðir, skattamál
og niðurgreiðslu vöruverðs.
SAUTJÁN árekstrar urðu í Reykja-
vík í gær frá morgni til kl. 19, en ekki
urðu nein slys á mönnum. Sagði
lögreglan að flestir eða 11 hefðu
orðið á tímabilinu kl. 12—17, en
hrinan , sem oft kæmi milli kl. 17 og
18, hefði ekki komið að þessu sinni.
Tveir árekstrar urðu í Kópavogi og
lentu þrír bílar í öðrum þeirra og
skemmdust þeir allmikið. 1 Hafnar-
firði varð eitt óhapp, er bíl var
bakkað á kyrrstæðan bíl og einn
árekstur varð í Mosfellssveit.
Raforkuverð
hækkar um 4%
„Hækkandi álverð gefur von um hagstæð-
ari þróun,” segir Ragnar Halldórsson
„SKRÁÐ álverð er á uppleið en
síðan 20. sept. hækkaði það úr 53
sentum pundið í 56 sent og þetta
er út af fyrir sig ánægjuleg
þróun. en frajlsa markaðsverðið
er ekki komið upp fyrir. 50 sent
ennþá," sagði Ragnar Halldórs-
son forstjóri Álverksmiðjunnar í
samtali við Mbl. í gær.
„Þetta er í áttina,“ sagði Ragnar
og gefur vísbendingu um hagstæð-
ari þróun í þá átt að frjálsa
markaðsverðið fari hækkartdi. Það
er þó aðeins fyrirtækið Alcan sem
hefur tilkynnt þetta verð, en þetta
þýðir að raforkuverð til ÍSALSfrá
rafmagnsveitunum hækkar um
4%.“
Ragnar kvað álverðið hafa verið
á uppleið undanfarna mánuði og
eftirspurn eftir áli kvað hann hafa
veriö ágæta. Þó eru til nokkrar
umframbirgðir af áli á heims-
markaðinum í dag eða um 500
milljón tonn og veldur það m.a. því
að verð hækkar seinna. Þó er um
mun minni birgðir að ræða en s.l.
haust er umframbirgðir voru um
2000 milljónir tonna.
Tilboð í flutninga
ákveðið á föstudag
VERIÐ er aö kánna þau 12 tilboð
sem Járnblendifélaginu bárust í
flutninga fyrir vcrksmiðjuna, en
auk 5 ísl. tilboða og 4 erlendra sem
beðið var um bárust einnig þrjú
önnur tilboð. Jón Sigurðsson for
stjóri Járnblendifélagsins sagði í
samtali við Mhl. í gær, að ákvörðun
í málinu yrði tekin fyrir föstudag.
Þá sagði Jón að um þessar mundir
væri verið að rannsaka skemmdir á
botnstykkinu undir uppskipunar-
krana verksmiðjunnar en það féll út
af flutningaskipi á leið til Islands og
fannst síðan nokkrum dögum seinna
á floti.
Botnstykkið vegur tugi tonna,
en þegar til kemur á að steypa í það
og endursmíða þarf hluta af því þar
sem sjór sem í það komst veldur
tæringu. Verður gripurinn endur-
smíðaður að hluta í Árósum.
-s-- Samninganefnd
byrjar stefnumótun
„VID ERUM andvígir vísitöluþaki, en við vissum strax í sumar um þá
afstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að halda við samþykkt
sína um óskertar verðbætur á laun frá og með áramótum þrátt fyrir
væntanleg bráðabirgðalagaákvæði um vísitöluþak," sagði Kristján
Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, er Mbl. spurði
hann í gær um afstöðu handalagsins til þess að Björgvin Guömundsson
hefur nú lýst því yfir á borgarstjórnarfundi að ekki séu uppi neinar
ráðagerðir um að víkja ,frá samþykkt borgarstjórnar 15. júní sl. um
óskertar verðbætur á laun frá áramótum þrátt fyrir bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar frá því í september sl.
Kristján sagði að þessi afstaða önnur stéttarfélög búa við,“ sagði
borgarstjórnar hefði verið ljós,
þegar formannaráðstefna BSRB var
haldin 29. ágúst sl. en þar var
samþykkt með 48 atkvæðum gegn 1
að stjórn BSRB skyldi beita sér fyrir
samningum við ríkisvaldið um fram-
lengingu gildandi kjarasamninga til
1. desember 1979 án áfangahækkun-
ar 1. apríl. „Við höfum fyrirheit
ríkisstjórnarflokkanna um að af-
numinn verði 2ja ára gildistími
samninga og kjaranefndarákvæði og
að samningsréttarlögunum verði
breytt til samræmis við það, sem
Kristján. „Þessu viljum við að verði
lokið fyrir áramót og þá erum við
reiðubúnir til samninga um fram-
iengingu kjarasamninganna."
Mbl. spurði Kristján hver yrði
afstaða BSRB í þeim viðræðum til
vísitölumálsins og svaraði hann því
til að samninganefnd BSRB myndi
koma saman á fimmtudag og byrja á
stefnumörkun varðandi stefnuna í
samningamálunum. „Sem stendur
get ég því ekkert annað en vitnað til
þessarar samþykktar formannaráð-
stefnunnar," sagði Kristján.
Samband ísl. sparisjóða:
V ara við setningu flókinna
reglna um útlán og vexti
SAMBAND íslenskra sparisjóða, sem er samband þeirra 43 sparisjóða, er
starfa í landinu. hélt sl. laugardag aðalfund sinn og urðu miklar umræður
um útlánareglur og vaxtamál á fundinum, þar sem m.a. var varað við að
settar yrðu þannig reglur um útlán að hætta væri á að almenningur í
landinu gæti ekki áttað sig á þeim til hlítar. „Við óttumst að upp verði
tcknar flóknar reglur um útlán og vexti, sem komi til með að rýra það
traust, sem viðskiptavinir innlánsstofnana eiga að hafa á þeim stofnunum.
Það má ekki verða einungis á færi sérfræðinga að reikna út hvaða arð fólk
fær af sparifé sínu eða hvað það á að greiða af lánum sínum," sagði Baldvin
Tryggvason, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og
formaður Sambands fsl. sparisjóða á hlaðamannafundi, sem sambandið
efndi til í gær.
Stjórnarmenn Sambands ísl.
sparisjóða, sem voru á blaðamanna-
fundinum, voru spurðir álits á þeim
hugmyndum um breytingar á vaxta-
málum, sem nú eru til meðferðar í
bankakerfinu og hjá ríkisstjórn, sem
m.a. gera ráð fyrir að breyta
vaxtakerfinu á þann hátt að verð-
bótaþáttur vaxta leggist ofan á
höfuðstól lána. Baldvin Tryggvason
sagði, að ef slíkar reglur kæmu til
framkvæmda gæti orðið mjög torvelt
fyrir viðskiptavini bankastofnana að
gera sér grein fyrir því hvað þeir
ættu að greiða hverju sinni af
lánum. Um það hvort almennt væri
heimilt að gera svo gagngera breyt-
ingu á kjörum þeirra lána, sem þegar
hefðu verið veitt, sagði Baldvin að
hann teldi að varðandi skuldabréf og
vaxtaaukalán hlyti að verða að miða
við það orðalag, sem væri í bréfunum
og breytingu sem þessari yrði ekki
komið fram nema með samþykki
lántaka og þeirra, sem ættu veð i
þeirri eign, sem stæði til tryggingar
láninu.
Forsvarmenn Sambands ísl. spari-
sjóða lögðu á það áherslu að
nauðsynlegt væri að vinda að því
bráðan bug að tryggja verðgildi
sparifjárinnstæðna, því á undan-
förnum árum hefði sparifé
landsmanna farið sífellt minnkandi í
hlutfalli við þjóðarframleiðslu.
Vitnaði formaður sambandsins í
þessu sambandi til orða Inga
Tryggvasonar, fyrrverandi alþingis-
manns og eins stjórnarmanna í
sambandinu, á aðalfundi þess, að
sparifé landsmanna væri geymt
vinnuafl. Þetta fé hefði brunnið upp í
verðbólgunni, sem sæist hvað best á
því að árið 1970 hefði heildarspari-
fjáreign landsmanna í innláns-
stofnunum verið 40% af þjóðarfram-
leiðslunni en miðað við áramótin
1977 hefði spariféð verið 42,5 millj-
örðum lægra heldur en það hefði átt
að vera miðað við sama hlutfall af
þjóðarframleiðslu og sparifjárinn-
stæðu 1970. Heildarsparifjárinn-
stæður við áramót 1977 í innláns-
stofnunum voru 99,2 milljarðar.
„Ástæða þessa er auðvitað sú að
raunvextir hafa ekki verið í sam-
ræmi við verðbólguna," sagði Bald-
vin.
„Við teljum að lánsféð sé ekki of
dýrt, þegar menn þurfa ekki að skila
jafn miklu aftur,“ sagði Ingvi
Tryggvason, einn stjórnarmanna
sambandsins, og bætti við: „Þá er
það eitthvað annað sem sligar
atvinnuvegina."