Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 17 leika“ í krafti hins ' „Stóra“, heldur sannleikann sjálfan, ein- an og óskiptan. Og nú erum við hér stödd við setningu Alþingis og hugleiðum brot úr sögu annarrar þjóðar. Ekki til þess að hneykslast. Ekki heldur til þess að greina þar milli „Litla- og Stóra sann- leika“, heldur vegna þess að saga hennar snertir sögu allra þjóða. „Þegar reykurinn rís í eyði- mörkinni þá veistu að óvinur þinn kernur," sögðu þeir. Okkar tunga geymir orðið „Helreykur". Þegar sjó tók að leggja milli hafísjaka þá nefnd- ist móðan, er steig upp vegna hitamismunarins, Helreykur. Helreykurinn var fyrirboði þess, að hafið lokaðist, ekki aðeins fyrir umferð, heldur allri björg. Sú var tíð, að Islendingar óttuðust reykinn frá hafinu, engu síður, en ísraelsmenn reykinn úr eyðimörkinni. Þó minnir orðið Helreykur okkur í dag fremur á annan reyk, reyk sem er afleiðing af hatri og tortímingarheimsku mannsins. Helreykur boðaði hafísvetur og skort. En hvorugt bugaði íslenska þjóð, þó bölvað væri. Nú súrnar okkur sjáldur í augum af öðrum reyk, sem boðar ískomu. En sá ís hylur hvorki láð né lög, hann leggst að hjartanu. Tortryggni, öfund, illgirni, rógur, ódrenglyndi, allt þetta setur svip sinn á almenna umræðu í dag og er sá Helreyk- ur, er boðar hjartanu ís, sá Helreykur, sem hrekur burt allt það, sem við höfum talið göfugt og gott og vitum að er undir- staða raunverulegrar hamingju. Sú var tíðin, að sá sami Helreykur vofði yfir íslenskri jörð. Fyrir sjö öldum logaði þetta land í heiftarblóði, og menn leiddu sjálfa sig inn í það þrælahús, er þeir höfðu flúið. Hann mun verða höfuðið og þú munt verða halinn, stóð í 5. Mósebók. Vandamál hafa alltaf steðjað að öllum þjóðum á öllum tímum, en þó hefur það vandamálið orðið stærst að greina sannleik- ann niður í „Litla og Stóra“. Útkoman hefur þá líka gjarnan orðið svipuð látbragði leikar- anna tveggja, er gengu undir því sama nafni í íslenskum kvik- myndahúsum. Og vel mættum við muna stökuhrotið: „Hálfsannleikur oftast er, óhrekjandi l.vgi." Okkar þjóð er svo auðug að bera ábyrgð á frelsi, og hluti þeirrar ábyrgðar er lögð í hendur þjóðkjörinna fulltrúa, í hendur Alþingis. Þeir fulltrúar bera ábyrgð á því, að ekki sé bitist um „Litla og Stóra sann- leika“ innan veggja þess, heldur að sannleikans sé leitað óskipts án undanbragða. Þeir fulltrúar bera ábyrgð á því að Helreykur brenglaðs hugarfars gægist ekki um gáttir AlOingis. Sú þjóð, sem vkkur hefur kosæið fulltrúa sína, væntir þess, að þið vinnið til heilla en ekki Hels, að ekki sé taglhárinu veifað höfðinu ofar. Það þarf vit til að ráða fram úr þeim vandamálum, sem fram undan eru, en það þarf meira til. Við getum kallað það hugsjón, það orð meiðir víst engan. En í innsta grunni er það þó það, að gleyma ekki þeim, er leiddi út úr þrælahúsinu til frelsis en ekki fjötra, þeim sem þíddi hjartans ís. Gleyma því ekki að „allt er að láni léð, lífið og heilsan með.“ Við köllum þann mann vit- firrtan, er skynseminni hefur glatað. En hvað köllum við þann mann, sem öllu hefir glatað nema skynseminni? Það var skynsamlegt í augum „Stóra sannleiks** manna, er stóðu á Gabbata forðum, að hrópa, krossfestu, krossfestu, en það voru íshjörtu að baki þeirra munna, er þar mæltu. „Hér erum vér, og vér koroum til þín, því að þú ert Drottinn, Guð vor,“ sagði Jeremía forðum. A þau orð vil ég minna við upphaf þessa þings. Og ég bið þess, að fyrir kraft hans, og kærleika hans, sem allt skóp og engum bregst, megi Helreykur íshjartans hverfa, en íslensk þjóð dafna til fegurra mannlífs í drengskap og sannleika. Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, setur 100. löggjafar- þing íslendinga í gær. fram til síðustu kosninga. Og loks þeir sem nú koma til þings í fyrsta sinn og líklega er sá hópurinn ívið fjölmennastur. Orð er á því gert að aldrei hafi eins margir nýliðar komið til þings og eftir síðustu alþingis- kosningar og margir hverjir ungir að árum. Þetta er spegil- mynd þess að tíminn líður og allt er breytingum háð. Endur- nýjun er óhjákvæmileg og nauð- synleg, þótt enginn geti um það fullyrt, hversu ör hún ætti helst að vera. En svo munu margir mæla að gott sé gamalli og gróinni stofnun að um sali hennar berist lífgandi andvari sem oft fylgir nýjum mönnum. Og ekki þarf að draga í efa að það sé ungum mönnum fagnað- arefni og eggjun að hafa hlotið traust samborgara sinna til að taka sæti á Alþingi, því að ekki er auðséð hvar í þjóðfélagi voru annað eins tækifæri býðst til að neyta óþreyttra krafta sinna til góðs fyrir land og lýð. Ég tel mig vita fyrir víst að með því hugarfari gengur hver þingmað- ur inní þetta gamla hús. Þess vegna er mér fjarri, nú sem endranær, að flytja einhvers konar húskarlahvöt eða bjarka- mál yfir íslenskum alþingis- mönnum, en góðar óskir er mér ljúft að bera fram. A Alþingi Islendinga verður að fara saman stöðugleiki og endurnýjun. Kjöl- festa verður að vera traust, og einnig verður að vera líflegur byr og segl til að fanga hann. Á þingbekkjum sitja nú eins og löngum áður margir þingmenn með langa og dýrmæta þing- reynslu að baki, og við hlið þeirra hinir, sem nú eru hér í fyrsta sinn. Vel er séð fyrir hvoru tveggja, stöðugleikanum og endurnýjuninni. En hvort sem eru eldri eða yngri, hefur þjóð yðar, góðir alþingismenn, kjörið yður til að standa vörð um frelsi og virð- ingu landsins og hafa forustu um veigamestu málefni sín. Allir góðir menn óska yður þess að þér berið gæfu til að ná samstöðu um úrræði sem endast mega til að sigrast á þeim örðugleikum sem einmitt nú er við að etja. Ég óska yður góðs farnaðar og læt þá von í ljós að störf þessa þings í þágu þjóðar vorrar megi verða gifturík." Bent A.Koch fimmtugur Hinn 16. september varð Bent A. Koch fimmtugur. Ég var þá staddur erlendis og átti þess ekki kost að minnast þessa afmælis eins þeirra manna í Danmörku, sem látið hafa sig málefni íslend- inga mestu skipta og reynzt bestir vinir þjóðar okkar. En ekki má láta hjá líða að minnast hans í tilefni þessara merku tímamóta. Bent A. Koch er nú forstjóri fréttastofunnar Ritzau í Kaup- mannahöfn, stærstu fréttastofu Danmerkur og einnar hinnar stærstu á Norðurlöndum. Hann hafði verið blaðamaður við Kriste- ligt Dagblad á árunum 1948 til 1959 og síðan aðalritstjóri þess til ársins 1971. Kristeligt Dagblad hefur ávallt verið áhrifamikið blað og notið mikillar virðingar vegna vandaðrar blaðamennsku. Átti það ekki sízt við á þeim árum, er það naut ritstjórnar Bents A. Koch. Málefni kirkjunnar hafa jafnan verið eitt helzta áhugamál Bents A. Koch, og hefur hann gegnt ýmsum störfum í þágu hennar, m.a. verið ritstjóri tímaritsins Kirkens Verden. Hann er einnig mikill stuðningsmaður hinna merku og sérstæðu menntastofn- ana, lýðháskólanna dönsku, og hefur verið skólanefndarformaður eins slíks skóla, Snoghöj Folkehöj- skole. Málefni Suður-Slésvíkur hafa einnig verið honum hugleik- in. Hann hefur tekið virkan þátt í starfsemi .Norrænu félaganna í Danmörku og setið í stjórn heild- arsamtaka þeirra. Bent A. Koch fékk snemma áhuga á íslandi og íslenzkum málefnum, og gerðist fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn strax að lokinni styrjöldinni. Hann er ritstjóri eina tímaritsins, sem gefið er út á erlendri grund og eingöngu er helgað íslenzkum málefnum, tímaritsins Nyt fra Island. Hann er í stjórn Dansk Islandsk Samfund og er stjórnar- formaður sjóðs, sem komið var á fót 1960, og ætlað er að efla menningartengsl milli Danmerkur og íslands, Fondet for dansk islandsk samarbejde. Það munu vera um það bil þrjátíu ár, sem liðin eru frá því að fundum okkar Bents A. Koch bar fyrst saman. Hann var staddur hér í Reykjavík. Eínhver mun hafa sagt honum frá ungum hagfræð- ingi, kennara við háskólann og alþingismanni, sem verið hafði í miklu vinfengi við séra Friðrik Friðriksson, en séra Friðriki hafði Bent A. Koch kynnzt í Danmörku á stríðsárunum, enda áhugamaður um málefni Kristilegs félags ungra manna, KFUM. Honum hafði verið sagt, að séra Friðrik hafi meira að segja kennt þessum manni latínu, þegar hann var barn að aldri, og skrifað sérstaka kennslubók i latneskri málfræði fyrir hann og fósturson sinn Adolf, sem öll var á latínu. Hann hafði jafnvel heyrt, að séra Friðrik hafi kennt þessum hagfræðingi latínu öll manntaskólaár hans, ekki það, sem hann átti að læra í skólanum, heldur skáldskap Hórasar og rit Cicerós. Þegar í fyrsta samtali okkar kom í ljós, að áhugamál okkar voru um margt svo lík, að við hlytum að verða vinir. Sú vinátta mun haldast, meðan við lifum báðir. Og örlög höguðu svo til, að við áttum eftir að eiga náið samstarf um mikið og vandasamt verkefni, endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku til Is- lands. Þegar ég varð menntamálaráð- herra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sumarið 1956 leitaði ég samþykkis stjórnarinnar fyrir því að kynna mér með óformlegum hætti og leynd, hvernig unnt væri að taka handritamálið upp aftur, en það hafði komizt af dagskrá er íslendingar höfnuðu þeirri hug- mynd þáverandi menntamálaráð- herra Dana, Júlíusar Bomholt, að handritin skyldu flutt til íslands sem sameign íslendinga og Dana. Júlíusi Bomholt og mörgum öðrum dönskum stjórnmálamönnum hafði sárnað mjög þessi afstaða íslendinga, en danska stjórnin hafði gert íslenzku ríkisstjórninni slíkt tilboð, sem samþykkt var á' lokuðum fundi Alþingis að hafna. Mikil andstaða hafði verið í Danmörku gegn þessari hugmynd, þæði meðal stjórnmálamanna, fræðimanna og í dönskum blöðum. Nú voru ýmsir, sem voru málstað Islendinga mjög velviljaðir og töldu sig hafa rétt fram vinar- hönd, einnig vonsviknir. Hér var því vissulega úr vöndu að ráða. Ég þekkti ýmsa af forystumönn- um danskra jafnaðarmanna, og var fyrsta verk mitt að ræða við H.C. Hansen, sem þá var forsætis- -ráöherra. Talsverð óvissa var þá ríkjandi í dönskum stjórnmálum, og hvatti hann mig, eflaust réttilega til þess að fara mjög varlega í sakirnar. Ég þekkti hins vegar lítið til danskra stjórnmála- manna í öðrum flokkum. En ég þekkti Bent A. Koch. Þegar ég ræddi málið við hann, kom í ljós, að hann, sem blaðamaður og ritstjóri, var nákunnugur helztu stjórnmálamönnum Dana og vissi meira að segja um skoðanir flestra þeirra á handritamálinu. Eftir- maður Bomholts sem mennta- málaráðherra varð Jörgen Jörgen- sen, sem var einn af forystumönn- um Róttæka flokksins, en ekki jafnaðarmaður, eins og Bomholt. Bent A. Koch var náinn vinur hans, m.a. vegna sameiginlegs áhuga þeirra á málefnum lýðhá- skólanna, en Jörgen Jörgensen var einn af helztu stuðningsmönnum þeirra í Danmörku. Þegar ég á næstu árum ræddi handritamálið við danska stjórnmálamenn, ekki aðeins starfsbróður minn og aðra danska ráðherra, heldur einnig við stjórnmálamenn í öðrum flokkum, sem að sjálfsögðu var nauðsynlegt, kom sér mjög vel sú vitneskja, sem ég hafði áður fengið um þá og skoðanir þeirra frá Bent A. Koch. Þegar opinberar umræður hófust um málið í Danmörku, varð blað Bents A. Koch, Kristeligt Dagblad, skeleggur málsvari óska Islend- inga. Yfirleitt voru dönsku blöðin andvíg sjónarmiðum okkar, svo að talsverðan kjark þurfti til að taka jafn eindregna afstöðu og Bent A. Koch tók. En þann kjark átti hann. Það var Islendingum mikils virði. Afhending handritanna til ís- lendinga var ekki vinsælt mál í Danmörku. Mikil andstaða var gegn henni meðal safnamanna og fræðimanna, í blöðum og hjá stjórnmálamönnum. Þeir, sem beittu sér fyrir afhendingunni urðu að synda gegn þungum straumi og urðu jafnvel fyrir ýmiss konar aðkasti. Utan hóps þeirra stjórnmálamanna, sem beittu sér fyrir málinu, var Bent A. Koch einn eindregnasti og einlægasti stuðningsmaður ís- lenzka málstaðarins og átti þannig drjúgan þátt í þeim farsælu endalokum, sem málið hlaut. Okkur, sem einkum fjölluðu um málið af hálfu Islendinga, var þetta auðvitað ljóst. íslenzka ríkisstjórnin lét í ljós þakklæti til Bents A. Kochs með því að bjóða honum og konu hans hingað til sumardvalar. Hann var einn af. gestum ríkisstjórnarinnar, þegar danskt herskip flutti hingað Konungsbók Sæmundar-Eddu og Flateyjarbók vorið 1971 ásamt dönskum ráðherrum, þingmönnum og fleiri gestum. Forseti Islands hefur sæmt hann heiðursmerki fyrir störf hans að bættum tengsl- um Danmerkur og Islands og þá eflaust ekki sízt fyrir stuðning við málstað okkar í handritamálinu. Það er Islendingum ekki aðeins gagn, heldur einnig sómi að eiga slíkan hollvin í Danmörku sem Bent A. Koch er. Gylfi Þ. Gíslason Keppendur íslands á r Olympíu- skákmótinu Ólympíuskáksveitir íslands, sem keppa á Ólympíuskákmót- inu í Argentínu, sem hefst síðar í mánuðinum. Kvenna- sveitina skipa: Birna Norðdal, Svana Samúelsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Ólöf Þrá- insdóttir. í karlasveitinni eru: Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Ingvar Ás- mundsson. Ljósm. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.