Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978
23
lauk þar námi 1943, en seinna fór
hann í framhaldsnám í Noregi. Að
loknu námi í Kennaraskólanum
gerist hann skólastjóri við heima-
vistarskólann í Brautarholti á
Skeiðum í 17 ár, en flyzt síðan til
Reykjavíkur og gerist kennari og
síðan yfirkennari við gagnfræða-
deild Vogaskóla og skólastjóri þar
í forföllum skólastjóra. Þar starf-
aði hann til dánardægurs.
Þetta er hinn ytri rammi og
kaldar staðreyndir um líf Þor-
steins, en segir lítið meira.
Maðurinn, Þorsteinn Eiríksson,
verður hverjum þeim, er kynntust
honum náið, alla tíð hugstæður.
Hann var einstæður persónuleiki,
og hann var kennari af guðs náð.
Hann gerði að sínum orðum orð
Meistarans mikla: „Það sem þér
gerið mínum minnstu bræðrum,
það gerið þér mér.“ Slíkir mættu
vera fleiri. Æðruleysið, rólyndið
og góðlyndið einkenndu hann í
starfi. Svo hafði hann tamið sitt
mikla skap, að hann sást ekki
skipta því, en beitti í stað þess
kímni, glettni, fyndni og stundum
léttu háði, ef honum þótti mikils
við þurfa. Hann var og þrautþjálf-
aður í því að veita með framkomu
sinni, og í fáum orðum, samstarfs-
fólki sínu lausn á vandamálum
þess í daglegu starfi. Hann var
hinn fæddi friðflytjandi.
Félagshyggjumaður var Þor-
steinn mikill, enda valinn til
forystu á heimaslóðum í ung-
mennafélagi sínu og síðan í
Sambandi framhaldsskólakenn-
ara. Tónlist unni hann og stjórnaði
kirkjukór í kirkju sinni á Ólafs-
völlum. Hann samdi og helgileik
þann, sem sýndur hefir verið í
Vogaskóla um árabil á jólum, enda
var hann trúmaður mikill, þótt
hann flíkaði því ekki. Hann var
djúpvitur hugsuður, en bar ekki á
borð tilfinningar sínar fyrir neina
nema útvalda.
A stjórnmálasviði stóð Þorsteini
til boða mikill frami. Þeim frama
hafnaði hann, því að í hjarta sínu
áleit hann handleiðslu barna og
unglinga köllun sína. Stjórnmálin
misstu drengskaparmann, en
börnin unnu göfugmenni.
Mikiö tóm hefir myndast viö
fráfall Þorsteins Eiríkssonar og
verður það seint fyllt. Djúpar eru
þær undir, sem nú skulu græðast,
en allt grær þó að lokum.
Þorsteinn kvongaðist hinni gáf-
uðu og listfengu konu, Sólveigu
Helgadóttur Hjörvar, sem bjó
honum fagurt heimili I skjóli
gróðurs og hlýju. Kjörson, Jóhann,
áttu þau. Þeim, háöldruðum föður
og nánustu fjölskyldu, er það í
harmi huggun, að ástvinur þeirra
gekk á vegum guðs.
Sveinbjörn Finnsson.
Ég var fyrir riokkrum dögum að
virða fyrir mér hina fögru haust-
liti. Aldrei er litadýrðin meiri á
laufi trjánna en þá. Ösjálfrátt
komu mér í hug þessar ljóðlínur,
fyrra erindi Jóhanns Sigurjóns-
sonar um Listaskáldið góða“:
Drotrnar eru litmjúkar
dauðarósir á hruntcjörn lauf
í haustskótn.
En dauðinn var mér ekki ofar-
lega í huga þá, heldur dáðist ég að
hinu litríka laufi, þó að hið
fallandi lauf minnti mann
óneitanlega á að allt sem lifir á
fyrir sér að deyja.
Stuttu seinna eða 1. okt. f.h.
hringir Solveig og segir okkur að
Þorsteinn sé dáinn.
Þessi fregn snart okkur öll á
heimilinu og okkur setti hljóð,
enda höfðum við haft löng og náin
kynni af Þorsteini, Sólveigu og
fjölskyldu.
Auk þess erum við Þorsteinn
skólabræður úr Kennaraskólanum
og kona mín og Sólveig hafa
þekkst frá barnæsku.
Ótal minningar koma nú í
hugann að leiðarlokum og þar ber
engan skugga á. Mestu tengslin
milli fjölskyldna okkar voru
kannski meðan við bjuggum í
Þingborg og þið í Brautarholti.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
fyrir fjölskyldu okkar að aka upp
að Brautarholti eða heimsækja
Þorstein, Sólveigu og fjölskyldu.
Maður var farinn að hlakka til í
miðri viku að fara upp að Brautar-
holti um helgina. Og ég hefi víst
aldrei hlakkað til þv ttadaganna
síðan, við vorum nefniiega búin að
fá leyfi til að þvo við og við í
þvottahúsi sveitarinnar; því þar
voru aðstæður betri en hjá okkur,
en auðvitað var það nú fyrst og
fremst ástæðan til ferðarinnar að
þá gátum við um leið hitt Þorstein
og Sólveigu.
Og þó að Skeiðavegurinn væri
stundum vondur var það ekki látið
aftra sér.
Þorsteinn kom þá bara á móti
okkur niður á þjóðvegin á Rússa-
jeppanum og við skildum okkar bíl
eftir við vegamótin.
Já, þannig var Þorsteinn, hann
leysti hvern vanda og þannig held
ég að það hafi verið í hans starfi
öllu.
Þjóðin væri auðugri ef hún ætti
meira af drengskaparmönnum á
við Þorstein. En áhrif frá svona
mönnum lifa meðal kynslóðanna.
Mér kemur nú líka í hug er við
fórum saman héðan úr Reykjavík
ásamt formanni Ungmannafélags
Reykjavíkur á sameiginlegt mót
ungmennafélaganna á Norður-
löndum, sem haldið var í Verma-
landi á Svíþjóð. (Tveir fulltrúar á
þetta mót mættu okkur svo úti og
voru með okkur á mótinu). A eftir
mótið fórum við Þorsteinn tveir
með Finnunum sem voru á mótinu
til Finnlands og dvöldum þar í
viku í góðu yfirlæti.
Betri ferðafélga en Þorstein get
ég ekki hugsað mér. Allar þessar
minningar sækja nú á hugann að
leiðarlokum.
I vor komum við saman mörg
bekkjarsystkinin á 35 ára afmæli
okkar. Við borðuðum fyrst á hóteli
og fórum síðan heim til skólasyst-
ur okkar, Helgu Magnúsdóttur, og
áttum þar indæla stund saman
langt fram eftir nóttu.
Og ég veit að ég má flytja
honum kveðju okkar allra. Það eru
komin skörð í hópinn okkar, skörð
sem ekki verða fyllt, en þetta er
lögmál alls sem lifir.
Ég ætla mér nú ekki að rekja
æviferil Þorsteins, það verða
áreiðanlega aðrir til að gera það.
Þó ætla ég að stikla á stóru.
Þorsteinn er fæddur á Löngumýri
á Skeiðum í Árnessýslu, árið 1920.
Hann lauk prófi frá Hsk. í
Reykholti 1939, kennaraprófi 1943.
Hann var í námsdvöl í Noregi
1960.
Strax að námi loknu í Kennara-
skólanum varð hann skólastjóri
heimavistarskólans í Brautarholti
og var þar fram undir 1960 að
hann fluttist suður og varð kenn-
ari við Vogaskólann. Hann hefur
verið yfirkennari og skólastjóri í
forföllum.
Þorsteinn kvæntist Sólveigu
Hjörvar 11. apríl 1953 og áttu þau
því 25 ára hjúskaparafmæli nú í
vor.
Börn af fyrra hjónabandi
Solveigar og stjúpbörn Þorsteins
eru: Helgi, f. 17. nóv. 1940, Rósa, f.
17. ág. 1943 og Guðrún f. 23. sept.
1944. Öll eru þau nú gift og eru
barnabörnin nú orðin 10.
Einn son eiga þau, Þorsteinn og
Solveig, Jóhann. Hann er nú 15 ára
i 9. bekk grunnskóla.
Stjúpbörnum sínum var Þor-
steinn sem faðir og barnabörnin
dáðu hann. Það er því mikils að
sakna.
Sólveig mín, megi sá sem öllu
ræður, styðja þig, Jóhann litla,
börn og barnabörn og ástvini alla,
sömuleiðis aldraðan föður Þor-
steins, sem hjá ykkur hefur
dvalist.
Að síðustu flyt ég kveðju frá
mér og fjölskyldu minni með
þakklæti fyrir allt og allt.
Jóakim Pálsson.
+
Fósturmóöir mín og tengdamóöir
INGIRÍDUR E. SIGFUSDÓTTIR THEÓDÓRS,
er látin.
Ólöf Klemensdóttir,
Halldór Hafliðason.
Konan mín og móóir okkar,
JÓNA VIGDÍS GUÐLAUGSDÓTTIR,
andaðist aö Hrafnistu 9. október.
Jón H. Stefánseon
Rúnar Jónsson Anna J. Jónsdóttir.
+
Óttör eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁGÚSTU BJARNADÓTTUR,
Furugerði 1,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 12. október kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afbeöin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent
á Krabbameinsfélag íslands.
Felix Pétursson,
Höröur Felixson Kolbrún Skaftadóttir,
Bjarni Felixson, Álfheiöur Gísladóttir,
Gunnar Felixson, Hilda Guðmundsdóttir
og barnabörn.
+ Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi,
HELGI ELÍASSON,
Skipasundi 21,
er lést 4. október, verður jarösettur frá Fossvogskirkju 12. október kl. 1.30.
Ingibjörg Ingimundardóttir,
Jóna Guómunda Helgadóttir, Pálmi Hlööversson,
Baröi Helgason,
Ingólfur Helgason, Sólveig Jónsdóttir,
Halldóra Helgadóttir, Friðrik E. Hafberg,
Elías Ingjaldur Helgason, Freydis Magnúsdóttir,
Gestur Helgason, Kristjana Fannberg,
Valur Helgason, Halldóra K. Emilsdóttir,
Elín Kristín Helgadóttir, Rafn borvaldsson,
Stefnir Helgason,
bórunn Björgólfsdóttir, Ragnar Halldórsson,
og barnabörn.
+ Maöurinn minn SIGURÐUR JÓHANNSSON, Hraunbœ 51, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. október kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Sylvía Sigfúsdóttir.
+ Kveöjuathöfn um GUDRÚNU SIGURDARDÓTTUR, fyrrum til heimilis aö Miötúni 14, Reykjavík fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. október kl. 10.30 f.h. Jarösett verður í Eyrarbakkakirkjugaröi kl. 13.00 sama dag. Vandamenn.
+ UNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Neöri-Sjóli i Garöi, veröur jarösungin frá Útskálakirkju föstudaginn 13. október kl. 14. Aöstandendur.
+ Þakka innilega samúö og vináttu sýnda viö andlát og útför systur minnar, ÁRDÍSAR ÖSSURARDÓTTUR, hrá Kollsvík. Sérstakar alúöarþakkir sendi ég þeim sem hjúkruöu henni í langvarandi veikindum og veittu henni aðstoð á annan hátt. F.h. systkina, Guörún Össurardóttir.
+ Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför, ARNFRÍÐAR THORLACIUS ERLENDSDÓTTUR, Patreksfiröi. Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna, Fjóla Árnadóttir.
+ Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, bÓRU JÓHANNESDÓTTUR, Giljum. Jóhannes Gestsson, Margeir Gestsson, María Gestsdóttir, Geir M. Jónsson, Ragnhitdur Gestsdóttir, Helgi Magnússon.
+ Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jarðarför, SIGRÍDAR OLGEIRSDÓTTUR, Kóngsbakka 1, Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna, Trausti Árnason.
+ Öllum þeim, sem sýndu mér samúð og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, SIGURJÓNS ERLENDSSONAR, Álftárósi. Sendi ég mínar beztu þakkir og kærar kveöjur. Ólöf Jónsdóttir.
+ Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jarðarför, HULDU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Faxabraut 39 A, Keflavík, Sigurður Valdimarsson, Jón B. Siguróeson.