Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 11
Ingveldur Ingveldur Hjaltested hefur stórkostlega rödd. Söngsaga hennar er merkileg og í raun- inni táknræn fyrir flesta okkar söngvara. Hún hóf söngferil sinn í Þjóðleikhúskórnum, er hann var stofnaður en tók ekki til við reglulegt nám í söng fyrr en fyrir fimm árum, er Söng- skólinn í Reykjavík var stofnað- Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON uy. Margir söngvarar hefja söng sinn i kórum og er það í flestum tilfellum ekki óæskileg byrjun, hreinlega til að læra að opna munninn. Til langframa er vera í kór mjög hæpin fyrir þann sem ætlar að læra að syngja, því að í kór er mótun raddarinnar mið- uð við þarfir kórsins sem heildar, en einstaklingnum ekki sinnt og jafnvel haldið niðri til að skemma ekki heildarhljóm- inn. Sé stjórn kórsins mjög stílföst getur söngvarinn orðið fastur í raddbeitingu, sem háir MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 11 Hjaltested honum alla tíð. Að syngja í kór er góð byrjun og menntandi, en söngnám er tímafrekt nám einstaklinga og þarf þjálfun hans að vera hverju sinni miðuð við margvislega einstaklings- bundna þætti, þar sem ein- strengingslegar kenningar og kennsluaðferðir geta stýrt þjálf- uninni í blindgötu. Sá sem ætlar að verða söngvari má að sjálf- sögðu syngja í kór, jafnframt því sem hann lærir söng og þær greinar sem tilheyra allri söng- þjálfun, en hann verður aldrei söngvari af því einu að syngja í kór. Ingveldur Hjaltested er fæddur söngvari og syngur mörg ár í kór. Eftir þann tíma, þegar flestir hafa gefist upp við að verða söngvarar, snýr hún við blaðinu og fer að læra. Til þess að þarf trú á hæfileika sína og hugrekki til að brjóta niður venjur sínar. Söngúr Ingveldar var í góðu jafnvægi og oftast tandurhreinn. Það er nauðsyn- legt að stíga fyrstu sporin varlega, enda mát^i heyra á allri túlkuninni að kennarinn var á bak við. Þessir tónleikar voru mjög ánægjulegir og nú er aðeins að bíða, hversu Ingveldi tekst að halda sinu striki til fullnaðar sigurs. Jónína Gísladóttir lék undir og var flutningur hennar vel samstilltur söng Ingveldar. Eigum ávallt fyrirliggjandi Fenner reimar og reimskífur, Fenner gírmótorar, Fenner leguhús, Fenner ástengi í miklu úrvali. Látið okkur leiðbeina yður um val á Fenner drifbúnaði. VALD POULSEN H/F Suðurlandsbraut 10, sími 38520 — 31142. Tónllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON verki þarf að ríkja kyrrð og friðsæl fegurð. I Fantasíunni var leikur Rögnvalds á köflum glæsilegur. Næst síðasta verkefnið voru fjórar prelúdíur eftir Debussy. Túlkun Rögnvalds á fíngerðum blæbrigðum er mjög sérstæð og má vera að óróleiki og ákefð hans sé skýringin á því hve lítinn tíma hann gefur sér að staldra við hægferðugt tónferli. Munurinn á því hvernig menn skynja hraða er mjög mikill og má vera að þar liggi skýringin á tækni og hæfni manna til að ná valdi á margslungnu tónferli í miklum hraða. I síðasta verkinu, í sónötu op. 28 eftir Prokofjeff, var tækni Rögnvalds stórglæsi- leg og leikur hans gæddur miklum galdri. I heild voru tónleikarnir sterkir og tilþrif Rögnvalds mögnuð miklum átökum. Tilfinning hans fyrir „drama" tónverksins er mjög sterk en lendir oft í efri mörkum, sökum stórhuga ákafa. Rögnvaldur Sigurjónsson er stórpíanisti og mættu íslend- ingar sýna manni eins og honum nokkurn þakklætisvott fyrir liststörf og kennslu í yfir 30 ár, fyrir störf hans sem eins af skapendum tónmennta í land- inu. Shell Olíufélagið Skeljungur hf lil Höfum opnaó nýtísku Bensínstöð í Garðabæ Höfum opnað glæsilega bensín- og þjónustustöð í Garðabæ, á mótum Bæjarbrautar og Vífilsstaðavegar. Þar verður rekin fjölþætt bifreiðaþjónusta, svo sem: Bensín- og olíusala frá nýtísku tölvudælum. Verslun með fjölbreytt úrval bifreiðavarnings. Ákjósanleg aðstaða til að hreinsa, þvo og ryksuga bíla. Síðar hefst starfræksla smurstöðvar og skyldrar þjónustu. Garðbæingar og aðrir vegfarendur. Gjörið svo vel og reynið þjónustuna, verið velkomin á Shellstöðina í Garðabæ. Simi 42074

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.