Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 31 Valsmenn meistarar eftir hörkuleik VALSMENN tryggðu sér sinn fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil í körfuknattleik í gærkveldi er þeir sigruðu Framara í fjörugum og spennandi leik. Liðin skiptust á um að hafa forystuna og var staðan í hálfleik 42—38 Val í vil. Mikil villuvandræðu steðjuðu síðan að báðum liðum í seinni háifleik. en Valsmenn, sem virt- ust hafa meiri breidd en Framar- ar, sigu fram úr á lokasprettinum og sigruðu 91—83. Valsmenn komust í 7—0 áður en Framarar komust á blað og virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur strax á upphafsmínútunum. En þegar Framarar höfðu losnað við mesta taugaæsinginn fóru þeir jafnt og þétt að vinna upp muninn. Á 14. mínútu fyrri hálfleiks komust þeir svo yfir 28—27. Þá varð spil Framara hálf vandræða- legt og Valsmenn gengu á lagið og höfðu yfir í hálfleik 42—38. Strax á upphafsmínútum fyrri hálfleiks fékk Valsmaðurinn Tim Dwyer sína 5. villu og varð honum þá að orði, að dómararnir hérna ættu að læra að dæma. Dómarar þessa leiks, þeir Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson, dæmdu þennan leik hvorki betur né verr en við höfum átt að venjast, en þeir Bandaríkjamenn sem hingað hafa komið hafa sáran kvartað yfir dómgæslunni hér, svo að eitthvað virðist að í þeim efnum. En þegar Dwyer var kominn útaf bjuggust menn við, að John Johnson myndi leiða Framara til sigurs, en Valsmenn stóðu saman og unnu ágætan sigur með geysi- legri baráttu. Lokatölur: 91—83. Valsmenn voru vel að þessum sigri komnir og jafnvel þótt þeir hefðu misst 4 máttarstólpa útaf með 5 villur létu þeir aldrei slá sig út af laginu. Bestir Valsara voru Kristján Ágústsson og Þórir Magnússon, sem báðir skoruðu 20 stig. Þá var Tim Dwyer góður meðan hans naut við, en hann skoraði 18 stig. Það sem varð Frömurum að falli í þessum leik var reynsluleysi Reykjavík- urmótið í handknattleik TVEIR leikir fara fram í Reykja- víkurmótinu í handbolta í kvöld og hefst sá fyrri klukkan 20.15. Leikir kvöldsins eru Ármann — Valur og Víkingur — KR. Þetta er önnur umferðin í keppninni um fjögur efstu sætin í mótinu. leikmanna liðsins. Þegar Johnson missti taktinn þá voru Framarar ráðalausir og gerðu afdrifarík mistök. En Framarar þurfa ekki að vera óánægðir því að augljóst er, að þeirra tími kemur. Liðið er ungt og bráðefnilegt. Vissulega er erfitt að tapa úrslitaleik, en þá er bara að reyna aftur. Bestur Framara var John Johnson, sem skoraði 41 stig. Var hann mjög óánægður að leik loknum og var harðorður í garð dómara leiksins. En næstur John- son komu Ómar Þráinsson með 12 stig og Símon Ólafsson með 10 stig. gíg. (Ljósm. Emilía). • Valsmenn unnu sitt íyrsta meiriháttar mót í gærkveldi. Hér sjást hinir nýbökuðu Reykjavíkurmeistarar. Aftari röð frá vinstri. Einar Mathiesen, Auðunn óskarsson, Helgi Sigurðsson, Kristján Ágústsson, Hafsteinn Ilafsteinsson, Sigurður Hjörleifsson, Gústaf Gústafsson og Sigurður Helgason form. Körfuknattleiksdeildar Vals. Neðri röð frá vinstri. Jóhannes Magnússon, Torfi Magnússon, Tim Dwyer, Lárus Hólm, Ríkharður Hrafnkelsson og Þórir Magnússon. i II á allt að seliast JX m * t mm ■ mrn f og verðið er eftir því Og þú mátt jafnvel örtw steO dot & V,ao9a, öe\os veð1 ýáa 66 d&9a Einliðleiks- mót TBR Sunnudaginn 15. október verður haldið opið badmintonmót á veg- um Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Mótið verður haldið í húsi félagsins, Gnoðarvogi 1, og hefst það kl. 14.00. Keppt verður í einliðaleik karla og einliðaleik kvenna. Þeir sem tapa fyrsta leik fara í sérstakan aukaflokk. Mótsgjald er kr. 2000. Þátttökutilkynningar frá ein- stökum badmintonfélögum skulu hafa borist til félagsins í síðasta lagi, miðvikudaginn 11. október n.k. HVAÐ ER TIL PD Gallabuxur □ Kakhibuxur □ Flauelsbuxur □ Fínflauelsbuxur □ Terelynebuxur herra □ terelynebuxur dömu □ Herraföt □ Stakir herrajakkar □ Bolir □ Dömudragtir □ Dömujakkar □ Ullarpils □ Blússur □ Herrastuttjakkar □ Kjólar □ Dress □ Og ýmislegt fleira LAUGAVEG 66 SiMI FRA SKIPTIBORÐI 2815S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.