Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 Hver selur hvem Athugasemd frá Knattspymufélaginu Víkingi í Mornunblaðinu s.l. laujíardají 0(j sunnudají birtast furðulegar líreinar um Arnór Guðjohnsen, knattspyrnufélajíið VíkinK og belfíiska félajjið Lokeren. Þar er á mjön einhæfan hátt haldið á málum. Ranjtfærslur af versta ta«i» sem blaðið gerir jafnvel að sínum. Aðeins fjallað um aðra hlið málsins 0« knattspyrnufélagið Vikinjíur þjófkennt. Stjórn Vík- injjs telur ástæðu til að víta Mornunblaðið fyrir þessi skrif. Þau virðast aðeins ætluð til þess að sverta Víkinf; í aujium almenn- intís, sem lítið fylf?ist með í þessum málum. Furðulefí vinnubrögð Mbl. í þessu máli hafa komið á óvart ok rýrt álit það, sem við höfum á blaðinu. Ekkert samband var haft við forystumenn Víkinfjs áður en viðtalið við Eið Guðjohnsen var birt. Stjórn Víkinfjs biður Morjíun- blaðiö að birta eftirfarandi stað- reyndir: Hinn 17. júlí 1978 skrifaði stjórn Víkinfts bréf til stjórnar Knatt- sf)yrnusambands Islands. Þar var KSI beðið að hafa milligönfíu um að kæra belf;íska félafjið Lokeren vefjna brots á 10. grein lafja l’IFA-alþjóða knattspyrnusam- bandsins — þar sem segir að félöfjum sé bannað að setja sig beint í samband við leikmenn á miðju keppnistímabili. Niðurstaðan af þessari kæru er bréf FIFA til KSÍ dafísett 15/8 þar sem FIFA staðfestir, að hér sé um lagabrot að ræða og búið sé að senda út bréf til allra belgískra félaga og þeim sagt að hætta þessum ólöglegu aðgerðum. Um miðjan júlí s.l. hafði Eiður Guðjohnsen gert samning fyrir hönd sonar síns við belgíska félaffið Lokeren. Víkingur hafði ekkert við þann samning að athuga og skrifaði undir flutnings- beiðnina þá strax, en setti það eina skilyrði að Lokeren hefði samband við þá f.vrst, en það vildu þeir ekki og þess vegna dróst þetta. Eina athugasemd Víkings var brot Lokerens á rétti Víkings sam- kvæmt 10. grein laga FIFA. Þetta er forsaga málsins og Víkingur vill undirstrika, að umræður félagsins við fulltrúa Lokerens voru ein- göngu um brot Lokerens gagnvart Víkingi. Þá kemst stjórn Víkings ekki hjá því að svara nokkrum rang- færslum í Morgunblaðinu. 1. Eiður býður peninga Eiður Guðjohnsen segir í við- tali í Mbl. „Mitt álit er að þeir (Víkingur) hafi engan rétt til að gera pcningakröfur. en það ,sé annað mál hvaða samkomulagi hægt er að ná við viðkomandi leikmann". Víkingur vill taka fram, að samningur Arnórs við Lokeren var aldrei til umræðu og þar af leiðandi fráleitt að halda því fram, að félagið hafi sótzt eftir peningum hans. 2. Við höfum hreinan skjöld Þá segir Eiður. „Við höfum mjiig svo hreinan skjiild gagnvart Knattspyrnudeild Víkings. Þeir vissu ávallt hverjar gerðir okkar voru". Vegna þessa atriðis vill formaður Víkings, Jón Aðalsteinn Jónasson, taka fram, að hann sem vinnuveitandi piltsins sá fyrst í dagblaði, að starfsmaður hans, Arnór Guðjohnsen, var floginn út til Belgíu til að semja við Lokeren. Það sýnir best hinn „hreina skjöld“ þeirra gagnvart Víkingi. Launungin var svo mikil á ferða- lagi þeirra, að búið var að velja Arnór í unglingalandslið íslands til keppni við Færeyjar. Eiður tilkynnti þjálfara unglingalands- liðsins, að Arnór gæti ekki Ieikið vegna þess, að fjölskylda hans væri að fara í ferðalag, sem fyrir löngu hefði verið búið að ákveða og hún gæti ekki breytt. 3. Lokeren biöur um leynd Eiður segir í Mbl. „Mér var kunnugt um þessa fundi en þau skilyrði voru sett af stjórn Víkings, að cg fengi ekki að vita um niðurstöður fundanna." Á þessum fundum með fulltrúa Lokerens var samningur Arnórs ekki til umræðu. Hins vegar óskaði fulltrúi Lokerens eftir að skaða- bótasamningur Víkings og Loker- ens yrði ekki birtur. í viðtali við þennan fulltrúa Lokerens í Mbl. kemur fram, að það hafi komið honum mjög á óvart, að áhuga- mannafélag skyldi krefjast samn- inga og skaðabóta vegna félaga- skipta leikmanns. Þarna hlýtur málum að vera blandað — senni- lega vegna tungumálaerfiðleika. Víkingur krafðist aðeins skaða- bóta — og skrýtin er sú staðhæf- ing, að belgísk félög hafi ekki greitt dönskum félögum skaðabæt- ur vegna félagaskipta fyrr en eftir að atvinnumennska var innleidd í Danmörku. Þetta er aðeins afsök- un — ef hún er rétt — manns hjá félagi, sem var að brjóta lög FIFA til að komast hjá greiðslum. 4. Mótmæli leikmanna Eiður segir einnig. „Eitt er það. sem ég vil að komi fram. Það. sem gerðist um það bil viku fyrir síðasta lcik Víkings í Islandsmótinu. sem var gegn ÍBK í Keflavík. Nokkrir af yngri drengjunum í liði Víkings af- hentu stjórn knattspyrnudcildar hréf þess efnis. að þeir lékju ekki umræddan leik og gengju úr Víkingi ef félagið skrifaði ekki tafarlaust undir félagaskipti Arnórs." Þetta er rétt, en eftir að þessir sömu leikmenn höfðu kynnt sér alla málavexti drógu þeir bréf sitt til baka. Sjá meðfylgjandi yfirlýsingu frá leikmönnum Vík- ings. 5. Hver svipti Arnór persónufrelsi? Þá segir í viðtalinu: „Ég held að almenningi sé að verða ljóst hvað hér cr að gerast. Það er verið að svipta drengina persónu- frelsi og þá kemur það verst niður á þeim drengjum sem mörgum finnst að frekar ætti að hampa en troða á." Þá er spurn- ingin hver sviptir hvern persónu- frelsi? Eiður Guðjohnsen semur fyrir hönd sonar síns, 16 ára gamals, við atvinnumannafélag. Víkingur kom hvergi nærri þeim samningum, en við þorum að full.vrða í dag að aðrir en Eiður hefðu getað náð mun hagstæðari samningi fyrir hönd Arnórs. Persónuhagsmunir föðurins virt- ust skipta meira máli í samning- um við Lokeren en drengsins. Nú brýzt reiði Eiðs út og bitnar á Víkingi vegna eigin mistaka í samningum við Lokeren, þrátt fyrir ábendingar og tillögur þeirra, sem best þekkja til þessara mála. 6. Hver er meö höndina í vasa Arnórs? Viðtalinu við Eið lýkur þannig. „Þar á ég við að ekki sé verið með aðra höndina ofan í peningaveski strákanna." Hver er með höndina ofan í peningaveski hvers. Eiður hafði samið fyrir hönd sonar síns um ákveðna greiðslu frá Lokeren. Ef einhver hefur farið í veski Arnórs þá er það einhver annar en Knattspyrnufélagið Víkingur. Ákæra Eiðs á hendur Víkingi er fráleit og út í hött. Samningur Arnórs við Lokeren er óbreyttur, enda aldrei verið til umræðu hjá Víkingi. Það, sem Eiður samdi um við Lokeren, viljum við sem minnst um vita. Af þeim pening- um, sem komu í hlut Árnórs, rennur ekki króna til Víkings. Hins vegar vildi Lokeren fallast á að greiða Víkingi skaðabætur frekar en að eiga yfir höfði kæru og sekt FIFA. Stjórn Víkings vill taka fram, að mjög góður andi ríkti í umræðum Víkings og Lokerens. Fulltrúi Lokerens lýsti áhuga sínum á samskiptum milli félaganna í framtíðinni. Að lokum: Knattspyrnufélagið Víkingur er áhugamannafélag, þar sem margir fórna bæði tíma og peningum til að vinna að störfum félagsins, um leið og unnið er þarft verk í þágu borgarbúa. Það er því lítt skiljan- legt af hvaða hvötum Mbl. birtir heila síðu af alls kyns svívirðing- um og óþverraáburði á félagið án þess að hafa samband við forystu- menn félagsins áður. í sunnudags- blaðinu er enn haldið áfram og nú er Arnór að lýsa því yfir, að hann muni aldrei aftur leika með Víkingi. Allt frá því að Arnór, 10 ára gamall, varð Islandsmeistari í 5. flokki með Víkingi, höfum við haft ánægju af að fylgjast með þessu snjalla knattspyrnumanns- efni og komum til með að sakna hans. Við óskum honum alls hins besta á atvinnumannsferlinum, og vonum að grein sú þar sem hann segist aldrei aftur leika með Víkingi, komi til með að flokkast í sama gæðaflokk og önnur skrif Mbl. til þessa varðandi þetta mál. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Knattspyrnufélagsins Víkings. Jón A. Jónasson. Reykjavík, 9. október 1978 Við undirritaðir leikmenn meistaraflokks Víkings í knatt- spyrnu lýsum yfir undrun okkar, um leið og við hörmum þau blaðaskrif sem birst hafa undan- farna daga varðandi félagaskipti félaga okkar, Arnórs Guðjohnsens, yfir til Lokerens. Eftir að við af gefnu tilefni höfum fengið að fylgjast með þessu máli, teljum við, að stjórn Víkings hafi staðið bæði rétt og eðlilega að þessu máli.* Jóhannes Bárðarson Jóhann Torfason Magnús S. Þorvaldsson Gunnar Örn Kristjánsson Gunnlaugur Þór Kristfinnsson Magnús Ólafs Hansson Róbert B. Arnarsson Diðrik Ólafsson Lárus Þór Guðmundsson Guðm. Þ. Guðm. Ileimir Karlsson Ragnar Gíslason óskar Pálmason Kári Kaaber Ilelgi Helgason * Allir leikmenn sem náðist í skrifuðu undir. Aths. ritstj.t Morgunhlaðið vísar til föður- húsanna „vítum" Knattspyrnu- félagsins Víkings á blaðið, stað- hæfingum félagsins um „furðuleg vinnubrögð" og ásökunum um að Morgunblaðið hafi viljað „sverta Víking í augum almennings". Frá sjónarmiði Morgunblaðs- ins er ckkert athugavert við að birta viðtal við Eið Guðjohnsen án þess að fyrst sé haft samband við forsvarsmenn Vikings. Þar er um eðlileg vinnubrögð blaðs að ræða. Það er ekki heldur gagn- rýnisvert að birta viðtal við Arnór Guðjohnsen, þar sem hans sjónarmið koma fram. Forsvars- mönnum Víkings gafst kostur á að koma athugasemdum við um- mæli Eiðs Guðjohnsen á framfæri þegar sl. sunnudag, en höfnuðu því. Morgunblaðið er opið fyrir sjónarmiðum þeirra feðga og Víkings. Stóryrðum félagsstjórn- ar Víkings í garð Morgunblaðs- ins er því vísað á bug. Mbl. hefur ekki verið með neinar aðdróttanir í þessu máli, en íþróttafréttaritarar þess telja það sjálfsagða skyldu sína að fylgjast með frama íslenskra knattspyrnumanna á erlendum vettvangi, og ef aðstendendum þeirra eða þeim sjálfum finnst á þá hallað. hafa þeir rétt til að koma aðfinnslum sinum á fram- færi án þess að þar sé um að ræða tilraun Mbl. að „sverta" einhvern eða „rýra" álit fþróttafélagsins. Þetta er sérstætt mál, sem ræða ætti málefnalega og leggja spilin sársaukalaust á borðið. Mbl. á hvorki í útistöðum við Víking né önnur íþróttafélög. en greiðslur fyrir fslenska knattspyrnumenn hvort scm menn kjósa heldur að kalla þær „nauðungarsamninga", eins og Eiður Guðjohnsen gerði eða „skaðabætur" eins og forráða- menn Víkings gera, er ekkert einkamál íþróttafélaga, heldur sjálfsagt umræðuefni á opinber um vettvangi. ekki síst í landi þar sem atvinnumennska er á frum- stigi og raunar óskilgreint hug- tak samkva'mt ísicnskum lögum. Njóttu dagsins með Dentokej Xylitol er náttúrulegt sætief'ni Hressandi, sykurlaust tysgigúmmí frá Wrigley’s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.