Morgunblaðið - 11.10.1978, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978
Gunnar Egilson klarinettuleikari um mál Sinfóníuhljómsveitar íslands:
IIIÐ NÝJA SKÓLAIIÚSNÆÐI FÁSKRÚÐSFIRÐINGA. Nýtt skóla;
húsna'ði var vígt á Búðum við Fáskrúðsfjörð á sunnudag og er þessi
mynd af því. Með tilkomu þessa húss hefur orðið mikil hreyting í
skólamálum Fáskrúðsfirðinga. því kennt hefur verið í litlu og þröngu
húsi. Nýi skólinn er 1400 fermetrar að stærð og tvær hæðir.
Framkvæmdir við skólann hófust 1972 og er heildarkostnaður við
hygginguna því sem næst 90 milljónir. Skólinn var vígður við
hátíðlega athöfn á Búðum og verður nánar sagt frá athöfninni í Mbl.
s,^ar- • Ljósm. Ágúst Ásgeirsson.
Fréttabréf úr
Patreksfirði
„Til þess að hægt sé að bæta
þarf að segja sannleikann,,
Patreksfirði. 9.10.1978.
MIKLUM gatnagerðarfram-
kvaemdum er nú að ljúka hér á
Patreksfirði á vegum sveitar-
félagsins. Lagt hefur verið slitlag
á Aðalstræti svo að segja allt eða
frá Þórsgötu og upp á Mikladalsá,
um 1,5 km, Strandgötu og hluta
Sigtúns. Má segja, að alveg nýr
svipur sé kominn á kauptúnið við
þessar framkvæmdir og eru þorps-
búar að vonum mjög ánægðir.
Slitlag er þá komið á langmestan
hluta gatnagerðar í þorpinu. Fyrir
tveimur árum var myndarlegt
átak gert í þessum efnum af fyrri
hreppsnefnd, og átti að Ijúka þessu
verkefni sem nú var unnið sumarið
1977, en sökum mjög mikillar
undirbúningsvinnu við lagnir og
annað við Aðalstræti hafðist þetta
ekki af þá en er sem sagt lokið nú.
Einnig hefur verið lögð mikil
vinna af hálfu sveitarfélagsins í að
snyrta Aðalstræti og fleiri götur í
sambandi við lagningu slitlagsins.
Byggingarframkvæmdir
Byggingarframkvæmdir hafa
verið allmiklar, eru það aðallega
einbýlishús hér á vegum einstakl-
inga. Á árinu hefur verið hafin
bygging 12—14 einbýlishúsa,
bygging heilsuverndarstöðvarinn-
ar gengur samkvæmt áætlun og
verður lokið á næsta ári. Hafinn er
undirbúningur að byggingu rað-
húsa í þorpinu á vegum sveitar-
félagsins.
Vopnafjörður:
Þyngsti
dilkurinn
27,1 kg
Vopnafirði, 10. október.
SLÁTRUN hófst hér á Vopnafirði
hinn 17. september síðastliðinn og
verður alls slátrað hér 17 þúsund
fjár. Meðalvigt er um 15,8 kg, sem
er hálfu kílói meiri meðalþungi en
var í fyrra miðað við sama fjölda
fjár. Bezta meðalþyngd var 17,6 kg
og þyngsti dílkurinn er nú 27,1 kg,
en eigandi hans er Friðbjörn H.
Guðmundsson, bóndi Hauksstöð-
um.
Slátrun lýkur hér á Vopnafirði
hinn 27. október og hefst þá
nautgripaslátrun, sem áætlað er
að standi í eina viku. Ráðgert er að
slátra um 200 nautgripum. —
Katrín.
Útgerö
Skuttogarinn Guðmundur í
Tungu hefur aflað vel í sumar, en
afli handfæra- og dragnótabáta
hefur verið allmisjafn. Góður afli
var í júlí, en lakari seinni part
sumarsins, enda ógæftir þá oft
hamlað veiðunum. Gylfi, Vestri og
Jón Þórðarson hafa fiskað fyrir
erlendan markað, Helga
Guðmundsdóttir er á loðnu, María
Júlía er byrjuð á línu, en aflinn er
ti-egur. Fleiri bátar búast nú á línu
í þessum mánuði.
Atvinna
Atvinna hefur verið nokkuð góð
og nú er alvarlegur skortur á
vinnuafli í fiskvinnslustöðvunum.
Sauðfjárslátrun er hafin í ná-
grannasveitarfélögunum og
streymir kjöt nú daglega til
frystingar og slátur til sölu og er
slátursala allmikil. Allmiklir
flutningar hafa verið á fyrra árs
kjöti til Reykjavíkur og eru ekki
allir jafnánægðir með það.
Menntamál
Grunnskóli Patreksfjarðar hóf
starfsemi sína hinn 18. fyrra
mánaðar. Nemendafjöldi er á
þriðja hundrað, forskóli fyrir 6 ára
nemendur er nú í fyrsta sinn.
Tónskóli Patreksfjarðar er tekinn
til starfa. Iðnskóli starfar ekki
fyrr en um áramót, en annar og
þriðji áfangi verða strax í byrjun
janúar.
Menningarmál og
skemmtanalíf
Sinfóníuhljómsveit Islands kom
hér fyrir skörtimu og hélt hljóm-
leika fyrir okkur Patreksfirðinga
við mjög góðar undirtektir, og
ánægjulegast við þessa heimsókn
var m.a. það, að hljómsveitin lék í
samkomusal félagsheimilisins,
sem nú er verið að vinna við að
fullklára og stefnt er að því að
vígja það 1. desember n.k. Dans-
leikir, diskótek og kvikmyndasýn-
ingar eru með hefðbundnum hætti
og alltaf vel sótt. Félagsmálastarf-
semi er nú að fara í gang hjá
félögum staðarins, sem hæfir
þessum árstíma.
Heilbrigðismál
Heilsufar er yfirleitt gott en illa
gengur að fá lækna til starfa nú
um sinn. S.I. áratug höfum við
Patreksfirðingar verið svo heppnir
að hafa jafnan tvo unga lækna
starfandi hér. Þetta hefur verið
einvala lið, bæði mannkostamenn
og -konur og góðir læknar. Slæmt
hve þetta fólk stoppar stutt í
byggðarlaginu. Vonandi ræðst bót
á þessu sem fyrst.
Margt hefur verið ritað og rætt
um gagnrýni, — tilgang hennar til
uppbyggingar hinsvegar og niður-
rifsmátt hennar hinsvegar. Fer
þar allt eftir því hvernig gagnrýn-
in er fram borin og ekki hvað síst
með hvaða hugarfari hún er
viðhöfð. Hef ég ekki í hyggju að
ræöa um gagnrýni á víðum grund-
velli, heldur taka til umfjöllunar
ummæli Vladimirs Ashkenazy í
septemberhefti tímaritsins „The
Grammophone", sem Mbl. skýrði
frá í gær og ennfremur viðtal
blaðamanns Mbl. við V.A. í tilefni
af þeim orðum, sem hann lét þar
falla um Sinfóníuhljómsveit ís-
lands.
Hver sem les vitnisburð þann,
sem V.A. gefur S.I. eins og hann
birtist í hinu víðlesna erlenda
tímariti fær óhjákvæmilega þá
tilfinningu, að hér sé um lélega
hljómsveit að ræða, vel fyrir
neðan meðallag, hálfgerð áhuga-
mannahljómsveit („semi-
professional" eins og hann orðar
það), þar sem þurfi að urr^gangast
hljómsveitarfólk nánast eins og
börn, eða með öðrum orðum
dæmigerð neikvæð, órökstudd,
niðurrífandi gagnrýni. I viðtali
blaðamanns Mbl. við Ashkenazy
áréttar V.A. gagnrýni sína, en
rökstyður nánar skoðun sína á S.I.
Við Iestur þess viðtals kemur
hinsvegar í ljós jákvæð gagnrýni
hans. V.A. endurtekur þar allt það,
sem hann hefur oft sagt áður
opinberlega um það, hvað mætti
betur fara hjá S.í. og ég hef
reyndar áður gert að umræðuefni í
blaðagrein af tilefni ummæla
hans.
Áður en ég sný mér að viðtali
blaðamannsins við y.A. vil ég
segja það, að okkur Islendingum
þykir ávallt gott að sjá, ef iof er
borið á okkur í einni eða annarri
mynd á erlendum vettvangi og að
sama skapi erum við mjög hörund-
sárir ef á okkur er hallað, jafnvel
þótt við gerum okkur fulla grein
fyrir réttmæti slíkra ummæla. Ég
viðurkenni fúslega að mér þótti
miður að erlendir tónlistaráhuga-
menn skulu hafa fengið að lesa
jafn neikvæðan vitnisburð um
hljómsveitina okkar og í orðum
V.A. lá, og tel ekki rétt af honum
að hafa viðhaft þau á þessum
vettvangi, því að þau þjóna engum
jákvæðum tilgangi, nema ef vera
skyldi að hleypa af stað umræðum
hér heima, sem gætu leitt af sér
bót á þeim atriðum sem betur
Gunnar Egilson.
mega fara til þess að gera S.í. að
betri hljómsveit.
Ashkenazy tilgreinir þrjár meg-
inástæður fyrir því að S.I. sé
tæknilega ekki nógu góð; að
hljómsveitarfólki sé ekki gert
kleift að einbeita sér að hljóm-
sveitarstarfinu sem skyldi vegna
allskonar aukavinnu; það eru of
fáir góðir hljóðfæraleikarar í
hljómsveitinni og allt of mikið um
mannaskiptingar. Þessi þrjú atriði
eiga rót sína að rekja til einnar og
sömu ástæðunnar; starf hljóm-
sveitarfólks er allt of illa launað,
hið langa nám (10—15 ár) er allt of
dýrt og hljóðfærin kosta hundruð
þúsunda og jafnvel milljónir króna
með tollum, vörugjaldi og ótal
sköttum. Við þessar aðstæður
hefur S.í. verið byggð upp af
áhugasömu fólki, sem hefur neitað
sér um þægilegt líf og vellaunuð
störf til þess að sinna hugðarefni
sínu og halda uppi ómissandi
menningarstarfi með þjóðinni.
„I hljómsveitinni er talsvert af
gömlu fólki, sem einfaldlega er
búið að spila of lengi,“ segir
Ashkenazy. Eftirlaunaaldur
hljómsveitarfólks hér fellur undir
sömu reglur og annarra starfs-
manna, þótt allir sjái að enganveg-
inn er hægt að líkja hljómsveitar-
starfi við venjulega skrifstofu-
vinnu, þar sem fólk hefur fulla
starfsorku til sjötugs. Hvergi í
heiminum er eftirlaunaaldur
hljómsveitarfólks jafn hár og hér.
„ — það er líka of mikið af
nemendum, sem eru ekki komnir
svo langt að þeir séu færir um að
leika í sinfóníuhljómsveit og eru
reyndar vart af barnsaldri," held-
ur Ashkenazy áfram. Þetta er líka
rétt hjá honum, en það stafar af
þvi að ráðamenn, sem ekkert vit
hafa á málum, takmarka stærð
hljómsveitarinnar við 59 menn,
svo ógerlegt er að flytja sinfónísk
verk, nema með því að bæta við
aukafólki og eina aukafólkið sem
hægt er að fá eru nemendur.
íslendingar eiga Vladimir
Ashkenazy mikið að þakka, meira
en margur gerir sér grein fyrir, því
að fyrir hans tilstilli höfum við
orðið aðnjótandi listflutnings
margra fremstu tónlistarmanna
heims, sem við ella hefðum seint
eða aldrei fengið hingað. Hann er
opinskár og talar tæpitungulaust
um það, sem honum finnst mega
betur fara, — kröfuharður á
sjálfan sig og þá um leið á aðra.
Hann gagnrýnir ekki S.í. af því að
hann telji sjálfan sig frábæran
hljómsveitarstjóra, heldur vegna
þess að honum er hlýtt til
hljómsveitarinnar og vill veg
hennar sem mestan. „Til þess að
hægt sé að bæta þarf að segja
sannleikann," segir hann og er það
von min að allir sjái, að gagnrýni
V.A. er ekki beint gegn S.I., þótt
hijómsveitin fái skellinn, heldur
eru það ráðamenn menntamála,
sem mættu gjarna fara að skilja
sinn vitjunartíma.
Rögnvaldur
Sigurjónsson
Safa píanóleiks á íslandi er
stutt en rís snögglega með
mönnum eins og Markúsi
Kristjánssyni, Árna Kristjáns-
syni og Rögnvaldi Sigurjóns-
syni. Listamannsferill Rögn-
valds er lýstur upp af stórhug og
miklum ákafa. Þessi ákafi kem-
ur sérkennilega fram hjá Rögn-
valdi í upphafi laga. Hann
byrjar á undan áheyrendum.
Þetta er ekki kæruleysi heldur
ákafi og þörfin fyrir að taka til
starfa.
Tónleikar Rögnvalds í Þjóð-
leikhúsinu 8. okt. s.l. voru
glæsilegir og ramma inn rúm-
lega þrjátíu ára starf hans sem
kennara og píanóleikara. Tón-
leikarnir hófust á Fantasíu í
e-moll, eftir Mozart. Fantasían
er sérkennileg tónsmíð, allt að
því rómantísk, en þó mjög
svipuð sams konar verkum eftir
Philip Emmanuel Bach. Yfir
leik Rögnvalds var blær kyrrðar
og jafnvægis. Annað verkið var
h-moll sónatan eftir Liszt. Það
lýsir vel stórhug Rögnvalds að
leika þetta verk á fyrstu tónleik-
unum sínum í New York og
fróðlegt þætti, ef hægt væri, að
bera saman leik hans nú og þá.
Undirritaður hefur heyrt Rögn-
vald leika h-moll sónötuna með
árs millibili og var flutningur
hans nú með allt öðrum hætti.
Bæði er munur á hljóðfærum og
í fyrra skiptið hafði Rögnvaldur
ekki leikið opinberlega í nokkur
% mm W
ár. Tækni hans er af þeirri
stærð, sem skipar honum í flokk
með heimspíanistunum en um
leið ber hún svip þeirra örlaga
að vera sonur lítillar þjóðar,
sem ekki kann né getur búið
honum skilyrði til að þroska
hæfileika sína til hins ýtrasta.
Eftir hlé lék Rögnvaldur tvö
verk eftir Chopin, Berceuse op.
57 og Fantasíu op. 49. Berceuse
er byggt á tveimur hljómum
sem mynda „bordún" undir
glitrandi tónvefnaði. Yfir þessu