Morgunblaðið - 11.10.1978, Page 12

Morgunblaðið - 11.10.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 Ljósm. Emilía. Björgvin Guðmundsson formaður verðlagsnefndar fyrir verðlagsdómi: „Miklar hækkanir blaðanna undan- f arið og gildandi verðstöðvun réðu mestu um ákvörðun nefndarinnar,, KÆRA verðlagsstjóra á hendur Vísi og Dagblaðinu var tekin fyrir að nýju í verðlagsdómi Reykjavíkur í gær. Kom þá fyrir dóminn Björgvin Guðmundsson formaður verðlagsnefndar og svaraði spurningum lögfræðinga blaðanna, Sveins Snorrasonar hrl., lögfræðings Vísis, og Skúla Pálssonar hrl., lögfræðings Dagblaðsins. Höfðu þeir gert kröfu um að Björgvin kæmi sem vitni fyrir dóminn og urðu dómendur við þeirri ósk, þeir Sverrir Einarsson sakadómari og Egill Sigurgeirsson hrl. Voru margar spurningar lagðar fyrir Björgvin og var Sveinn sérstaklega harður í spurningunum. Það kom fram í dóminum, að lögfræðingarnir ætla að leggja nokkrar spurningar fyrir Georg Ólafsson verðlagsstjóra. Munu þeir væntanlega leggja skriflegar spurning- ar fyrir dóminn og verðlagsstjóri svara þeim skriflega sem embættismaður. Til stóð að þeir Hörður Eínarsson stjórnarfor- maður Reykjaprents hf., útgáfufélags Vísis, Davíð Guðmundsson framkvæmdastjóri Reykjaprents og Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins kæmu að nýju fyrir verðlagsdóm í gær en því var frestað. Björgvin Guðmundsson er skrifstofustjóri að starfi, búsett- ur í Hlyngerði 1, Reykjavík, fæddur 13. september 1932 í Reykjavík. Dómsformaður kynnti Björg- vin skyldu hans sem vitnis í málinu. Því næst tóku lögmennirnir Snorri og Skúli til máls og óskuðu eftir því að fá að leggja fyrir sameiginlegan spurningalista. Voru spurningarnar alls 12. Bættu lögmennirnir við nokkrum spurningum eftir því sem svör Björgvins gáfu tilefni til. Fyrsta spurningin var hve lengi Björgvin hefði verið for- maður. Svaraði hann á þá leið að hann hefði verið formaður sam- fellt í verðlagsnefnd frá 1972 en áður hefði hann í nokkur skipti stýrt fundum nefndarinnar í forföllum Þórhalls Asgeirssonar ráðuneytisstjóra, þáverandi for- manns. Nefndin hefur afskipti af hækkununum Spurning númer tvö var á þá leið hvort erindi dagblaða sem hafði að geyma áform um hækk- anir auglýsinga og söluverðs hafi nokkurn tíma áður sætt annarri afgreiðslu verðlagsyfirvalda en afskiptaleysi. Svar Björgvins var játandi, kvað hann nefndina yfirleitt hafa afskipti af erindum blaðanna. Hann nefndi eitt dæmi frá 13. apríl 1977, þar sem hækkun blaðanna var skorin niður. Þau höfðu óskað eftir hækkun áskrift- arverðs úr 1100 í 1400 krónur. Fram kom tillaga um 1300 krónur og var hún samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Fóru blöð- in eftir þessari samþykkt að sögn Björgvins og hækkuðu áskriftina í 1300 krónur. Kvaðst Björgvin vita um fleiri svona dæmi þótt hann myndi ekki nákvæmlega eftir þeim til að greina frá þeim fyrir dóminum. Þó kvaðst hann muna að svipað hefði gerst 1974. „Eg tel að þessi dæmi sýni ótvírætt að verðlagsnefnd hafi áður haft afskipti af verðhækk- unum dagblaðanna enda myndu þau ekki sækja um verðhækkan- ir, ef þau teldu ekki að málið heyrði undir verðlagsnefnd,“ sagði Björgvin. Þriðja spurningin var á þá leið, hvers vegna formaður verðlags- nefndar hefði flutt tillögu um hækkun blaðanna á fundi verð- lagsnefndar en ekki verðlags- stjóri. Björgvin svaraði á þá leið, að rétt væri að verðlagsstjóri flytti oftast tillögur en dæmi væru til þess að hann legði málin fram án tillagna og óskaði eftir tillögum nefndarmanna. Sagði Björgvin að dæmi væru til þess að nefndar- menn hefðu viljað ganga lengra en verðlagsstjóri við afgreiðslu á erindum blaðanna og þess vegna hefði verðlagsstjóri oft beðist undan því að leggja fram tillögur þegar verðlagsmál þeirra bæri á góma. Hefði verðlagsstjóra fund- ist nefndarmenn bera hlýhug til blaðanna og viljað afgreiða óskir þeirra án þess að fyrir lægi faglegur undirbúningur til grundvallar slikum afgreiðslum. Aðspurður sagði Björgvin að verðlagsstjóri legði aldrei fram aðrar tillögur en þær, sem hlotið hafa faglegan undirbúning. Fjórða spurningin var sú, hvort Björgvin hefði flutt tillöguna af eigin frumkvæði eða að fyrirmæl- um viðskiptaráðherra. Björgvin svaraði: „Ég sit í nefndinni að boði ráðherra og ég legg engin mál fyrir nefndina án samráðs við hann. Það gildir um öll mál, líka þetta." Þriöja hækkunin á Þessu ári Fimmta spurningin var sú, hvaða rannsókn á rekstri og afkomu dagblaðanna lægi til grundvallar tiilögunni um af- greiðslu dagblaðanna. Þessari spurningu svaraði Björgvin á eftirfarandi hátt: „Þetta er þriðja hækkunar- beiðnin frá dagblöðunum á þessu ári. 11. janúar var þeim heimilað að hækka áskriftina úr 1500 í 1700 krónur, 12. apríl var þeim heimilað að hækka áskriftina úr 1700 í 2000 krónur og nú síðast úr 2000 í 2200 krónur. Það sem lá til grundvallar afgreiðslunni nú var einkum tvennt. í fyrsta lagi voru nýlega sett lög um verðstöðvun, þar sem kveðið er á um að hamla skuli sem mest gegn verðhækk- unum og ekki skuli leyfa neinar verðhækkanir nema þær, sem verðlagsnefnd telji óhjákvæmi- legar. Og í öðru lagi hafi dagblöðin verið búin að fá 70% hækkun á einu ári áður en síðasta verðákvörðun kom til og sé þetta mun meira en verðbólgan. Með tilliti til þessa og hins að verðstöðvun ríkti í landinu, hafi beiðnin verið skorin niður. „En ég vil bæta því við,“ sagði Björgvin, „að ég tel þetta ekki vera hækkun til langs tíma.“ Sjötta spurningin var sú hvort nýlegar hækkanir á 8 tilteknum kostnaðarliðum blaðanna, svo sem póstburðargjalda, síma o.fl., hefðu verið teknar með í dæmið þegar hækkunin var samþykkt. Sagði Björgvin að til of mikils væri ætlast af honum að geta svaraði því hve mikið hver einstakur þessara liða hefðu hækkað. Dagblöðin hefðu sent inn ófullnægjandi upplýsingar með hækkunarbeiðninni og hefði Verið stuðst við kannanir verð- lagsstjóra á heildarafkomu dag- blaðanna. Hafi legið jafngóðar upplýsingar fyrir um heildaraf- komu þeirra og við fyrri verð- ákvarðanir. Hófst nú nokkurt þjark milli lögfræðinganna og Björgvins, en lögfræðingarnir vildu fá skýr svör við því hvort þessar kostnað- arhækkanir hefðu legið fyrir þegar hækkunarerindið var af- greitt. Svaraði Björgvin því með nokkurri þykkju að upplýsingar um þessa einstöku liði hefðu ekki legið fyrir fundinum heldur aðeins yfirlit um heildarafkomu blaðanna frá verðlagsstjóra en venjulega séu upplýsingar hans nýjar. Fékkst ekki botn í það hvort umræddir kostnaðarliðir hefðu verið inni í útreikningum verðlagsstjóra og gerðu lögfræð- ingarnir kröfu um það að verð- lagsstjóri, Georg Ólafsson, yrði kallaður fyrir dóminn til þess að gefa skýringar á þessu atriði. Haföi vísitölu- grundvöliurinn áhrif? Næsta spurning lögfræðing- anna var á þá leið hvort sú staðreynd að áskriftar- og lausa- söluverð sé í vísitölugrundvellin- um en auglýsingaverð ekki hafi ráðið þeirri afstöðu meirihluta nefndarinnar að samþykkja 20% hækkun á verði auglýsinga en aðeins 10% hækkun á blaðsölu- verði. Björgvin svaraði þessu á þá leið, að þetta hefði ekki ráðið afstöðu hans en hann gæti ekki svarað fyrir aðra nefndarmenn. Nú spurði Sveinn Snorrason eftirfarandi spurningar: Gerði meirihlutinn sér grein fyrir því að með því að gera þennan hókus-pókus með vísitöluna var hann um leið að skerða laun blaðburðar- og blaðsölubarna, því þau fá ekki nema 10% hækkun á meðan aðrir starfsmenn blað- anna fá 25—29% launahækkun? Þessi spurning kom viðstödd- um greinilega á óvart ekki síst formanni verðlagsnefndar. Hann svaraði: „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu á umræddum fundi og þessu var ekki hreyft á fundinum." Næsta spurning lögfræðing- anna var sú, hvort við afgreiöslu málsins hafi legið fyrir upplýs- ingar um tekjuskiptingu blað- anna af blaðsölu annars vegar og auglýsingum hins vegar. Björgvin svaraði: „Ég hafði þessar upplýsingar ekki sjálfur en ég vil ekki fortaka að verðlags- stjóri hafi haft þær. Áfram héldu lögfræðingarnir í sama dúr og nú spurðu þeir hvort athugun á brýnustu þörfum þess blaðs, sem mestar auglýsinga- Björgvin Guðmundsson og Sveinn Snorrason áður en yfirheyrslan hófst í verð- íagsdómi í gær. tekjur hafi, hafi ráðið ákvörðun nefndarinnar. Þessu svaraði Björgvin neit- andi. Hefur ekki afskipti af ööru lesefni Næsta spurning var þannig: Hefur verðlagsnefnd haft af- skipti af verðlagningu annars innlends lesefnis, svo sem viku- og mánaðarrita, tímarita og bóka? „Svo hefur ekki verið þann tíma sem ég hef verið í nefnd- inni,“ svaraði Björgvin. Næst var spurt hvort nefndin hefði haft afskipti af verðlagn- ingu annarra blaða í vísitölu- grundvellinum, þ.e. Time, Det Bedste, Hjemmet og Andrés Önd og Co. Þessu svaraði Björgvin neit- andi. Næsta spurning var á þá leið, hvort afgreiðsla nefndarinnar á hækkunarerindi blaðanna nú nýverið hafi að hans mati verið byggð á hlutlægu mati á þörf útgáfufyrirtækjanna samkvæmt annarri málsgrein 3. greinar laga nr. 54/1960 um verðlagsmál. (Greinin hljóðar svo: Verðlags- ákvarðanir allar skulu miðaðar við þörf þeirra fyrirtækja, er hafa vel skipulagðan og hag- kvæman rekstur). Björgvin svaraði: „Ákvörðunin byggðist á hlutlægu mati á þörfum fyrirtækjanna og tillit var tekið til nýsettra laga um verðstöðvun I landinu." Sum fyrirtækin illa rekin Nú spurði Sveinn Snorrason: Telur formaður verðlagsnefndar sum útgáfufyrirtækin illa rekin? Björgvin svaraði: „Ég tel sum þeirra illa rekin, ég hef gert mér þær hugmyndir af þeim gögnum sem fyrir hafa legið en ég vil ekki ræða þetta nánar núna en er tilbúinn til þess seinna." Enn spurði Sveinn og nú hvort Björgvin teldi þær upplýsingar rangar, sem fram kæmu í bréfi allra dagblaðanna, þ.e. um að 20% hækkun væri lágmark? Björgvin svaraði: „Erindi blað- anna var ófullkomið en ég vil ekki svara þessu frekar." Sveinn vildi nú fá skýrara svar frá Björgvin en hann kvaðst þegar hafa svarað spurningunni. Næst spurði Sveinn hvort Björgvin hefði óskað eftir viðbót- arupplýsingum um stöðu blað- anna fyrst erindi þeirra voru ófullkomin að hans mati. Björgvin svaraði: „Ég taldi þær upplýsingar, sem verðlagsstjóri hafði um afkomu blaðanna, nægi- legar til þess að afgreiða mál blaðanna á fundinum." „Þetta svar kallar á aðra spurningu," sagði Sveinn, „nefni- lega hvort bréf dagblaðanna hafi ekki verið í samræmi við upplýs- ingar þær sem verðlagsstjóri hafði?" „Ég vísa til afgreiðslu nefndar- innar um að heimila 10% hækk- un en ekki 20% hækkun. í afgreiðslu hennar felst svarið við spurningunni. Ég vil svo bara ítreka það að ekki er vitað um það hve lengi það verð sem nú er, verður í gildi." Nú varð stutt hlé en Björgvin bætti svo við: „Það hefur hugsan- lega legið til grundvallar afstöðu einstakra nefndarmanna að mikil • hækkun á verði blaðanna gæti dregið úr sölu þeirra." „Það er þá gert með -velferð blaðanna í huga að skera niður verð þeirra,“ gall þá í Sveini. Yfirheyrslan yfir Björgvin hófst klukkan 15.15 og henni lauk klukkan 17.05. Sverrir Einarsson dómforseti sagði í lokin við Björgvin. „Þetta var löng og ströng seta hjá þér. Þetta er svona þegar harðir lögmenn mæta.“ Björgvin svaraði að bragði: „Eitthvað verða þeir að hafa fyrir stafni." — SS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.