Morgunblaðið - 11.10.1978, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978
!>udi unuutrin js _____ .
Inin. i-t'f!* Posand. Rom»ni» smhI Huujrary
ICELAND
flerf risfc fo /V/» ro recedes
Tht r»k lo potcd by thr fxwttlon of
tb» C ommuont P«ft* in Ifflaml sipptaty lo
h»*« nceivcI, at ka*» fur Iht momtrnl. \l
onc timc it lo<A«l *s iboofih tbKnd of Ift-
Im4*S psrílím<-otarv eikh — dw AtUMk *
nmmii ra« from Iao» 25 untli tbe M»n ut
Scfrtetthtr Hithoot a go*rf*»»ol -- woultt
---*- —- -*----* pofrmbl éoum for
rocrtrtv vfwrii elooro
rh< »«rth Aflanfic i
fh* pfo«pcct of t
cootfol in rhc cnaii___ _________..... mrteua^m
tn forrca.lv ihai 'hc <u*l tu bavr at K*fl« " : '■
• ih - «■« h< ttcaictt <o tw I S. cob rodrcd SBgBgM
<o anv uthcr VA ifairfocc* \ -----JHM
IW cnmmonivt. haJ m«<tf rl»*ur» oi <hr Jhjj^- ■ ■ V
ha*« * m«in«av «f ttMrir <nuUf«*«abut tWir HHBB . ■
placr « th* coaittwo wíth Ihc 1‘fnpiwiii* r’ra,"/'*' jeftennefien: r!e!*'mrn*d
antt Social Dcmocraf partfc* rtearlv hr-
cam« <tep««tc»f on <h«f drnpplnfi thst atro. ratcnded ft« nabinie limit* f» 50 wím and
Ftnaily, btft ooly aftcr cronroimbt leadcr dcftatcd Rritain in íltt -lo-cailcd ( ai Waf.
l.udvfk Jowfvvm h»d htard thc ofhcr par- .iohantK«*on, ibtn. can bc * dctermiucd
Snvtel fantr dnvbt* Wsct» m«r.gth
fl»*wn 25 year> ago. » «j|i ;i>c bcttt aircraft fcr
vompfct iurveiiUfKt m«tu<>n«.
KcpfCfe'uali'.vfw acrc madc *ome Mue agi»
lo Ih* US ilefencc a<nhoritK* ;o rc-«Uft pro-
Uuclion r/ ihc U.’ athi. acvordiiig rn infor-
■nntiOA m Bru.cselí. ihe Conet adiiiinálratkm
h«* gtvco the fifccn lijtlv u* ihe I.ockSiccd
Convorrtion u; prffduce inilfally 25 nen air-
wan which will bc known as ra is A * rnany m
l'-f) neu npy aircrafl could he huilt. But some
csperis liavc tlotihu
THWO WOBto
„Rauða hættan”
og Keflavík
í BREZKA frétta-vikuritinu „To
the Point“ birtist nýlega stutt
grein um stjórnarskiptin á ís-
landi undir fyrirsögn, sem í
lauslegri þýðingu mætti orða svo<
„Uauða hættan minnkar hjá
NATO“.
Þar segir meðai annarsi
Hætta sú, sem Nato var í vegna
stöðu Kommúnistaflokksins á ís-
landi, virðist nú í rénum, að
minnsta kosti í bili. Um tíma leit
út fyrir að stjórnarkreppan á
íslandi — sem stóð frá 25. júlí
fram í byrjun september — gæti
valdið Atlantshafsbandalaginu
erfiðleikum og jafnvel orðið upp-
hafið að endalokum samtakanna.
Möguleikar á því að kommúnist-
ar næðu undirtökunum í nýrri
samsteypustjórn leiddu af sér
vangaveltur um að flugher Banda-
ríkjanna, og jafnframt allra ann-
arra NATO-ríkja, yrði meinaður
aðgangur að flugstöðinni í Kefla-
vík, sem er afar þýðingarmikil.
Kommúnistar höfðu gert lokun
flugstöðvarinnar að uppistöðunni i
stefnuskrá sinni, en ljóst varð að
aðild þeirra að samsteypustjórn
með Framsóknarflokki og Alþýðu-
flokki væri háð því að þeir féllu frá
þessu stefnumarki sínu. Loksins,
eftir að kommúnistaforinginn
Lúðvík Jósepsson sá að hinir
flokkarnir neituðu samstarfi ef
hann yrði annað hvort forsætis-
eða utanríkisráðherra, létu komm-
únistar af kröfu sinni.
Þeir féllu einnig frá baráttu
sinni fyrir því að Island segði sig
úr NATO, og sættu sig við að þrír
ungir þingmenn þeirra tækju að
sér menntamála-, viðskipta- og
iðnaðarráðuneytin, sem eru minna
umdeild.
Nýi forsætisráðherrann, Ólafur
Jóhannesson, er framsóknarmað-
ur, bezt þekktur utan heimalands-
ins fyrir stjórnarformennsku sína
árin 1071 til 74, þegar íslendingar
færðu fiskveiðilögsöguna út í 50
mílur og sigruðu Breta í svonefndu
Þorskastríði.
Ólafur Jóhannesson getur þess
vegna verið ákveðinn og harðsnú-
inn leiðtogi, og framkvæmd utan-
ríkisstefnu hans er í höndum
Benedikts Gröndals, formanns
Alþýðuflokksins, sem er menntað-
ur í Bandaríkjunum. Hann er
fylgjandi bæði Vesturveldunum og
NATO.
Kommúnistaforinginn Lúðvík
Jósepsson á ekki sjálfur sæti í
ríkisstjórninni. Hann neitaði að
taka þar sæti eftir að hinir
flokkarnir neituðu samvinnu undir
forustu hans.
NATO er neðarlega á verkefna-
skrá nýju ríkisstjórnarinnar.
Fyrsta málið er að draga úr
verðbólgunni, sem nú er um 40%.
Stjórnarkreppa
Svla gæti dregizt
10. okt. 1978
Frá Önnu Bjarnadóttur,
íréttaritara Mbl„ Stokk-
hólmi, í gær.
Henry Allard, forseti
sænska þingsins, hitti á mánu-
dag formenn fjögurra stærstu
flokkanna hvern fyrir sig, og
kallaði síðan formenn borg-
aralegu flokkanna aftur á sinn
fund síðar um daginn. Að
viðræðunum loknum sagði
hann, að því miður hefði enn
ekki fengizt lausn á stjórnar-
kreppu Svía, en hann mundi
hitta flokksformennina aftur í
dag, þriðjudag, og þá athuga
betur, hvort einhver flokksfor-
mannanna gæti myndað
stjórn, sem hefur stuðning
meirihluta þingsins á bak við
sig.
Eftir fyrsta fund sinn með
flokksformönnunum á föstu-
dag, daginn eftir að Thorbjörn
Fálldin forsætisráðherra og
formaður Miðflokksins sagði,
að ekki væri lengur grundvöll-
ur fyrir samstarfi borgaralegu
flokkanna vegna ósamkomu-
lags í kjarnorkumálum, var
Henry Allard bjartsýnn um að
ný stjórn yrði mynduð í
þessari viku, en líkurnar til
þess virtust litlar eftir fund-
ina í gær.
Alls sitja 349 fulltrúar þing
Svía. Borgaralega stjórnin,
sem var samsteypustjórn Mið-
flokksins (86 þingsæti), Hægri
flokksins (55) og Þjóðarflokks-
ins (39 þingsæti), hafði á bak
við sig meirihluta þingsins eða
180 þingsæti. Sósíaldemókrat-
ar hafa 152 þingsæti og aðrir
vinstri flokkar skipta með sér
17 sætum. Um helgina var
talið líklegt, að Þjóðarflokkur
undir forsæti Ola Ullsten
myndaði einn nýja meirihluta-
stjórn með stuðningi Hægri
flokksins og hlutleysi Mið-
flokksins. En í gær lýstu báðir
síðarnefndu flokkarnir sig
andvíga stjórn Ullsten.
Ýmsir vankantar
Miðflokkurinn gæti veitt
samsteypustjórn Þjóðar-
flokksins og Hægri flokksins
stuðning, en mikil andstaða
gegn þess konar stjórn er í
Þjóðarflokknum, þar sem það
gæfi Miðflokknum og sósíal-
demókrötum tækifæri til að
kalla það hægri stjórn. Þriðji
möguleikinn væri ný stjórn
undir forystu Fálldins með
Hægri flokknum, en til að svo
verði þarf Hægri flokkurinn
að breyta um afstöðu sína
gegn þjóðaratkvæðagreiðslu
um kjarnorkumál.
Sósíaldemókratar, sem
höfðu haft meirihluta þingsins
í 40 ár fram að kosningunum
1976, sögðu í gær, að borgara-
flokkarnir hefðu valdið stjórn-
arkreppunni og það væri
þeirra að leysa hana. Bæði
Ullsten, formaður Þjóðar-
flokksins, og Gösta Bohman,
formaður Hægri flokksins,
hafa lýst því yfir, að ný stjórn
verði að tryggja stjórnarsátt-
málann frá 1976. Olof Palme,
leiðtogi sósíaldemókrata sagði
eftir fund sinn með Allard í
gær, að sósíaldemókratarnir
yrðu á móti hvaða stjórn sem
væri, er fylgdi sáttmálanum
frá 1976, þar sem þeir voru á
móti stjórninni sem samdi
hann. Stjórn sósíaldemókrata
virðist útilokuð, þar sem allir
borgaralegu flokkarnir eru
andvígir þess konar stjórn.
Getur dregizt
Ef afstaða einhvers flokk-
anna til samstarfs með öðrum
flokkum eða til hlutleysis
breytist ekki von bráðar, getur
stjórnarkreppan hér orðið
löng og fundir Henrys Allard
með flokksformönnum orðið
margir, en samkvæmt stjórn-
arskránni getur hann verið
eins lengi og hann vill að velja
nýja stjórnarleiðtoga. Þangað
til fyrir fjórum árum, þegar
stjórnarskránni var breytt,
var það í höndum konungs að
velja nýja forsætisráðherra
við stjórnarskipti, en nú er
það í höndum forsvarsmanns
þingsins.
Olof Palme Gösta Bohman
ÞURRKAÐ
ORGAN
■ IIMIImí
Einnig fyrirliggjandi hnota,
japönsk eik og irakó.
Harðviðargólflistar fyrir parket.
Sendum í póstkröfu um land allt.
## # z
e^ÍHf
Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184
Flóa- og
pottablóma-
markaður
Fjáröflunarnefnd Junior
Chamber Vík heldur flóa- og
pottablómamarkað í Volvo-saln-
um, Suðurlandsbraut 16, dagana
14. og 15. október frá 2—5 báða
dagana.
A boðstólum verður m.a. nýr
fatnaður og leikföng og verður
ekkert dýrara en 2.500 kr. auk
pottablómanna.
Þess er skemmst að minnast, að
Junior Chamber Vík dreifði fyrir
skömmu límmiðum með áletrun-
inni „Á eftir bolta kemur barn“.
Hamingjusöm kynslóð
í GREIN Jóhanns Hjálmarssonar
í tilefni áttræðisafmælis Guð-
mundar G. Hagalíns í Mbl. í gær
hefur fallið niður texti sem veldur
því að merking brenglast: I
skáldskap verður list og boðun að
vera í eðlilegu jafnva'gi, þetta
heppnast oft í skáldsögum
Ilagalíns ...
Upplestrarkvöld
MÁL og menning efnir til upp-
lestrarkvölds að Kjarvalsstöðum
fimmtudaginn 12. október kl.
20.30. Fjórir nýir höfundar Máls
og menningar lesa úr bókum sem
gefnar verða út á þessu hausti.
Höfundarnir eru: Guðlaugur Ara-
son, Ólafur Haukur Símonarson,
Böðvar Guðmundsson og Úlfar
Þormóðsson. Öllum er heimill
aðgangur.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINtíA-
SÍMINN KU:
22480